Elfting gæti hafa verið á matseðlinum hjá eðlum af ættinni Hadrosaurus í síðari hluta krítartímans, fyrir um 67 milljón árum. Þetta segja nú vísindamenn við Leicesterháskóla í Englandi, en þeir hafa rannsakað kjálkasteingerving frá Kanada í rafeindasmásjá. Greining leiðir í ljós fíngerðar rispur, líklega eftir sandkorn. Það bendir til að dýrið hafi étið plöntur sem bíta þurfti alveg upp úr jörðinni.

"