Vöðvamassatilraunir á músum eiga að hjálpa fólki með vöðvasjúkdóma.

Læknisfræði

Árið 1997 tókst bandarískum vísindamönnum að rækta mús sem var tvöfalt vöðvameiri en venjulegar mýs. Nú hafa sömu vísindamennirnir við John Hopkins-háskólann ræktað mús sem er fjórfalt vöðvameiri en venjulegar mýs.

Í báðum tilvikum voru mýsnar ræktaðar án þess gens sem kóðar fyrir prótíninu mýóstatín en það dregur úr vöðvavexti. Til viðbótar var svo músin sem ræktuð var 2007 þannig erfðabreytt að hún framleiðir meira af prótíninu follistatín sem örvar vöðvavöxt.

Í framtíðinni er ætlunin að þessar rannsóknir gagnist sjúklingum með vöðvarýrnun og ámóta vöðvasjúkdóma. Klínískar tilraunir eru þegar hafnar með lyf sem hindrar framleiðslu mýóstatíns.