Þar sem braut jarðar í kringum sólu er sporöskjulaga en ekki hringur, er lengd dægurs breytileg sem nemur 7 mínútum.

Braut jarðar um sólu er sporöskjulaga og jafnframt hallar snúningsöxull jarðar miðað við þessa braut. Þessar tvær „skekkjur“, miðað við hringlaga braut valda því að lengd daganna riðlast lítillega. Reyndar er það allur dagurinn sem hliðrast fram og til baka á einu ári.

Til að öðlast einsleitan tímareikning hafa menn fylgt svonefndum meðalsóltíma. Þessi miðtími er skilgreindur eftir meðaltalslengd dægurs yfir eitt ár. Munur á meðalsóltíma og tíma dægurs miðað við raunsóltíma – stöðu sólar á himni – er breytileg frá -14 til +17 mínútum.

Sporöskjulaga braut jarðar þýðir að hraði hennar um sólu er mestur næst sólinni og munur í hraða orsakar að braut sólar yfir himininn fylgir ekki meðalsóltíma sem leiðir af sér tímamun allt að 7 mínútum. Snúningsöxull jarðar er hornréttur miðað við braut hennar um sólu og það er þessi afstaða sem er orsök breytilegra árstíða.