Glerkúlurnar eru aðeins 0,1 – 0,4 mm í þvermál og komu til jarðar með Apollo 15. 1971.

Stjörnufræði

Tunglið er kannski ekki alveg jafn þurrt og við höfum haldið. Þetta sýna nýjar rannsóknir á örsmáum, grænum glerkúlum sem geimfararnir í Apollo 15. fluttu til jarðar 1971.

Kúlurnar hafa myndast í hrauni sem barst upp á yfirborðið í eldgosi fyrir um 3 milljörðum ára. Vísindamenn við Brown-háskóla hafa nú rannsakað þær með sérstökum massarófsmæli og sýnt fram á að í miðjunni er vatn með þéttni upp á 50 ppm, sem sagt milljónustu hluta. Þetta er afar lítill raki miðað við jarðskorpuna hér, þar sem vatnsþéttnin er að meðaltali 500 – 1.000 ppm. Útreikningar benda þó til að í jarðskorpu tunglsins kynni vatnsþéttni að vera 260 – 700 ppm. Það vekur vonir um að finna þar ís úr frosinni vatnsgufu.