Heilar fimm skjaldbökur af tegund sem talin var útdauð, hafa nú fundist á fílaverndarsvæði í Burma. Arkan-skjaldbakan er reyndar til í dýragörðum en mjög erfitt hefur reynst að fá hana til að fjölga sér. Hópur sérfræðinga frá samtökunum „Wildlife Conservation Society“ hefur nú skipulagt vöktun svæðisins til að vernda skjaldbökurnar.