Fylgstu með okkur á Twitter Sjáumst á FaceBook Gerast áskrifandi

Nýjasta greinin
Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Fræðimenn telja jú að öll landdýr komi frá fiskum sem gengu á land, en hvaðan komu skordýrin?

Öll hryggdýr sem lifa á landi eru vissulega komin frá fiskum sem þróuðu útlimi og námu land fyrir meira en 360 milljón árum. Skordýr eiga sér þó aðra sögu. Hjá skordýrum situr stoðkerfið utan á. Þetta eru svonefnd liðdýr og skiptist líkami þeirra í þrjá hluta, rétt eins og þau hafa ætíð sex fætur. Þegar hryggdýrin gengu á land voru önnur lífsform þegar þar til staðar. Plönturnar komu fyrir næstum 500 milljón árum, síðar fylgdu fyrstu liðdýrin eins og sporðdrekar og köngulær, og rétt á eftir þeim skordýrin fyrir meira en 400 milljón árum. Fræðimenn telja að skordýr hafi þróast út frá krabbadýrum í fjöruborðinu. Þar má enn þann dag í dag finna einhver elstu skordýr, nefnilega stökkmorin. Sum skordýr fengu seinna vængi sem mögulega hafa þróast út frá líffærum líkum tálknum. Skordýrin náðu Lesa meira

Greinalisti

Hvernig er hægt að venjast því að borða chili?

Sterka efnið í chili heitir capsaícín og skapar brennandi tilfinningu í munni ásamt svita á enni. Efnið hefur áhrif á taugaenda í munni, nefi, maga og húð og þaðan berast heilanum boð eins og þegar við brennum okkur eða eitthvað ertir húðina. Taugarnar senda þessi boð með því að gefa frá sér sérstakt boðefni, kallað SP (substance P), og ef maður borðar chili að jafnaði, gengur á birgðir þessa efni Lesa meira

Geta tré fengið krabbamein?

Tré geta fengið ýmsar tegundir krabba vegna sýkinga af völdum baktería, sveppa og skordýra. Margar skordýralirfur geta sýkt laufblöð þannig að þau mynda æxli þar sem lirfurnar hreiðra um sig. Þetta gera lirfurnar með því að gefa frá sér efni sem virka á plöntuna eins og vaxtarhormón. Plöntuvefurinn vex og myndar æxli sem veitir lirfunni skjól fyrir rándýrum meðan hún vex og skaffar henni æti um Lesa meira

Af hverju lýsa eldflugur?

Eldflugur eru reyndar ekki flugur, heldur bjöllur af ætinni Lampyridae. Í heiminum öllum eru til um 2.000 tegundir af eldflugum og langflestar þeirra í hitabeltinu. Nafn sitt draga þær af því að afturbúkurinn gefur frá sér gulgrænt eða gult ljós þegar dýrin eru í mökunarhugleiðingum. Hver tegund notar sína sérstöku aðferð. Sumar senda t.d. frá sér stutt ljósblikk en aðrar lýsa nær stöðugt. Möku Lesa meira

Hvernig getur langfætlan hreyft sig?

Þegar langfætlur fara um, þá hangir búkur þeirra í e.k. stoðvirki ganglima sem eru afar stöðugir. Sumar tegundir eru með hreyfanlegan lið á endanum – rétt eins og griphali apa – sem má vefja utan um t.d. stöngla til að tryggja festu, stöðugleika og aukna klifurgetu. Sést hefur til þeirra grípa um limi annarra langfætlna með slíkum hætti. Langfætlurnar geta auk þess losað sig við ganglimi ef óvi Lesa meira

Rósin skapar hugmynd að nýju efni

Kínverskir vísindamenn hafa uppgötvað að bygging krónublaða rósarinnar gerir henni kleift að halda í raka. Yfirborðið minnir nokkuð á eggjabakka í lögun og heldur vatnsdropum kyrrum, jafvel á fleti sem snýr niður. Uppgötvunina má nýta til að skapa efni sem myndar öfluga viðloðun við raka. Lesa meira

Öldrunargen fundið í gömlum músum

Vísindamenn hafa nú stigið stórt skref nær lyfjum sem gætu lengt ævina og jafnframt tryggt okkur aukna lífsorku og dregið úr öldrunarsjúkdómum. Hópur vísindamanna undir forystu Colins Selman, hjá Aberdeenháskóla í Skotlandi, hefur einangrað genið S6K1 sem gegnir mikilvægu hlutverki varðandi öldrun – alla vega í tilraunamúsum. Með því að ala upp genabreyttar mýs, án þessa gens, geta vísindamennirn Lesa meira

Finkur velja kyn unganna

Kvenfuglar ástralskrar finkutegundar kjósa sér helst maka með sama höfuðlit og kerlurnar bera sjálfar. Með því móti næst heppilegast samræmi erfðavísa. Hafi karlfuglinn annan höfuðlit bitnar lakari samsetning genanna einkum á kvenkyns ungum, en 80% þeirra verða skammlífir. Kerlurnar geta þó látið krók koma á móti bragði. Þegar þær velja sér maka með annan höfuðlit, geta þær sem sé eignast fleiri k Lesa meira

Af hverju er birki svona ljóst?

Ljósleitur börkur er hentugur trjám sem vaxa norðarlega. Börkurinn endurkastar þannig meira sólarljósi og fyrir bragðið er trénu auðveldara að halda jöfnu og lágu hitastigi yfir veturinn. Það kann að virðast mótsagnakennt en í köldu loftslagi getur verið mikilvægt að halda hitastiginu lágu. Ef hitinn í trénu sveiflast upp og niður fyrir frostmark á hverjum sólarhring er hætta á frostskemmdum, t Lesa meira

Hafa fiskar einhverjar tilfinningar?

Vísindamenn hafa lengi velt fyrir sér hvort fiskar finni sársauka og um leið óbeint hvort þeir hafi aðrar tilfinningar. Fiskar eru almennt ágætlega búnir skilningarvitum, sem gera þeim fært að skynja bæði efnasamsetningu og aðrar aðstæður í vatninu. Rétt eins og menn hafa þeir sjón, heyrn og bæði lyktar- og bragðskyn. Að auki hafa þeir skilningarvit sem eru okkur alveg framandi, svo sem rák á h Lesa meira

Af hverju stökkva höfrungar kringum báta?

Það er vel þekkt að höfrungar nýta sér bylgjur á yfirborði sjávar. Þeir hafa sést stökkva víða undan ströndum þar sem háar öldur myndast. Oft nýta þeir sér líka yfirborðsbylgjur frá skipum eða bátum og eiga til að fylgja minni bátum og synda eða stökkva í kringum þá. Ástæða þessa atferlis er líklegast sú að höfrungunum þyki þetta skemmtilegt. Kannski veita bylgjurnar þeim líka einhverja kitland Lesa meira

Eru litlir hundar grimmari en stórir?

Margt fólk hefur á tilfinningunni að smávaxnir hundar séu árásargjarnari en þeir sem stærri eru. Ný rannsókn á fjölmörgum kynþáttum hunda sýnir nú að nokkuð er til í þessu. Smávaxin og miðlungsstór hundakyn sýna fremur af sér árásargirni. Vísindamenn telja ástæðuna þá að við eigum auðveldara með að umbera og taka á litlum hundum ef þeir sýna tennurnar. Það myndi á hinn bóginn valda miklum erfiðlei Lesa meira

200 óþekktir froskar leynast á Madagaskar

Með nýrri aðferð til að meta fjölda tegunda hafa líffræðingar, m.a. hjá Museo Nacional de Ciencias Naturales á Spáni, nú komist að þeirri niðurstöðu að froskategundir séu um tvöfalt fleiri á eyjunni Madagaskar, undan strönd Afríku, en þær 244 sem þekktar eru. Aðferðin fólst í samanburði á erfðaþáttum, líkamsvexti og hljóðum þeirra tegunda sem þegar er vitað um á eyjunni. M.a. erfðagreindu vísin Lesa meira

Svarta ekkjan á að spinna gull

Líffræði Silkiþræðir köngulóa eru meðal sterkustu efna í veröldinni. Nú hefur vísindamönnum við Kaliforníuháskóla í Riverside að einangra gen sem kóða fyrir tveimur próteinum í þræði svörtu ekkjunnar. Þessi tvö prótein hafa afgerandi þýðingu varðandi styrk þráðarins og til lengri tíma litið má nýta þessa uppgötvun til að framleiða slíkan þráð í formi gerviefnis. Þessa fjöldaframleiddu þræði má Lesa meira

Af hverju hafa dýr veiðihár?

Veiðihár eru sérhæfð hár sem virka eins og skynjarar til að finna fæðu og rata um í myrkri. Hárin eru einatt nærri gini og umhverfis nefið en þau geta einnig setið á öðrum stöðum og kettir hafa t.d. slík veiðihár um allan feldinn. Hárin eru stíf og sterk en sveigjanleg og þau eru með hársekk umlukinn æðum og taugum er geta greint á milli smávægilegra hreyfinga. Kettir geta notað veiðihárin til Lesa meira

Hve margar flugur eru í býkúpu?

Í býkúpu geta verið allt frá nokkur þúsund flugum upp í um 90.000. Og býflugurnar eru eljusamar. Til að safna 1 kg af hunangi þurfa þær að heimsækja 6 milljón blóm og fljúga alls 200.000 km í 25 ferðum á dag. Búið þarf að eiga um 15 kg af hunangi í vetrarforða. Lesa meira

Uppsölulyf bjargar litlum pokadýrum

Lífshættulegar matarvenjur setja nú pokamörðinn í Norðaustur-Ástralíu í mikla hættu. Þessi dýr eiga til að éta eitraða tegund froskdýra, svonefndar sykurreyrkörtur. Svo eitruð er tegundin að ein karta dugar til að drepa pokamörð. En nú veita menn tegundinni aðstoð. Vísindamenn hjá Sydneyháskóla hafa kennt 30 pokamörðum að forðast sykurreyrkörturnar. Þeir fönguðu pokamerðina og gáfu þeim litla ska Lesa meira

Hvernig mynda fuglar eggjaskurn?

Leið eggsins gegnum hænuna hefst í eggjastokknum, sem líkist vínberjaklasa með misþroskuðum eggjum. Hér þroskast ein eggfruma (rauðan) og rennur niður eggjaleiðarann þar sem hún fer í gegnum ýmis hólf. Eggfruman frjóvgast í „infunibulum“, ef hani hefur komið við sögu. Fáeinum mínútum síðar rennur eggfruman áfram í „magnum“ þar sem eggjahvítunni er bætt utan á, en hún kemur úr kirtlum í eggjalei Lesa meira

Hve hratt getur lirfa vaxið?

Sumar fiðrildalirfur auka þyngd sína um 2.700 sinnum miðað við þá þyngd sem þær höfðu er þær komu úr eggi. Ef nýfædd manneskja yxi með sama hætti myndi hún fullorðin vega næstum 10 tonn. " Lesa meira

Hvernig andar kjúklingur í eggi?

Kjúklingurinn andar ekki gegnum gogginn fyrr en rétt áður en hann klekst úr egginu. Þegar unginn er fullþroskaður goggar hann fyrst gat á himnuna innan við skurnina og andar að sér lofti úr litlum loftvasa í egginu. Því næst hamrar hann sig í gegnum skurnina sjálfa. Fóstrið hefur þó þörf fyrir súrefni allan tímann sem þroskinn tekur og það er skurnin sem sér fóstrinu fyrir súrefni. Eggskurn má Lesa meira

Komið að leikslokum!

Tony Wu áttar sig á að hann er vitni að einstökum atburði um leið og búrhvalurinn syndir framhjá honum. Gríðarstór kjaftur hvalsins er opinn og í gininu sjást leifarnar af níu metra löngum risakolkrabba. Tony er gamalreyndur sjávarlífsljósmyndari en hefur samt aldrei séð myndir af neinu í líkingu við þetta. Hann bítur í vörina á sér til að fullvissa sig um að hann nái góðum myndum. Hann bíður þes Lesa meira

Tröllvaxnir könnuberar á Filippseyjum

Í ferðum sínum til Filippseyja hafa grasafræðingar frá Cambridge-háskóla uppgötvað nýja kjötætuplöntu af könnuberaætt eða Nepentheceae. Plantan er óvenju stór miðað við aðra könnubera, en trektin, sem er full af vökva og jurtin notar sem gildru fyrir skordýr og önnur smádýr, er allt að 30 sm há og þvermálið getur orðið 16 sm. Þetta er þannig stærsti könnuberi sem fundist hefur í 150 ár. Plantan Lesa meira

Hvaða dýr eignast flest afkvæmi?

Allar dýrategundir reyna að eignast sem flest lífvænleg afkvæmi. Yfirleitt er það fæðuframboð og rými sem setur því takmörk hve mörgum afkvæmum er unnt að koma á legg. Tegundirnar hafa tekist á við slík vandamál með mismunandi leiðum til að fjölga sér. Sumar tegundir verja aðeins skömmum tíma og lítilli orku í uppeldi og geta því eignast hlutfallslega fleiri afkvæmi. Fórnarkostnaðurinn við þess Lesa meira

Af hverju synda hvalir upp á land?

Það er erfitt að gera sér grein fyrir ástæðu þess að hvalir, sem virðast fullkomlega heilbrigðir, stranda og drepast þá yfirleitt. Oft synda þeir beint upp í fjöru aftur eftir að tekist hefur að bjarga þeim. Af þeim gögnum sem skráð hafa verið um strandaða hvali er vitað að tannhvalir synda mun oftar í strand en skíðishvalir. Hvalir sem yfirleitt halda sig úti á rúmsjó og hafa þar af leiðandi e Lesa meira

Hvers vegna eru sum blóm með holan stilk?

Blómsturplöntur hafa stilka sem gerðir eru úr mismunandi vefjum. Yst eru lög sem koma í veg fyrir að plantan tapi vökva og í þeim eru líka trefjar sem gefa plöntunni styrk. Innar er svo sáldvefur (phloem) og viðarvefur (xylem), eins konar æðar sem flytja vatn, steinefni og sykur sem til verður í ljóstillífun. Innst er svo mergurinn sem í mörgum plöntum er mjúkur og svampkenndur. Mergurinn gegnir h Lesa meira

Hvernig þola tré mjög harkalegt frost?

Tré og plöntur á svæðum þar sem vetrarkuldi er mikill, standast kuldann vel, þó reyndar því aðeins að þeim gefist tóm til að búa sig smám saman undir veturinn, eins og oftast er raunin á haustin. Meðal allra harðgerðustu trjánna er norðlægt Síberíulerki sem þolir allt að 70 stiga frost yfir veturinn. Eins og öll önnur tré, myndi þetta lerki þó drepast af skyndilegu kuldakasti um mitt sumar, end Lesa meira

Maurar fjölga sér með klónun

Maurategundin Mycocepturus smithii hefur komið vísindamönnum á óvart. Nýjar DNA-rannsóknir sýna annars vegar að allir maurarnir eru kvenkyns, hins vegar að þeir fjölga sér án nokkurra kynmaka. Allir maurar í hópnum eru sem sé klón – erfðafræðilegar eftirhermur af drottningunni, sem öllu ræður. Þetta eru niðurstöður rannsókna á maurum á Amasónsvæðinu. Anna Himler hjá Arizona-háskóla stýrði rann Lesa meira

Þurfa öll dýr á svefni að halda?

Allar lífverur skiptast á hvíld og virkni á hverju dægri. Þessi líffræðilegi taktur fylgir að jafnaði ljósi og myrkri dægursins og stýrist af innri líffræðilegri klukku. Liðdýr eins og skordýr og sporðdrekar eru einföldustu dýrin sem vitað er að hvílist með svefni. Fái þessi dýr ekki hvíld dregur verulega úr virkni þeirra og getu. Hjá þeim er þó ekki um að ræða djúpan svefn eins og hjá spendýru Lesa meira

Hvernig verða vínber steinlaus?

Ástæða þess að villtar plöntur umlykja fræ sín sætum ávöxtum, er sú að með því laða þau til sín dýr sem borða ávöxtinn og dreifa síðan fræjunum. Fræ verður til eftir frjóvgun og hefur því ekki nákvæmlega sömu erfðavísa og móðurplantan. Plöntur geta þó einnig fjölgað sér á annan hátt. Jarðarberjaplöntur senda frá sér útskot sem skjóta rótum í grennd við móðurplöntuna og kartöfluplöntur senda frá Lesa meira

Krossfiskar með eigin hitastilli

Krossfiskurinn Pisaster ochraeus á við vanda að etja. Þegar sjór fellur út lendir hann í sólskini sem getur þurrkað upp vökvann úr líkamanum. Vísindamenn, m.a. hjá Suður-Karólínuháskóla í Bandaríkjunum hafa nú uppgötvað að Pisaster, sem lifir við vesturströnd Norður-Ameríku, hefur þróað krók á móti bragði. Dýrið fyllir hólf í örmunum með köldum sjó, sem viðheldur kælingu í líkamanum. Sjórinn lækka Lesa meira

Eyðimerkurmaurar ganga langt til að frelsa ættingja

Eyðimerkurmaurar af tegundinni Cataglyphis cursor gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa vini í neyð. Þegar vísindamenn við Mount Holyake-skólann í Suður-Hadley í Massachusetts í Bandaríkjunum tóku maur, bundu hann niður með nælonsnúru og grófu hálfan niður í sand, leið ekki á löngu áður en björgunarleiðangur birtist á vettvangi glæpsins í rannsóknastofunni. Björgunarmaurarnir bitu Lesa meira

Tíu ný froskdýr finnast í Kólumbíu

Líffræði Náttúrfræðingar á vegum samtakanna „Conservation International“ hafa uppgötvað fjölda dýrategunda í fjöllum á Daríen-svæðinu á landamærum Kólumbíu og Panama. Meðal áður óþekktra tegunda má nefna þrjá eiturfroska, þrjá glerfroska, einn trúðfrosk, eina salamöndru og tvær froskategundir af Pristimantis-ætt. Glerfroskarnir þrír eru af ættunum Nymphargus, Cochranelia og Centrolene, en eitur Lesa meira

Fíllinn reyndist gullnáma

Það vakti mikla ólgu þegar Dýragarðurinn í Lundúnum seldi árið 1882 stóran afríkanskan fíl, Jumbo, til Barnum & Baley Circus í BNA. Þúsundir barna sendu mótmælabréf, en án árangurs og fíll hélt yfir hafið. 10.000 dölum fátækari auglýstu sirkuseigendurnir þennan vinsæla fíl á plakötum og tíu dögum síðar höfðu þeir rakað saman 30.000 dölum. Jumbo var dáður og elskaður. Nafn hans birtist á spil Lesa meira

Komododrekinn með fullkomna bittækni

Líffræði Komododrekinn er stærsta eðla á jarðarkringlunni og ógnvekjandi rándýr sem lagt getur jafnvel stóra bráð að velli. Nú sýna hins vegar nýjar rannsóknir við háskólann í Nýja Suður-Wales að bitstyrkur eðlunnar er ekki mikill. Ef styrkur bitsins væri allt sem máli skipti, væri þessi eðla illa sett og gæti þá aðeins lagt að velli smærri dýr, en ekki t.d. kýr eða geitur. Höfuðkúpa eðlunnar er Lesa meira

Líffræðingar vilja flytja til lífverur jarðar

Jörðin hefur orðið fyrir hitaslagi og skipan náttúrunnar er í óreiðu. Rísandi hitastig og gjörbreytt úrkoma hefur þegar útrýmt fjölmörgum tegundum. Jafnframt hefur hnattræn hlýnun leyst úr læðingi umfangsmikinn tilflutning dýra og plöntutegunda frá því á síðustu ísöld. Ótal tegundir halda nú í átt til pólanna eða upp í fjöll í meiri hæðir. Líffræðingum er hins vegar ljóst að fjöldi tegunda getur e Lesa meira

Kærleiksríkir foreldrar éta börnin sín

Það er komið fram í miðjan apríl og friður og spekt ríkja í hreiðri húsfinkunnar. Foreldrarnir væntanlegu eru önnum kafnir, – hann er upptekinn af því að ala önn fyrir makanum og hún vermir eggin sex í hreiðrinu. Þetta er þriðji dagurinn sem parið annast eggin. Karlfuglinn staðnæmist á brún hreiðursins og flýtir sér að fóðra móðurina. Síðan fljúga báðir fuglarnir í burt í leit að fæðu og hálfri mí Lesa meira

Svona eru dýr talin

Hér vantar meginmál Lesa meira

Hve mikið mjólka kýr?

Þetta er nokkuð misjafnt eftir stofnum en góðar mjólkurkýr geta gefið af sér 30 lítra á dag, eða allt að 10.000 lítra á ári. Ef við gerum ráð fyrir 5 mjólkurglösum úr lítranum, fyllir góð mjólkurkýr sem sagt 150 glös á dag og kýrin sér þá um 75 manns fyrir hinum ráðlögðu tveimur glösum á dag. Lesa meira

Samtímis hani og hæna

Hjá mannfólkinu eru það estrógen og testósterón sem ákvarða hvort brjóst eða barkakýli taka að þroskast hjá unglingum. Þvert gegn langri og „öruggri“ vitneskju um að kynhormónin ráði kyni allra hryggdýra, afhjúpa vísindamenn nú að þetta gildi ekki um fugla. Á grundvelli sjaldséðs fyrirbrigðis – kjúklings sem kemur úr egginu að hálfu hani og að hálfu hæna – sýna þeir fram á að kyn frumunnar ákvarði Lesa meira

Getur ljóstillífun orðið á nóttunni?

Sólskinið er ákveðið form orku. Til að plöntur geti nýtt þessa orku í ljóstillífun þarf bylgjulengd ljóssins að vera á bilinu 400 – 700 nm. Þetta bil hefur verið nefnt PAR (Photosynthetically Active Radiation). Styrkur ljóssins þarf líka að vera nægur til að litaflögur plöntunnar nái að drekka í sig orkuna. Styrkurinn er mældur sem fjöldi ljóseinda sem skella á ákveðnum fleti innan ákveðins tímara Lesa meira

Gíraffinn dularfulli: Hjartað kemur vísindamönnum í opna skjöldu

Hjarta í spendýri vegur um 0,5% af líkamsþyngd dýrsins. Þetta má lesa í líffræðikennslubókum. Vísindamenn hafa þó lengi staðið í þeirri trú að gíraffinn svindlaði á þessu „náttúrulögmáli“ þar eð gamlar mælingar voru taldar hafa sýnt að hjarta í gíraffa væri tvöfalt stærra í hlutfalli við líkamsþyngdina. En nú verða vísindamennirnir að varpa þessari hugmynd fyrir róða, því þetta er alls ekki rétt. Lesa meira

Vísindamenn skapa nýjar vaxtarræktarmýs

Læknisfræði Árið 1997 tókst bandarískum vísindamönnum að rækta mús sem var tvöfalt vöðvameiri en venjulegar mýs. Nú hafa sömu vísindamennirnir við John Hopkins-háskólann ræktað mús sem er fjórfalt vöðvameiri en venjulegar mýs. Í báðum tilvikum voru mýsnar ræktaðar án þess gens sem kóðar fyrir prótíninu mýóstatín en það dregur úr vöðvavexti. Til viðbótar var svo músin sem ræktuð var 2007 þannig Lesa meira

Simpansar hafa betra minni en menn

Líffræði Ungir simpansar hafa betra minni en háskólastúdentar. Þetta er niðurstaða vísindamanna við Prímatarannsóknastofnun Kyoto-háskóla. Þrjár simpansamæður með unga sína tóku þátt í tilrauninni en níu háskólastúdentar voru fulltrúar mannkynsins. Þar eð allir simpansarnir réðu við tölurnar 1 - 9 voru í tilrauninni lagðar fyrir ýmsar þrautir á tölvuskjá og í öllum tilvikum þurfti að muna röð Lesa meira

Vestur-afríski gíraffinn snýr aftur

Fyrir áratug voru ekki eftir nema um 50 dýr af gíraffastofninum í Vestur-Afríku. En í samvinnu yfirvalda í Níger og samtakanna „Giraffe Conservation Foundation“ hefur tekist að snúa þróuninni við. Nú eru gíraffarnir orðnir um 200 og öll dýrin er að finna á svæði skammt frá höfuðborginni Niamey. Þessir gíraffar verða að teljast mjög sérstakir því dýr af þessum stofni eru hvergi til í dýragörðum. Lesa meira

Tveggja metra eðla faldi sig í trjánum

Það er ekki daglegur viðburður að vísindamenn uppggötvi stór hryggdýr sem áður voru óþekkt. En í fjalllendinu Sierra Madre á norðurhluta Filippseyja hafa bandarískir líffræðingar fundið tveggja metra langa varan-eðlu, sem íbúar á svæðinu þekkja að vísu ágætlega, en hefur verið vísindamönnum allsendis ókunnug. Þessi eðla er talsvert frábrugðin skyldum tegundum í grenndinni, stór og sterkleg og með Lesa meira

Ranafiskar gefa rafmagnsstuð

Í Kongófljóti eru ýmsar tegundir af ætt ranafiska og eiga fyrir bragðið á hættu að para sig þvert á tegundir. En á þessum vanda hafa fiskarnir fundið sér lausn. Til að hrygnan geti valið sér maka af réttri tegund myndar hængurinn vægt rafstuð í sporðinum. Hver tegund hefur sitt eigið afbrigði sem laðar að hrygnur af sömu tegund. Breski atferlislíffræðingurinn Philline Feulner við Sheffield-h Lesa meira

Núningur er lykillinn að hreyfingu slöngu

Þegar slöngur færa sig á ójöfnu undirlagi nýta þær klappir og greinar til viðspyrnu. Hitt hefur verið nokkur ráðgáta hvernig þær flytji sig til á jafnsléttu. En úr því hafa tilraunir með snáka, gerðar við Georgia-tæknistofnunina og New York-háskóla, nú skorið. Forystumaður þessara tilrauna, David Hu, deyfði snákana og prófaði því næst núningsmótstöðuna þegar hann dró þá í ýmsar áttir. Í ljós ko Lesa meira

Er hægt að drekka marglyttu?

Marglyttur eru 94-98% vatn og að fráteknum fáeinum söltum, einkum súlfati, sem marglytturnar losa sig við, er vatnið í þeim alveg jafn salt og vatnið í hafinu. Það er sem sagt ekki til neins að drekka úr marglyttum, sé maður vatnslaus á hafi úti. Um það gildir hið sama og að drekka sjó. Marglyttur og önnur holdýr eiga í vandræðum með að halda sér nógu hátt í vatninu. Í líkamanum eru engir vöðva Lesa meira

Hvernig greina leiðurblökur mun dags og nætur?

Það er útbreidd skoðun að leðurblökur séu blindar, en svo er ekki. Vissulega eru sumar tegundir svo augnsmáar að augun ná ekki góðri mynd. Engu að síður dugar sjónin til að greina hreyfingu og sjá mun ljóss og myrkurs. Hið síðarnefnda er mikilvægt til að halda sólarhrings- og árstíðatakti, svo sem til að skynja hvenær eigi að afla fæðu á náttarþeli eða hvenær tími er til kominn að leggjast í vetra Lesa meira

Má ekki hita upp mat með spínati?

Engin hætta fylgir því að borða upphitaðan mat með spínati eða steinselju, svo fremi að þetta grænmeti hafi verið skolað vel fyrir matreiðsluna og matarleifarnar kældar eins og vera ber. Það gamla húsráð að óráðlegt sé að hita upp aftur mat með spínati, steinselju eða öðru smáblöðóttu grænmeti, jafnvel þótt hann hafi verið frystur, á rætur að rekja til þess að á þessum fíngerðu blöðum geta auðv Lesa meira

Af hverju hafa svo mörg dýr tvö augu?

Tvö augu hafa a.m.k. fjóra kosti umfram aðeins eitt stakt auga. Í fyrsta lagi hefur dýrið auga til vara, ef annað augað skyldi eyðileggjast. Í öðru lagi verður sjónsviðið víðara. Eineygt fólk hefur 150 gráðu lárétt sjónarhorn en með tvö augu náum við 180 gráðum. Hjá mörgum fuglum eru augun á hliðunum og þeir ná því að sjá nánast allan hringinn án þess að snúa höfðinu. Í þriðja lagi veita tvö samhl Lesa meira

Fljótandi kristallar valda glóð á bjöllu

Málmgrænn litur bjöllunnar Chrysina gloriosa, af ættinni Scarabaeiadae, stafar af einstæðum frumum í ytri stoðgrind dýrsins. Vísindamenn hjá Tæknistofnun Georgíu í Bandaríkjunum hafa komist að því að frumurnar eru fljótandi og minna mjög á manngerða, fljótandi kristalla. Þessar kristalsfrumur eru fimm- sex- eða sjöhyrndar og fjöldinn í ákveðnum punkti ræðst af sveigju skjaldar bjöllunnar á hver Lesa meira

Náttúruval getur átt sér stað á leifturhraða

Þegar við virðum fyrir okkur lífið umhverfis okkur leikur enginn vafi á að tegundirnar hafa lagað sig að umhverfi sínu. Í riti sínu, Uppruni tegundanna, lýsti Charles Darwin (1809-1882) því hvernig allar mögulegar aðstæður, allt frá útbreiðslumynstri dýra og jurta, útdauðra tegunda, og yfir í þróun furðulegs hegðunarmynsturs, eigi rætur að rekja til ofur einfaldrar starfsemi, sem nefnist náttúruva Lesa meira

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Kría vegur ekki öllu meira en 125 grömm, en á engu að síður langflugsmet fuglanna. Svo langt flýgur þessi fugl á ævinni að það samsvarar þremur ferðum til tunglsins og heim aftur. Krían flytur sig milli heimskautasvæðanna í norðri og suðri á vorin og haustin. Á 30 ára meðalævi verða þetta samtals 2,4 milljónir km, segja nú norður-evrópskir vísindamenn, sem settu á 60 kríur örsmáa senda, sem aðe Lesa meira

Eyja apanna

Þróunin hefur skapað einstakt dýralíf á eyjunni Bioko undan ströndum Vestur-Afríku. Þar eru aparnir stærstu jurtaætur eyjanna og stærsta rándýrið er minna en köttur. Þar lifa 900 kg þungar sæskjaldbökur og antilópur sem eru minna en 5 kg að þyngd. Þarna hafa apar og hálfapar fundið sér griðastað án rándýra. Níu af alls ellefu öpum og hálföpum sem lifa á eyjunni eru sérstakar tegundir eða undirtegu Lesa meira

Flugnahöfðingjar

Með flugum skal flugur uppræta. Þetta er hugmyndafræðin að baki sérstakri mexíkóskri verksmiðju í bænum Tuxtla Gutiérrez. Frá árinu 1976 hafa þar klakist út 354 milljarðar amerískra snigilflugna sem liður í tilraun til að uppræta stofn villtra flugna sömu tegundar. Latneskt heiti flugnanna er Cochliomyia hominivorax og úti í náttúrunni klekjast lirfurnar í opnum sárum lifandi dýra og þaðan liggur Lesa meira

Græn innrás

Fæðingin hófst árið 1963 og var bæði langvinn og átakamikil. Í rúm þrjú og hálft ár vall glóandi hraun upp úr jörðinni og til himins steig kílómetra há súla af kolsvörtum reyk. En í júní 1967 lauk eldgosinu. Ísland hafði eignast nýja eyju. Hún var bæði nakin og lífvana, og því gripu fræðimenn þennan einstaka möguleika fegins hendi til að fylgjast með hvernig líf nemur nýtt land. Þessi nýja eyj Lesa meira

Geta dýr úr dýragarði bjargast í náttúrunni?

Að meðaltali lifir aðeins þriðja hvert dýr af að vera sleppt lausu eftir uppeldi undir umsjá manna. Þetta sýnir alveg ný rannsókn sem vísindamenn við Exeter-háskóla á Englandi hafa nú lagt fram. Í þessari rannsókn fylgdust vísindamennirnir með alls 45 dýrum, m.a. tígrisdýrum, úlfum, björnum og otrum sem var sleppt út í náttúruna. Aðeins 30% þeirra lifðu þetta stóra stökk af. Í meira en helmingi Lesa meira

Brynvarða perlusnekkjan

Helsta ógn perlusnekkjunnar eru varnir hennar. Skel dýrsins er nefnilega vinsæll minjagripur og því einnig mikilvæg tekjulind fátækra sjómanna á búsvæði þess. Tegundin er nú ofveidd og því hyggst sjávarlíffræðingurinn Andrew Dunstan safna gögnum um bágborið ástand stofnsins í von um að friða megi perlusnekkjuna. Dunstan hefur frá árinu 1998 starfað við lítið kóralrif kennt við Osprey skammt un Lesa meira

Þangplöntur drepa kóralla

Ofur venjulegt sjávarþang á sinn þátt í auknum erfiðleikum kóralrifja í Kyrrahafi og Karabíuhafi. Vísindamenn hjá Georgia-tæknistofnuninni í Bandaríkjunum hafa rannsakað þangplöntur og kóralla sem algeng eru kringum Fiji-eyjar og undan strönd Panama og komist að raun um að 70% þangplantnanna framleiða eiturefni sem drepa kórallana. Sum kóraldýr drepast á tveim dögum, en önnur hjara upp í 20 daga. Lesa meira

Ógnvekjandi sýrubað

Prófaðu að setja krítarmola ofan í væga sýru, t.d. edik. Það líður ekki á löngu þar til krítin leysist upp. Ekki ósvipaðar aðstæður gætu komið upp í heimshöfunum og bitnað á lífverum sem byggja upp beinagrindur eða skeljar úr kalki, ef ekki tekst að draga hratt úr losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Höfin drekka í sig a.m.k. fjórðung losunarinnar á ári hverju og þá myndast kolsýra sem veldur þ Lesa meira

Eru það einungis hundar sem dingla skottinu?

Hreyfingar skottsins eru mikilvægur hluti í samskiptum hjá öllum meðlimum hundafjölskyldunnar – auk hunda má nefna úlfa, refi, sléttuúlfa og sjakala. Hundar eru komnir af úlfum og þessar tvær tegundir greindust að fyrir um 100.000 árum. Það er skammur tími þróunarlega séð og því ekki að furða að margt sé líkt með samskiptum beggja tegunda. Auk þess að urra, gelta og góla eiga hundar og úlfar s Lesa meira

Sérkennileg sædýr við suðurskautið

Líffræði Ástralskir líffræðingar eru nú komnir úr leiðangri þar sem þeir fundu mörg sérkennileg og í sumum tilvikum stórvaxin dýr á sjávarbotni við Suðurskautslandið. Á 1.500 metra dýpi rákust þeir m.a. á sæköngulær á stærð við matardiska. Ein merkilegasta lífveran var áður óþekkt tegund svonefndra konupunga, sem helst líkist glerblómi. Stærðin er reyndar þekkt fyrirbrigði við Suðurskautslandi Lesa meira

Af hverju loka blómin sér?

Flest blóm loka sér yfir nóttina og það gildir einkum um blóm sem skordýr sjá um að frjóvga, en þau eru á ferli yfir daginn. Yfir nóttina gefst sem sé ekkert tækifæri til frjóvgunar og hagsmunum blómanna er því best borgið með því að vernda hin dýrmætu frjókorn gegn hættum sem stafað geta af dögg, meindýrum og örverum. Frjókorn í opnu blómi geta orðið vot af dögginni og geta þá ekki lengur lagst Lesa meira

Geta dýr þekkt sína eigin spegilmynd?

Vísindamenn líta á „spegilsprófið“ sem mikilvægt tæki þegar þeir rannsaka sjálfsskilning dýra. Flest dýr bregðast við spegilmyndinni eins og þar sé annað dýr á ferð, en nokkrar tegundir hafa þó sýnt hæfni til að þekkja spegilmynd sína, m.a. höfrungar, simpansar, górillur og órangútanar. Ný rannsókn hefur líka sýnt að fílar virðast færir um að þekkja sjálfa sig í spegli. Vísindamenn settu upp sp Lesa meira

Af hverju eru kettir með aflöng sjáöldur?

Sjáaldrið er op sem gegnir því hlutverki að stilla hversu miklu ljósmagni er hleypt inn í gegnum augað og að nethimnunni á bak við það. Í mjög björtu ljósi lokast sjáaldrið næstum alveg til að koma í veg fyrir að augað skaddist af of miklu ljósi, en í myrkri opnast það eins mikið og hægt er, til að það litla ljós sem greina má, nái alla leið að hinum ljósnæmu frumum nethimnunnar. Húskötturinn e Lesa meira

Er bit komodódrekans eitrað í raun og veru?

Bit komodódrekans drepur bæði dýr og menn. Fram að þessu hefur verið talið að bakteríur í munnvatni skepnunnar ræni bráðina lífi, en nýjar rannsóknir sýna að þessi stóra eðla notar eins konar taugaeitur til verksins. Líffræðingurinn og eiturefnasérfræðingurinn Bryan Fry við Melbourne-háskóla í Ástralíu hefur skannað varðveitt höfuð komodódreka með MR-skanna og öllum að óvörum komu í ljós 6 eitu Lesa meira

Hermenn skutu fíl með tannpínu

Fíllinn tók peningana mína og lét mig hafa þá aftur, hann tók af mér hattinn, opnaði fyrir mig dyr og kom svo kurteislega fram að ég vildi óska að ég hefði hann fyrir þjón.“ Þannig lýsti Byron lávarður kynnum sínum af fílnum Chunee í London 1813. Þessi sviðsvani karlfíll var aðalstjarna í fjölleikahúsi og yfirveguð og vinaleg framkoma hans ásamt greindarlegu atferli, varð þess valdandi að hann Lesa meira

Í náttúrunni úir og grúir af blekkingum og svikum

Fölsk augu reka óvini á flótta Oxytenis fiðrildi • Oxytenis Þegar lirfu Oxytenis fiðrildisins í Mið-Ameríku er ógnað þenur hún upp framhluta búksins, sem þá líkist slönguhaus, og vaggar til hliðanna. Þessi fölsku augu eru afar raunveruleg á að líta, með augasteinum, lithimnu og meira að segja litlum, hvítum bletti, sem minnir á ljósendurkast. Þessi ógnarmynd er þó einungis gabb, því lirfan er að Lesa meira

Geta dýr leyst upp fóstur?

Bæði menn og dýr eiga á hættu að meðgöngu ljúki fyrir eðlilegan tíma. Ýmsar ástæður geta verið fyrir þessu, svo sem fæðuskortur eða kuldi, en líka eiturefni, sjúkdómar eða jafnvel erfðagallar. Þegar afkvæmi fæðast svo vanburða að þau geta ekki lifað utan legsins er talað um fósturlát, en í flestum tilvikum birtast engin sýnileg ummerki um endalok meðgöngunnar. Mjög ung fóstur leysast einfaldleg Lesa meira

Eru eineggja tvíburar líka til í dýraríkinu?

Börn jafnt sem afkvæmi dýra eru tvíburar þegar þau fæðast tvö í einu. Eineggja tvíburnar hafa þróast úr sama frjóvgaða egginu, sem þá hefur skipt sér í tvennt mjög snemma. Tvíeggja tvíburar þróast hins vegar úr tveimur frjóvguðum eggjum. Tvíburafæðingar eru vel þekktar í dýraríkinu, t.d. kemur fyrir að hryssur kasti tveimur folöldum, en þetta eru sjaldnast eineggja tvíburar, þótt það geti komið Lesa meira

Draga dauðir kakkalakkar aðra kakkalakka til sín?

Kakkalakkar eru stór hópur skordýra og alls hefur verið lýst meira en 3.500 tegundum. Þessi dýr hafa skapað sér óvinsældir með því að eyðileggja mat og valda óþægilegri lykt í híbýlum manna. Þau skordýr sem eru félagsverur nota iðulega ilmefni til tjáskipta. Efnin kallast ferómón og þau valda ákveðnum viðbrögðum hjá öðrum einstaklingum sömu tegundar. Á svipaðan hátt og hormón stýra ýmissi líkam Lesa meira

Til hvers hafa rótarávextir liti?

Í rótum plantna er oft mikil næring og þær hafa því vakið sérstaka athygli dýra sem lifa á plöntufæði. Til að verjast ágangi dýra hafa sumar plöntur komið sér upp eiturefnum í rótunum. Það eru þó alls ekki allir rótarávextir sem innihalda efni sem ætluð eru til að halda svöngum dýrum í hæfilegri fjarlægð. Gott dæmi er rauðrófan, en litur hennar stafar frá andoxunarefni sem auðveldar plöntunni að t Lesa meira

Faðir bóluefnisins afhjúpaði gaukinn

Breski læknirinn Edward Jenner tryggði sér sess í mannkynssögunni þegar honum tókst að gera fólk ónæmt fyrir bólusótt með bóluefni árið 1796. En reyndar hafði hann vakið athygli þegar árið 1788 og þá á allt öðru sviði – þegar hann afhjúpaði atferli gauksunga. Náttúrufræðingar hafa alltaf haft áhuga á gauknum þar eð hann verpir eggjum sínum í hreiður annarra fugla. Lengi var talið að foreldrar g Lesa meira

Leyndardómar regnskóganna

Það má ferðast heila 2.000 km frá Venesúela til suðurhluta Perú án þess að fara yfir einn einasta veg. Hálfa vegu á þessu einstaka svæði er að finna þjóðgarðinn Yasuní í Ekvador, einn af markverðustu stöðum heims. Árið 2010, sem SÞ tileinkuðu líffræðilegum fjölbreytileika, var varla hafið þegar stórt alþjóðlegt rannsóknarteymi afhjúpaði að Yasuní er að líkindum tegundaríkasti staður jarðar. Þar er Lesa meira

Klædd fyrir -30 °C

Sauðnaut (moskusuxi) er eitt af einkennisdýrum heimsskautsins. Um árþúsundir hefur það lifað á mörkum þess sem menn telja mögulegt fyrir lifandi verur. Í fimbulkulda og með takmarkaðan aðgang að æti. Sauðnaut eru að jafnaði um 2 metrar á lengd, allt að 1,5 metri á herðakamb og fullorðnir tarfar geta vegið meira en 400 kg. Feldur þeirra er afar grófur og langhærður og hjá gömlum dýrum dregst ha Lesa meira

Hvers vegna deyr laxinn eftir got?

Laxfiskar lifa í flókinni hringrás þar sem margar tegundir verja fyrsta hluta ævinnar í ferskvatnsám. Þegar laxarnir hafa náð tilskildum þroska halda þeir út í sjó þar sem þeir stækka við át á m.a. smáfiski og krabbadýrum. Þegar kynþroska er náð eftir nokkra mánuði eða ár halda þeir aftur til að fjölga sér í þeirri á sem þeir uxu upp í – oft getur ferðalagið numið mörg þúsund kílómetrum. Áður Lesa meira

Hversu vel heyrir hundur?

Hljóð sem maður heyrir í 25 metra fjarlægð, heyrir hundur í 250 metra fjarlægð. Heyrn hundsins nær líka yfir stærra tíðnisvið. Ungt fólk heyrir hljóð upp í 20.000 sveiflur á sekúndu en hundar greina allt upp í 50.000 sveiflur. Lesa meira

Froskar verja sig með klóm

Líffræði Þau rándýr í Mið-Afríku sem leggja sér froska til munns, mega stundum gera ráð fyrir óvæntri ógn. Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að 11 undirtegundir af ættunum Astylosternus, Tricobatracus og Scotobleps geta varið sig með klóm sem í nauðvörn er stungið út í gegnum húðina. Það er hópur vísindamanna við Harvard-háskóla sem rannsakað hefur þessa froska, en þeir þykja m.a. mikið lostæti Lesa meira

Flamingóar spara hitann

Hinir litskrúðugu flamingóar standa iðulega á öðrum fæti og vísindamenn hafa lengi undrast þetta. Nú hafa bandarískir vísindamenn hjá Saint Josephs-háskóla í Fíladelfíu uppgötvað ástæðuna. Þegar fuglarnir draga annan fótinn upp að líkamanum, helst þeim betur á líkamshitanum. Það er einkum í vatni sem það dregur úr hitatapi að standa á öðrum fæti. Lesa meira

Hvernig anda skordýr undir yfirborðinu?

Skordýr sem lifa í vatni hafa þróað með sér ýmsar aðferðir til að fá súrefni undir yfirborðinu. Hundruð skordýrategunda lifa megnið af ævinni eða jafnvel alla ævi í vatni, þótt þau hafi ekki tálkn eins og önnur vatnsdýr. Einkum eru bjöllutegundirnar margar. Þar má t.d. nefna brunnklukkur, eða vatnabjöllur, sem eru af ættinni Dytiscidae, eða brunnklukkuætt. Sumar bjöllur sem lifa í vatni, sækja Lesa meira

Kínverjar fjarstýra dúfum

Í Shandong-háskóla í Kína hafa vísindamennirnir nú svipt dúfur sjálfstæðum vilja. Eftir að hafa komið fáeinum aðskotahlutum fyrir í heilanum geta vísindamennirnir nú með hjálp tölvu haft fullkomna stjórn á flugi fuglsins. Með því að örva ákveðnar heilastöðvar er hægt að láta dúfuna fljúga upp eða niður á við og og sveigja til hægri eða vinstri eftir atvikum. Þessa fjarstýrðu fugla má nota í hernað Lesa meira

Sjaldgæf skjaldbaka birtist á ný

Heilar fimm skjaldbökur af tegund sem talin var útdauð, hafa nú fundist á fílaverndarsvæði í Burma. Arkan-skjaldbakan er reyndar til í dýragörðum en mjög erfitt hefur reynst að fá hana til að fjölga sér. Hópur sérfræðinga frá samtökunum „Wildlife Conservation Society“ hefur nú skipulagt vöktun svæðisins til að vernda skjaldbökurnar. Lesa meira

Af hverju sitja köngulær í miðjum vefnum?

Allar köngulær sem spinna vefi til að fanga bráð, eru meðal tiltölulega fárra dýrategunda sem veiða bráð sína í gildru. Algengast er að sjá kringlulaga köngulóarvefi. Þegar könguló hefur lokið við kringlulaga vef, bíður hún þess að skordýr festist í honum. Sumar tegundir fela sig utan við netið, jafnvel í sérstökum felustað sem þær hafa spunnið í þeim tilgangi. Úr felustað sínum fylgist könguló Lesa meira

Hvernig sofa hvalir?

Dýr með stóran heila þurfa undantekningarlaust að hvílast og sofa reglubundið. Þetta getur verið vandasamt fyrir hvali, sem eins og öll önnur spendýr þurfa að anda að sér lofti. Hvalir hafa þó dregið úr þörf sinni fyrir að anda með því að þróa þann hæfileika að geta haldið niðri í sér andanum í allt að tvo tíma, en það gerir þeim kleift að kafa mjög djúpt eftir fæðu. Þekking vísindamanna á svef Lesa meira

Hvað merkir hugtakið „litir náttúrunnar?“

Það er ekki hægt að segja að þessir litir séu beinlínis litir náttúrunnar. „Náttúran“ er afar vítt hugtak og bláan lit má t.d. víða finna. Bláan lit má bæði sjá á himni og hafi og ýmis blóm eru blá að lit. Fuglar geta líka verið með bláar fjaðrir í fiðurskrúði sínu. Öllu nær lagi væri að tala um rautt, brúnt, gult og grænt sem algengustu plöntuliti. Frumuveggir plantna eru að mestum hluta úr se Lesa meira

Hvernig mala kettir?

Hið vel þekkta kattarmal myndar húskötturinn með raddböndunum í barkakýlinu. Hljóðið myndast bæði þegar kötturinn andar inn og út. Kötturinn þarf ekki að hafa munninn opinn og hann getur haldið áfram að mala klukkustundum saman ef honum þóknast. Malhljóðið er reyndar öllum kattardýrum sameiginlegt, en meðal hinna stærri, t.d. hjá ljónum og tígrisdýrum, eru það yfirleitt aðeins ungarnir sem mala Lesa meira

Köttur sem lýsir í myrkri

Líffræði Nú er hægt að fá sér kött sem lýsir í myrkri. Suður-kóreskir vísindamenn hafa klónað tvo ketti og bætt í þá geni sem veldur sjálflýsandi, rauðleitum bjarma í myrkri. Vísindamennirnir tóku húðfrumur úr hvítum, tyrkneskum angóraketti og einangruðu genið sem kóðar fyrir sjálflýsandi prótíninu. Að þessu loknu var frumukjörnunum komið fyrir í eggfrumum 11 læðna. Tveimur mánuðum síðar fæddu Lesa meira

Prestur uppgötvaði leynilíf plantnanna

Joseph Priestley (1733-1804) var atorkusamur maður. Þessi Englendingur var prestur og rithöfundur en hafði auk þess brennandi áhuga á hvers kyns vísindum. Hann er m.a. þekktur fyrir að hafa fundið upp strokleður og fyrir að sýna fram á að grafít geti leitt straum. Hann varð líka fyrstur til að lýsa eiginleikum eitraðra lofttegunda svo sem ammoníaks, brennisteinstvísýrings, brennisteinsvetnis og ko Lesa meira

Hvers vegna fljúga fuglar oddaflug?

Oddaflug dregur umtalsvert úr loftmótstöðu og þar af leiðandi eyða fuglarnir minni orku og komast þess vegna lengra án þess að þreytast. Þegar loftið yfirgefur vængi fuglanna myndast nefnilega uppstreymi loftsins fyrir aftan hvern fugl og því reynist flugið honum auðveldara. Hver fugl flýgur fyrir vikið eilítið hærra en sá fyrir framan og þeim mun aftar sem fuglarnir eru í oddaflugi, því auðveldar Lesa meira

Bíta fiskar frekar á öngulinn í rigningu?

Meðal stangveiðimanna eru skiptar skoðanir á því hvort fiskar bíti frekar á agnið í rigningu eða eftir hana, enda reynsla þeirra misjöfn. Trúlegast er að þetta fari eftir því hvar verið er að veiða, því rigningin getur haft mismunandi áhrif. Sums staðar getur mikið regn leitt til þess að jarðvegur skolist út í vatnið, sem þá verður gruggugt og veldur því að fiskurinn sér síður beituna á öngli v Lesa meira

Fuglinn dó út þrisvar sinnum

Nýsjálenski fuglinn Takahe, litríkur ættingi bleshænsna, hlýtur að vera einhver lífseigasti meðlimur fugla. Hann á í öllu falli met sem sú dýrategund er oftast hefur verið talin útdauð og enduruppgötvast. Þrisvar sinnum hafa vísindin þurft að breyta stöðu fuglsins, sem enn er talinn meðal heimsins fágætustu fugla. Lesa meira

Ofursvelti dýranna

Fyrir flest dýr er lífið jafnvægisdans þar sem skiptast á tímabil allsnægta og hungurs. Þess betur sem dýrin geta þolað svelti, því meiri líkur eru á að þau geti lifað af. Sum dýr eru sannkallaðir meistarar á þessu sviði, meðan önnur geta vart lifað af einn matarlausan dag. Skilvirkur orkusparnaður er lykillinn til að lifa af langvarandi sult. Til að spara lífsnauðsynlega orku lækka dýrin ekki Lesa meira

Hve djúpt niður geta plöntur skotið rótum?

Flestir sjá plöntur að líkindum fyrir sér sem þá grænu og brúnu plöntuhluta sem við sjáum standa upp úr jörð, en reyndar er meirihluti plöntunnar oft neðanjarðar í formi róta. Sumar plöntur hafa lagt miklu meira en helming lífmassa síns í rætur og rætur stórra trjáa teygja sig yfirleitt lengra til allra átta en trjákrónan. Tilraun sem gerð var á ræktaðri rúg-plöntu sýndi að eftir 4 mánuði í mold Lesa meira

Ferfætlingar gengu snemma á land

Fyrir 395 milljón árum skildu allmörg dýr eftir sig spor á ströndinni á landsvæði sem nú er í Póllandi. Sporin hafa nú nýlega verið hreinsuð upp af pólskum og sænskum steingervingafræðingum, m.a. frá háskólunum í Varsjá og Uppsölum. Vísindamennirnir segja þetta elstu ummerki sem fundist hafa um ferfætlinga á landi. Sporinu eru 18 milljónum ára eldri en þeir steingervingar hryggdýra með fjóra útlim Lesa meira

Eru fleiri rauð blóm í heitum löndum?

Litur blóms er aldrei tilviljanakenndur, heldur nákvæmlega aðlagaður þeim dýrum sem annast frjóvgunina. Þetta er reyndar eina ástæðan fyrir litskrúði blómanna. Um 80% allra plantna láta dýr annast frjóvgun, langoftast skordýr, en kólibrífuglar og leðurblökur koma líka við sögu og jafnvel sandeðlur. Þótt flest þessara dýra geti lært að heimsækja blóm í öðrum litum, beinir eðlisávísunin þeim að á Lesa meira

Hafa strútar einhvern tíma getað flogið?

Loftið er hið rétta heimkynni fuglanna og þeir geta því lent í vandræðum meðal kjötétandi spendýra og skriðdýra eftir að hafa misst flughæfnina. Til eru þó ófleygir fuglar, komnir af fleygum forfeðrum, sem hefur tekist ágætlega að laga sig að umhverfinu á jörðu niðri. Þetta gildir t.d. um mörgæsir, emúa og strúta. Í Norður-Ameríku og Evrópu hafa fundist steingerðar leifar af fleygum forfeðrum s Lesa meira

Tígurinn er vitrastur katta

Tígrisdýr hafa stærri heila og þar með að líkindum meiri greind en önnur stór kattardýr – ljón, hlébarðar og jagúarar. Í tölum er tígrisheilinn 16% stærri en ljónsheili, þegar bornar eru saman tvær jafn stórar beinagrindur. Hauskúpa tígrisdýrsins er þannig löguð að heilinn fær meira pláss. Það voru vísindamenn við Oxford-háskóla sem mældu höfuðkúpur stórra kattardýra. Þeir mældu bæði lengd haus Lesa meira

Af hverju verpa hænur svona mörgum eggjum?

Flestir hænsnfuglar verpa mörgum eggjum á varptímanum. Sumar tegundir kornhænsna verpa allt að 30 eggjum í hreiðrið. Aðrar tegundir láta sér nægja færri egg en verpa oftar á ári. Rannsóknir á eggjastokkum tamdra hæna sýna að þær geta verpt mörg þúsund eggjum á ævinni. Það er þó sjaldgæft, þar eð hænur eru yfirleitt ekki látnar lifa svo lengi. Rétt eins og aðrir fuglar bregðast hænsfuglar við eg Lesa meira

Af hverju er erfitt að hitta flugur?

Taugakerfi flugna er eldfljótt í viðbrögðum. Frá því að flugan verður hættunnar vör, tekur það hana undir 100 millisekúndur að reikna heppilegustu flóttaleið. Og það tekur fluguna aðeins einn þúsundasta úr sekúndu að taka sig á loft. svo snöggt flugtak krefst meira en venjulegra vöðvahreyfinga. Flugur hafa eins konar fjöðrun innbyggða í fæturna. Þetta er gúmmíkennt prótín sem er læst í spen Lesa meira

Nýtt fjólublátt batat virkar gegn krabba

Fjólublá sæt kartafla, einnig þekkt sem Batat, er meðhöndluð til að hamla gegn krabba. Það eru vísindamennirnir Ted Carey og Soyoung Lim við Kansas State University sem hafa betrumbætt kartöfluna, sem inniheldur mikið magn af efninu anthocyanín. Það fyrirbyggir krabbamein en virkar einnig gegn hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og offitu. Vísindamennirnir bættu anthocyanín þegar kartaflan v Lesa meira

Könguló spinnur af útsjónarsemi

Líffræði Köngulóarvefir eru iðulega gerðir af mikilli útsjónarsemi og sumar tegundir leggja að auki mikla vinnu í mynstur og aðrar skreytingar. Það hefur fram að þessu verið óljóst hvers vegna köngulærnar spinna slík mynstur sem óneitanlega gera vefina mun sýnilegri en ella. En nú hafa vísindamenn á Taívan fundið hugsanlega skýringu. Í skógsvæði einu á Taívan settu vísindamennirnir upp tökuvél Lesa meira

Hvernig komast fuglar hjá árekstri?

Nú rétt nýlega hafa ítalskir og franskir vísindamenn opinberað niðurstöður þriggja ára athugana á starrasveimum. Þeir fundu tvær mikilvægar skýringar á því hvernig sumar tegundir fugla geta flogið í mjög stórum hópum án þess að rekast á. Í fyrsta lagi er flughæfni þessara fugla framúrskarandi og tjáskipti þeirra líka afar vel þróuð. Fuglar sem fara í mjög stórum sveimum eru litlir, léttir og hr Lesa meira

Til hvers höfum við tvær nasir?

Spendýr eru ekki ein um að hafa tvær nasir, heldur gildir það líka um flest önnur dýr, svo sem fiska, froskdýr, skriðdýr og fugla. Meðal ástæðnanna er sú að lyktarskynið verður betra þegar inngangar fyrir ilmefni eru tveir. Á mörgum dýrum er talsvert bil á milli nasanna og þar með aukast líkur á að greina lykt í nágrenninu og ákvarða úr hvaða átt hún berst. Tvær nasir eru líka betri en ein að því Lesa meira

Illgresi mengar loftið

Yfirleitt tengir maður gróskumiklar plöntur við hreint og ferskt loft en nú hefur komið í ljós að tiltekin gerð illgresis mengar loftið. Þetta er kuji-baunin, sem dreifist eins og plága um Suðurríki BNA þar sem hún vex yfir tré og runna. Plantan tekur köfnunarefni úr loftinu og gefur frá sér mikið magn köfnunarildis sem er forstig ózons. Meðan ózon er gagnlegt hátt uppi í veðrahvolfinu, þar se Lesa meira

Hvernig fá strútar nægilegt kalk?

Strúturinn er stærstur núlifandi fugla og verpir líka stærstu eggjunum. Að meðaltali eru strútsegg 13x15 sm að stærð og vega 1,5 kg. Kalkrík skurnin er um 20% af heildarþyngd eggsins. Kvenfuglinn verpir 4-8 eggjum í senn, en þótt þau séu stór, er hvert egg þó ekki nema um 1,4% af líkamsþyngd fuglsins. Hinn smávaxni kiwi-fugl verpir til samanburðar eggjum sem eru um 25% af líkamsþyngdinni. Skurn Lesa meira

Apar lifa lengur á kaloríusnauðu fæði

Það hefur verið sannað með tilraunum á gerlum, ormum, músum og nú síðast öpum, að lífverur lifa lengur á kaloríusnauðu fæði. Bandarískir vísindamenn við Wisconsin-Madison-háskólann hafa fylgst með 76 rhesusöpum og mataræði þeirra í 20 ár á fullorðinsaldri, en þessir apar verða um 27 ára undir vernd manna. Helmingur apanna fékk hefðbundna fæðu en hinn helmingurinn 30% minna af kaloríum. Eftir 20 Lesa meira

Fílskýrin Mary var hengd

Sirkusfíllinn Mighty Mary tróð einn gæslumanna sinna til bana úti á miðri götu í Tennessee árið 1916. Óttasleginn múgurinn krafðist hefnda og ekki var um annað að ræða en að taka Mary af lífi. Sirkusstjórinn setti keðju um háls skepnunnar og hífði hana upp í krana. Keðjan gaf sig en aftakan heppnaðist í annarri tilraun. Lesa meira

Slöngustjörnuþéttbýli á neðansjávartindi

Líffræði Hópur sjávarlíffræðinga frá Nýja-Sjálandi og Ástralíu hefur nú uppgötvað neðansjávarfjall á Macquarie-hryggnum suður af Nýja-Sjálandi. Þarna er nánast eingöngu að finna svonefndar slöngustjörnur sem eru náskyldar krossfiskum. Dýrin skipta milljónum á þessu litla svæði. Það er óvenjulegt að finna svo mikið af slöngustjörnum á neðansjávarfjöllum þar sem kórallar eru yfirleitt meira áberand Lesa meira

Lyktarslóð hindrar skyldleikaræktun

Með góðu þefskyni má afla mikilla upplýsinga um umhverfið og katta-lemúrar kunna að nýta sér það. Líffræðingar hjá Dukeháskóla í Norðu-Karólínu í Bandaríkjunum hafa nýlega uppgötvað að dýrin þekkja ættingja sína á lyktinni. Flest hryggdýr eru fær um að þekkja nánustu ættingja sína. Þetta hefur m.a. þann kost að koma í veg fyrir skyldleikaræktun, en hún leiðir oftast til þess að draga úr lífsmögul Lesa meira

Hunangsfluguna skortir flugtækni

Flugtækni hunangsflugunnar er hreint afleit og hún verður að beita afli til að vega upp á móti skorti á loftaflsfræðilegri aðlögun á flugi sínu. Þetta segja vísindamenn við Oxford-háskóla í Englandi eftir að hafa rannsakað tegundina Bombus terrestris. Þeir komu hunangsflugum fyrir í vindgöngum með aðlaðandi frjókornablómum. Þegar flugurnar tóku stefnuna á blómin slepptu vísindamennirnir reyk in Lesa meira

Hvernig anda skordýr?

Súrefni er lífsnauðsynlegt öllum dýrum enda er það mikilvægur þáttur í önduninni sem aftur er svo forsenda þess efnaferlis sem brýtur niður fæðuna og vinnur orku úr henni. Hlutverk súrefnisins er að bindast vetni og lokaafurðir öndunarinnar eru vatn og koltvísýringur. Öll hryggdýr sem anda að sér lofti nota lungu til að vinna súrefnið úr loftinu. Þegar loftinu er andað inn í lungun verða þar sk Lesa meira

Af hverju eru górillur svona sterkbyggðar?

Górillur hafa sérstöðu meðal núlifandi prímata, bæði hvað varðar stærð og styrk og sérhæfingu í grænmetisfæði. Fullvaxinn karlapi getur orðið 200 kg en apynjur eru um helmingi léttari. Górillur lifa nánast einvörðungu á plöntufæði, svo sem berki, blöðum, rótum, brumhnöppum og ávöxtum. Öfugt við simpansa éta górillur ekki stærri dýr en maura. Þótt sumir af uppáhaldsplöntuhlutum þessara apa séu p Lesa meira

Könguló felur sig í eyðimerkursandi

Ísraelskir líffræðingar hafa fundið áður óþekkta könguló sem fengið hefur nafnið Cerbalus aravensis. Fæturnir ná yfir 14 sm þvermál og því skyldi maður ætla að köngulóin væri auðséð. En hún hefst við í holum í eyðimerkusandinum og dulbýr opið með heimatilbúinni loku úr samanlímdum sandkornum. Lesa meira

Hve mikið súrefni framleiðir tré?

Súrefni er aukaafurð sem myndast við ljósttillífun plantna, sem nota geislaorku sólar til að vinna kolefni úr ólífrænum samböndum í loftinu og nýta það í lífræn sambönd sem aftur eru notuð til vaxtar. Tré þurfa líka súrefni, en talsvert gengur af og er sleppt út í andrúmsloftið þar sem það gagnast öðrum lífverum. Það er afar misjafnt hve mikið súrefni gengur af. súrefnismagnið fer m.a. eftir a Lesa meira

Nær útdauður köttur hjarnar við

Vegna árangursríkrar ræktunar er framtíðin bjartari fyrir íberíska köttinn los. Þessi u.þ.b. 1 metra langi og 15 kg þungi köttur var við það að verða fyrsta kattardýrið sem varð útdautt frá því sverðtígurinn hvarf fyrir 10.000 árum. Einungis 150 villt dýr eru nú til, en árið 1900 voru þau um 100.000. Lesa meira

Hvers vegna flögra flugur kringum ljós?

Það eru svonefndar húsflugur sem oft má sjá flögra í óreglubundna hringi í stofunni. Mörg skordýr laðast að ljósi en það er ekki ástæða hins sérstæða hringsóls húsflugunnar. Flugurnar flögra nefnilega líka kringum peruna þótt slökkt sé á henni. Það eru reyndar aðeins karlflugurnar sem fljúga kringum ljósaperu sem hangir í loftinu. Skýringarinnar mun vera að leita í náttúrulegum heimkynnum þessa Lesa meira

Óþekkt dýr streyma fram á brasilísku gresjunni

Líffræði Brasilía er vel þekkt fyrir tegundafjölbreytni í dýraríkinu, en nú hafa fleiri bæst í hópinn. Nýlega hafa brasilískir vísindamenn uppgötvar 14 áður óþekktar tegundir í mánaðarlöngum leiðangri um Cerrado-svæðið, sem er eitt af 34 svæðum í heiminum þar sem fjölbreytni lífríkisins er hvað allra mest. Hér fundu vísindamennirnir átta tegundir fiska, eina hornkörtu, tvö skriðdýr, eitt spend Lesa meira

Af hverju verða kóralar harðir?

Kóralar í sjó eru ekki ósvipaðir plöntum eða sveppum, en þeir teljast til dýraríkisins. Kóralar eru holdýr og fullorðnir sitja þeir fastir á sjávarbotni, ýmist stakir eða í hópum. Líkami dýrsins er að stærstum hluta magaholrúm og magaopið gegnir bæði hlutverki munns og endaþarms. Oft er kórölum skipt upp í mjúka og harða kórala. Í mjúkum kórölum er engin burðargrind til að skapa styrk og lögun, h Lesa meira

Genabreytt mýfluga getur ekki smitað malaríu

Genabreytt mýfluga getur reynst vera það vopn gegn malaríu sem vísindamenn hafa leitað eftir í fjölmörg ár. Mýflugan, sem er breytt af Mikael Riehle og rannsóknarteymi hans við University of Arizona, getur nefnilega ekki smitað með sníkjudýrinu plasmodium sem orsakar sjúkdóminn. Mikael Riehle hefur komist að því að með því að breyta erfðafræðilega svonefndum Akt-efnahvata þannig að hann sé stöðug Lesa meira

Eru epli og rósir af sömu ætt?

Eplið og rósin tilheyra reyndar sömu plöntuættinni, nefnilega rósaætt, sem á latínu kallast Rosaceae. Þetta er stór ætt og henni tilheyra 3-4 þúsund tegundir, ýmist jurtir, runnar eða tré. Auk rósa og epla má t.d. nefna jarðarber og kirsuber. Þótt allar þessar plöntur virðist afar ólíkar hver annarri, hafa þær ákveðin sameiginleg einkenni, sem grasafræðingar leggja áherslu á þegar þeir ákvarða Lesa meira

Maurategund dreifist um mörg meginlönd

Milljarðar argentínskra maura hafa nú dreifst frá Suður-Ameríku til flestra heimshorna. En þótt maurarnir lifi nú á svo aðskildum stöðum sem t.d. Japan, Bandaríkjunum og við kringum Miðjarðarhaf, má segja að þeir telji sig allir tilheyra sameiginlegu ofurmaurabúi. Að þessari niðurstöðu komst Eiriki Sunamura hjá Tokyo-háskóla eftir að hafa tekið staka maura úr 2 maurabúum í Japan, 2 í Evrópu og 1 í Lesa meira

Óþekkt dýr leynast undir ferðamannaeyju

Þegar líffræðingar leggja upp í leit að nýjum dýrategundum er vinsæl ferðamannaeyja yfirleitt ekki fyrsti staðurinn sem þeim dettur í hug. En það mætti kannski taka til endurskoðunar, a.m.k. ef aðstæður kynnu að vera eitthvað svipaðar og á eyjunni Lanzarote. Þar hafa vísindamenn, m.a. hjá dýralæknaháskólanum í Hannover, uppgötvað áður óþekkta tegund hellakrabba. Þessi smávaxna skepna hefur fengið Lesa meira

Hversu lengi lifði geimtíkin Laika?

Tíkin Laika, sem skotið var út í geiminn um borð í Spútnik 2. í nóvember 1957, drapst úr hita og streitu fáeinum klukkustundum eftir geimskotið. Spútnik 2. var skotið á loft aðeins mánuði á eftir Spútnik 1. Öllum undirbúningi var hraðað sem framast var kostur og mönnum var því fullljóst að ekki yrði unnt að ná tíkinni aftur til jarðar. Engu að síður var ætlunin að gera henni lífið sæmilega bæri Lesa meira

Stökkkönguló fundin á Papúa Nýju-Gíneu

Í leiðangri sínum um frumskóga á Papúa Nýju-Gíneu hafa vísindamenn nú fundið fjölda áður óþekktra dýrategunda. Þeirra á meðal eru þrjár sérstæðar tegundir köngulóa, sem teljast ekki aðeins nýjar tegundir, heldur er ættkvíslin einnig áður óþekkt. Ein þessara köngulóa er stökkköngulóin Tabuina varirata og tilheyrir undirætt sem aðeins er til á Papúa Nýju-Gíneu. Stökkköngulær eru reyndar afar fjöl Lesa meira

Af hveru eru landdýrin nú smávaxnari en áður?

Í hópi forneðlanna, sem dóu út fyrir 65 milljónum ára, voru margar risavaxnar tegundir á landi. En mörg önnur dýr voru þá einnig mun stórvaxnari en núlifandi afkomendur þeirra eða ættingjar. Hér má t.d. nefna risaletidýrið, Megatherium, sem gat orðið sex metra langt og rölti um graslendi í Suður-Ameríku allt þar til fyrir um 11.000 árum, eða risabjörninn, Arctodus simus, sem var allt upp í tonn Lesa meira

Getur svanur brotið handlegg?

Á varptímanum geta karlsvanir verið mjög á varðbergi gagnvart öllu því sem þeir telja geta ógnað hreiðri sínu og ungum. Karlinn blæs sig þá út og hvæsir illilega. Hvort heldur íslenski svanurinn eða t.d. náfrændi hans, hnúðsvanur nágrannalandanna, getur í þessum stellingum orðið býsna ógnvænlegur, jafnvel í augum manna, og atferlið hrekur andstæðinginn yfirleitt á brott. Svanir hafa vissulega ráði Lesa meira

Dægurflugan lifir hratt og deyr ung

Tisza-fljótið rennur löturhægt yfir gresjur Ungverjalands í átt til Síberíu en ár hvert kviknar líf í ánni þegar þúsundir dægurflugna hefja sig til flugs frá ánni. Stærsta dægurflugan í Evrópu, Palingenia longicauda, hefur lifað sem gyðla á árbotninum í tvö til þrjú ár. Nú sveimar urmull af flugunum um í stóru geri en sumar þeirra hafa tyllt sér á trén á árbakkanum. Bæði kynin eru önnum kafin, því Lesa meira

Smásæ dýr með sérstæða lífhæfni

Þótt hjóldýr í flokknum Bdelloidea séu aðeins örfáir millimetrar hafa þau þróað sérstæða hæfni sem hefur dugað þeim til að lifa af í 30 milljón ár. Þegar hjóldýrið verður fyrir árás banvæns svampsníkjudýrs þornar það alveg upp og vindurinn feykir því síðan burt. Þegar hjóldýrið lendir svo einhvern tíma síðar í fersku vatni, vaknar það aftur til lífsins og tekur til þar sem frá var horfið fyrir upp Lesa meira

Af hverju þróuðu fuglarnir gogg?

Rétt eins og spendýr eru fuglar komnir af skriðdýrum sem höfðu komið sér upp kjálkum og tönnum. Um 150 milljón ára steingervingar af Archaeopteryx lithographica hafa bæði tennur og fjaðrir, en þessi skepna er frá upphafi þróunar fugla. En síðan hefur þróunin beinst að því að auka flughæfnina sem mest. Þáttur í þessu ferli var að létta líkamann alls staðar þar sem þess var kostur. Kjálkar og Lesa meira

Mildir vetur gera sauðfé minna

Mildir skoskir vetur hafa síðustu 25 ár markað furðuleg spor í villt fé á litlu eyjunni Hirta nærri St. Kilda: féð verður einfaldlega minna. Þessi þróun hefur verið líffræðingum ráðgáta enda ætti þróunin að hafa gert sauðféð stærra. Í harðneskjulegu loftslagi Norður-Alantshafsins er það nefnilega vel þekktur kostur að hafa stærri skrokk, því stór lömb eiga betri líkur á að lifa af fyrsta veturinn. Lesa meira

Hvernig getur skjaldbaka snúið sér við?

Það skiptir meginmáli fyrir dýr með harðan skjöld á bakinu, svo sem bjöllur og skjaldbökur, að geta snúið sér við, ef þau skyldu lenda á bakinu. Að öðrum kosti biði þeirra aðeins dauðinn. Dýrin geta lent á bakinu af ýmsum ástæðum, t.d. oltið niður af ójöfnu eða þá þegar karldýr takast á. Hjá sumum skjaldbökutegundum tíðkast meira að segja að karldýrin reyna að snúa hvort öðru á bakið. Mismunand Lesa meira

Hversu mikið vatn drekkur ein kýr?

Kýr drekkur allt upp í 100 lítra vatns á sólarhring og getur að meðaltali mjólkað yfir 20 lítra á dag. Ríflega 80% mjólkurinnar eru vatn. Þetta er þó dálítið misjafnt eftir kúakynjum. Lesa meira

Sérkennilegur bertálkni með langan hala

Á eyjunni Borneo hafa líffræðingar uppgötvað áður óþekktan 4 sm langan bertálkna. Snigillinn fannst í fjallaskógi í 1.900 m hæð og er með óvenjulega langan halalíkan afturenda. Í hvíld vefur hann halanum um sig eins og sofandi köttur. Og við mökun skýtur hann litlum örvum af kalsíumkarpónati inn í magann. Þar leysir efnið hormón úr læðingi sem líklega eykur líkur á frjóvgun. Lesa meira

Nýr froskur aðeins 1 sm að lengd

Í Andesfjöllum í Suður-Ameríku hafa dýrafræðingar m.a. frá Tierkunde-safninu, uppgötvað nýja tegund froska sem komast auðveldlega fyrir á nögl þumalfingurs. Froskurinn er rétt ríflega 1 sm að lengd, hefur fengið heitið Noblella pygmaea og fór beint á listann yfir minnstu froska heims. Tegundin fannst í 3.100 metra hæð í Valle de Cosnipata í Perú. Þar lifir hann í röku skóglendi í bröttum fjalls Lesa meira

Eðlulappir lengjast í vörn gegn maurum

Græneðlutegund sem lifir í suðausturhluta Bandaríkjanna er nú lýsandi dæmi um það hversu hröð þróunin getur orðið í dýraríkinu. Upp úr 1930 barst suður-ameríski eldmaurinn til Bandaríkjanna og á innan við 80 árum hafa afturfætur á eðlum, sem hafa búsetu á sömu svæðum og maurarnir, lengst og mælast nú 5% lengri en á eðlum á mauralausum svæðum. Þetta sýnir rannsókn gerð af Tracy Lee Langkilde, pr Lesa meira

Slanga með haus á báðum endum

Líffræðingar hafa uppgötvað áður óþekkta tækni hjá sæslöngunni Hydrophis pachycercos. Slangan narrar óvini sína með því að láta líta svo út sem hún hafi haus á báðum endum. Litur á halanum líkist höfðinu og þegar halinn er hreyfður á sama hátt er blekkingin þar með fullkomnuð. Og, jú, hausinn er á neðri endanum hér á myndinni." Lesa meira

Sjávarormur kastar ljóssprengjum

Bandarískir vísindamenn hafa uppgötvað áður óþekktar ormategundir í hafdjúpunum. Þessir ormar kasta hluta líkamans sem sprengju í átt að rándýrum. Hinir einstæðu swima-ormar fundust á meira 1.900 metra dýpi, en þar ríkir algert myrkur. Hinar örsmáu sprengjur sem ormurinn kastar, gefa skyndilega frá sér grænt ljós þegar þeim er sleppt. Vísindamennirnir álíta þetta þróað gabb og rándýrinu ætlað að e Lesa meira

Eru sæanímónur virkilega dýr?

Sæanímónur teljast vissulega dýr og ástæðan er sú að þær búa yfir margvíslegum eiginleikum sem þekkt eru meðal dýra en ekki plantna. Þótt fullvaxnar sæanímónur séu kyrrar á sama stað mest alla ævina, geta þær flestar flutt sig úr stað og lirfurnar geta lagt að baki talsverða vegalengd áður en þær setjast um kyrrt og hefja fullorðinstilveru sína. Á þessum tíma verður mikil breyting á dýrunum og þau Lesa meira

Nýklaktir kjúklingar kunna að telja

Hugtakið „hænuhaus“ ber að nota af öllu meiri virðingu en gert hefur verið. Þetta sýna tilraunir sem dýraatferlisfræðingurinn Lucia Regolin, hjá háskólanum í Padova á Ítalíu, hefur gert á nýklöktum kjúklingum. Regolin og félagar hennar notuðu tvo nákvæmlega eins pappírsskerma og plasthulstur af þeirri gerð sem er að finna í „kindereggjum“. Við hylkin voru límdar snúrur þannig að þau mátti flytj Lesa meira

Hafa allir apar neglur?

Flestir prímatafræðingar álíta neglurnar hafa þróast samhliða gripfærni handanna. Neglurnar styðja og verja fingurgómana en gera okkur jafnframt fært að klóra okkur. Fætur og tær mannsins hafa vissulega ekki lengur neina gripfærni, svo löngu eftir að maðurinn tók að ganga uppréttur, en engu að síður veita táneglurnar tánum bæði nokkurn stuðning og vernd. Allir prímatar hafa eina eða fleiri flat Lesa meira

Bjarnmaurar lifa af tvær vikur í geimnum

Líffræði Svonefndir bjarnmaurar eru ekki aðeins í hópi allra minnstu fjölfrumunga, á bilinu 0,5 – 1,25 mm að lengd, heldur einnig meðal þeirra harðgerðustu. Nú hafa vísindamennirnir fært sönnur á að þessar smáskepnur þola geimgeislun sem öðrum lífverum er banvæn. Þessum smásæju dýrum var pakkað í sérstakan geymi sem sendur var út í geim með rússneska geimfarinu Foton. Eftir að út í geiminn var ko Lesa meira

Hvað skapar fjöðrum fugla lit sinn?

Fiður fugla þarf að veita góða flughæfni og vernda líkamann t.d. gegn kulda. En liturinn skiptir líka máli, bæði sem felulitur og sem skilaboð til annarra fugla sömu tegundar, svo og til annarra dýra. Rétt eins og maðurinn – en fæst önnur spendýr – treysta fuglar mest á sjónina og þess vegna eru fjaðrir þeirra einmitt oft mjög litskrúðugar. Liturinn í flestum fjöðrum skapast af litarefnum sem m Lesa meira

220 milljón ár - og enn í toppformi

Krókódílar leyndust undir eyðimerkursandinum. Sahara geymir steingervinga af furðulegustu krókódílategundum. Háfættir krókódílar með fæturna lóðrétt undan líkamanum eins og spendýr er ein þeirra tegunda sem líkist hreint ekki þeim krókódílum sem við þekkjum nú á dögum. Frá 1997 hefur teymi vísindamanna leitt af bandaríska steingervingafræðingnum Paul Serrano rannsakað þessi sérkennilegu dýr og h Lesa meira

Samfélagið yfirvinnur allt

Maurinn er vinnufíkill í margbrotnu samfélagi sem minnir um margt á heim manna. Með þróaða félagsgerð, skilvirka verkskiptingu, heilsugæslu, mikið hreinlæti, sorphreinsun, nágrannaerjur og mikla umhyggju fyrir afkomendum. Sumar maurategundir stunda hátæknivæddan landbúnað með meindýravörnum og áburðargjöf, meðan aðrar halda þræla eða nýta sér meistaranám við að ala upp unga maura. Hin Lesa meira

Geta dýr einnig orðið ástfangin?

Hjá ástföngnu fólki virkjar samspil boðefnanna dópamíns og noradrenalíns þann hluta heilans sem nefnist rófukjarni. Þetta er frumstæður hluti heilans sem finnst einnig hjá dýrum þar sem hann trúlega gegnir svipuðu hlutverki. Rannsóknir á simpönsum, hundum og fílum hafa sýnt að stundum við makaval auðsýna þau eitthvað gagnvart hinum útvalda, sem líkja mætti við ástúð. Dýrin beina allri athygli Lesa meira

Hvernig geta plöntur hreyft sig?

Yfirleitt tengjum við hreyfigetu aðeins við menn og dýr. En plöntur eru alls ekki jafn hreyfingarlausar og halda mætti, þótt þær séu vissulega bundnar jörðinni með rótum sínum og hafi ekki vöðva til að hreyfa sig. Venjulegur vöxtur stafar af frumuskiptingu og vaxtarhreyfingin verður þá ekki aftur tekin. En sumar plöntur búa yfir hæfni til hreyfinga sem þær geta snúið aftur í upphafsstöðu. Þessar h Lesa meira

Froskar og körtur hafa mök í tunglskini

Víða um heim virðast froskar og körtur helst kjósa kynmök í tunglskini. Það er Rachel Grant hjá breska Open University-háskólanum sem hefur uppgötvað þetta. Atferlið hefur verið staðfest á Ítalíu, Englandi og Wales og þar að auki á Jövu. Því verður að teljast sennilegt að sama gildi um froska og körtur alls staðar í heiminum. Lesa meira

Líffræðingar róa lífróður til að bjarga viðkvæmum bryndrekanum

Gífurlegur fjöldi styrjuhrygna í Kaspíahafi leitar upp árnar í átt að bestu hrygningarstöðunum. Þær eru útþandar af eggjum sem þær nú hrygna í klösum sem fljóta um á árbotninum. Fyrr en varir er aragrúi af hængum mættur á svæðið og þeir frjóvga eggin með því að sprauta svili sínu yfir þau. Að viku liðinni hafa frjóvguð eggin svo breyst í litlar styrjur sem synda sjálfar um. Þannig var þessu að Lesa meira

Geta fiskar drukknað?

Fiskar anda með tálknum í vatninu. Þetta eru þynnur með næfurþunnu húðlagi og draga auðveldlega til sín súrefni úr vatninu. Súrefnisþéttni vatnsins er misjöfn og afar næmir viðtakar í tálknunum skynja súrefnismagnið. Verði súrefni í vatninu of lítið, bregst fiskurinn við með því að auka vatnsflæðið eða synda burt og finna sér súrefnisríkara vatn. Það kemur þó fyrir að fiskar lendi í vatni þar s Lesa meira

Vinur mannsins í 10.000 ár

Kettir eru óvanaleg heimilisdýr. Þeir eru einfarar af náttúrunnar hendi og vernda eigin yfirráðasvæði, sem jafnframt táknar að þeir bindast frekar tilteknum stöðum en fólki. Það er víst ekki djúpt í árina tekið að halda því fram að kettir fari ekki eftir fyrirmælum annarra og þegar við hugsum til þess að flest önnur villt dýr, bæði fyrr og nú, hafa verið tamin vegna kjötsins, ullarinnar, mjólku Lesa meira

Verur af öðrum heimi

Frá árinu 2000 hefur þýska rannsóknarskipið Polarstern sem tilheyrir Alfred Wegner-stofnuninni í Brimarhöfn verið einn ötulasti þátttakandi í alþjóðlegu rannsóknarverkefni, Census of Marine Life. Meira en 2.000 sérfræðingar frá ríflega 80 löndum hafa tekið þátt í tilraun til að lýsa dýralífi heimshafanna og svara fjórum einföldum en ákaflega mikilvægum spurningum: Hversu margar tegundir finnast, h Lesa meira

Afríska útgáfan af Galapagos eyjum

Tíminn stendur í stað á Socotra. Allar götur frá því að eyjan losnaði frá meginlandi Afríku fyrir 30 milljón árum, líkt og gerðist með Galapagos eyjar í Kyrrahafinu, hefur eyjan verið í eins konar tímalegu tómarúmi og henni mátt eiginlega líkja við rannsóknarstofu í þróunfræðilegum rannsóknum. Alls 37 hundraðshlutar af þeim 825 plöntutegundum sem lifa á eynni eru hvergi til annars staðar og sömu s Lesa meira

Af hverju er húð ísbjarna svört?

Það er ekki vitað hvers vegna húð ísbjarna er svört undir hvítum feldinum. Um margra ára skeið héldu vísindamenn að þessi svarta húð drykki í sig útfjólubláa sólargeisla sem næðu í gegnum gagnsæ hár í feldinum og héldi þannig hita á dýrunum í heimskautafrostinu. En þessari kenningu hefur nú verið hafnað. Rannsóknir á ísbjarnarhárum hafa nefnilega sýnt að aðeins örlítið brot af geislum sólar nær í Lesa meira

Landbúnaður á hótelþaki

Árið 1904 var Ansonia-byggingin í New York opnuð. Hér var 17 hæða hótel og flottheitin meiri en áður höfðu sést. Í anddyrinu var stærðar gosbrunnur þar sem selir voru á sundi og gestir gátu fengið mat framreiddan á herbergjum sínum. Sérvitur auðmaður, William Earl Dodge Stokes, teiknaði hótelið. Meðal hugmynda hans var sú, að bjóða upp á alveg ferskar afurðir. Á þakinu var því eins konar örbýli Lesa meira

Köngulær kela líka

Líffræði Sumar köngulær láta vel að móður sinni og systkinum og halda þannig nánu sambandi. Þetta hafa bandarískir vísindamenn við Cornell-háskóla nú uppgötvað. Vísindamennirnir rannsökuðu tvær tegundir, Phrynus marginemaculatus, sem er algeng í Flórída og svo miklu stórvaxnari tegund, Damon diadema, sem lifir í Tansaníu og Kenýu. Báðar tegundirnar eru svonefndar fálmaraköngulær sem eru frábru Lesa meira

Rotta gengur aftur í fjöllum Laos

Líffræði Þetta nagdýr er á stærð við íkorna og því var fyrst lýst vísindalega árið 2005, en sú lýsing var gerð á grundvelli steingervinga og vísindamenn töldu yfirleitt að þessi rottutegund hefði dáið út fyrir um 11 milljón árum. Áður hefur verið farið í leiðangra um Suðaustur-Asíu til að ganga úr skugga um hvort þetta dýr væri í rauninni útdautt, eða bara svona óhemju sjaldgæft. En Redfield er f Lesa meira

Hvernig æxlast marglyttur?

Marglyttur eru ekki sérlega færar sundskepnur og blási öflugur vindur eða straumar eru sterkir, eiga þær ekki annars kost en láta berast með. En í kyrru vatni geta þær þó vel flutt sig til af eigin rammleik. Vegna takmarkaðrar sundgetu ásamt þeim vana að synda í sömu stefnu með tilliti til ljóss, vinds og straums, hafa marglyttur tilhneigingu til að safnast fyrir á sama svæði. Mökunin gerist vi Lesa meira

Svartir vængir bæta kynlífið

Líffræði Jafnvel eftir að kvensvalan hefur valið sér maka fyrir varptímann, er eins gott fyrir karlinn að halda sér vel til. Víxlspor í kynlífinu eru algeng meðal þessara fugla og sé fiður karlfuglsins ekki í toppstandi, getur hann átt á hættu að þurfa að ala önn fyrir fjölda unga sem hann á ekkert í. Það eru vísindamenn við Cornell-háskóla í New York sem nú hafa sýnt fram á þetta með því að lita Lesa meira

Ný tegund blanda tveggja annarra

Líffræði Nýuppgötvuð tegund fiðrilda, Heliconus heurippa í Mið-Ameríku, má með sanni kallast líffræðilegt undur. Tegundin reynist sem sé vera blendingur tveggja annarra fiðrildategunda á svæðinu. Þetta er afar sjaldgæft fyrirbrigði í þróunarsögunni, enda eru blendingar tveggja aðskilinna tegunda yfirleitt ófrjó, eins og t.d. múldýr sem eru afkvæmi hests og asna. Nýjar tegundir myndast yfirleitt Lesa meira

Jómfrúarfæðingar ógna erfðabreytileika

Hryggdýr fjölga sér yfirleitt þannig að sáðfruma karldýrs og eggfruma kvendýrs renna saman og verða að nýjum einstaklingum. Þannig tryggir náttúran erfðafræðilega fjölbreytni. Í einstaka tilvikum hefur þó komið fyrir að kvendýr t.d. fiskar eða slöngur, hafi eignast afkvæmi án afskipta karldýrs. En nú hefur það gerst í tveimur breskum dýragörðum að indónesískar komodo-eðlur hafa eignast afkvæmi Lesa meira

Leikur höfrunga menningarvottur

Líffræði Með því að fylgjast með leik höfrunga hefur sálfræðingurinn Stan Kuczaj komist að þeirri niðurstöðu að þessi skynsömu sjávardýr búi yfir eins konar menningu sem þau kenni afkomendum sínum. Eftir margra ára rannsóknir hefur Kuczaj og sá hópur vísindamanna sem hann stýrir skjalfest að höfrungarnir gera leiki sína smám saman flóknari, hugsanlega í þeim tilgangi að læra meira af þeim. “Þe Lesa meira

Sníkjulirfur tæla karlkyns býflugur

Líffræði Tveir líffræðingar við Kaliforníuháskóla í San Francisco í Bandaríkjunum hafa nú uppgötvað að lirfur bjöllunnar Meloe franciscanus hafa með sér samstarf til að draga karlkyns býflugur á tálar. Atferlið hefst þannig að kvenbjallan verpir eggjum sínum við rót ákveðinnar plöntu. Um leið og lirfurnar hafa klakist þjappa þær sér saman og skríða því næst í einum klumpi upp eftir jurtinni. Þega Lesa meira

Geta köngulær starfað saman?

Af næstum 40.000 þekktum tegundum köngulóa eru ríflega 20 tegundir þar sem karl- og kvendýr lifa saman í stórum hópum, jafnvel þúsundum saman. Sumar afrískar og asískar tegundir af ættinni Stegodyphus eru þeirrar gerðar að dýrin geta lifað saman og gera í sameiningu stóran, þrívíðan vef og sjá sameiginlega um viðhald hans. Slíkur vefur getur umlukið heilt tré. Þessar köngulær sjá sameiginlega u Lesa meira

Hvers vegna eru laufblöð tennt?

Blöðin eru eins konar sólfangarar og í þeim fer ljóstillífunin fram að mestu leyti. Til hennar nota plönturnar koltvísýring sem laufblöðin drekka m.a. í sig gegnum kantana. Tennurnar stækka þannig þetta innsogssvæði. Flestir grasafræðingar eru þeirrar skoðunar að tennurnar skapi lauftrjám ábata á vaxtarskeiðinu og vísindamenn við Pennsylvaníu-háskóla hafa einmitt nýlega fært sönnur á þetta. Þeir s Lesa meira

Hvaða dýr fjölga sér hraðast?

Algengt er að heyra um mikla fjölgunarhæfni kanína eða t.d. músa, en meistarar dýraríkisins í þessu efni eru þó blaðlýs. Ævihringur þessara skordýra er að vísu nokkuð misjafn eftir tegundum, en þar eð þær fjölga sér yfirleitt kynlaust og fæða þar að auki lifandi unga, fjölgar stofninum mjög hratt. Blaðlús eignast yfirleitt unga tíunda hvern dag og þar eð ungu Blaðlýsnar þurfa ekki að viðhafa n Lesa meira

Kafbátur uppgötvar loðhumar

Líffræði Bandarískir sjávarlíffræðingar hafa nú með dvergkafbátnum Alvin uppgötvað áður óþekkta, ljósa humartegund með löng, ljós hár á klónum. Þessi sérkennilega lífvera fannst á 2.300 metra dýpi um 1.500 km suður af Páskaeyju. Humarinn hélt sig hér í grennd við hitauppsprettu á hafsbotni, svonefndan svartstrók. Enn er ekki vitað til hvers dýrið notar hárin, en vísindamennirnir geta sér þess Lesa meira

Ný músategund með útstæð augu

Líffræði Allt fram á síðasta haust stóðu vísindamennirnir í þeirri meiningu að þeir þekktu allar tegundir spendýra í Evrópu. En þá tilkynnti Thomas Cucci við Durham-háskóla á Englandi að hann hefði uppgötvað nýja músategund á Kýpur. Tegundina kallar hann Mus cyprianos. Músin er að því leyti ólík öðrum evrópskum músum að eyrun eru lengri, höfuðið stærra og augu og tennur eru meira áberandi. Fornl Lesa meira

Af hverju herma páfagaukar eftir?

Þótt vísindamennirnir hafi ekki á reiðum höndum neina endanlega skýringu, á þetta fyrirbrigði að líkindum rætur að rekja til þess náttúrulögmáls sem sér til þess að fuglar læra að syngja og gefa frá sér hljóð tegundar sinnar. Flestir fuglar hafa meðfædda eiginleika sem ákvarða hljóð þeirra en læra þó fyrir alvöru með því að hlusta á foreldra sína og líkja eftir hljóðum þeirra. En hin villta nát Lesa meira

Krabbinn skiptir um lit

Ástralskur krabbi notar litsterka bláa bakskel til samskipta við aðra krabba sömu tegundar. En nú hafa dýrafræðingar uppgötvað að þessir krabbar geta breytt litnum á skelinni. Hún verður gráleit þannig að krabbarnir falla vel í inn í umhverfið þegar soltnir ránfuglar eru á sveimi í kring. Lesa meira

Fölir kórallar finna fæðu

Líffræði Þegar sjávarhitinn hækkar deyja þörungarnir og kóraldýrin missa þar með lífsviðurværi sitt. Þegar þetta gerist missa kórallarnir lit sinn og fölna. Þess vegna hafa vísindamennirnir lengi talið föla kóralla annað hvort vera dauða eða deyjandi. En nú kemur í ljós að a.m.k. ein tegund kóraldýra hefur getað fundið sér alveg nýja fæðu. Líffræðingar við Ohio-háskóla í Bandaríkjunum hafa upp Lesa meira

Planta étur mús

Líffræði Starfsfólk grasagarðsins í Lyon gerði nýlega merkilega uppgötvun. Þegar starfsmenn litu niður í blóm kjötætuplöntunnar Nepenthes trunctata, blasti við þeim hálfmelt mús. Samkvæmt fræðibókum er einmitt þessi tegund reyndar fær um að melta lítil spendýr og fugla. Í blómum hennar er nefnilega að finna sýrur og ensím sem geta leyst upp lítil dýr. Dýraát plöntunnar hefur þó ekki áður fengist Lesa meira

Stefnumót við styggan risa íshafsins

Þarna! Magnús bendir í norðurátt. Hann hefur komið auga á blástur rostungs, en á sjónum er nokkur bræla. Gúmmíbáturinn skoppar á öldunum og við getum varla greint útblástur rostungsins frá hvítfyssandi öldutoppunum. Þetta er gamalt karldýr sem liggur í yfirborðinu og andar þar. Einungis höfuðið er sjáanlegt, en við heyrum greinilega til hans úr nokkurra metra fjarlægð þegar hann fnæsir loftinu Lesa meira

Lúpínur þróast á methraða

Líffræði Eftir átta mánaða starf í Andesfjöllunum höfðu grasafræðingarnir safnað nægu magni til að geta hafist handa við greiningar sínar. Með greiningum á erfðaefni þeirra 85 lúpínutegunda sem þeir fundu á svæðinu, tókst þeim að búa til nákvæmt ættartré sem úr mátti lesa skyldleika allra tegundanna. Í ljós kom að 81 tegund var af sama uppruna og átti ættir að rekja til lúpínutegundar sem barst h Lesa meira

Er þúsundfætla með þúsund fætur?

Þrátt fyrir nafnið hafa fæstar tegundir nema örfá hundruð fóta. Metið er 750 fætur og þeir voru taldir á dýri af tegundinni Illacme plenipes. Þessi tegund fannst í Kaliforníu árið 1926. Skömmu síðar hugðust nokkrir vísindamenn ná fleiri eintökum en þá brá svo við að þau fundust alls ekki. Það var ekki fyrr en 2006 sem tegundin sást aftur og nú kom í ljós að útbreiðslusvæði hennar er aðeins um 0,8 Lesa meira

Hvaða dýr er besti grafarinn?

Heimurinn er fullur af dýrum sem grafa sig í jörð. Nefna má moldvörpur, beltisdýr, ánamaðka, kínverska krabba og körtur sem grafa sig í jörð. Mörg þessara dýra teljast meindýr og valda umtalsverðum skaða og þau geta mörg grafið á ótrúlegum hraða. Jarðvegurinn er góður felustaður og í honum er víða að finna næringarríkar rætur og jafnvel önnur dýr sem eru vel æt. Það þarf því engan að undra að m Lesa meira

Hjá hvaða dýrum er mestur stærðarmunur?

Það er einkum meðal spendýra sem karldýr eru stærri en kvendýr. Mesta stærðarmun kynjanna er að finna hjá sæfílum. Tarfarnir geta orðið allt að 4 tonn en kýrnar eru ekki nema um 500 kg. Það gerist líka alloft að kýrin kremjist til bana við kynmök. Líkast til hafa tarfarnir þróast í þessa stærð vegna þess að þeir þurfa sannarlega á sem mestum styrk að halda í blóðugum átökum um mökunarréttinn. Lesa meira

Kóralfiskar vísa letingjunum frá

Líffræði Til hvers að éta bragðvond sníkjudýr þegar nóg er af sætu slími? Þetta virðist einfalt val en málið er þó ekki svo einfalt, því þótt fægifiskunum þyki gott það sykurríka slím sem verndar hreistur sumra kóralfiska, leyfist þeim ekki að éta það nema þeir hreinsi jafnframt í burtu sníkjudýrin. Kóralfiskarnir fylgjast nefnilega vel með afköstum einstakra fægifiska meðan þeir hreinsa aðra Lesa meira

Ljóshærðir hundar eru árásargjarnari

Líffræði Lélegur brandari, gæti maður haldið, en nýjar rannsóknir sýna reyndar að háralitur hunds hefur afgerandi þýðingu varðanda árásargirnina. Spænskir vísindamenn hafa gert persónuleikapróf á 51 hundi - öllum enskum - af völdum kynstofnum og í mismunandi litum, allt frá ljósum og flekkóttum til alsvartra hunda. Allir hundarnir voru greindir á hvolpsaldri. Þannig var gengið úr skugga um að eðl Lesa meira

Eignast dýr líka samvaxna tvíbura?

Samvaxnir tvíburar eru ekki óþekkt fyrirbrigði í dýraríkinu. Oftast sést þetta meðal húsdýra og í dýragörðum. Ástæða þess er þó líklega sú að þessi dýr eiga litla lífsmöguleika úti í villtri náttúru. Undantekningar finnast þó. Í september árið 2005 fannst ung tvíhöfða skjaldbaka á Kúbu. Þessi skjaldbaka var vandlega rannsökuð af sérfræðingum sædýrasafns í nágrenninu og reyndist fullfrísk og heilbr Lesa meira

Hversu gamlar geta plöntur orðið?

Tré geta að líkindum náð meira en 4.000 ára aldri, en það er þó hreinasti hégómi í samanburði við sumar aðrar plöntur, einkum þó þá plöntu sem tvímælalaust á metið, Lomatica tasmanica, sem aðeins vex á litlu svæði í fjalllendi á Tasmaníu. Þessi planta er ófrjó, vegna þess að af einhverjum ástæðum hefur hún þrjá litninga í stað tveggja. Hún getur því ekki framleitt fræ heldur aðeins breiðst út m Lesa meira

Hve margar dýrategundir eru til?

Það er ógerlegt að slá því nákvæmlega föstu hve margar tegundir dýra eru til í heiminum. Að hluta til stafar þetta af því að nýjar tegundir finnast jafnt og þétt, einkum nýjar tegundir skordýra og annarra hryggleysingja. En að hluta til gildir um marga flokka dýra að aldrei hefur verið gerð alvarleg tilraun til að telja hversu mörgum tegundum hafi verið vísindalega lýst. Ekki er til neinn einn sam Lesa meira

Dýrin leika sér að tölum

Í upphafi síðustu aldar voru hestar sem gátu reiknað vinsælir í fjölleikahúsum. Fremstur í flokki var þýski hesturinn Klóki Hans. Hann gat lagt saman, dregið frá, margfaldað og deilt, og engu líkara var en að hann kynni skil á dagatali. Þá þegar höfðu fræðimenn rætt í mörg ár hvort dýr hefðu greind, og hvort þau gætu t.d. talið. Klóki Hans var rannsakaður og svo virtist sem hann hefði tileinka Lesa meira

Hræðast allir kettir vatn?

Reyndar er ekki öllum köttum illa við vatn. Sem dæmi má nefna Van-köttinn tyrkneska sem á heimkynni við Van-vatn í Austur-Tyrklandi. Þessi tegund er þvert á móti hrifin af vatni og kettirnir synda í vatninu sér til mikillar ánægju. Sú staðreynd að margir húskettir hræðast vatn, tengist að líkindum hita og kulda. Pels katta er fremur þurr. Hann verður því gegnblautur á skömmum tíma og glatar þar Lesa meira

Auglýsing
ELÍSA GUDRÚN EHF. - Útgáfufélag Lifandi Vísinda
  • Klapparstígur 25
  • 101 Reykjavík
  • Sími: 570-8300
  • Opnunartími: 9 - 12 alla virka daga
  • lifandi@visindi.is
Höfundarréttur: isProject ehf. © 2010. Allur réttur áskilinn.