Árið 1939 fann fornleifafræðingurinn Basil Brown engilsaxneska grafreitinn Sutton Hoo í Bretlandi, en hann er frá 6. öld. Í einni af ríkmannlega búnum gröfum fannst sverð, glæsiskjöldur og veldissproti konungborins manns. Í gröfinni var líka ríkulega skreyttur hjálmur með andlitsgrímu. Augnabrúnir, nef og yfirskegg skapa mynd af fugli með þanda vængi.

"