Fyrstu ryksugurnar voru ekki mjög praktískar þar sem þær spýttu rykinu aftan úr sér nokkurm sekúndum eftir að þær höfðu sögað því upp.

Fyrstu ryksugurnar komu á markað upp úr 1850 og voru handsnúnar. Aflið rétt dugði til að ná ryki upp af gólfinu. Loftdæla skapaði tómarúm sem sogaði til sín lauslegt efni af gólfinu, en iðulega spýttu ryksugurnar því úr sér aftur eftir fáeinar sekúndur. Ryksugur náðu engu að síður vinsældum og fyrstu rafknúnu ryksugurnar komu á markað 1899.