Litarefnið kemur krabbafrumunum til að gefa frá sér ljós. Hér á tölvumynd af svíni.

Læknisfræði

Litarefni í líkamanum, ásamt innrauðri lýsingu, á nú að auðvelda uppskurði á krabbameinssjúklingum. Vísindamenn við Beth Israel Deaconess-stofnunina í Bandaríkjunum hafa þróað tækni sem gerir krabbameinsæxli sjálflýsandi og skurðlæknirinn sér því nákvæmlega hvar hann á að skera.

Tæknin nefnist FLARE (Fluorescence-Assisted Resection and Exploration) og byggist á sérhönnuðu litarefni sem bindur sig við krabbameinsfrumur. Eftir að efninu hefur verið sprautað í líkamann berst það með blóðrásinni og festir sig við krabbameinsfrumur þar sem þær er að finna. Þegar innrauðu ljósi er nú beint að líkamanum má sjá litarefnið á skjámynd. Vísindamennirnir vinna nú að því að þróa litarefni sem bindast ákveðnum gerðum krabbameins þannig að æxlin sjáist eins skýrt og mögulegt er.