Fáir lofsteinagígar eru á yfirborði Venusar. Ástæðan gæti verið að árekstur tveggja hnatta hafi fægt yfirborðið hreint.

Stjörnufræði

Venus er stjörnufræðingum að mörgu leyti mikil ráðgáta. Auk þess sem þar ríkja gríðarleg gróðurhúsaáhrif, eru loftsteinagígar mun færri en vera ætti, plánetan snýst mjög hægt um sjálfa sig og í öfuga átt við allar aðrar reikistjörnur í sólkerfinu.

Nú hefur enski vísindamaðurinn John Huw Davies þó sett fram kenningu sem gæti skýrt mikið af þessum sérkennilegheitum. Davies telur að Venus hafi myndast við árekstur tveggja ámóta stórra hnatta sem báðir voru skammt komnir í þróunarferli sínu. Ofboðslegur hiti sem myndaðist við áreksturinn varð til þess að hnettirnir runnu saman í einn. Klappir sem myndast höfðu, gáfu jafnframt frá sér mikið af koltvísýringi sem lagðist eins og þétt teppi yfir nýju reikistjörnuna. Vetnið hvarf hins vegar á braut. Áreksturinn sléttaði einnig yfirborðið þannig að þar eru nú aðeins fáir loftsteinagígar. Loks kynni svo öfugur snúningur að skýrast af því að annar hnötturinn hafi snúist í hina áttina.