Nýsjálenski fuglinn Takahe, litríkur ættingi bleshænsna, hlýtur að vera einhver lífseigasti meðlimur fugla. Hann á í öllu falli met sem sú dýrategund er oftast hefur verið talin útdauð og enduruppgötvast. Þrisvar sinnum hafa vísindin þurft að breyta stöðu fuglsins, sem enn er talinn meðal heimsins fágætustu fugla.