Ullarhærði loðfíllinn gat þolað fimbulkulda og lifði lengst í norðri.

Evrasía

Meira en helmingur meginlandsins var stundum á tímaskeiðinu pleistósen hulið ís. Loftslagið var miklu kaldara og þurrara en nú á dögum þrátt fyrir að víðsvegar væri að finna mikil vötn. Gróðurfar var sem er nú á steppum og skógar algengir á suðlægari slóðum. Milli ísaldanna uxu þó jafnvel skógar á norðlægari svæðum.

Loðfíll

Mennirnir réðu niðurlögum risafílanna

Stærð: Loðfílar voru afar stór landspendýr sem nærðust á plöntum. Þeir gátu náð allt að 5 metra hæð, og 12 tonna þungir loðfílar eru hinir stærstu sem uppi hafa verið.

Einkenni: Það hafa fundist minnst 11 mismunandi tegundir loðfíla. Þar af er hinn ullarhærði loðfíll þekktastur. Einkenni hans er mikill og þykkur feldur sem gerði dýrinu kleift að lifa norðar en nokkur annar fíll á jörðu.

Orsakir útdauða: Margvíslegar aðstæður eru fyrir því að loðfílar liðu undir lok. Að hluta til loftslagsbreytingar og breytingar í plöntuvexti þegar ísöldunum lauk en einnig vaxandi veiðiálag af manna völdum.

Hlutur manna: Veiðar og sífellt meiri þrýstingur frá vaxandi útbreiðslu þeirra áttu sinn þátt í að útrýma risafílum. Menn hafa t.d. fundið hýsi byggð úr loðfílabeinum í Austur-Evrópu og Asíu sem bendir til að menn hafi gjörnýtt sér afurðir skepnunnar.