Fylgstu með okkur á Twitter Sjáumst á FaceBook Gerast áskrifandi

Nýjasta greinin
Hvernig þekkja ungbörn andlit?

Læra nýfædd börn að þekkja andlit móður sinnar á undan öðrum andlitum?

Meðal vísindamanna ríkir almenn samstaða um þá skoðun að kornabörn geti þekkt andlit móður sinnar strax 2-4 vikum eftir fæðingu, þó þau séu annars ekki fær um að þekkja andlit fyrr en um tveggja mánaða aldur. Margar rannsóknir hafa sýnt að ungabörn horfa strax eftir fæðingu lengur á andlit en önnur ámóta flókin fyrirbrigði. Vísindamenn eru aftur á móti í vafa um hvaða hlutar andlitsins gegna helst hlutverki í þessu sambandi. Hafa innri hlutar andlitsins, svo sem augu, nef og munnur, meiri þýðingu í upphafinu en t.d. hár og lögun andlitsins? Tilraunir þar sem korna börn hafa ýmist fengið að sjá andlit í heild eða aðeins innri hlutana eða þá hár og útlínur, hafa sýnt að börnin eiga auðveldast með að læra að þekkja andlit sem sýnd eru í heild eða aðeins útlínur, heldu Lesa meira

Greinalisti

Armband les úr tilfinningum einhverfra

Enginn skildi Amöndu Baggs. Þetta fannst henni að minnsta kosti sjálfri fyrstu æviárin. Henni fannst skólasystkinin leggja sig í einelti og kennarar og sálfræðingar hafa fyrirfram ákveðnar skoðanir á því hvað hún væri fær um að gera og dæma sig í samræmi við það. Henni fannst jafnframt læknar og aðrir sérfræðingar álíta sig vera lata og ósamvinnuþýða. „Þeir sögðu mér hvað eftir annað að ég væri Lesa meira

Hvers vegna sofum við?

Það virðist sjálfgefið að við þurfum á góðum nætursvefni að halda eftir annasaman vinnudag en fyrir vísindamönnum er það reyndar ráðgáta hvers vegna við þurfum yfir höfuð að sofa. Enginn vafi leikur á að svefn er algjörlega nauðsynlegur því verði maður vansvefta yfir nokkurn tíma getur maður að lokum hreint ekki haldið sér vakandi og það dregur úr virkni heilans þannig að örðugara verður að einbei Lesa meira

Hvað er greind?

Þrátt fyrir að sumir menn séu bersýnilega greindari en aðrir er erfitt að skilgreina hugtakið greind og jafnvel erfiðara að skilja það. Mannsheilinn hefur einstakan hæfileika til að afla sér nýrrar þekkingar með því að draga ályktanir, leysa vandamál, hugsa afstætt og tjá hugsanir í orðum. Vísindamönnum hefur löngum verið ráðgáta hvernig heilinn meðhöndlar svo flókin verkefni og fyrst nú eru þeir Lesa meira

Hvernig starfar minnið?

Minnið er vafalítið einn mikilvægasti eiginleiki heilans. Án þess værum við ófær um að læra nokkuð. Við gætum ekki kallað fram minningar frá síðasta sumarfríi, og um leið og við værum sest inn í bílinn værum við búin að gleyma hvert förinni væri heitið. En þetta er aðeins toppurinn á ísjakanum, því minnið sér einnig um að við getum yfirhöfuð starfað dags daglega. Þegar heyrnin nemur hljóð, sne Lesa meira

Ein mynd segir meira en þúsund orð

Línurit með stighækkandi línu getur skjótt sannað að eitthvert fyrirtæki sé á miklu blómaskeiði. En þegar niðurstöður ársins eru settar fram í formi töflu með fullt af tölum, þarf að hugsa sig dálítið um áður en megininntakið verður ljóst. Heilinn er nefnilega ótrúlega duglegur við að túlka sjónræna skynjun og því nýta fræðimenn sér í auknum mæli sjónina til að komast til botns í feikilegu magn Lesa meira

Hvað veldur saðningartilfinningunni?

Langt inni í heilanum, í þeim kjarna sem kallast dreki, eru heilastöðvar sem skynja bæði svengd og saðningu. Aukin virkni þessara stöðva kemur okkur til að finna til sultar eða þá að við séum orðin södd. Strax þegar fæðan berst niður í magann dregur úr framleiðslu sultarhormónsins grelíns. Það eitt skapar vissa tilfinningu um saðningu. Þegar næringarefni úr fæðunni berast með blóðinu í gegnum l Lesa meira

Nú vilja fræðimenn frelsa hinn leynda snilling okkar

Fyrir framan píanóið er John sannkallaður snillingur. Eftir einn af konsertum hans í Ontario, BNA, kom grein í tímariti þar sem honum var lýst sem „frábærlega hæfileikaríkum manni“. Þess þó heldur þar sem hann hefur aldrei hlotið leiðsögn í tónlist og spilar einvörðungu með vinstri hendi, enda kemur hægri hönd hans honum ekki að neinum notum. John hefur verið á stofnun frá því hann var fimmtán ára Lesa meira

Hvað er vitund?

Vitundina er hvorki hægt að mæla né vega. Samt sem áður hafa hugsuðir og vísindamenn öldum saman leitað skýringa á því hvað vitundin eiginlega felur í sér. Leit þeirra hefur til þessa fært okkur fá svör en leitt af sér margrar spurningar: Hvar er vitundin staðsett? Er vitundin óháð líkamanum? Geta dýr og vélar verið sér meðvituð? Fullt tungl, líkt og það blasir við okkur mönnunum, hefur í ra Lesa meira

Persónuleikinn mælanlegur í heila

Hvernig stendur á því að sumt fólk kann því vel að vera á eilífum þeytingi milli staða, sækja fundi og ráðstefnur um allan heim, ásamt því að halda stöðugt sambandi við fjölmarga vini eða viðskiptafélaga og grípur hvert tækifæri sem gefst til nýrra, rómantískra kynna? Og hvers vegna eru svo aðrir sem byggja tilveru sína á föstum liðum, sem gefa góðan tíma til þess að sinna vinnunni vel, vera fjöls Lesa meira

Veikustu hliðar tækninnar

Þegar hver orrustuflugvélin á fætur annarri hrapaði á árunum fyrir 1950, voru þessi slys fyrst í stað útskýrð með mistökum flugmannanna. En hinn mikli fjöldi slysa varð engu að síður til þess að hjá bandarískum hernaðaryfirvöldum fóru menn að velta fyrir sér samspili manns og véla. Nánari rannsókn á slysunum leiddi nefnilega í ljós að í flestum tilvikum mátti rekja þau til gallaðrar tæknihönnunar. Lesa meira

Er hægt að vera talnablindur?

Talnablinda er vissulega til. Hún er þó afar misjöfn. Sumir eru aðeins lítils háttar talnablindir en aðrir geta átt í erfiðleikum með að ákvarða hvort 57 sé hærri tala en 54 eða telja saman smápeningana sem þeir fá til baka í verslun. Talið er að um 6% fólks eigi í einhverjum erfiðleikum með tölur og talnablinda leggst alveg jafnt á bæði kynin. Lesblinda og talnablinda eru aðskilin fyrirbrigði en Lesa meira

Örðugustu gátur stærðfræðinnar

Vorið 1904 gekk hinn snjalli franski stærðfræðingur Henri Poincaré um og gruflaði í vandamáli sem hann fann enga lausn á. Það fólst í að lýsa eiginleikum rúmfræðilegra forma í æðri víddum. Poincaré hafði hugmynd um hvernig formin myndu verða en gat ekki sannað það. Þess vegna setti hann fram svonefnda tilgátu Poincarés, sem hefur síðan orðið ein helsta gáta stærðfræðinnar. Ótal stærðfræðingar Lesa meira

Auglýsing
ELÍSA GUDRÚN EHF. - Útgáfufélag Lifandi Vísinda
  • Klapparstígur 25
  • 101 Reykjavík
  • Sími: 570-8300
  • Opnunartími: 9 - 12 alla virka daga
  • lifandi@visindi.is
Höfundarréttur: isProject ehf. © 2010. Allur réttur áskilinn.