The Coca-Cola Company er órjúfanlegur hluti bandarískrar menningar, og fyrirtækið sem var stofnað árið 1892 býr yfir einu stærsta framleiðslu- og dreifingarkerfi heims. Þessari auglýsingu frá árinu 1910 var beint að veitingahúsum og hótelum. Fyrirtækið hvetur viðkomandi til að komast í biðröðina og að geta þannig verið þátttakendur í innrásinni, og ekki síst öðlast „big profits“. Engan hefði þó grunað hversu gríðarlegur hagnaður af drykknum átti eftir að verða.