Flata loftnetinu má koma fyrir í málmi og það bætir flughæfni.

Tækni

Dagar hinna löngu loftneta, sem við þekkjum t.d. á bílum, eru senn taldir. Hópur vísindamanna í Suður-Kóreu hefur nefnilega þróað flatt loftnet sem unnt er að byggja inn í yfirborðið. Þannig er loftnetið betur varið auk þess sem dregur úr loftmótstöðu. Á flugvélum draga loftnet líka úr styrk skrokksins þar sem þeim er komið fyrir.

Nýja loftnetið er gert úr hörðu, en þó sveigjanlegu efni, sem koma má fyrir í málmi. Bandvíddin nær yfir 500 megarið og loftnetið nær því t.d. FM-, sjónvarps- og GPS-merkjum.