Þetta gildir svo sannarlega um nýja smátölvu frá Fujitsu. Tölvan er smærri en Mac mini, en stútfull af öflugum búnaði. Hér er Blueray-drif og öflugur Intel Core 2 Duo-örgjörvi sem á ekki í vandræðum með fullkomin HD-gæði. Vinnsluminnið er 4 GB og harði diskurinn rúmar 320 GB.

Tækið tekur lítinn straum og er afar lágvært. Það er því upplagt í stofuna. Hér er HDMI-útgangur sem tengist beint í flatskjáinn og auðvitað fylgir fjarstýring.

\"