Örsmá gullbúr geta flutt lyf þangað sem þau eiga að hafa áhrif.

Efnafræði

En nú hafa vísindamenn við Nebraska-Lincoln-háskóla í Bandaríkjunum komist að raun um að 15, 16, 17 eða 18 frumeindir geti náð saman og myndað lítið gullbúr. Inni í gullbúrinu er rými fyrir eina frumeind af annarri gerð og þessi uppgötvun opnar þann möguleika að nýta slík búr sem flutningatæki, t.d. þegar setja á lyf í blóðrásina. Þannig má koma í veg fyrir að lyfið sé brotið niður í meltingarvegi.