U1206 var af sömu gerð og kafbáturinn sem notaður var í kvikmyndinni "Das Boot". Klósettferð Schiitts skipstjóra endaði með því að hann missti kafbátinn og þrjá úr áhöfninni.

Á lokadögum seinni heimsstyrjaldar þurfti skipstjóri þýska kafbátsins U-1206 á klósettið. Kafbáturinn var á siglingu á um 60 metra dýpi meðfram norðurströnd Skotlands. Því miður kunni skipstjórinn, Karl Adolf Schlitt, ekki í smáatriðum á þetta nýja klósett sem nýbúið var að setja upp. Hann kallaði tæknimenn sína á vettvang og þeir opnuðu – því miður rangan loka.

Sjór flæddi inn og niður á rafhlöðurnar sem einmitt voru undir klósettinu. Schlitt gaf strax skipun um að fara upp á yfirborðið til að ná inn fersku lofti. En ekki var kafbáturinn fyrr kominn upp en hann sást frá breskum sprengjuflugvélum. Schlitt fyrirskipaði að kafbátnum yrði sökkt svo hann félli ekki í hendur óvinanna.

Það var vont í sjóinn þegar áhöfnin, alls um 50 manns, reyndi síðan að ná landi á gúmmíbjörgunarflekum. Sprengja lenti á einum björgunarbátnum og 3 skipverjar fórust en hinir náðu lifandi til lands.

Upp úr 1970 fannst flak kafbátsins. Þá voru starfsmenn breska olíufélagsins BP að leggja olíuleiðslur á sjávarbotni á 70 metra dýpi.