Það þarf mikla þjálfun til að standa á einum fingri. Hér leikur þó kínverskur munkur þá list.

Fræðilega séð er mögulegt að standa á einum fingri með því að styðja fæturna t.d. upp að vegg. Án stuðnings er þetta alveg ógerlegt, vegna þess að ekki er samtímis hægt að halda uppi líkamsþunganum og halda jafnvægi á svo litlum fleti sem einum fingurgómi. Auk mikillar þjálfunar þurfa liðamót í fingrinum að vera nákvæmlega lóðrétt. Standi fingurkögglarnir bara örlítið skakkt, fer illa, vegna álags á liðbönd og liðpoka. Um þetta gildir nokkurn veginn sama lögmál og þegar dósum er staflað hverri ofan á aðra. Hægt er að sitja ofan á dósunum, nokkurn veginn án tillits til líkamsþyngdar, ef þeim er nógu nákvæmlega staflað, enda dreifist þunginn þá alveg jafnt. Standi dósirnar hins vegar bara örlítið skakkt, hrynur staflinn þegar maður sest ofan á hann. Að þessu leyti má segja að fingurbeinunum þurfi að vera nákvæmlega rétt „staflað“ þannig að þunginn dreifist nákvæmlega jafnt.