Enginn titringur er neðst í tónkvíslinni.

Það var tónlistarmaðurinn John Shore sem fann upp tónkvísl árið 1711. Tónkvísl er úr stáli þar sem armarnir tveir mætast í stuttu skafti. Tónninn ræðst af lengd armanna og hver einstök tónkvísl hefur þannig sína sérstöku tíðni. Algengastur er tónninn A, einnig stundum nefndur kammertónninn.

Þegar tónkvíslinni er slegið við eitthvað, taka armarnir að titra og titringurinn berst áfram gegnum loftið. Þar eð armarnir sveiflast hver gegn öðrum draga hljóðbylgjurnar dálítið niður hver í annarri. Hljómur frá tónkvísl er því ekki mjög öflugur. Kosturinn við lögun tónkvíslarinnar er sá að þar sem armarnir mætast verður enginn titringur. Þess vegna er unnt að halda á tónkvíslinni án þess að stöðva hljóminn.