Fíllinn Jumbo var svo vinsæll að nafn hans varð skjótt samheiti fyrir "risastór".

Það vakti mikla ólgu þegar Dýragarðurinn í Lundúnum seldi árið 1882 stóran afríkanskan fíl, Jumbo, til Barnum & Baley Circus í BNA. Þúsundir barna sendu mótmælabréf, en án árangurs og fíll hélt yfir hafið.

10.000 dölum fátækari auglýstu sirkuseigendurnir þennan vinsæla fíl á plakötum og tíu dögum síðar höfðu þeir rakað saman 30.000 dölum.

Jumbo var dáður og elskaður. Nafn hans birtist á spilastokkum, bökunarvörum og vindlum svo fátt eitt sé nefnt. Árið 1885 drapst Jumpo, er hann varð fyrir lest þegar verið var að koma honum upp í flutningavagn.

"