Tveir af hundraði þjást af psoriasis, en nú kann betri líðan að vera í augsýn.

Læknisfræði

Húðsjúkdómurinn psoriasis, sem lýsir sér með þrálátum bólgum í húðinni, hrjáir um 2% mannkyns. Bólgan veldur rauðum og skellóttum sárum sem aftur valda meiri bólgum. Þannig getur sjúkdómurinn skapað stöðugan vítahring.

En nú vakna vonir um að hægt verði að rjúfa þennan vítathring. Ole-Jan Iversen, við háskólann í Þrándheimi í Noregi, hefur einangrað prótín sem virðist gegna hér lykilhlutverki. Prótínið kallast Pso p27 og það er aðeins að finna í sýktum vef. Iversen vonast til að geta innan árs fundið það gen sem kóðar fyrir prótíninu. Takist það geta vísindamennirnir framleitt lyf sem hefur hamlandi verkun á genið og þar með dregið úr sjúkdómseinkennunum.