110 fallbyssur voru í HMS Victory og pláss fyrir 1.100 sjómenn.

Bandaríska fjársjóðsleitarfyrirtækið Odyssey Marine Exploration fann, á árinu 2008, skipsflak sem nú hefur komið í ljós að er HMs Victory sem fórst fyrir meira en 250 árum á Ermarsundi.

Skipið var á leið heim frá Portúgal árð 1744 undir stjórn hins reynda flotaforingja, Johns Balchin, en aðfaranótt 5. október hvarf það úr skipalestinni. Hin skipin náðu heil til hafnar en HMs Victory ekki. skipið hvarf með manni og mús, 1.100 manna áhöfn og 110 fallbyssum. Úr flakinu hafa Bandaríkjamennirnir bjargað tíu metra löngu stýri, koparkatli og 41 fallbyssu, sem allar eru fagurlega skreyttar og með merki Georgs konungs 1. Enn eiga þeir þó eftir að finna aðalfjársjóðinn, 100.000 portúgalska gullpeninga sem samkvæmt samtíma heimildum voru um borð. Þessi fjársjóður ætti að vega um 4 tonn og andvirðið um milljarður dollara.

Þegar skipið var sjósett árið 1737 var það stærsta og háþróaðasta herskip sögunnar. skipið var forveri annars herskips með sama nafni, en því skipi stýrði Nelson flotaforingi í hinni frægu orrustu við Trafalgar árið 1805.