Tvær af ungu sjörnunum þremur eru í miðjum klasanum í innfelldu myndinni vinstra megin.

Hópur bandarískra og franskra stjörnufræðinga hefur nú alveg nýlega uppgötvað þrjár splunkunýjar stjörnur mjög nálægt miðju Vetrarbrautarinnar, sem sagt mjög ungar sólir.

Aldurinn er talinn vera um ein milljón ár, en til samanburðar er sólin okkar um 4,6 milljarða ára og telst venjuleg, miðaldra stjarna, sem er nálægt því að vera hálfnuð með líftíma sinn.

Nýfæddu stjörnurnar þrjár sáust gegnum geimsjónaukann Spitzer, en hann greinir innrautt ljós og „sér“ þannig gegnum rykið við miðju Vetrarbrautarinnar.