Þegar alkóhól í sótthreinsiefninu gufar upp, þarf til þess hitaorku. Við finnum fyrir því sem kuldatilfinningu.

Langflestar gerðir sótthreinsiefna til handþvotta innihalda 70-85% alkóhól og fjarlægja af þeim sökum meira en tífalt fleiri bakteríur en venjulegur handþvottur.

Alkóhól er rokgjarn vökvi sem gufar hratt upp og því þarf maður ekki að þurrka hendurnar eftir sótthreinsun. Þetta sparar ekki aðeins tíma heldur kemur líka í veg fyrir að nýjar bakteríur berist úr handklæðinu.

Uppgufun krefst hins vegar talsverðrar hitaorku og sú hitaorka kemur úr umhverfinu, þar á meðal húðinni. Þess vegna kólnar húðin dálítið þegar hendurnar eru sótthreinsaðar.