Eftir fyrri heimstyrjöld lagðist spænska veikin þungt á íbúa Evrópu og varð um 20 milljón manns að bana. Í síðari heimsstyrjöld óttuðust menn annan faraldur og árið 1942 hratt breska heilbrigðisráðuneytið af stað auglýsingaherferð undir yfirskriftinni „Hósti og hnerrar dreifa sjúkdómum“. Og föðurlandsástin var látin fylgja með: „Höldum þjóðinni bardagafærri“.