Smásjáin er svo lítil að henni má koma fyrir í meðbærum smátækjum.

Tækni

Lítið og ódýrt. Þannig má best lýsa stafrænni minismásjá sem vísindamenn við Tæknistofnun Kaliforníu hafa nú þróað.

Smásjáin er jafn lítil og raun ber vitni vegna þess að örflaga kemur í staðinn fyrir hefðbundnar linsur. Örflagan er þakin þunnu málmlagi þar sem hundruð örsmárra gata hleypa ljósi inn. Sýnið sem rannsaka á, er haft í vatni og þegar vatnið flýtur yfir örflöguna er tekin mynd í gegnum hvert gat. Þessar fjölmörgu örmyndir eru svo settar saman í eina stóra. Smásjánni er m.a. ætlað að bera kennsl á fjölmarga örverusjúkdóma á grundvelli blóðsýna.