Asonia-byggingin stendur enn. Nú eru þar íbúðir og býlið á þakinu er komið í eyði.

Árið 1904 var Ansonia-byggingin í New York opnuð. Hér var 17 hæða hótel og flottheitin meiri en áður höfðu sést. Í anddyrinu var stærðar gosbrunnur þar sem selir voru á sundi og gestir gátu fengið mat framreiddan á herbergjum sínum.

Sérvitur auðmaður, William Earl Dodge Stokes, teiknaði hótelið. Meðal hugmynda hans var sú, að bjóða upp á alveg ferskar afurðir. Á þakinu var því eins konar örbýli með nautgripum og hænsnum.

"