Karlflugur flögra oft í kringum svonefnd „sveimmerki“. Það gera þær líka úti í náttúrunni.

Það eru svonefndar húsflugur sem oft má sjá flögra í óreglubundna hringi í stofunni. Mörg skordýr laðast að ljósi en það er ekki ástæða hins sérstæða hringsóls húsflugunnar. Flugurnar flögra nefnilega líka kringum peruna þótt slökkt sé á henni.

Það eru reyndar aðeins karlflugurnar sem fljúga kringum ljósaperu sem hangir í loftinu. Skýringarinnar mun vera að leita í náttúrulegum heimkynnum þessara flugna, en þær eru upprunnar í skóglendi. Í skóginum mynda karlflugurnar oft dálítinn sveim í kringum ákveðið „sveimmerki“ sem t.d. getur verið grein á stóru tré. Atferlið er liður í mökunarháttum flugnanna og kvenflugurnar fljúga inn í karlasveiminn til mökunar.