Menning og saga

Orðin gefa til kynna hvaða leið var farin

Tungumálin sem við tölum segja álíka mikið til um uppruna okkar og erfðavísarnir gera og málin er hægt að rannsaka á svipan hátt og genin. Nýlundan í öllu þessi er þó sú að nú hafa vísindamenn notað líffræðilegar aðferðir til að útbúa ættartré yfir hin ýmsu tungumál sem töluð eru í grennd við Kyrrahafið. Niðurstöðurnar hafa fært okkur nákvæmar upplýsingar um það hvernig einangruðu eyjarnar í Kyrrahafi byggðust á nokkrum þúsundum ára.

BIRT: 04/11/2014

Á Hawaii er sagt „lua“, á Samóa „e lua” og á Fijieyjum segja menn „e rua”. Maórar á Nýja Sjálandi segja „rua” og á Filippseyjum segja menn „duha”. Jafnvel þótt 10.000 kílómetrar aðskilji eyjarnar tákna orðin töluna 2 á öllum tungumálunum.

 

Tungumálin sem töluð eru á eyjum Kyrrahafsins eru svo lík hvert öðru að ekki getur verið um tilviljanir að ræða.

 

Þvert yfir gríðarlegt flæmi hafsins, allt frá Súmötru í vestri, til Páskaeyja í austri, norður til Tævan og allt suður til Nýja Sjálands eru töluð mjög skyld tungumál.

 

Fornleifafræðingar hafa fundið dæmigerðar axir, skartgripi úr skeljum, fatnað úr berki, húðflúr og snoturlega skreytta leirmuni, sem allt er til marks um að ein og sama menningin hafi sett spor sín um allt þetta víðfeðma svæði.

 

Fram til þessa hafa sérfræðingar þó verið ósammála um hverjir þessir hugrökku og dugmiklu sjómenn hafi verið.

 


Fræðimenn á Nýja Sjálandi virðast nú hafa leyst gátuna um skyldleika tungumálanna sem töluð eru í grennd við Kyrrahafið í eitt skipti fyrir öll.

 

Þeir hafa sýnt fram á að tungumálin hafi átt upptök sín í Tævan fyrir u.þ.b. 5.200 árum og að íbúar þaðan hafi flust yfir Kyrrahafið í tveimur heljarstökkum.

 

Magabaktería var laumufarþegi

 

Tungumálakenningin hefur verið studd með rannsóknum þýskra fræðimanna sem komist hafa að sömu niðurstöðu, þótt aðferðir þeirra hafi verið ólíkar.

 

Fræðimennirnir hafa varpað ljósi á landnám á eyjunum á Kyrrahafi með því að fylgja eftir einni af lítilfjörlegustu lífverum heims.

 

                                                                                Helicobacter pylori

Sníkillinn helicobacter pylori lifir í maga mannsins og honum tókst að takast á hendur þetta langa ferðalag sem laumufarþegi.

 

Með því að rannsaka fjölskyldutengsl milli gerla í mögum innfæddra hvaðanæva við Kyrrhaf tókst vísindamönnum að komast að nokkurn veginn sömu niðurstöðu um landnám við Kyrrahaf og málvísindamennirnir höfðu komist að raun um.

 

„Það er í rauninni alveg stórkostlegt að orðin sem við myndum með vörunum skuli segja nákvæmlega sömu sögu og bakteríurnar í meltingarfærunum,” segir þróunarlíffræðingurinn Russell Gray, við Auckland háskóla á Nýja Sjálandi, en hann stóð fyrir tungumálarannsókninni.

 

Tungumál er frábært „verkfæri“ sem gerir okkur kleift að ferðast fram og aftur í tíma og komast að raun um hvað gerðist í fortíðinni.

 

Tungumálin breytast nefnilega stöðugt og þegar þau svo einangrast myndast ýmsar mállýskur, sem fyrst í stað er auðvelt að skilja en sem smám saman verða fjarlægari.

 

Faðir þróunarkenningarinnar, Charles Darwin, veitti því einmitt athygli á sínum tíma hve margt er líkt með þróun tungumála og tegunda.

 

Í báðum tilvikum er um að ræða „erfðir með aðlögunum“. Tvö tungumál, líkt og tvær dýrategundir, eiga sér einn sameiginlegan forföður fyrr í tíma.

 

Þetta er einmitt hugsunin sem réði því að Gray og starfsbræður hans notfærðu sér tölvubúnað þróunarlíffræðinga til að útbúa ættartré yfir tungumálin sem töluð eru í grennd við Kyrrahaf.

 

Með það í huga að breytingar á erfðaefni, svonefndar stökkbreytingar, eiga sér stað með tilteknu millibili, geta sérfræðingar nú reiknað út hve langur tími hefur liðið síðan sameiginlegur forfaðir tveggja lífvera var uppi. Þessari sömu aðferð hefur Gray nú beitt á tungumál.

 

Kyrrahafstungumálin tilheyra einni stærstu tungumálaætt heims, þeirri ástrónesísku, en undir hana heyrir fimmtungur allra þeirra 6.000 tungumála sem töluð eru um allan heim.

 

Málvísindamenn hafa raunar vitað í nokkrar aldir að ástrónesísku tungumálin séu skyld. Yfirleitt er slík samanburðarvinna unnin á þann hátt að stór orðaforði fárra tungumála er borinn saman mjög nákvæmlega. Gray rannsakaði hins vegar alls 400 tungumál í einu og rannsóknin tók jafnframt til allra undirflokka þessarar stóru tungumálaættar og hann einbeitti sér aðeins að 210 undirstöðuorðum.

 

 

Um var að ræða orð sem notuð voru um skyldleika, líkamshluta, tölur og liti, auk algengra sagnorða, í líkingu við að drekka, veiða og synda.

 

Kosturinn við slík orð er að þau eru algeng og detta fyrir vikið ekki út úr málinu.

 

Öll málin eiga rætur að rekja til Tævan

 

Orðin 210 voru valin með aðstoð málvísindafólks sem hefur sérhæft sig í ástrónesískum málum og þeim síðan safnað í einn stóran gagnagrunn.

 

Með því að bera saman breytingar á orðunum miðað við landfræðilega útbreiðslu þeirra tókst fræðimönnunum bæði að ákvarða ástrónesískan uppruna orðanna og röðina sem tungumálin höfðu orðið til í.

 

Auk þess gátu þeir notað fjölda tungumálabreytinga sem eins konar mæli sem sýnir hversu hratt ólíkir hlutar af ástrónesíska ættartrénu höfðu vaxið.

 

Sérfræðingarnir höfðu aðgang að ofurtölvu og á einum og hálfum mánuði var unnt að reikna út runu af sennilegum ættartrjám. Öll ættartrén staðsetja ástróneísku málin sem töluð eru á Tævan neðst við rætur ættartrésins.

 

Tölvuútreikningurinn gaf til kynna mjög greinilega atburðarás. Sameiginlegur forfaðir ástrónesískra tungumála var mál sem talað var á Tævan fyrir u.þ.b. 5.200 árum.

 

Eftir það verður langt hlé þar til fyrsta bylgjan af ástrónesískum málum verður til fyrir hartnær 3.800 árum.

 

Ástrónesískumælandi fólk fór skyndilega að dreifast suður á bóginn frá Tævan til Filippseyja, Borneó og Indónesíu, og einnig austur á bóginn til Nýju Gíneu, Vanuatu og Nýju Kaledóníu. Fyrir 2.900-3.200 árum komust þeir alla leið til Tonga, Samóa og Fiji-eyja.

 

Á leiðinni urðu fyrir ástrónesum aðrar þjóðir, til dæmis meðfram strandlengjunni í Nýju Gíneu, og Gray er þeirrar skoðunar að ástrónesísk Lapitamenning hafi fullmótast þegar þessir menningarheimar mættust.

 

Fyrstu mennirnir höfðu þá þegar komist til Ástralíu 50 til 60.000 árum fyrr.

 

Þeir hafa sennilega getað komist fótgangandi mestalla leiðina, því sjávarhæðin var miklu lægri en í dag og hægt að komast landleiðina nánast alla leiðina frá Asíu til Ástralíu.

 

Þegar ástrónesar settust að hingað og þangað við Kyrrahafið, þar sem þeir lögðu stund á akuryrkju og höfðu meðferðis hænur og svín, bjuggu í rauninni fyrir veiðimenn og safnarar á stóru eyjunum á borð við Súmötru, Jövu og Nýju Gíneu. Aðrar fjarlægari eyjar, og þar með talið Nýja Sjáland, höfðu hins vegar ekki verið byggðar mönnum fyrr.

 

Fyrsta ástrónesíska landnámsbylgjan virðist hafa staðnæmst fyrir u.þ.b. 2.800 árum. Að þeim tíma loknum greindu málvísindamennirnir langt hlé án nýrra tungumála og nýs landnáms.

 

Fyrir einum 1.500 árum virðist svo hafa komist hreyfing á hlutina aftur en á þeim tíma virðist nýtt landnámsskeið hafa náð alla leið til fjarlægra eyja í austurhluta Pólýnesíu, m.a. til Tahítí, Marquesas-eyja, Páskaeyja, Hawaii og Nýja Sjálands.

 

Niðurstöður tungumálarannsóknanna fá byr undir báða vængi frá rannsókn sem gerð var á magabakteríum en þeim rannsóknum stjórnaði örverufræðingurinn Mark Achtman við University College í Cork á Írlandi.

 

Mark safnaði bakteríum úr meltingarfærum einangruðustu og upprunalegustu þjóðflokkanna sem fyrirfundust á svæðinu.

 

Magabakterían H. pylori hefur verið hluti af lífi okkar mannanna allar götur síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku og frá því að það gerðist hefur landfræðilegur aðskilnaður gert það að verkum að ýmsar breytingar hafa orðið á bakteríustofnunum, sem gerir kleift að greina þá hvern frá öðrum.

 

Mark Achtman og starfsbræðrum hans tókst að skrásetja erfðafræðilegan mismun í alls 212 bakteríustofnum.

 

Líkt og málvísindamennirnir gerðu hafa þeir jafnframt notað niðurstöður sínar til að teikna upp ættartré sem sýnir á hvern hátt bakteríur á svæðinu eru skyldar.

 

Niðurstaða þessarar rannsóknir er einnig sú að upprunann sé að finna á Tævan og þes má geta að landnámsmynstrið er mjög líkt kortlagningunni sem fékkst úr tungumálarannsókninni.

 

Tvær tilgátur um hvernig land var numið við Kyrrahaf

 

Bakteríurnar og tungumálin virðast eiga rætur að rekja til sama fólksins og segja má að nú hafi tekist að leysa gátuna um landnám við Kyrrahaf, svo ekki verður um villst.

 

Það sem hvað mestan áhuga vekur er þó að sennilega hafa fengist svör við því hvað hrinti af stað landnáminu við Kyrrahaf, sem telja má sem eitt af helstu þrekvirkjum mannsins.

 

Mynstrið einkennist af löngum hléum og hraðri framgöngu þess á milli og þetta gefur eitt til kynna. Kenningin var lengi vel sú að landnámið hefði stjórnast af tækniframförum en undanfarinn áratug hafa erfðafræðingar andmælt þessu á þeim forsendum að erfðafræðirannsóknir á svæðinu hefðu leitt í ljós að landnám hefði orðið á þann veg að blöndun hefði orðið jafnt og þétt.

 

Þessi kenning byggir meðal annars á því að yfirborð sjávar hafi verið talsvert lægra þá en nú og að landnámsmennirnir hafi komist leiðar sinnar á litlum bátum ellegar einfaldlega fótgangandi. Nú hafa tungumálarannsóknirnar, með dyggum stuðningi magabakteríurannsóknarinnar, hins vegar leitt í ljós að útþenslan átti sér ekki stað af sjálfu sér, heldur var hún hugviti mannanna að þakka.

 


Fornleifafræðingar hafa löngum vitað að ástrónesar hefðu haft meðferðis húsdýr og uppskeru og hafa leitt getum að því að framfarir í landbúnaði hafi verið það sem einkum rak mennina áfram.

 

Löng hléin og skyndilegir kippir áfram gefa hins vegar til kynna að fleiri þættir hafi komið við sögu. Hvað var það sem olli því að ástrónesar héldu kyrru fyrir og hvers vegna biðu þeir á Tævan í þúsund ár?

 

Russell Gray er þeirrar skoðunar að þeir hafi orðið að þróa fyrst nýjar bátstegundir og læra meiri siglingafræði.

 

Seglbátur braust gegnum harðan straum

 

Sums staðar frá meginlandi Kína er unnt að sjá yfir til Tævan og þangað hefur verið unnt að róa á löngum kanóum.

 

Frá Tævan er á hinn bóginn ógerningur að koma auga á Filippseyjar, en þær eru 350 km sunnan Tævan og aðskilur straumhart Luzonsund eyjarnar.

 

Augsýnilega hefur þurft sterkbyggðari báta til að komast þá leið. Svarið er fólgið í meiðbátum sem útbúnir eru jafnvægismeiðum sem gerir það að verkum að unnt er að sigla þöndum seglum miklu lengri vegalengdir en ella.

 

Rannsóknirnar ólíku, sem gerðar voru á tungumálum annars vegar og magabakteríum hins vegar, eru skref í áttina að mjög áhugaverðum vísindum, sem sameina málvísindi og erfðafræði svo úr verða ýtarlegri upplýsingar um sögu okkar mannanna.

 

Rannsóknir Marks Achtmans eru meðal fyrstu rannsókna sem gerðar hafa verið á bakteríum í því skyni að leiða í ljós upplýsingar um atferli mannsins og menningu hans.

 

Russell Gray ruddi að sama skapi brautina með því að styðjast við genetískar aðferðir við tungumálarannsóknir og ef hann fær einhverju um ráðið er þetta aðeins byrjunin.

 

Hann er í þann mund að safna saman hópi málvísindamanna og þróunarlíffræðinga til að kortleggja önnur merk þáttaskil í sögu mannsins, á svipaðan hátt og gert var í tengslum við landnámið á Kyrrhafinu.

 
 

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

Alheimurinn

Stjarna breytir sér í demant

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

Maðurinn

Svefnleysi skaðar þarmana

Lifandi Saga

Hvert flúðu spænskir Gyðingar?

Maðurinn

Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Vinsælast

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

3

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

4

Maðurinn

3 ókostir við greind

5

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

6

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

3

Maðurinn

3 ókostir við greind

4

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

5

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

6

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Vísindamenn

Stærðfræðisnillingur fann upp tölvuna

Heilsa

Þess vegna ættir þú alltaf að setja klósettlokið niður áður en þú sturtar

Maðurinn

Vanþroskað tvíburafóstur fjarlægt úr heila ársgamallar stúlku

Tækni

100 milljónir hafa kosið: Hér eru hin sjö nýju undur veraldar 

Lifandi Saga

Hvert var banamein Elvis Presleys?

Maðurinn

Angistargenið er nú fundið

Náttúran

Glæpir borga sig

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

Maðurinn

Leiðbeiningar um uppeldi: Reiðilestur veldur niðurbroti í heila

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Maður hnerrar til að hreinsa ryk, slím og aðskotahluti úr öndunarveginum, en haldi maður aftur af hnerranum situr þetta kyrrt og heldur áfram að valda óþægindum.

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.