Forsögulegur krókódíll sem uppi var fyrir 80 milljónum ára, minnir á núlifandi afkomendur sína.

Steingervingafræði

Í Brasilíu hafa vísindamenn nú grafið upp steingerving af um 80 milljón ára gömlum krókódíl sem lifað hefur á landi.

Þetta forsögulega dýr hefur fengið nafnið Montealtosuchus arrudacamopsi. Það líktist eðlum og var 1,7 metrar að lengd. Öfugt við krókódíla nútímans voru útlimirnir langir en að öðru leyti svipaði þeim mjög til fóta á krókódílum nútímans. Steingervingafræðingar við háskólann í Rio de Janeiro segja þetta millilið í þróuninni – eins konar týndan hlekk – milli frumstæðra krókódíla á dögum forneðlanna og þeirra krókódíla sem nú lifa.