Sum sporin mynda ákveðna röð og virðast eftir sama dýrið. Ekkert far eftir kviðinn sýnir að dýrið hefur gengið alveg á fjórum fótum.

Fyrir 395 milljón árum skildu allmörg dýr eftir sig spor á ströndinni á landsvæði sem nú er í Póllandi. Sporin hafa nú nýlega verið hreinsuð upp af pólskum og sænskum steingervingafræðingum, m.a. frá háskólunum í Varsjá og Uppsölum. Vísindamennirnir segja þetta elstu ummerki sem fundist hafa um ferfætlinga á landi. Sporinu eru 18 milljónum ára eldri en þeir steingervingar hryggdýra með fjóra útlimi sem áður hafa fundist og bendir til að dýr hafi flutt sig fyrr upp á þurrlendið en talið hefur verið.

Vísindamennirnir hafa grafið upp fjölmörg fótspor og telja þau vera eftir nokkrar tegundir dýra sem sum hafi verið meira en 2 metrar að lengd. Einna áhugaverðast segja vísindamennirnir að þessi spor bregði nýju ljósi á hvar fyrstu landhryggdýrin þróuðust. Margir vísindamenn hafa talið að þetta hafi gerst í ferskvatni í fljótum eða hálfsöltu vatni í árósum. Setlög þarna sýna hins vegar að saltur sjór hefur verið á svæðinu, mögulega sjávarlón eða aðgrunnt við ströndina þannig að stór svæði hafi orðið þurr þegar fjaraði út.