Fylgstu með okkur á Twitter Sjáumst á FaceBook Gerast áskrifandi

Nýjasta greinin
Gen útdauðs pokaúlfs endurlífguð í músarfóstri

Aldargamalt erfðaefni tekið úr pokaúlfi í spíra

Líffræði Ástralskt músarfóstur hefur nú markað spor sín á spjöld sögunnar. Í þessu fóstri er nefnilega erfðaefni úr pokaúlfi, eða svonefndum Tasmaníutígri. Tegundin er löngu útdauð og þetta er í fyrsta sinn sem vísindamönnum hefur tekist að fá gen úr útdauðri tegund til að „virka“ í annarri tegund. Erfðaefni var tekið úr þremur 100 ára gömlum Tasmaníutígrum sem geymdir voru í spíra í Viktoríusafninu í Melbourne í Ástralíu. Eftir að gengið hafði verið úr skugga um að erfðaefnið væri í raun úr Tasmaníutígri, einangruðu vísindamennirnir genið Col2a1 og komu því fyrir í frjóvguðu músareggi. Egginu var síðan komið fyrir í legi músar þar sem vísindamennirnir gátu síðan fylgst með hegðun gensins. Í ljós kom að genið starfar eins og músagenið Col2a1. Það virkjar sem sé annað gen sem aftur á þá Lesa meira

Greinalisti

Ný flaga afhjúpar krabba

Ein stök krabbameinsfruma sem hefur losnað úr æxli og borist út í blóðið getur orðið upphaf að nýju æxli, svonefndu meinvarpi, og um leið dregið mjög úr lífslíkum sjúklingsins. Þessar lausu krabbafrumur kallast CTC-frumur og nú kynnu þær þvert á móti að geta gagnast sjúklingnum. Þótt að jafnaði sé aðeins ein CTC-fruma í blóði krabbameinssjúklings á móti milljarði heilbrigðra frumna, hefur bandarís Lesa meira

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Eineggja tvíburar verða til þegar hið frjóvgaða egg er búið að skipta sér einu sinni og frumurnar tvær skilja sig hvor frá annarri og þróast síðan hvor um sig áfram í fóstur og barn. Í upphafi eru eineggja tvíburar þess vegna erfðafræðilega alveg eins, enda myndaðir úr sömu eggfrumunni. Það er þannig ógerlegt að gera greinarmun á þeim með DNA-rannsókn. Það hefur hins vegar komið í ljós að á fóstur Lesa meira

Ertur afhjúpuðu erfðirnar

Um 9 ára skeið ræktaði austurríski munkurinn Georg Mendel (1822-1884) ýmsar ertubaunaplöntur og kynblandaði. Með þessu tókst honum að finna grundvallarlögmál erfðafræðinnar og þær reglur sem stýra erfðaeiginleikum í plöntum og dýrum. Það liðu þó 15 ár frá dauða Mendels þar til niðurstöður hans öðluðust viðurkenningu. Lesa meira

Vísindamenn hanna nýtt líf á rannsóknarstofum

Bandaríski vísindamaðurinn Craig Venter náði mikilvægum áfanga um mitt ár 2007 til að smíða nýtt lífsform. Hann flutti gjörvallt erfðamengi frá einni bakteríutegund yfir í aðra og sýndi þannig í fyrsta skipti nokkru sinni að genatæknina má nýta til að breyta gjörsamlega lífveru þannig að hún verði að alveg nýrri tegund. Í rannsóknarstofu sinni vinnur hann nú við að skapa tilbúið erfðamengi eftir e Lesa meira

Erfðabreyttar mýs ná skjótar í mark

Vísindamenn hafa á síðustu árum borið kennsl á 30 gen sem í stökkbreyttri mynd gera mýs hæfari til að muna, læra og leysa þrautir. Þessi stökkbreyttu gen veita heilanum betri möguleika á að aðlagast svo hann geti hámarkað straum boðefna er þarf til að muna tiltekin atvik eða leysa þrautir. Verkun þessara stökkbreytinga má í sumum tilvikum einnig ná með kemískum efnum á eðlileg gen og þar sem mýs e Lesa meira

Ónæmismeðferð veitir ný vopn gegn krabbameini

Þetta var ósköp venjulegur dagur á síðasta áratugi liðinnar aldar. En fyrir doktorsnemann á rannsóknarstofunni hjá krabbameinsvarnastofnun í Kaupmannahöfn var hann undraverður. Mads Hald Andersen sá nokkuð sem alla krabbameinsfræðinga dreymir um: Krabbameinsfrumur voru horfnar eins og dögg fyrir sólu. Þennan dag á rannsóknarstofunni fékk hann fyrstu innsýn í nokkuð sem gæti orðið að krabbameinsból Lesa meira

Svona skönnum við heilann

Rannsóknir á heilanum eru meðal allra erfiðustu verkefnum vísindamanna þegar þeir reyna að öðlast skilning á mannslíkamanum og margvíslegri starfsemi hanns. Öfugt við líffæri á borð við hjarta og lungu er ógerlegt að sjá heilann starfa og þess vegna er örðugt að gera sér grein fyrir hvaða heilastöðvar eru sérhæfðar t.d. varðandi heyrn, sjón, úrlausn vandamála, tilfinningar eða hreyfingar. Allt þa Lesa meira

Plöntur eru lyfjaverksmiðjur framtíðar

Bandarískir vísindamenn hafa um þessar mundir náð merkum áfanga í að gera plöntur að hátæknivæddum lyfjaverksmiðjum. Með erfðafræðilega endurforrituðum plöntum hefur nefnilega tekist að framleiða marksækin persónubundin lyf gegn alvarlegum eitilfrumukrabba sem nefnist non-Hodgkin´s-lymphoma. Þó þversagnakennt megi teljast þá er lyfið framleitt í tóbaksplöntu. Rannsókn þessi er ein margra þar s Lesa meira

Armband les úr tilfinningum einhverfra

Enginn skildi Amöndu Baggs. Þetta fannst henni að minnsta kosti sjálfri fyrstu æviárin. Henni fannst skólasystkinin leggja sig í einelti og kennarar og sálfræðingar hafa fyrirfram ákveðnar skoðanir á því hvað hún væri fær um að gera og dæma sig í samræmi við það. Henni fannst jafnframt læknar og aðrir sérfræðingar álíta sig vera lata og ósamvinnuþýða. „Þeir sögðu mér hvað eftir annað að ég væri Lesa meira

Ný augnlinsa getur gefið blindum sjón

Áströlskum vísindamönnum hefur tekist að endurvekja sjón í tveimur alblindum augum og einu illa sjáandi með notkun augnlinsa með stofnfrumum. Þessi tímamótatækni er bæði ódýr og sársaukalaus og vekur nýjar vonir varðandi lækningu á hornhimnunni, sem er ysta lag augans. Vísindamennirnir skófu stofnfrumur úr heilbrigða auganu og ræktuðu frumurnar í 10 daga í augnlinsu. Eftir þetta þurfti sjúkling Lesa meira

Hvers vegna sofum við?

Það virðist sjálfgefið að við þurfum á góðum nætursvefni að halda eftir annasaman vinnudag en fyrir vísindamönnum er það reyndar ráðgáta hvers vegna við þurfum yfir höfuð að sofa. Enginn vafi leikur á að svefn er algjörlega nauðsynlegur því verði maður vansvefta yfir nokkurn tíma getur maður að lokum hreint ekki haldið sér vakandi og það dregur úr virkni heilans þannig að örðugara verður að einbei Lesa meira

Svona fer erfðatækni fram

Genin bera í sér uppskriftina á öllu lífi og gen sérhverrar lífveru skipta sköpum um tilveru hennar. En genin hafa ekki sjálf neina sérstaka virkni við að viðhalda lífi – fyrst þarf að umbreyta þeim í prótín. Verði gen fyrir breytingum, t.d. vegna stökkbreytingar, breytist samsvarandi prótín einnig. Kannski er það virkni þess sem breytist eða það framleiðist ekki í sama magni né á sama stað og Lesa meira

Gervikjöt bragðast eins og besti kjúklingur

Matvörur með sojabaunum eru hollar fyrir hjartað en erfitt er að aðlaga þær vestrænum matarvenjum. Í framtíðinni gætum við þó fengið sojabaunir þegar við fáum okkur kjúkling. Fu-Hung Hsieh, prófessor við Missouriháskóla í Bandaríkjunum, hefur nefnilega þróað gervikjúklingakjöt sem unnið er úr sojabaunum. Til að fá eitthvað til að bragðast og líta út eins og kjúklingur þarf aðeins réttu bragð- o Lesa meira

Erfðavísarnir stjórnast af duldum kröftum

Með hliðsjón af lögmálum hefðbundinna erfðarannsókna og þekkingunni á öllu erfðamengi mannsins ætti að vera auðvelt að segja fyrir um hvernig erfðavísar ganga í erfðir og birtast í börnunum okkar. Vísindin hafa hins vegar sýnt fram á að erfðalykill DNA-keðjunnar ræður ekki öllu um hvaða eiginleika við erfum og frá hverjum við erfum þá. Ef við hugsum okkur eineggja tvíbura með nákvæmlega eins erfða Lesa meira

Ævintýramaður átti þátt í að leysa ráðgátu DNA-sameindarinnar

Kanadamaðurinn Félix d’Herelle (1873 – 1949) gaf sig mörgum sinnum út fyrir að vera læknir þrátt fyrir að hafa ekki tilskylda menntun. Hann lagði stund á örverufræði og uppgötvaði veirur sem ráðast á bakteríur og éta þær. Þær eru fyrirtaks „tilraunadýr“ í genarannsóknum og nýtast ennþá við rannsóknir á DNA-sameindum. Lesa meira

Við smitumst af ...

Taktu þér langt og gott frí, eða dragðu úr áfengisneyslunni. Þess háttar ráðgjöf fengu magasárssjúklingar hjá læknum sínum fyrir aðeins fáeinum áratugum. Þá var talið að magasár stafaði af aukinni framleiðslu magasýru í tengslum við streitu, eða þá að áfengisneysla og sterkkryddaður matur hefðu tærandi áhrif á magavegginn. Nú er vitað að magasár stafar oftast af bakteríusýkingu. Annar sjúkdómur Lesa meira

Svarta ekkjan á að spinna gull

Líffræði Silkiþræðir köngulóa eru meðal sterkustu efna í veröldinni. Nú hefur vísindamönnum við Kaliforníuháskóla í Riverside að einangra gen sem kóða fyrir tveimur próteinum í þræði svörtu ekkjunnar. Þessi tvö prótein hafa afgerandi þýðingu varðandi styrk þráðarins og til lengri tíma litið má nýta þessa uppgötvun til að framleiða slíkan þráð í formi gerviefnis. Þessa fjöldaframleiddu þræði má Lesa meira

Risaveiran hliðrar til mörkum lífs

Jafnan er álitið að veirur séu agnarsmáir frumstæðir klumpar af genum með prótínhjúp. Það eitt að veirurnar neyðast til að yfirtaka frumur annarra lífvera til að lifa af og fjölga sér er til marks um hve fábrotnar þær eru. Þær teljast varla lifandi. En nokkrir fundir á óvenjulegum veirum síðustu ár benda til að þessi mynd vísindamanna taki nú breytingum. Veira nokkur er fannst árið 2003 var í Lesa meira

Genameðferð dregur úr mænusköddun

Tafarlaus meðhöndlun kynni í framtíðinni að bjarga hreyfigetu fólks sem hryggbrotnar. Ákveðin genameðferð hefur allavega reynst draga úr mænusköddun í músum og rottum. Bandarískir vísindamenn, m.a. hjá Maryland-læknaháskólanum, hafa komist að því að það getur haft afar jákvæð áhrif að loka fyrir ákveðið gen í þessum dýrum eftir hryggbrot. Það gildir bæði um mýs og menn að við hryggbrot sýnir lí Lesa meira

Vísindamenn skapa nýjar vaxtarræktarmýs

Læknisfræði Árið 1997 tókst bandarískum vísindamönnum að rækta mús sem var tvöfalt vöðvameiri en venjulegar mýs. Nú hafa sömu vísindamennirnir við John Hopkins-háskólann ræktað mús sem er fjórfalt vöðvameiri en venjulegar mýs. Í báðum tilvikum voru mýsnar ræktaðar án þess gens sem kóðar fyrir prótíninu mýóstatín en það dregur úr vöðvavexti. Til viðbótar var svo músin sem ræktuð var 2007 þannig Lesa meira

Allra fyrsta glasabarnið

Louise Joy Brown kom í heiminn eftir keisaraskurð þann 25. júlí 1978. Barnið reyndist ofurvenjulegt meybarn – en þó kannski ekki alls kostar venjuleg. Þetta var sem sé allra fyrsta glasabarn sögunnar, getið með gervifrjóvgun undir smásjá. Að þessu einu fráteknu var allt samkvæmt venju og hinir hamingjusömu foreldrar, Lesley og John, kölluðu þetta draumabarn sitt „kraftaverk“. Nú til dags er þes Lesa meira

Fyrst var hún hötuð en í dag er hún daglegt brauð

Aðvörun: Þetta efni kemur í veg fyrir egglos. Þessa aðvörun var að finna á miðanum á litla, brúna pilluglasinu sem innihélt lyfið Enovid, sem kom á markað í Bandaríkjunum síðsumars árið 1957. Lyfið hafði nýverið hlotið samþykki yfirvalda í meðhöndlun á óreglulegum blæðingum og skyndilega fjölgaði þeim konum mjög verulega. Innan við tveimur árum eftir að Enovid kom á markað voru ríflega tvær mil Lesa meira

Erfðafræðilega byltingin

Hver er ég? Og hvernig mun mér vegna í framtíðinni? Verð ég snemma á sóttarsæng eða mun ég eiga langa og heilbrigða ævi? Erfðafræðin er nú fyrir alvöru að verða persónuleg. Um þessar mundir bjóðast mörg fyrirtæki til að opinbera innsta eðli okkar – dna erfðamassans – og leggja það fram. Nú er hægt að panta á netinu innstu leyndarmál frumna okkar sem jafnan eru tryggilega geymd inni í frumukjar Lesa meira

Genagræðsla veitir litblindum öpum eðlilega sjón

Með því að bæta við einu stöku geni hefur vísindamönnum tekist að skapa svonefndum íkornaöpum (Samiri) venjulega litasjón. Karlkyns íkornaapar eru allir fæddir litblindir – geta hvorki greint rautt né grænt, þar eð vissar skynfrumur vantar í augað. Vísindamennirnir sprautuðu í apana Dalton og Sam veiru sem bar í sér það gen sem kóðar fyrir prótínunum sem mynda þessar skynfrumur. Hægt og hægt tó Lesa meira

Auglýsing
ELÍSA GUDRÚN EHF. - Útgáfufélag Lifandi Vísinda
  • Klapparstígur 25
  • 101 Reykjavík
  • Sími: 570-8300
  • Opnunartími: 9 - 12 alla virka daga
  • lifandi@visindi.is
Höfundarréttur: isProject ehf. © 2010. Allur réttur áskilinn.