Skycar er hér sýndur sem lögreglubíll og er enn sem komið er besti möguleikinn á flugbíl.

Reyndar hafa menn hjá Moller International í Bandaríkjunum í mörg ár verið tilbúnir með farartæki sem má flokka sem fljúgandi bíl. M400 Skycar er knúinn fjórum 300 hestafla vélum sem hver um sig snýr flugskrúfu. Stélvængur, lögun skrokksins og gerð vélarhúsanna sjá bílnum fyrir lyftikrafti. Skycar rúmar fjóra menn og nær 600 km hraða. Verðið er sagt vera ríflega 30 milljónir króna. Það er engu að síður langt þangað til hægt verður að kaupa sér Skycar hjá næsta bílaumboði. M400 er nefnilega bara frumgerð og henni hefur ekki verið flogið nema nokkrum sinnum. En að auki þarf fyrst að vinna bug á fjölmörgum hindrunum, bæði á sviði öryggismála og almenns eðlis. Það er t.d. alveg óvíst hvaða þjálfun þarf að til geta ekið og flogið slíkum bíl. Enginn veit heldur enn hvernig á að tryggja að flugbílar rekist ekki hver á annan eða hvernig hægt er að koma í veg fyrir að einföld tæknibilun kosti farþegana óhjákvæmilega lífið. Þessu til viðbótar mætti svo nefna atrið á borð við hvar og hvernig á að koma fyrir lendingarstöðum - sem enn er alveg óleyst vandamál