Fylgstu með okkur á Twitter Sjáumst á FaceBook Gerast áskrifandi

Nýjasta greinin
Livingstone lyfti húfunni

Meðal þekktustu orða sögunnar eru þau sem blaðamaðurinn Henry Stanley sagði þegar hann fann hinn týnda kristniboða David Livingstone í núverandi Tanzaníu árið 1871: „Dr. Livingstone, I presume?“ Veikburða og sjúkdómshrjáður svaraði Livingstone játandi og lyfti slitinni, blárri húfunni. Hvort orðin eru nákvæmlega rétt eftir höfð er reyndar ekki vitað, en húfan hefur varðveist hjá Konunglega breska landfræðfélaginu. Lesa meira

Greinalisti

Fyrsta Everest-gangan kannski 1924

Samkvæmt kennslubókunum voru það Nýsjálendingurinn Edmund Hillary og Nepalinn Tenzing Norgay sem fyrstir manna náðu alla leið á tind Everestfjalls árið 1953. Hugsanlegt er hins vegar að tveir Englendingar hafi komist á tindinn heilum 29 árum fyrr, þeir George Mallory og Andrew Irwine. Þann 8. júní lögðu þeir af stað á tindinn en sáust aldrei framar á lífi. Menn hafa fundið bæði ísöxi Irwines og Lesa meira

Þeir fundu stærsta gullklump heims

John Deason og Richard Oates héldu í fyrstu þetta vera stóran stein þegar þeir í febrúar 1869 duttu í lukkupottinn í Moliagul í Ástralíu. Þeir vissu þó skjótt að hann var heillar formúu virði, en reyndar ekki að hann væri stærstur í heimi. Hann hlaut nafnið Welcome Stranger og vóg heil 72,02 kg af hreinu gulli. Það met stendur enn. Gullið færði þeim 9.583 pund sem þóttu heil auðæfi á þeim tíma. Lesa meira

Fjallið sigrar

Klukkan 12.50 léttir til svo að grillir í tind Everest. Skyndilega er efsti fjallakamburinn sýnilegur og frá bergsyllu í tæpra 8 km hæð skimar Noel Odell upp eftir pýramídlaga tindinum í von um að eygja félaga sína. Langt í burtu kemur hann auga á tvo agnarsmáa svarta díla sem eru greinilegir þar sem þá ber við glitrandi hvítan snjó um 250 m frá toppnum. Annar depillinn nálgast brattan klettavegg Lesa meira

Sögu Mayanna þarf nú að endurskrifa

William Saturno var bæði orðinn örþreyttur og aðframkominn af þorsta þar sem hann hjó sér leið gegnum þéttan skógargróðurinn með sveðju vorið 2001. Þessi bandaríski fornleifafræðingur bar alls 20 kg af myndavélabúnaði á bakinu og í fylgd með honum voru 5 leiðsögumenn, sem ætluðu að fylgja honum til San Bartolo – staðar langt inni í frumskóginum í Petén-héraði í Gvatemala, þar sem grafarræningjar v Lesa meira

Tröllið tamið

Sú vera sem kemur skjögrandi niður fjallið í morgunskímunni þann 26. maí 1953 líkist helst snjómanninum hræðilega. Fáum metrum aftan við hann kemur önnur manneskja í ljós. Báðar eru klakabrynjaðar og hreyfa sig með stífum skrykkjóttum skrefum. Með fyrirferðarmikla bakpoka, súrefnisgrímu fyrir andlitið og hár sem stendur frosið í allar áttir skjögra mennirnir hljóðir í átt að Edmund Hillary og Geor Lesa meira

Aleinn á toppnum

Breska 19. aldar skáldið William Blake ritaði eitt sinn að miklir atburðir eigi sér stað þegar menn og fjöll mætast. Ítalinn Reinhold Messner hefur tileinkað sér þessi spakmæli, en þau eru honum ekki hugleikin þegar hann að morgni 18. ágúst 1980 rankar við sér á botni djúprar jökulsprungu. Skekinn og skelfingu lostinn starir hann í kringum sig, en í myrkrinu grillir hann varla í útlínur í þessu kl Lesa meira

Ár dauðans

Dauðinn situr um hvern þann sem hyggst klífa hæsta tind heims. Að meðaltali leggja um 300 fjallgöngumenn á Everest árlega og það eru ekki allir sem snúa lifandi frá þeirri glímu. Fjallið hefur til þessa kostað um 220 manns lífið, þar af 15 á „Ári dauðans“ árið 1996. Tölfræðin sýnir að einn af hverjum 100 lætur því lífið annaðhvort á leiðinni upp eða niður fjallið. Þetta sýnir rannsókn sem var ge Lesa meira

Auglýsing
ELÍSA GUDRÚN EHF. - Útgáfufélag Lifandi Vísinda
  • Klapparstígur 25
  • 101 Reykjavík
  • Sími: 570-8300
  • Opnunartími: 9 - 12 alla virka daga
  • lifandi@visindi.is
Höfundarréttur: isProject ehf. © 2010. Allur réttur áskilinn.