Fylgstu með okkur á Twitter Sjáumst á FaceBook Gerast áskrifandi

Nýjasta greinin
Hvað er hulduefni?

Það úir og grúir af stjörnum og stjörnuþokum á næturhimninum. En í raun er þetta einungis brot af alheiminum. Hann samanstendur að mestu af hulduorku og hulduefni. Frá því að hulduefni uppgötvaðist á fjórða áratug liðinnar aldar hafa eðlisfræðingar brotið heilann um eðli þess. En það er fyrst á síðustu árum í krafti nýrra tilrauna og nokkurra fræðilegra kollhnísa sem tekist hefur að nálgast þetta dularfulla fyrirbæri.

Kenning 1 - Hulduefni er vel þekkt efni Daufar stjörnur halda stjörnuþokunum saman Í jaðri stjörnuþoka er að finna hulduefni hvers massi tryggir að stjörnuþokurnar þeytast ekki hver frá annarri og að stjörnuklasar haldist á sínum stað. Samkvæmt þessari fyrstu kenningu um hulduefni eru þetta venjuleg himintungl sem eru aðeins of lítil og dauf til að við getum séð þau frá jörðu. SAGA KENNINGARINNARStjörnufræðingurinn Fritz Zwicky var fyrstur til að finna örugg ummerki hulduefnis þegar hann árið 1933 rannsakaði stjörnuþokur í Coma-þyrpingunni í 300 milljón ljósára fjarlægð. Zwicky komst að því að stjörnuþokur þyrpingarinnar hreyfðust svo hratt að þyrpingin hlyti að haldast saman vegna þyngdarafls frá miklu meira efni en væri greinanlegt í sýnilegum stjörnuþokum – annars myndu þær einfa Lesa meira

Greinalisti

Af hverju er geimurinn svartur?

Þetta virðist einföld spurning, en í rauninni er mjög erfitt að svara því hvers vegna geimurinn er svartur. Segja má að svörin séu tvö. Einfalda svarið er að úti í geimnum sé umhverfið svart vegna þess að ekki er þar neinn lofthjúpur til að dreifa ljósinu. Frá jörðu sýnist himinninn blár vegna þess að sameindir í loftinu dreifa sólarljósinu. Öllu flóknara svar byggist á samhenginu við uppbyggingu Lesa meira

Júpíter gleypir í sig himinhnetti

Þann 19. júlí 2009 skall lítill himinhnöttur á Júpíter og skildi eftir sig nýjan, dökkan blett á þessari risareikistjörnu. Þegar bletturinn var sem stærstur samsvaraði hann um tvöföldu flatarmáli allra Bandaríkjanna. Svo öflugir árekstrar eru taldir afar sjaldgæfir og vísindamenn því hissa á að verða vitni að slíkum atburði aðeins 15 árum eftir að halastjarnan Shoemaker-Levy 9 hvarf inn í Júpí Lesa meira

Hvaðan kemur ísinn í halastjörnunum?

Halastjörnum er gjarnan lýst sem skítugum íshnullungum. Í þeim er mikið af ís ásamt ýmsum öðrum efnum. Halastjörnurnar mynduðust þegar sólkerfið varð til fyrir meira en 4,5 milljörðum ára og ísinn hlýtur því að hafa verið til staðar við myndun sólkerfisins. Sólin og reikistjörnurnar mynduðust upphaflega úr risastóru skýi þar sem einkum var að finna vetni og helíum, en þó einnig mikið af vatni o Lesa meira

Úr hverju er kjarni stjörnuþoku?

Á myndum af stjörnuþokum er greinilegt að mest ljósmagn kemur frá litlu svæði í miðju stjörnuþokunnar. Það er reyndar ekkert skrýtið því einmitt í miðjunni eru stjörnur þéttastar. Margar þeirra eru að auki mjög ljóssterkar og það er hluti skýringarinnar á því að svo miklu ljósi stafar frá kjarnanum. Ekki síður mikilvægt er svo það svarthol sem í mörgum stjörnuþokum er að finna og þá einmitt í mi Lesa meira

Hve margir hafa farið út í geim?

512 manns frá 38 löndum hafa farið út í geim. Til að teljast með, þarf maður að hafa farið í 100 km hæð. Lesa meira

Hvar er hæsta fjallið í sólkerfinu?

Hæsta fjallið sem þekkist í sólkerfinu er eldfjallið Olympus Mons á Mars sem telur heila 21,2 km. Á Mars er einnig að finna eldfjöllin Ascraeus Mons (18,2 km), Arsia Mons (17,8 km) og Pavonis Mons (14,0 km). Það er engin hending að öll þessi gríðarmiklu eldfjöll er að finna á Mars. Mars er nefnilega lítil reikistjarna með þyngdarafl sem nemur þriðjungi jarðar. Þetta litla þyngdarafl gerir háum fjö Lesa meira

Hvað eru norðurljós?

Norðurljósin, eins og við þekkjum þau, er einnig að finna á suðurhveli jarðar en þar kallast þau raunar suðurljós. Latneska heitið er aurora, en það var einmitt nafn rómversku dagrenningargyðjunnar, og myndir af henni minna mikið á litadýrðina sem við þekkjum af norðurljósunum. Norðurljósin myndast í kringum segulpólana þegar hlaðnar agnir frá sólu rekast á lofthjúp Jarðar. Norðurljós sjást aða Lesa meira

Hvers vegna hafa halastjörnur hala?

Halastjarna er ísklumpur sem fer á aflangri braut um sólu. Þegar halastjarnan kemst nærri sólu – í innra sólkerfinu – hitnar hún og ísinn tekur að gufa upp. Þannig losnar um ryk og gas sem er lokað inni í ísnum. Sólarljósið verður einnig þess valdandi að hali myndast í stað þess að rykkornin fari á braut umhverfis halastjörnuna. Geislunin frá sólu þrýstir nefnilega á rykið og því snýr halinn æ Lesa meira

Það er eitthvað að sólinni

Veturinn 2010 var óvenju kaldur í Norður-Evrópu. Margt bendir nú til að þetta hafi ekki verið tölfræðileg hending heldur að skýringuna megi leita til sólarinnar. Á þessu tímabili var virkni sólar óvenjulega lítil. Þessi litla virkni gæti hafa verkað á svonefndar vindrastir í heiðhvolfinu sem hafa hindrað milda vestanvinda að komast inn frá Atlantshafi, en þeir veita okkur tiltölulega mild vetrarve Lesa meira

Uppgötvun farvegar á Mars bendir til lífs

Fyrir 3,4 milljörðum ára rann vatn eftir þessum 48 km langa farvegi á Mars. Vatnið bar fram set sem myndað hefur stórt óshólmasvæði og þetta eykur nú líkurnar á að finna líf á reikistjörnunni, segja vísindamenn hjá Colorado-háskóla í Bandaríkjunum. Á óshólmasvæðum grefst kolefni og önnur ummerki lífs fljótt niður og hér er því upplagt að leita eftir ummerkjum lífs – að líkindum leifum örvera. Ó Lesa meira

Hvað gerist þegar pólskipti verða?

Tíminn milli pólskipta getur verið allt frá nokkur þúsund árum upp í milljónir ára. Þetta gerðist fyrir 780.000 árum og enginn veit hvenær það gerist næst. En um þessar mundir dregur úr styrk segulsviðsins og segulnorðurpóllinn hefur síðustu ár færst hraðar en áður, eða um nálægt 40 km á ári. Séu þetta merki um yfirvofandi pólskipti, verða afleiðingarnar í besta falli gríðarmikið tjón en í versta Lesa meira

Eru segulpólar á Mars eins og hér?

Á Mars eru ekki sams konar segulpólar og hér á jörð. Þar er aðeins mjög veikburða segulsvið og allt öðruvísi upp byggt. Segulsvið jarðar á upptök sín á miklu dýpi og að því leyti má líkja iðrum hnattarins við rafal. Þetta er tvípólasvið, sem sagt segulsvið þar sem báðir pólarnir eru skýrt afmarkaðir. Mögulegt er að endur fyrir löngu hafi sams konar segulsvið ríkt á Mars, en „rafallinn“ í Mars h Lesa meira

Spitzer sér gegnum rykið

Nýlega náði geimsjónaukinn Spitzer nokkuð nákvæmum myndum af miðju Vetrarbrautarinnar. Miðbik Vetrarbrautarinnar er reyndar hulið sjónum af ryki, en þar eð Spitzer er innrauður sjónauki, sér hann í gegnum rykið. Með því að setja svo liti í myndirnar má fá ákveðið innsæi í þetta svæði, sem enn má heita órannsakað. Stjörnufræðingarnir beina einkum sjónum að fjölmörgum rykstrókum sem teygja sig út Lesa meira

Fjarlægt kolefnissólkerfi

Stjörnufræði Sólkerfi okkar er um 4,5 milljarða ára en Beta pictoris ekki nema 8 - 20 milljóna ára og stjörnufræðingar velta nú fyrir sér hvort svona mikið af kolefni kunni einhvern tíma að hafa verið að finna í sólkerfi okkar. Lesa meira

Auglýsing
ELÍSA GUDRÚN EHF. - Útgáfufélag Lifandi Vísinda
  • Klapparstígur 25
  • 101 Reykjavík
  • Sími: 570-8300
  • Opnunartími: 9 - 12 alla virka daga
  • lifandi@visindi.is
Höfundarréttur: isProject ehf. © 2010. Allur réttur áskilinn.