Fornleifafræðingar fundu tvo marbendla sem sögur hermdu að gætu verndað gegn illviðri.

Í dularfullu skipsflaki frá 17. öld hafa breskir fornleifafræðingar við Bornemouth-háskóla gert merkilega uppgötvun. Þeir fundu tvær fagurlega útskornar styttur af marbendlum sem þeir álíta að hafi prýtt skut skipsins. Þessar yfirnáttúrulegu mannverur voru álitnar vara við óveðri. En þegar við bætist 8,4 metra stýri, vandlega útskorið, verður ljóst að skipið var ekki smíðað fyrir alþýðuna. Að líkindum var þetta þó kaupskip. Sú staðreynd að aðeins voru sex fallbyssur um borð, bendir í þá átt. Flakið fannst reyndar 2004, undan strönd Bornemouth á strönd Suður-Englands, en vísindamennirnir hafa síðan fundið fleiri og æ áhugaverðari gripi í flakinu sem liggur á sandbotni að 7 metra dýpi.

Ekki er ljóst frá hvaða landi skipið var, en timbrið ber merki um ásókn smádýra sem lifa í mun heitari sjó.