Fylgstu með okkur á Twitter Sjáumst á FaceBook Gerast áskrifandi

Nýjasta greinin
Marbendlar finnast í ensku skipsflaki

Í dularfullu skipsflaki frá 17. öld hafa breskir fornleifafræðingar við Bornemouth-háskóla gert merkilega uppgötvun. Þeir fundu tvær fagurlega útskornar styttur af marbendlum sem þeir álíta að hafi prýtt skut skipsins. Þessar yfirnáttúrulegu mannverur voru álitnar vara við óveðri. En þegar við bætist 8,4 metra stýri, vandlega útskorið, verður ljóst að skipið var ekki smíðað fyrir alþýðuna. Að líkindum var þetta þó kaupskip. Sú staðreynd að aðeins voru sex fallbyssur um borð, bendir í þá átt. Flakið fannst reyndar 2004, undan strönd Bornemouth á strönd Suður-Englands, en vísindamennirnir hafa síðan fundið fleiri og æ áhugaverðari gripi í flakinu sem liggur á sandbotni að 7 metra dýpi. Ekki er ljóst frá hvaða landi skipið var, en timbrið ber merki um ásókn smádýra sem lifa í mun heitari s Lesa meira

Greinalisti

Sjö jarðbikshraun finnast á hafsbotni

Aðeins 16 km út frá strönd Kaliforníu eru sjö stórar gosstöðvar neðansjávar. Hér eru ekki á ferð neinar venjulegar eldstöðvar, sem spúa hrauni í gosum, heldur svonefndar „jarðbikseldstöðvar“ sem senda frá sér eins konar malbik í stað hrauns, þegar þær gjósa. Stærsta gosstöðin er á 220 metra dýpi, á hæð við sex hæða hús og á við tvo fótboltavelli að flatarmáli. Þessar gosstöðvar uppgötvuðust árið 2 Lesa meira

Í hvaða menningu er leiklistin upprunnin?

Í flestum frumstæðum samfélögum manna gegna trúarathafnir með söng, dansi og sérstökum búningum veigamiklu hlutverki. En leiklistin, í þeirri merkingu sem við notum orðið nú í hinni vestrænu menningu, varð ekki til fyrr en leikurinn losnaði úr tengslum við trúarbrögðin og fór þess í stað að fjalla um mannleg samskipti af ýmsu tagi, svo sem stjórnmál, siðgæði og ástir. Og þessi tengsl við trúarathö Lesa meira

Hvers vegna er janúar fyrsti mánuður ársins?

Áramótum hefur verið fagnað síðan í fornöld, en janúar hefur ekki alltaf verið fyrsti mánuður ársins. Babýloníumenn hófu nýtt ár á vorin í upphafi nýs landbúnaðarárs. Rómverjar héldu upp á áramót nálægt jafndægri á vori í mars fram til 153 f.Kr. Þessi mánuður var helgaður stríðsguðinum Mars og á þessum tíma tóku nýir konsúlar við völdum í öldungadeildinni. Menn héldu upp á áramótin með því að gefa Lesa meira

Hvaðan fengu Inkarnir allt gullið?

Öldum saman eftir að Spánverjar herjuðu á menningarsvæði í Suður-Ameríku, fluttu skip þeirra gull í tonnatali heim til Spánar. Í fjöllum Mið- og Suður-Ameríku var og er mikið gull. Gullið hefur lent hér eftir klassískan árekstur meginlands- og úthafsfleka í jarðskorpunni. Það er einmitt í sams konar fjöllum sem margar af stærstu gullnámum heims er að finna. Nokkuð af gulli er að finna í öllu fjall Lesa meira

Rómverskt musteri stórt sólarúr

Pantheon hefur verið eins konar vörumerki Rómar allar götu síðan þessari 43 metra háu byggingu var lokið árið 128 e.Kr. En þetta hátt í 2.000 ára gamla musteri varðveitir sérstakan leyndardóm að áliti Roberts Hannah, fornleifafræðings hjá Otago-háskóla. Hannah telur musterið ekki aðeins hafa verið reist guðunum til dýrðar – Pantheon merkir „allir guðir“ – heldur hafi byggingin einnig verið hugs Lesa meira

Af hverju létu stórveldin Arabíuskagann eiga sig?

Löndin norðan sjálfs Arabíuskagans, svo sem Sýrland, Ísrael, Jórdanía og Líbanon hafa gegnt ákveðnu hlutverki á sögulegum tímum. En þar sem nú er Sádi-Arabía var ekki að finna sambærilegar auðlindir og nú. Það var ekki fyrr en eftir 1930 sem menn fundu þær gríðarlegu olíulindir sem síðan hafa skapað Sádi-Arabíu stórt hlutverk gagnvart hinum iðnvæddu ríkjum í vestri. Þá sem nú var ekki nægilegt va Lesa meira

Þekktu Súmerar sólkerfið?

Súmerar, sem fyrstir þjóða sköpuðu borgamenningu fyrir um 5.000 árum, þekktu aðeins þær 5 reikistjörnur sem sjást með berum augum; Merkúr, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Tvær ystu pláneturnar, Úranus og Neptúnus uppgötvuðust ekki fyrr en sjónaukar komu til sögunnar. Súmerar gerðu sér heldur ekki grein fyrir því að sólin væri miðpunktur sólkerfisins og reikistjörnurnar snerust um hana. Grikkinn Lesa meira

1.300 ára gamalt sverð finnst í Þýskalandi

Þýskir fornleifafræðingar hafa grafið upp vel varðveitt vígasverð nærri Koplenz. Hér er á ferðinni um 1.300 ára gamalt höggsverð – stutt og eineggjað sverð sem var algengt á þeim tímum. Yfirleitt rotnar allt lífrænt efni eftir skamma stund í jörðinni, en svörðurinn sem sverðið lá í hefur verið svo súrefnissnauður að tréhjöltu sverðsins hafa varðveist. Hið sama á við um hluta af skreyttu leðurslíð Lesa meira

Íslömsk list byggð á stærðfræði

Fornleifafræði Svonefnd girih-mynstur sem prýða margar íslamskar byggingar frá miðöldum reynast nú leyna á sér. Eðlisfræðingar við Harvard og Princeton-háskóla í Bandaríkjunum segja að í þessum flatarmálsmynstrum leynist flókin hugsun sem sýni að byggingameistararnir bjuggu yfir mikilli þekkingu á stærðfræðilögmálum sem menn á Vesturlöndum uppgötvuðu ekki fyrr en 500 árum seinna. Mynstrin byggja Lesa meira

Kvenlegt útlit faraós vegna sjúkdóms

Fornleifafræði Lengi hafa vísindamenn undrast afar sérkennilegt andlitsfall og líkamsbyggingu egypska faraósins Akenatons (eða Ikn-Atons), en nú telur bandaríski húðsjúkdómalæknirinn Irwin Braverman sig hafa fundið skýringuna. Hann telur Akenaton, sem ríkti 1379 - 1362 f.Kr., hafa þjáðst bæði af offramleiðslu ensímsins aromatase og beinasjúkdómnum kraniosynostose, sem olli því að höfuðbeinin grer Lesa meira

Steinhnífar eldri en steinöldin

Nýr fornleifafundur í Baringo Basin í Kenýu sýnir að forsöguleg manntegund hefur haft til að bera greind til að höggva til steinhnífa fyrir 500.000 árum. Hnífarnir tveir eru úr basalti og 150.000 árum eldri en elstu samsvarandi áhöld sem áður voru þekkt. Uppgötvunin styður þá kenningu að hnífar hafi verið gerðir úr steini löngu áður en steinöld nútímamannsins hófst, segir steingervinga- og mannfræ Lesa meira

Fleygðu Mayar líkum í drykkjarvatn?

Vísindamenn vita ekki hvort Mayar drukku vatn úr fórnarbrunnum sínum. En hvorki hafa fundist neinar arfsagnir né fornleifar sem beri því vitni að fólk hafi sýkst af vatni úr þessum brunnum. Yfirleitt gera vísindamennirnir ráð fyrir að vatn hafi ekki verið sótt í fórnarbrunnana, t.d. Cenote Sagrada (hinum heilaga brunni) í borginni Chichén Itzá, heldur hafi allt aðrir brunnar verið notaðir sem dryk Lesa meira

Líkum bætt í fjölnota gröf

Í Þýskalandi er nú verið leggja nýja járnbraut milli Erfurt-Halle og Leipzig – þýskum fornleifafræðingum til mikillar ánægju. Þeir fá nefnilega að rannsaka landið áður en vinnuvélunum er hleypt að. Afraksturinn er þegar kominn upp í 55.000 muni sem fundist hafa á alls 75 hekturum. Fornleifafræðingarnir hafa fundið 8 grafir frá tímum svonefndrar Aunjetitz-menningar (um 2200-1600 f.Kr.), sem fræg e Lesa meira

Hvenær var skjöldurinn fyrst notaður?

Þegar á bronsöld, sem náði frá um 3000 – 500 f.Kr., var skjöldurinn notaður til varnar. Þetta vita menn frá fornleifafundum af skjöldum og frá myndum á m.a. krukkum og vopnum þess tíma. Slíkir munir hafa fundist á víðfeðmu svæði, allt frá Evrópu, Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum. Óvíst er þó hver beitti fyrstur skildi eða hvenær. En elstu menjar eru frá bronsaldarmenningunni á Krít og Grikkla Lesa meira

Steinaldarþjóð fórnaði fötluðum börnum

Fornleifafræði Evrópskir ættbálkar veiðimanna og safnara fórnuðu bæði fullfrískum og fötluðum börnum á tímabilinu 26000 - 8000 f.Kr. Í þremur fjöldagröfum í Rússlandi, Tékklandi og Ítalíu hefur ítalski vísindamaðurinn Vincenzo Formicola við háskólann í Pisa allavega fundið ummerki sem benda til fórnarathafna á þessu tímabili. Engar af beinagrindunum bera ummerki banvæns ofbeldis en í öllum til Lesa meira

Inkarnir voru heilaskurðlæknar

Fornleifafræði Fyrir heilum þúsund árum boruðu Suður-Ameríkumenn göt á höfuðkúpuna til að létta þrýstingi af heilanum, t.d. vegna blóðsöfnunar. Fornleifafræðingar við Suður-Connecticut-háskóla og Tulane-háskóla í New Orleans hafa rannsakað 411 höfuðkúpur sem fundust í grafreitum nálægt Guzco í Perú og í furðu mörgum fundust göt. Höfuðkúpurnar sem rannsakaðar voru hafa verið opnaðar á árabilinu Lesa meira

Fyrir 5.000 árum voru það sækýr sem voru heilagar

Það sem menn álitu fyrst að væri tilviljanakennd beinahrúga á eyjunni Akab, um 50 km norður af Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, reynist nú hreint ekki vera nein tilviljun. Beinin eru öll úr sömu tegund sækúa og þeim hefur verið raðað í ákveðið mynstur af ýtrustu nákvæmni. Mismunandi gerðir beina hafa verið lagðar í ákveðin lög og hauskúpunum komið þannig fyrir að þær vísa til austurs. Lesa meira

Ósnortin gröf opnuð eftir 2.600 ár

Í Egyptalandi hafa nú 30 ósnortnar múmíur fundist í grafhýsi á 10 metra dýpi undir eyðimerkursandinum við dauðaborgina Saqqra sem var grafstæði Memphisborgar þar skammt frá. Það heyrir til undantekninga að finna grafir sem grafarræningjar hafa ekki komist í á svo löngum tíma sem liðinn er frá því að þetta fólk var lagt hér til hinstu hvílu á dögum 26. konungsættarinnar, eða fyrir um 2.600 árum. Lesa meira

Týndur persneskur her birtist upp úr sandinum

Fyrir 2.500 hvarf 50.000 manna persneskur her í eyðimörkinni í Vestur-hluta Egyptalands. Nú fyrst hafa fornleifafræðingar fundið leifar þessa hers sem týndist í sandstormi árið 525 f.Kr. eftir að hafa lagt af stað til vinjarinnar Siwa. Það var persneski stórkonungurinn Kambyses 2. sem að sögn sagnamannsins Heródóts var reiður við presta musterisins í Siwa, fyrir að neita að viðurkenna yfirráð h Lesa meira

Hver lagði eld að Róm?

Þann 18. júlí árið 64 var steikjandi hiti í hinni tilkomumiklu höfuðborg Rómarríkis. Því miður var nokkur strekkingur þennan dag sem reyndist óheppilegt þegar eldur varð laus síðla kvölds í kraðaki af sölubúðum, sem lágu þétt saman umhverfis Circus Maximus í miðborg Rómar. Þrátt fyrir að margar hallir og opinberar byggingar væru úr steini og marmara, bjó mestur hluti íbúanna í tréhúsum, þannig Lesa meira

Hvers vegna teiknuðu Egyptar alltaf fólk frá hlið?

Á tímum faraóanna fylgdi egypsk list föstum reglum og líkaminn var alltaf sýndur þannig að allir útlimir sæjust eins greinilega og hægt var. Egyptar teiknuðu andlit, handleggi og fætur í prófíl, meðan bolurinn og augu voru jafnan teiknuð framan frá. Með þessum hætti gat teiknarinn sýnt mest af allri fyrirmyndinni. Þetta var í reynd hugmyndin að baki teikningum og lágmyndum, sem er einkum að fin Lesa meira

Hver er sannleikurinn um kristalshöfuðkúpurnar?

Í Spielberg-myndinni Indiana Jones og konungsríki kristalshöfuðkúpanna koma fyrir 13 kristalshöfuðkúpur í skáldaðri frásögn. Í raunveruleikanum eru þekktar 12 kristalshöfuðkúpur. Af þeim eru 9 í einkaeign en hinar er að finna á British Museum í London, Smithsoninan-safninu í Washington og Quai Branly-safninu í París. Arfsagnir herma að höfuðkúpurnar séu komnar frá Inkum, Olmekum eða Aztekum og Lesa meira

Slagorð skrifuð á rómverska mynt

Ísraelskir fornleifafræðingar hafa fundið næstum 1.900 ára gamlan fjársjóð í afskekktum helli í Hebronfjöllum. Þarna fundust um 120 peningar og ýmis vopn sem uppreisnarmenn gegn Rómverjum hafa trúlega skilið eftir sig. Gyðingar, sem voru á flótta eða gerðu uppreisn, héldu oft til í hellum og báru þangað með sér allt mögulegt, allt frá mat og drykk til handrita. Peningarnir sem þarna fundust eru Lesa meira

Stór gullsjóður fannst í ensku akurlendi

Fyrir 2.000 árum var krukka með 825 afar verðmætum gullpeningum grafin í jörðu í suðausturhluta Suffolk á Englandi. Þar hefur fjársjóðurinn legið allt þar til hann fannst nýlega með málmleitartæki. Icenar bjuggu þá á þessum slóðum, en hvort ætlunin var að fela fjársjóðinn fyrir aðsteðjandi óvinum eða hann var hugsaður sem fórnargjöf er nú ómögulegt að segja til um. Lesa meira

Fuglsmynd dulin á glæsibúnum hjálmi

Árið 1939 fann fornleifafræðingurinn Basil Brown engilsaxneska grafreitinn Sutton Hoo í Bretlandi, en hann er frá 6. öld. Í einni af ríkmannlega búnum gröfum fannst sverð, glæsiskjöldur og veldissproti konungborins manns. Í gröfinni var líka ríkulega skreyttur hjálmur með andlitsgrímu. Augnabrúnir, nef og yfirskegg skapa mynd af fugli með þanda vængi." Lesa meira

Egypskt virki á Sinai átti að hrífa gesti

Við gamla herleið milli Egyptalands og Palestínu hafa fornleifafræðingar frá egypska menningarráðuneytinu fundið virki sem byggt hefur verið í tengslum við fjögur musteri. Eitt musteranna er hið stærsta, gert úr leirmúrsteinum, sem fundist hefur í Sinai-eyðimörkinni. Þetta musteri er 70x80 metrar að grunnfleti og veggirnir 3 metra þykkir. Tilgangur þessa stóra musteris og virkisins kynni að haf Lesa meira

Inkar fituðu börnin fyrir fórnarathöfn

Fornleifafræði Rétt eins og nornin í ævintýrinu fitaði Hans og Grétu, sáu Inkarnir til þess að börn – allt niður í sex ára gömul – væru í góðum holdum þegar þau voru færð guðunum að fórn. Fornleifafræðingar við Bradfordháskóla í Bretlandi hafa nú sýnt fram á þetta með nýrri rannsókn. Það voru hárleifar fjögurra barnalíka, sem fundust í Andesfjöllum, sem vísindamennirnir settu í greiningu. Börn Lesa meira

Er musterisriddari og frímúrari það sama?

Musterisriddararnir voru trúarleg riddararegla sem var stofnuð í Jerúsalem árið 1118 af riddurum sem þá börðust við að halda yfirráðum yfir Jerúsalem sem krossferðariddarar höfðu náð á sitt vald 20 árum fyrr. Nafnið helgaðist af því að þessir riddarar tóku að sér að verja musteri Salómons í Jerúsalem fyrir ránsmönnum og innrásum frá arabalöndunum í kring. Reglan varð þó ekki opinber fyrr en 112 Lesa meira

Maðurinn notaði eldinn fyrr en talið hefur verið

Það eru a.m.k. 72.000 ár síðan menn sem bjuggu á suðurodda Afríku tóku að nota eld til áhaldagerðar. Þessir ævafornu nútímamenn þróuðu sérstaka aðferð til að gera breytingar á steinum með því að brenna þá og tókst þannig að skapa sér verkfæri sem auðvelduðu þeim lífsbaráttuna. Kyle Brown, hjá Höfðaborgarháskóla, segir þetta merkja að forfeður okkar hafi verið greindari en menn hafa fram að þessu g Lesa meira

Múmíur frá ýmsum tímum finnast í sömu gröfinni

Í pýramídabænum al-Lahun, á vesturbakka Nílar og fyrir sunnan Kaíró, hafa egypskir fornleifafræðingar fundið grafreit með 53 vel varðveittum múmíum. Sumar eru allt að 4.000 ára gamlar og lágu í fagurlega skreyttum trékistum í gröfum sem höggnar voru í klöpp. Auk múmíanna fundu fornleifafræðingarnir 15 málaðar andlitsgrímur, leirmuni, heillagripi og kapellu með fórnarborði. Af múmíunum hafa 4 ve Lesa meira

Ítali teiknaði kort fyrir keisarann í Kína

Meðal fyrstu Vesturlandabúa sem settust að í Kína var ítalski jesúítinn Matteo Ricci, sem þangað kom í lok 16. aldar. Hann kynnti bæði vísindi og trúarbrögð Vesturlanda við keisarahirðina. Að tillögu Wanlis keisara teiknaði Ricci árið 1602 landakort, hið fyrsta í Kína sem sýndi bæði austrið og vestrið. Á meira en 5 fermetra blað úr viðkvæmum ríspappír teiknaði Ricci öll heimsins lönd. Hann bæði te Lesa meira

Flaska með nöglum og þvagi hélt nornum frá

Taktu lófafylli af smánöglum, hjartalaga leðurpjötlu, hárlokk, 8 beygða látúnsnagla, dálítið af naflaló og tíu afklipptar neglur og settu þetta allt saman í flösku. Bættu þvagi við, innsiglaðu flöskuna og grafðu hana fyrir framan aðaldyrnar. Þetta var uppskriftin að því að hræða nornir burtu í Englandi á 17. öld. Galdrafárið var þá í hámarki og óttinn við svarta galdra gegnsýrði allt samfélagið. M Lesa meira

9.000 ára gamlir grafreitir sýna hverjir voru sterkir og hverjir ekki

Í árþúsundir lifði flokkur safnara og veiðimanna á bökkum Bajkalvatns í Síberíu sem grófu látna ástvini sina á tilteknum stöðum við vatnsbakkann. Skyndilega voru íbúarnir hins vegar horfnir og svæðið var ekki byggt mönnum aftur fyrr en 800 árum síðar. Vísindamenn á sviði ýmissa vísindagreina leggjast nú á eitt til að reyna að kortleggja líf og atferli þessara tveggja hópa, með hliðsjón af beinagri Lesa meira

Fimm embættismenn grafnir upp í Kína

Fornleifafræði Við byggingarframkvæmdir í Turfan í Norðvestur-Kína, komu byggingarverkamenn fyrir tilviljun niður á uppþornuð og vel varðveitt lík fimm karlmanna. Allir höfðu mennirnir langan hárdúsk, voru um 170 sm á hæð og allir klæddir í jakka og buxur úr bómull. Bráðabirgðarannsóknir benda til að mennirnir hafi verið embættismenn hjá Qing-keisaraættinni sem ríkti frá 1644 til 1912. Enn er Lesa meira

Jefferson faðir fornleifafræðinnar

Thomas Jefferson var ekki aðeins 3. forseti Bandaríkjanna og aðalhöfundur sjálfstæðisyfirlýsingarinnar. Hann var líka dugmikill áhugamaður um dýrafræði, grasafræði og byggingarlist, auk þess að vera uppfinningamaður og rithöfundur. Frá vísindalegum sjónarhóli skiptir þó mestu að Jefferson tók sér fyrir hendur það sem kalla má fyrsta fornleifauppgröftinn á nútímavísu. Á dögum Jeffersons höfðu me Lesa meira

Þegar erkifjendurnir mættust á Sikiley endaði það með blóðbaði

Sem liður í undirbúningi á stækkun járnbrautateina var svæði nokkurt á norðurströnd Sikileyjar rannsakað árið 2008 af fornleifafræðingum frá Palermo. Að sögn forstöðumannsins dr. Stefano Vassallo voru menn ekki í vafa um að þarna væri einhverjar grafir að finna. Rústirnar af hinum forna gríska bæ Himera voru enda skammt undan. En umfang grafreitsins kom á óvart. Fyrstu útreikningar benda til að þ Lesa meira

Af hverju eru hellaristur svo einfaldar?

Hellaristur í Skandinavíu voru einkum gerðar af bronsaldarmönnum á árabilinu 2000-500 f.Kr. Heilabú þeirra var nákvæmlega jafn þroskað og hjá núlifandi mönnum. Ástæða þess að myndirnar skuli ekki vera vandaðri og eðlilegri er sem sagt ekki skortur á hæfileikum, heldur fremur sú að heimsmynd þessa fólks hafi verið önnur en okkar. Miklu eldri hellamálverk t.d. Lascaux í Frakklandi eru mun nær verule Lesa meira

Tölvur ráða gamalt skrifletur

Indus-menningin blómstraði um 2600-1900 f.Kr. við Indusfljót þar sem nú er Pakistan og Norðvestur-Indland. Lengi hefur leikið vafi á því hvort raunverulegt skrifletur væri á innsiglum sem varðveist hafa, eða hvort þetta væru trúartákn. Nú hafa vísindamenn hjá Washington-háskóla fundið málfræðilegt kerfi í táknunum. Um 400 tákn hafa varðveist en ekki er auðvelt að ráða í merkingu þeirra, þar eð set Lesa meira

Tyggjóið er a.m.k. 5.000 ára gamalt

Fornleifafræði Nánast hvar sem gengið er um stéttir og stræti á maður á hættu að stíga ofan á einhverja tyggjóklessuna. Fæstir hafa þó trúlega ímyndað sér að rekast á notað tyggigúmí frá steinöld. En nú hefur breskur fornleifafræðistúdent grafið upp 5.000 ára tyggjó með greinilegum tannaförum. Tyggigúmíið var unnið úr tjöru úr berki birkitrjáa og fannst á búsetustað manna frá nýsteinöld á vest Lesa meira

Hvenær varð fornleifafræðin til?

Það var strax á 9. öld sem íslamskir sagnfræðingar í Egyptalandi sýndu egypskum fornleifum áhuga og hámenntaðir Kínverjar grófu sig niður á menningarminjar og tækniuppfinningar forfeðra sinna sem eins konar áhugafornleifafræðingar. En það er þó Þjóðverjinn Johann Joachim Winckelmann (1717-1768) sem telst hafa lagt grunninn að nútímafornleifafræði. Hann var sérfræðingur í grískri og rómverskri list Lesa meira

Þýskar steinaldarmannætur

Fleiri þúsund brotin mannabein og höfuðkúpur, sem fundist hafa við þorpið Herxheim í Suður-Þýskalandi, segja grimmúðlega sögu. Fyrir um 7.000 árum var a.m.k. 500 manns slátrað hér, líkin hlutuð sundur og étin. Þetta segir franski mannfræðingurinn Bruno Boulestin, sem álítur að ástæðan hafi verið mikil félagsleg og pólitísk kreppa sem þá hafi ríkt í Evrópu." Lesa meira

Clovis-þjóðin át kameldýr og birni

Kameldýr, hestar, kindur og birnir. Öll þessi dýr voru á matseðli Clovis-þjóðarinnar sem uppi var í Norður-Ameríku fyrir 13.000 – 13.500 árum. Þessi nýja þekking á matarvenjum hinnar fornu þjóðar fékkst með greiningum á 83 steináhöldum sem fundust fyrir tilviljun á býli skammt frá Boulder í Colorado. Á tæplega hálfs metra dýpi kom venjuleg skófla niður á merkilegustu leifar sem fundist hafa frá C Lesa meira

Flakleitarmenn finna sokkið sjúkraskip

Eftir meira en 60 ár á hafsbotni er ástralska sjúkraskipið Centaur nú komið í leitirnar á rúmlega 2 km dýpi. Japanskur kafbátur sökkti skipinu með tundurskeyti þann 14. maí 1943 út af Brisbane í Ástralíu og af 332 um borð lifðu aðeins 64 af, meðal þeirra ein af 12 hjúkrunarkonum. Síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk hafa ýmsar tilraunir verið gerðar til að finna flakið, en það varð á endanum hin Lesa meira

Nýr skanni afhjúpar líf múmíunnar

„Þegar ég var í þann veginn að yfirgefa Luxor, sendi Mohammed gamli Mohasseb mér boð um að hann vildi sýna mér eitthvað. Eftir talsvert þras og leynimakk sýndi hann mér á endanum undursamlega litskreytta múmíukistu.“ Þetta skrifaði bandaríski fornleifafræðingurinn James Henry Breasted í bréfi til konu sinnar þann 25. janúar 1920. Honum tókst að prútta verðið niður í 320 pund og tók kistuna með sé Lesa meira

Gátu víkingar siglt eftir sólarsteini?

Það er raunar ekki allt of mikið vitað um hvernig menn fóru að því á víkingaöld að halda áttum á opnu hafi. Vafalaust hafa þeir fylgst með sólargangi, stjörnum, skýjafari og flugi fugla. Ríkjandi vindáttir, straumar, litur sjávar og hitastig geta líka hafa komið að haldi. Ekki er vitað með fullri vissu hvort menn hafa notað svokallaðan sólarstein til að greina stöðu sólar þegar alskýjað var. Sólar Lesa meira

Frumbyggjar fóru langt út í heim

Þúsund ára gamlar hellamyndir í Norður-Ástralíu sýna að frumbyggjar álfunnar voru í sambandi við umheiminn löngu áður en landkönnuðurinn James cook kom til Ástralíu árið 1770. Þetta segir Paul Tacon, prófessor við Griffith-háskóla í Queensland. Sönnunin er að sögn Tacons fólgin í myndum sem sýna hús á eyjunni sulawesi í indónesíu, seglbáta frá sama svæði og teikning af apa í tré. Þet Lesa meira

Sögu Mayanna þarf nú að endurskrifa

William Saturno var bæði orðinn örþreyttur og aðframkominn af þorsta þar sem hann hjó sér leið gegnum þéttan skógargróðurinn með sveðju vorið 2001. Þessi bandaríski fornleifafræðingur bar alls 20 kg af myndavélabúnaði á bakinu og í fylgd með honum voru 5 leiðsögumenn, sem ætluðu að fylgja honum til San Bartolo – staðar langt inni í frumskóginum í Petén-héraði í Gvatemala, þar sem grafarræningjar v Lesa meira

Fyrsti Evrópumaðurinn endurvakinn í leir

Nú getum við tekið okkur stöðu andspænis fyrsta Evrópumanninum. Breskur réttarmeinafræðingur og sérfræðingur í endurgerð andlita, Richard Neave, hefur endurgert þetta andlit út frá höfuðkúpubrotum og kjálkabeini sem fannst í helli í Rúmeníu fyrir fáeinum árum. Samkvæmt aldursgreiningu eru beinaleifarnar 34-36 þúsund ára. Nútímamaðurinn kom til Evrópu frá Afríku og fyrstu Evrópumennirnir eru því ta Lesa meira

Fyrir 60.000 árum ristu menn skilaboð í strútsegg

Í Suður-Afríku hafa fornleifafræðingar fundið 270 brot úr strútseggjaskurn sem rist hefur verið í. Brotin eru 60.000 ára gömul. Uppgötvunin bendir til að listamaðurinn hafi bæði verið fær um óhlutbundna hugsun og tjáskipti. Skeljarnar voru notaðar undir vatn og hugsanlega hafa skreytingarnar sýnt hver var eigandi tiltekins vatnsíláts. Lesa meira

Áhugamaður finnur risasjóð

5 kg af gulli og 1,3 kg af silfri. Þetta er magn eðalmálma í fornum fjársjóði sem nýlega fannst í héraðinu Staffordshire á Englandi. Þetta er einn stærsti fjársjóður sem fundist hefur á Bretlandseyjum. Hér eru m.a. gullgripir með áletrunum og inngreyptum eðalsteinum, trúlega frá 7. eða 8. öld. Gripirnir eru alls fleiri en 1.500 og flestir tilheyra vopnum eða öðrum stríðsbúnaði. Það var áhugamað Lesa meira

Neandertalsmenn töluðu flókið mál

Fornleifafræði Neandertalsmenn gátu talað, alveg á sama hátt og nútímamaðurinn. Þeir höfðu a.m.k. í sér það gen sem talið er lykillinn að uppsprettu talmáls. Genið kallast FoxP2 og er enn sem komið er eina genið sem unnt hefur reynst að tengja beint við talmál. Þetta gen er reyndar að finna í flestum spendýrum en tvær stökkbreytingar á því virðast hafa skapað manninum hina einstæðu málhæfni. H Lesa meira

Sögufrægt herskip kannski fullt af gulli

Bandaríska fjársjóðsleitarfyrirtækið Odyssey Marine Exploration fann, á árinu 2008, skipsflak sem nú hefur komið í ljós að er HMs Victory sem fórst fyrir meira en 250 árum á Ermarsundi. Skipið var á leið heim frá Portúgal árð 1744 undir stjórn hins reynda flotaforingja, Johns Balchin, en aðfaranótt 5. október hvarf það úr skipalestinni. Hin skipin náðu heil til hafnar en HMs Victory ekk Lesa meira

Dularfullur dauðdagi Napóleons skýrður

Franski herforinginn og keisarinn Napóleon Bonaparte lést árið 1821. Hann var þá fangi Breta á eyjunni St. Helenu. Ástæðan var magakrabbi en ekki eitrun. Þetta sýna tvær mismunandi rannsóknir gerðar á síðustu árum. Bresku læknarnir sem krufðu lík Napóleons eftir andlát hans, höfðu sem sagt rétt fyrir sér. Í nærri 200 ár hafa fjölmargir haft Bretana grunaða um að hafa eitrað fyrir þessum 51 árs Lesa meira

Elstu fótsporin fundin í Kenya

Steingervingafræði Skammt frá þorpinu Illeret við Turkana-vatn í Norður-Kenya hefur lítill hópur forsögulegra frummanna á göngu skilið eftir sig meira en 30 fótspor í steinrunnum leir. Sporin eru frá mikilsverðu tímabili í þróunarsögunni – þegar ætt manna, Homo, var að þróast og leggja undir sig landið á tveimur fótum. Hvaða tegund frummanna hefur verið hér á ferð er ógerlegt að segja með neinn Lesa meira

Egypskt musteri vígt kattagyðju

Egypskir fornleifafræðingar hafa grafið upp rústir musteris sem reist var til heiðurs Bereníku 2. sem var drottning 246-222 f.Kr. Musterið er í hafnarborginni Alexandríu og þar hafa vísindamennirnir fundið 600 styttur og lágmyndir. Margar myndanna sýna kattagyðjuna Bastet og það bendir til að musterið hafi verið helgað dýrkun hennar. Þetta er í fyrsta sinn sem í Alexandríu finnst musteri þar sem B Lesa meira

Stærstu steinaxir heims

Fjórar axir, hver um sig meira en 30 sm að lengd, eru stærstu steinverkfæri sem fundist hafa. Axirnar fundust á síðasta áratug 20. aldar í uppþurrkuðu stöðuvatni í núverand Kalahari-eyðimörk, en hafa ekki verið rannsakaðar fyrr en nú, þegar vísindamenn við Oxford-háskóla komust á snoðir um tilvist þeirra. Aldursgreiningar hafa ekki verið gerðar, en axirnar gætu verið allt frá 10 til 150 þúsund ára Lesa meira

Víkingar í litklæðum

Klæði víkinga voru litríkari en talið hefur verið. Þetta segir nú sænski fornleifafræðingurinn Annika Larsson. Rannsóknir á fatnaði, m.a. frá Svíþjóð og Rússlandi, sýna að einkum karlmenn hafa verið hrifnir af sterkum litum, breiðum silkiborðum og litlum ísaumuðum speglum. Kenningin er sú að víkingarnir hafi orðið fyrir áhrifum frá Austur-Evrópu og til þeirra borist efni frá silkileiðinni svonefnd Lesa meira

Nornin var bæði vinur og óvinur

Breski fornleifafræðingurinn Jacqui Wood kærir sig ekki um að túlka óútskýranlega hluti sem hún finnur með því að þeir eigi rætur að rekja til trúarathafna. Þegar hún svo rakst á margar grafnar holur með dularfullu innihaldi í 8.500 ára gamalli byggð í Cornwall varð hún hins vegar að játa að dulræn öfl lægju að baki. Fyrst í stað var álitið að holurnar, sem voru u.þ.b. 25 sm x 35 sm a Lesa meira

Stríðsmenn voru þaktir blaðgulli í dauðanum

Nálægt þorpinu Pella um 40 km norðvestur af Þessaloníku hafa fornleifafræðingar grafið út grafir 50 hermanna, sem hafa verið lagðir hér til hinstu hvílu nálægt 6. öld f.Kr. þegar þetta land tilheyrði konungdæminu Makedóníu. Augu, nef, munnur og bringa hafa verið þakin blaðgulli, ríkulega skreyttu með dýrateikningum sem táknað hafa konungsveldið. Í gröfunum voru líka bronshjálmar og járnvopn, ásam Lesa meira

Enn fleiri myndir af gullaldarfaraó

Egypskir og evrópskir vísindamenn hafa nú fundið tvær styttur af Amenhotep III. nálægt grafhýsi hans rétt hjá Luxor. Önnur styttan sýnir Amenhotep III. sitjandi, höggvinn í svart granít, en hin er úr kvartsi og sýnir þennan fræga faraó sem sfinx. Amenhotep III. skildi eftir sig meira en 250 styttur eftir langa konungsævi á tíma 18. konungsættarinnar. Hann ríkti á mikilli gullöld í sögu Egypta. Lesa meira

Forfeður okkar stunduðu sjó fyrir 130.000 árum

Jafnvel fleiri hundruð þúsund ára gömul steináhöld sem fundist hafa á Krít benda til að forfeður okkar hafi verið færir um langar sjóferðir og nýtt landnám löngu áður en menn hafa talið. Bandarískir og grískir vísindamenn hafa fundið um 2.100 áhöld á suðurströnd þessarar grísku eyju. Aldursgreining sýnir að þau séu a.m.k. 130.000 ára en gætu mögulega verið allt að 700.000 ára. Vísindamennirnir tel Lesa meira

Hvenær komu menn til Ameríku?

Kenning 1 - Clovis-Fólkið kom fyrst Menn komu til Ameríku úr norðurátt fyrir 13.500 árum Fyrir tæpum 80 árum var sú kenning sett fram að asískir veiðimenn hafi orðið fyrstir til að taka hin amerísku landsvæði í notkun. Bráðnandi jöklar sköpuðu þá tækifæri til að komast til Ameríku að norðan. Til vitnis um þetta voru mörg þúsund spjótsoddar sem fundust við bæinn Clovis. SAGA KENNINGARINNARÁ Lesa meira

Ráðgátan um bláu Majamálninguna leyst

Fornleifafræði Fornleifafræðingum hefur lengi verið það mikil ráðgáta hvernig Majar framleiddu þá bláu málningu sem er svo einkennandi fyrir menningu þeirra. Nú hefur hópur vísindamanna undir forystu Deans E. Arnold við Field-safnið í Bandaríkjunum uppgötvað aðferðina. Majablátt, eins og þetta litarefni kallast, þolir sýrur, veðrun, öldrun og jafnvel hreinsiefni nútímans. Af þessum sökum er li Lesa meira

Gullhringur innsiglaði samninga á bronsöld

Í tengslum við byggingu nýrrar lífgasverksmiðju í Þýskalandi kom 2.800 ára gamall gullhringur upp úr jörðinni. Hringurinn er svonefndur stallahringur og fornleifafræðingurinn Cornelius Hornig telur að hann hafi verið notaður af goðum (prestum) bronsaldarsamfélagsins þegar mikilvægir samningar voru gerðir. Vísindamennirnir telja að goðinn hafi lagt hringinn fram við athöfnina og aðilar málsins h Lesa meira

Faðir sagnfræðinnar ferðaðist víða um lönd

Það er ekki að ástæðulausu sem Grikkinn Heródót (um 480-420 f.Kr.) hefur verið faðir sagnfræðinnar. Stórvirki hans, Historia, eða Saga, er elsta stóra ritsmíðin í óbundnu máli og er hér að finna fjöldann allan af lýsingum á framandi menningu og borgum sem Heródót heimsótti sjálfur í fjölmörgum ferðum sínum. Hann var nefnilega sjálfur mikill ferðalangur og tókst margoft á hendur löng og erfið ferða Lesa meira

Kóperníkus fannst undir kirkjugólfi

Fornleifafræði Skammt frá altari dómkirkjunnar, þar sem Kóperníkus starfaði árum saman sem kirkjulegur ráðgjafi og læknir, grófu fornleifafræðingarnir upp höfuðkúpu og bein sem samkvæmt niðurstöðum réttarlækna eru af karlmanni um sjötugt, en þegar Kóperníkus lést árið 1543 var hann einmitt 70 ára. Árum saman hafa menn leitað beina Kóperníkusar í kirkjunni án þess að hafa heppnina með sér. Í 50 Lesa meira

Stærstu teikningar veraldar

Vinnuhlé geta verið til margra hluta nytsamleg - jafnvel nýst til meiri háttar uppgötvana. Þetta sannaðist á tveimur aðstoðarmönnum við fornleifauppgröft við Cantallo skammt frá Nazca-sléttunni dag einn í september 1926. Þeir nýttu sér vinnuhléið til að klifra upp á hæð í nágrenninu og njóta útsýnisins yfir eyðisléttuna. Sjálfum sér - og yfirmanninum Julio Tello - til mestu undrunar uppgötvuðu þei Lesa meira

Snjöll tækni á steinöld

Erfiðisstunur mannanna rjúfa þögnina, meðan fléttuð reipin skerast harkalega í lófa þeirra. Voldug stólpagrindin rís hægt til lofts og enn eitt bjargið hnikast á sinn stað yfir grafhýsinu. Á þessum töfrum þrungna stað sem æðstipresturinn hefur valið, munu hinir dauðu dag einn fá hvíld. Enn þann dag í dag setja jötnastofur mark sitt á skandinavískt landslag. Þær eru einnig nefndar stórsteinsgraf Lesa meira

Kvikasilfurmálning var notuð í Pompei

Fornleifafræði Fyrir 2.000 árum var rauður litur mjög í tísku þegar skreyta átti húsveggi í Pompei. Af einhverjum ástæðum entist rauði liturinn þó aldrei nema ákveðinn tíma og varð á endanum svartur. Íbúar í borginni áttuðu sig ekki á ástæðunni og það gerðu vísindamenn nútímans ekki heldur fyrr en alveg nýlega. Nú hafa vísindamenn við stofnunina “European Synchrotron Radiation Facility” í Frak Lesa meira

Hofið í frumskóginum

Eitt af þessum hofum, sem jafna má við musteri Salómons og byggt af jafningja Michaelangelo, á skilið heiðurssess meðal fallegustu bygginga mannsandans. Stórfenglegra en allt sem Grikkir eða Rómverjar skildu eftir sig. Það var með þessum orðum sem hinn franski náttúrufræðingur kynnti forviða vestrænum heimi fyrir risavaxinni hofbyggingu, sem hann hafði heimsótt djúpt inni í frumskóginum, þar se Lesa meira

Af hverju notuðu Egyptar ekki hvelfingaformið?

Í Egyptalandi er að finna mikinn fjölda fornra musterisbygginga úr stórum steinblokkum, en aðeins eru fáein dæmi um hvelfingar. Þær eru þó til, en ekki nærri eins þróaðar og hvelfingarnar sem þekkjast frá tímum Rómverja og í Evrópu á miðöldum. Bogahvelfingar sem mynda hálfhring um láréttan öxul voru þannig þekktar í Egyptalandi svo snemma sem um 2600 f.Kr. Þær tíðkuðust í húsum, geymslum og neðanj Lesa meira

Heimamenn reistu Stonehenge

Fornleifafræði Í von um að geta upplýst leyndardóma Stonehenge hafa fornleifafræðingar árum saman leitað að rústum steinaldarbyggðar á þessu svæði - fram að þessu án árangurs. Það vakti því óneitanlega athygli þegar breskir fornleifafræðingar uppgötvuðu nýlega leifar lítils þorps frá nýrri steinöld í aðeins örfárra km fjarlægð frá Stonhenge. Þorpið hefur staðið í um 3,2 km fjarlægð frá Stonehengi Lesa meira

Þjónn fékk viðhafnarútför

Fornleifafræði Í Saqqara-grafreitnum við Memphis, hina fornu höfuðborg Egyptalands, hafa fornleifafræðingar fundið gröf sem legið hefur dulin undir sandinum í meira en 3.000 ár. Í gröfinni hvíla ritari og konunglegur bryti. Annar var lagður hér til hvílu fyrir um 4.000 árum en fyrir um 3.350 árum - skammt frá tröppupýramída Djosers faraós, en þessi pýramídi er elsti pýramídinn í Egyptalandi - af Lesa meira

Auglýsing
ELÍSA GUDRÚN EHF. - Útgáfufélag Lifandi Vísinda
  • Klapparstígur 25
  • 101 Reykjavík
  • Sími: 570-8300
  • Opnunartími: 9 - 12 alla virka daga
  • lifandi@visindi.is
Höfundarréttur: isProject ehf. © 2010. Allur réttur áskilinn.