Deyjandi stjörnur (bláar) dreifa ryki (grænu) út í gasskýið. Sólvindar blása efninu saman í nýjar stjörnur (hvítar).

Stjörnufræði

Ný mynd tekin af innrauða geimsjónaukanum Spitzer, sem er í eigu NASA, kemur stjörnufræðingum nú til hjálpar við að öðlast skilning á því hvernig stjörnuþokur endurnýta stjörnuryk. Myndin sýnir gasþoku í stjörnþokunni Magellanskýinu sem er á ferli í kringum Vetrarbrautina í um 163.000 ljósára fjarlægð.

Stjörnufræðingum hefur lengi verið ljóst að stjörnurykið gegnir afgerandi hlutverki í lífi stjörnuþoku vegna þess að það getur dregist saman og myndað nýjar stjörnur. Fram að þessu hafa vísindamennirnir þó ekki getað séð þetta gerast, vegna þess að þetta mikla magn af gasi og ryki sendir ekki frá sér sýnilegt ljós. En Spitzer-sjónaukinn er afar næmur fyrir innrauðu ljósi sem stjörnuryk gefur frá sér þegar nærliggjandi stjörnur hita það upp, og með því móti getur sjónaukinn skyggnst inn í skýið.

Á myndinni má sjá hvernig efni þeytist út í skýið frá deyjandi sprengistjörnum. En síðan taka öflugir sólvindar frá öðrum stjörnum við og koma efniseindunum til að dragast saman og mynda nýjar stjörnur.