Fylgstu með okkur á Twitter Sjáumst á FaceBook Gerast áskrifandi

Nýjasta greinin
Franskur munkur drekkur stjörnur

Hautvillers, 1693: „Komið, flýtið ykkur, ég er að drekka stjörnur.“ Þetta kallaði munkurinn Dom Pérignom þegar hann uppgötvaði nýjan, perlufreyðandi drykk.

Stjörnurnar sem munkurinn innbyrti þetta ágústkvöld var freyðivín sem síðar hlaut heitið Kampavín. Dom Pérignom hefur verið kallaður faðir kampavínsins, en sannleikurinn er þó sá að hann varð ekki fyrstur manna til að uppgötva hvernig brugga mætti þetta sérstaka, freyðandi vín. Þegar um 1660 voru Englendingar farnir að bæta geri og sykri út í vín og framkölluðu þannig viðbótargerjun, sem einmitt skapar þann kolsýringsþrýsting sem kemur kampavíninu til að freyða. Þótt mótsagnakennt virðist hafði Dom Pérignom unnið að því að losna við loftbólur úr víninu, en sem sagt með alveg öfugum árangri. Þótt hann hafi ekki fundið upp kampavínið, stuðlaði hann mjög að þróun þess. M.a. gerði hann tilraunir með að blanda saman ýmsum tegundum þrúgna og hann innleiddi líka sterkari flöskur og öflugri Lesa meira

Greinalisti

Hversu langt frá atómbombunni voru Þjóðverjar?

Kjarnorkuáætlun Þjóðverja hefur verið talsvert umdeild meðal sagnfræðinga, en þeir eru þó einhuga um að Þjóðverjar hafi ekki verið komnir neitt nálægt því að geta gert út um seinni heimsstyrjöldina með kjarnasprengjum. Ástæðan er einkum sú að í kjarnorkusprengju þarf úran-235, sem ekki er nema 0,7% af því úrani sem er að finna í náttúrunni. Að auki er forvinnsla úrans-235 erfið, því efnið þarf að Lesa meira

Stríðsmenn voru þaktir blaðgulli í dauðanum

Nálægt þorpinu Pella um 40 km norðvestur af Þessaloníku hafa fornleifafræðingar grafið út grafir 50 hermanna, sem hafa verið lagðir hér til hinstu hvílu nálægt 6. öld f.Kr. þegar þetta land tilheyrði konungdæminu Makedóníu. Augu, nef, munnur og bringa hafa verið þakin blaðgulli, ríkulega skreyttu með dýrateikningum sem táknað hafa konungsveldið. Í gröfunum voru líka bronshjálmar og járnvopn, ásam Lesa meira

Orðin gefa til kynna hvaða leið var farin

Á Hawaii er sagt „lua“, á Samóa „e lua” og á Fijieyjum segja menn „e rua”. Maórar á Nýja Sjálandi segja „rua” og á Filippseyjum segja menn „duha”. Jafnvel þótt 10.000 kílómetrar aðskilji eyjarnar tákna orðin töluna 2 á öllum tungumálunum. Tungumálin sem töluð eru á eyjum Kyrrahafsins eru svo lík hvert öðru að ekki getur verið um tilviljanir að ræða. Þvert yfir gríðarlegt flæmi hafsins, allt frá Lesa meira

Steinhnífar eldri en steinöldin

Nýr fornleifafundur í Baringo Basin í Kenýu sýnir að forsöguleg manntegund hefur haft til að bera greind til að höggva til steinhnífa fyrir 500.000 árum. Hnífarnir tveir eru úr basalti og 150.000 árum eldri en elstu samsvarandi áhöld sem áður voru þekkt. Uppgötvunin styður þá kenningu að hnífar hafi verið gerðir úr steini löngu áður en steinöld nútímamannsins hófst, segir steingervinga- og mannfræ Lesa meira

Gullhringur innsiglaði samninga á bronsöld

Í tengslum við byggingu nýrrar lífgasverksmiðju í Þýskalandi kom 2.800 ára gamall gullhringur upp úr jörðinni. Hringurinn er svonefndur stallahringur og fornleifafræðingurinn Cornelius Hornig telur að hann hafi verið notaður af goðum (prestum) bronsaldarsamfélagsins þegar mikilvægir samningar voru gerðir. Vísindamennirnir telja að goðinn hafi lagt hringinn fram við athöfnina og aðilar málsins h Lesa meira

Hvaða torg er stærst á hnettinum öllum?

Tiananmen-torg, Torg hins himneska friðar í Beijing er 440.000 fermetrar og þar með opinberlega stærsta torg í heimi. Flatarmálið getur eftir atvikum samsvarað um 50 fótboltavöllum. Ný torg í öðrum kínverskum borgum veita þó samkeppni. Í kínverskum borgum eru menn víða að endurreisa stórfenglegar stjórnarbyggingar, hallir og minnismerki. Tiananmen-torg á uppruna sinn um miðja 17. öld og saga þess Lesa meira

Hvenær var skjöldurinn fyrst notaður?

Þegar á bronsöld, sem náði frá um 3000 – 500 f.Kr., var skjöldurinn notaður til varnar. Þetta vita menn frá fornleifafundum af skjöldum og frá myndum á m.a. krukkum og vopnum þess tíma. Slíkir munir hafa fundist á víðfeðmu svæði, allt frá Evrópu, Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum. Óvíst er þó hver beitti fyrstur skildi eða hvenær. En elstu menjar eru frá bronsaldarmenningunni á Krít og Grikkla Lesa meira

Í hvaða menningu er leiklistin upprunnin?

Í flestum frumstæðum samfélögum manna gegna trúarathafnir með söng, dansi og sérstökum búningum veigamiklu hlutverki. En leiklistin, í þeirri merkingu sem við notum orðið nú í hinni vestrænu menningu, varð ekki til fyrr en leikurinn losnaði úr tengslum við trúarbrögðin og fór þess í stað að fjalla um mannleg samskipti af ýmsu tagi, svo sem stjórnmál, siðgæði og ástir. Og þessi tengsl við trúarathö Lesa meira

Neandertalsmenn töluðu flókið mál

Fornleifafræði Neandertalsmenn gátu talað, alveg á sama hátt og nútímamaðurinn. Þeir höfðu a.m.k. í sér það gen sem talið er lykillinn að uppsprettu talmáls. Genið kallast FoxP2 og er enn sem komið er eina genið sem unnt hefur reynst að tengja beint við talmál. Þetta gen er reyndar að finna í flestum spendýrum en tvær stökkbreytingar á því virðast hafa skapað manninum hina einstæðu málhæfni. H Lesa meira

Jefferson faðir fornleifafræðinnar

Thomas Jefferson var ekki aðeins 3. forseti Bandaríkjanna og aðalhöfundur sjálfstæðisyfirlýsingarinnar. Hann var líka dugmikill áhugamaður um dýrafræði, grasafræði og byggingarlist, auk þess að vera uppfinningamaður og rithöfundur. Frá vísindalegum sjónarhóli skiptir þó mestu að Jefferson tók sér fyrir hendur það sem kalla má fyrsta fornleifauppgröftinn á nútímavísu. Á dögum Jeffersons höfðu me Lesa meira

Frítt ferðalag - aðra leið

Í viðleitni sinni til að afla sjálfboðaliða í vélbyssuherdeildir, auglýsti breski herinn heimsreisur í fyrri heimsstyrjöldinni. Eins og lofað var í auglýsingunni voru þessir hermenn sendir vítt og breitt um heiminn – til helstu átakasvæðanna, m.a. í Frakklandi, Egyptalandi, Palestínu og Austur-Afríku – en margir komust bara aðra leið. Vélbyssusveitirnar fengu viðurnefnið „The Suicide Club“ eða „Sj Lesa meira

Livingstone lyfti húfunni

Meðal þekktustu orða sögunnar eru þau sem blaðamaðurinn Henry Stanley sagði þegar hann fann hinn týnda kristniboða David Livingstone í núverandi Tanzaníu árið 1871: „Dr. Livingstone, I presume?“ Veikburða og sjúkdómshrjáður svaraði Livingstone játandi og lyfti slitinni, blárri húfunni. Hvort orðin eru nákvæmlega rétt eftir höfð er reyndar ekki vitað, en húfan hefur varðveist hjá Konunglega breska Lesa meira

Tólf ára telpa fann steingerving af risaeðlu

Þegar Mary Anning (1799 – 1847) var aðeins tólf ára gömul fann hún beinagrind af merkilegu sjávarskrímsli – næstum 6 metra löngu kvikindi sem líktist krókódíl og lá varðveitt í setlögum austan við litla suðurenska þorpið Lyme Regis. Þetta reyndist fyrsta fullkomna beinagrind af fiskeðlu – eða ictyosaurus – sem hafði fundist og kynnti heim risaeðlanna fyrir fræðimönnum. Fundurinn var upphaf á e Lesa meira

Lentu í risaflóðbylgju á litlum báti og lifðu af

Ásamt 7 ára syni sínum var Howard Ulrich að renna fyrir fiski á Liuya-flóa við Alaska þann 9. júlí 1958. Um níuleytið um kvöldið heyrðist ógnarlegur hávaði, þegar jarðskjálfti olli mikilli skriðu í fjallshlíð við ströndina. Meira en 30 milljón rúmmetrar af klöpp og grjóti þeyttust niður í hafið úr allt að 1.000 metra hæð. Augnabliki síðar reið risastór flóðbylgja yfir flóann. Fyrir einhverja ótrúl Lesa meira

Hvernig varð enska að heimsmáli

Sú staðreynd að enska skuli nú vera útbreiddasta tungumálið, stendur í nánu samhengi við stofnun og úbreiðslu breskra nýlendna. Um aldamótin 1600 var enska aðeins töluð í Englandi og suðaustur-hluta Skotlands. Aðeins um 7 milljónir manna voru enskumælandi. En í upphafi 17. aldar jókst áhugi Englendinga á verslun og nýlendum. Jafnframt því sem Englendingar lögðu undir sig landsvæði og stofnuðu n Lesa meira

Aleinn á toppnum

Breska 19. aldar skáldið William Blake ritaði eitt sinn að miklir atburðir eigi sér stað þegar menn og fjöll mætast. Ítalinn Reinhold Messner hefur tileinkað sér þessi spakmæli, en þau eru honum ekki hugleikin þegar hann að morgni 18. ágúst 1980 rankar við sér á botni djúprar jökulsprungu. Skekinn og skelfingu lostinn starir hann í kringum sig, en í myrkrinu grillir hann varla í útlínur í þessu kl Lesa meira

Þjóðin sé bardagafær

Eftir fyrri heimstyrjöld lagðist spænska veikin þungt á íbúa Evrópu og varð um 20 milljón manns að bana. Í síðari heimsstyrjöld óttuðust menn annan faraldur og árið 1942 hratt breska heilbrigðisráðuneytið af stað auglýsingaherferð undir yfirskriftinni „Hósti og hnerrar dreifa sjúkdómum“. Og föðurlandsástin var látin fylgja með: „Höldum þjóðinni bardagafærri“. Lesa meira

Íslömsk list byggð á stærðfræði

Fornleifafræði Svonefnd girih-mynstur sem prýða margar íslamskar byggingar frá miðöldum reynast nú leyna á sér. Eðlisfræðingar við Harvard og Princeton-háskóla í Bandaríkjunum segja að í þessum flatarmálsmynstrum leynist flókin hugsun sem sýni að byggingameistararnir bjuggu yfir mikilli þekkingu á stærðfræðilögmálum sem menn á Vesturlöndum uppgötvuðu ekki fyrr en 500 árum seinna. Mynstrin byggja Lesa meira

Fyrir 5.000 árum voru það sækýr sem voru heilagar

Það sem menn álitu fyrst að væri tilviljanakennd beinahrúga á eyjunni Akab, um 50 km norður af Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, reynist nú hreint ekki vera nein tilviljun. Beinin eru öll úr sömu tegund sækúa og þeim hefur verið raðað í ákveðið mynstur af ýtrustu nákvæmni. Mismunandi gerðir beina hafa verið lagðar í ákveðin lög og hauskúpunum komið þannig fyrir að þær vísa til austurs. Lesa meira

Rómverskt musteri stórt sólarúr

Pantheon hefur verið eins konar vörumerki Rómar allar götu síðan þessari 43 metra háu byggingu var lokið árið 128 e.Kr. En þetta hátt í 2.000 ára gamla musteri varðveitir sérstakan leyndardóm að áliti Roberts Hannah, fornleifafræðings hjá Otago-háskóla. Hannah telur musterið ekki aðeins hafa verið reist guðunum til dýrðar – Pantheon merkir „allir guðir“ – heldur hafi byggingin einnig verið hugs Lesa meira

Týndur persneskur her birtist upp úr sandinum

Fyrir 2.500 hvarf 50.000 manna persneskur her í eyðimörkinni í Vestur-hluta Egyptalands. Nú fyrst hafa fornleifafræðingar fundið leifar þessa hers sem týndist í sandstormi árið 525 f.Kr. eftir að hafa lagt af stað til vinjarinnar Siwa. Það var persneski stórkonungurinn Kambyses 2. sem að sögn sagnamannsins Heródóts var reiður við presta musterisins í Siwa, fyrir að neita að viðurkenna yfirráð h Lesa meira

Hvers vegna anga ilmvötn mismunandi á manneskjum?

Ilmvötn anga mismunandi á mönnum þar sem við erum ólík. Húð okkar er með einstaklingsbundna efnasamsetningu sem ræðst m.a. af erfðum og lifnaðarháttum. Það hefur áhrif á magn og samsetningu af vatni, fitusýrum, söltum, sykurefnum, prótínum og hárum á húðinni. Allt eru þetta þættir sem verka á hvernig ilmefnin bindast húðinni og hve hratt þau gufa upp. Ilmefni samanstanda af margvíslegum angand Lesa meira

Hver myndaði Neil Armstrong?

Þegar geimfarinn Neil Armstrong prílaði niður stigann niður á yfirborð tunglsins, kveikti hann sjálfur á lítilli tökuvél sem fest var á hlið lendingarfarsins Arnarins. Það var frá þessari vél sem heimsbyggðin fékk að sjá hinar frægu myndir af Armstrong stíga fæti á tunglið sumarið 1969. Neil Armstrong stóð svo tilbúinn með þessa sömu myndavél þegar félagi hans, Edwin „Buzz“ Aldrin kom niður sti Lesa meira

Sérkennilegasta bók heims

Í Yale-háskóla í Bandaríkjunum er að finna eitthvert merkasta safn gamalla og fáséðra bóka og handrita sem til er í heiminum. Þar á meðal er hið dularfulla Voynich-handrit sem hefur áunnið sér heitið „sérkennilegasta bók heims“. Enginn hefur náð að ráða í textann, þótt dulmálssérfræðingar, tölvusérfræðingar og málvísindamenn hafi unnið að því áratugum saman. Þetta mikla handrit er 240 síður og sjá Lesa meira

Hvaða teiknimyndasaga er elst?

Elsta teiknimyndasagan sem enn birtist er „The Katzenjammer kids“ sem margir Íslendingar kannast við undir dönsku nöfnunum „Knold og Tot“. Þessi teiknimyndasaga birtist enn í dag í um 50 blöðum og tímaritum víðs vegar um heim, en var fyrst birt í Bandaríkjunum 1897. Teiknarinn var af þýskum uppruna, Rudolph Dirks, og varð fyrstur til þess á síðari tímum að nota talblöðrur. Teiknimyndasöguformið Lesa meira

Ítali fann upp dulmálshjól

Ítalinn Leon Battista Alberti var einn af þúsundþjalasmiðum endurreisnartímans. Hann var rithöfundur, listamaður, arkitekt og áhugamaður um dulmál. Árið 1467 lýsti hann kóðahjóli sem samsett var úr tveimur málmskífum. Sú ytri var föst en þeirri innri mátti snúa. Á ytri skífunni voru bókstafirnir í stafrófsröð en mynstrið á innri skífunni var annað. Með hjálp kóðahjólsins var hægt að senda skila Lesa meira

Hattaband fyrirbyggir skalla

Þéttir hattar eru orsök lélegs blóðstreymis og þar með skalla. Þannig hljómaði algeng skýring á hárlosi í upphafi 20. aldar. Sem betur fer kemur bandarískt fyrirtæki árið 1914 með lausn: hattaband sem leyfir frjálst flæði blóðsins. Bandið er búið tveimur opum, einu á hvorri hlið höfuðsins þannig að blóðið renni óhindrað upp til hvirfils og næri hárrætur. Lesa meira

Heyrnarlaus aðstoðarkona bjó yfir snilligáfu

Henrietta Leavitt (1868-1921) var í lok 19. aldar ráðin að Harvard-stjörnuathugunarstöðinni, þar sem hún átti að flokka ljósmyndir af stjörnuhimninum. Hún var því nær heyrnarlaus, en reyndist búa yfir ótrúlegri hæfni til að lesa í stjörnumyndir. Leavitt kom sér upp ákveðinni tækni til að mæla ljósstyrk einstakra stjarna. Hún rannsakaði síðan svonefnda sefíta, stjörnur með mjög reglulegri birtus Lesa meira

Fimm embættismenn grafnir upp í Kína

Fornleifafræði Við byggingarframkvæmdir í Turfan í Norðvestur-Kína, komu byggingarverkamenn fyrir tilviljun niður á uppþornuð og vel varðveitt lík fimm karlmanna. Allir höfðu mennirnir langan hárdúsk, voru um 170 sm á hæð og allir klæddir í jakka og buxur úr bómull. Bráðabirgðarannsóknir benda til að mennirnir hafi verið embættismenn hjá Qing-keisaraættinni sem ríkti frá 1644 til 1912. Enn er Lesa meira

Faðir sagnfræðinnar ferðaðist víða um lönd

Það er ekki að ástæðulausu sem Grikkinn Heródót (um 480-420 f.Kr.) hefur verið faðir sagnfræðinnar. Stórvirki hans, Historia, eða Saga, er elsta stóra ritsmíðin í óbundnu máli og er hér að finna fjöldann allan af lýsingum á framandi menningu og borgum sem Heródót heimsótti sjálfur í fjölmörgum ferðum sínum. Hann var nefnilega sjálfur mikill ferðalangur og tókst margoft á hendur löng og erfið ferða Lesa meira

Landbúnaður á hótelþaki

Árið 1904 var Ansonia-byggingin í New York opnuð. Hér var 17 hæða hótel og flottheitin meiri en áður höfðu sést. Í anddyrinu var stærðar gosbrunnur þar sem selir voru á sundi og gestir gátu fengið mat framreiddan á herbergjum sínum. Sérvitur auðmaður, William Earl Dodge Stokes, teiknaði hótelið. Meðal hugmynda hans var sú, að bjóða upp á alveg ferskar afurðir. Á þakinu var því eins konar örbýli Lesa meira

Af hverju skrifa konur mýkra?

Sú fræðigrein sem fjallar um samhengið milli persónuleikans og rithandarinnar er ekki vísindagrein í strangasta skilningi, en síðan rithandarfræðin var sett í ákveðið kerfi í lok 19. aldar hafa rithandarsérfræðingar alla tíð talað um dæmigerða rithönd konu annars vegar og karls hins vegar. Hin dæmigerða rithönd konu einkennist af mjúkum boglínum en karlmannsrithöndin einkennist á móti af beinum lí Lesa meira

Hermenn skutu fíl með tannpínu

Fíllinn tók peningana mína og lét mig hafa þá aftur, hann tók af mér hattinn, opnaði fyrir mig dyr og kom svo kurteislega fram að ég vildi óska að ég hefði hann fyrir þjón.“ Þannig lýsti Byron lávarður kynnum sínum af fílnum Chunee í London 1813. Þessi sviðsvani karlfíll var aðalstjarna í fjölleikahúsi og yfirveguð og vinaleg framkoma hans ásamt greindarlegu atferli, varð þess valdandi að hann Lesa meira

Konur vilja helst hellisbúa

Þegar karlmaður einu sinni hefur sagt konunni sinni að hann elski hana gerir hann ekki ráð fyrir að þurfa að endurtaka sig. Konur hafa hins vegar þörf fyrir að endurmeta stöðugt ástarsambandið og það felur í sér að báðir aðilar tjái hvor öðrum ást sína með reglulegu millibili. Þannig lýsir hinn vinsæli hjónabandssérfræðingur John Gray þessu í bók sinni „Karlar eru frá Mars og konur frá Venus“ o Lesa meira

Fuglsmynd dulin á glæsibúnum hjálmi

Árið 1939 fann fornleifafræðingurinn Basil Brown engilsaxneska grafreitinn Sutton Hoo í Bretlandi, en hann er frá 6. öld. Í einni af ríkmannlega búnum gröfum fannst sverð, glæsiskjöldur og veldissproti konungborins manns. Í gröfinni var líka ríkulega skreyttur hjálmur með andlitsgrímu. Augnabrúnir, nef og yfirskegg skapa mynd af fugli með þanda vængi." Lesa meira

Fíllinn reyndist gullnáma

Það vakti mikla ólgu þegar Dýragarðurinn í Lundúnum seldi árið 1882 stóran afríkanskan fíl, Jumbo, til Barnum & Baley Circus í BNA. Þúsundir barna sendu mótmælabréf, en án árangurs og fíll hélt yfir hafið. 10.000 dölum fátækari auglýstu sirkuseigendurnir þennan vinsæla fíl á plakötum og tíu dögum síðar höfðu þeir rakað saman 30.000 dölum. Jumbo var dáður og elskaður. Nafn hans birtist á spil Lesa meira

Víkingar í litklæðum

Klæði víkinga voru litríkari en talið hefur verið. Þetta segir nú sænski fornleifafræðingurinn Annika Larsson. Rannsóknir á fatnaði, m.a. frá Svíþjóð og Rússlandi, sýna að einkum karlmenn hafa verið hrifnir af sterkum litum, breiðum silkiborðum og litlum ísaumuðum speglum. Kenningin er sú að víkingarnir hafi orðið fyrir áhrifum frá Austur-Evrópu og til þeirra borist efni frá silkileiðinni svonefnd Lesa meira

Tíu tímar í sólarhring í frönsku byltingunni

Franska byltingin sneri samfélaginu á haus. Lúðvík 16. konungur var settur af 10. ágúst 1792 og tæpum hálfum öðrum mánuði síðar var fyrsta lýðveldinu komið á fót. Sá dagur, 22. september, varð svo dagur nr. 1 í nýju tímatali sem þingið tók upp í október 1793. Byltingartímatalið átti að verða tákn nýrra tíma í Frakklandi. Vissulega var árinu áfram skipt í 12 mánuði, en að öllu öðru leyti var gre Lesa meira

Múmíur frá ýmsum tímum finnast í sömu gröfinni

Í pýramídabænum al-Lahun, á vesturbakka Nílar og fyrir sunnan Kaíró, hafa egypskir fornleifafræðingar fundið grafreit með 53 vel varðveittum múmíum. Sumar eru allt að 4.000 ára gamlar og lágu í fagurlega skreyttum trékistum í gröfum sem höggnar voru í klöpp. Auk múmíanna fundu fornleifafræðingarnir 15 málaðar andlitsgrímur, leirmuni, heillagripi og kapellu með fórnarborði. Af múmíunum hafa 4 ve Lesa meira

Forfeður okkar stunduðu sjó fyrir 130.000 árum

Jafnvel fleiri hundruð þúsund ára gömul steináhöld sem fundist hafa á Krít benda til að forfeður okkar hafi verið færir um langar sjóferðir og nýtt landnám löngu áður en menn hafa talið. Bandarískir og grískir vísindamenn hafa fundið um 2.100 áhöld á suðurströnd þessarar grísku eyju. Aldursgreining sýnir að þau séu a.m.k. 130.000 ára en gætu mögulega verið allt að 700.000 ára. Vísindamennirnir tel Lesa meira

Norður-Kóreubúar flýja stríð yfir hrunda brú

Á flótta undan framrás herafla í Kóreustríðinu þurftu norður-kóreskir borgarar að fara yfir rústir brúar yfir fljótið Taedong á leið þeirra suður á bóginn. Myndin er tekin þann 4. desember 1950 af bandaríska ljósmyndaranum Max Desfor á svæði sem nú tilheyrir Norður-Kóreu. Heraflar Kínverja og Norður-Kóreumanna höfðu nýverið náð höfuðborginni Pyongyang á sitt vald, og sjálfur hafði ljósmyndarin Lesa meira

Áhugamaður finnur risasjóð

5 kg af gulli og 1,3 kg af silfri. Þetta er magn eðalmálma í fornum fjársjóði sem nýlega fannst í héraðinu Staffordshire á Englandi. Þetta er einn stærsti fjársjóður sem fundist hefur á Bretlandseyjum. Hér eru m.a. gullgripir með áletrunum og inngreyptum eðalsteinum, trúlega frá 7. eða 8. öld. Gripirnir eru alls fleiri en 1.500 og flestir tilheyra vopnum eða öðrum stríðsbúnaði. Það var áhugamað Lesa meira

Hvenær varð fornleifafræðin til?

Það var strax á 9. öld sem íslamskir sagnfræðingar í Egyptalandi sýndu egypskum fornleifum áhuga og hámenntaðir Kínverjar grófu sig niður á menningarminjar og tækniuppfinningar forfeðra sinna sem eins konar áhugafornleifafræðingar. En það er þó Þjóðverjinn Johann Joachim Winckelmann (1717-1768) sem telst hafa lagt grunninn að nútímafornleifafræði. Hann var sérfræðingur í grískri og rómverskri list Lesa meira

Skátar stöðva hnerra

Þegar skáti læðist um í náttúrunni, getur hávær hnerri auðveldlega afhjúpað hann. Sérhver góður skáti þarf því að kunna að stöðva hnerrann. Og eins og sjá má á þessari mynd úr sígarettupakka frá 1912, þarf ekki annað en að halda vísifingri upp að nefinu og þrýsta þar til hnerraþörfin hverfur. Player‘s var eitt af fyrstu bresku tóbaksfyrirtækjunum sem settu safnaramyndir í sígarettupakkana. Ein my Lesa meira

21 fórust í sykurflóði

Með miklum hvelli springur gríðarstór tankur við höfnina í Boston fyrirvaralaust. Út úr þessum 15 metra háa geymi þeytast 9 milljón lítrar af þykkfljótandi og límkenndri sykurlausn af svo miklum krafti að hún myndar fjögurra og hálfs metra flóðbylgju sem veldur eyðileggingu og dauða. Heilu húsin lyftast af undirstöðum sínum og lest á upplyftri braut fer út af sporinu þegar stálsúlurnar gefa sig ve Lesa meira

Steinaldarþjóð fórnaði fötluðum börnum

Fornleifafræði Evrópskir ættbálkar veiðimanna og safnara fórnuðu bæði fullfrískum og fötluðum börnum á tímabilinu 26000 - 8000 f.Kr. Í þremur fjöldagröfum í Rússlandi, Tékklandi og Ítalíu hefur ítalski vísindamaðurinn Vincenzo Formicola við háskólann í Pisa allavega fundið ummerki sem benda til fórnarathafna á þessu tímabili. Engar af beinagrindunum bera ummerki banvæns ofbeldis en í öllum til Lesa meira

Slagorð skrifuð á rómverska mynt

Ísraelskir fornleifafræðingar hafa fundið næstum 1.900 ára gamlan fjársjóð í afskekktum helli í Hebronfjöllum. Þarna fundust um 120 peningar og ýmis vopn sem uppreisnarmenn gegn Rómverjum hafa trúlega skilið eftir sig. Gyðingar, sem voru á flótta eða gerðu uppreisn, héldu oft til í hellum og báru þangað með sér allt mögulegt, allt frá mat og drykk til handrita. Peningarnir sem þarna fundust eru Lesa meira

20 kynja tungumál

Karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn eru okkur kunn málfræðihugtök. Í afríska tungumálinu fulfulde, er þetta nokkru flóknara. Fulfulde er talað á Sahel-beltinu fyrir sunnan Sahara og er að líkindum það tungumál sem hefur flest málfræðileg kyn, nefnilega um 20. Málvísindamenn koma sér ekki fyllilega saman um nákvæma tölu, í þessu tungumáli er ákveðið kyn haft um litla, kringlótta hluti, en annað um fla Lesa meira

Indlandshjálp varð af hamförum

Vísindi Vesturlanda munu breyta Indlandi. Þetta var viðkvæðið í auglýsingum Union Carbide um 1960. Og forsvarsmenn þessa efnaiðnaðarfyrirtækis reyndust hafa rétt fyrir sér. Union Carbide var fyrst bandarískra stórfyrirtækja til að koma undir sig fótunum á Indlandi og 1984 átti það sök á versta umhverfisslysi sögunnar. Í skodýraeiturverksmiðjunni í Bhopal, skammt frá Mumbai, hafði gasaðvörunarkerfi Lesa meira

Gasgrímuæði

Óttinn við efnavopnaáras í síðari Heimsstyrjöldinni jók spurn almennings eftir gasgrímum. Hvarvetna mátti sjá fólk með grímur – jafnvel á baðströndunum. Gríman var upphaflega fundin upp árið 1799 til að verja námuverkamenn fyrir hættulegum gastegundum." Lesa meira

Ráðgátan um bláu Majamálninguna leyst

Fornleifafræði Fornleifafræðingum hefur lengi verið það mikil ráðgáta hvernig Majar framleiddu þá bláu málningu sem er svo einkennandi fyrir menningu þeirra. Nú hefur hópur vísindamanna undir forystu Deans E. Arnold við Field-safnið í Bandaríkjunum uppgötvað aðferðina. Majablátt, eins og þetta litarefni kallast, þolir sýrur, veðrun, öldrun og jafnvel hreinsiefni nútímans. Af þessum sökum er li Lesa meira

Hvernig varð þverflautan til?

Elstu þverflauturnar eru frá 9. öld f.Kr. en þá voru flautur algengar í Kína og Japan. Fyrstu þverflauturnar voru úr tré og afar frumstæðar. Þær voru því lakari hljóðfæri en blokkflautur og sennilega mest notaðar til merkjasendinga. Í Evrópu voru þverflautur allt fram á 17. öld einkum notaðar í her og þá svokallaðar svissneskar flautur, háværar og gjallandi þverflautur. Á 17. og 18. öld urðu Lesa meira

Þegar erkifjendurnir mættust á Sikiley endaði það með blóðbaði

Sem liður í undirbúningi á stækkun járnbrautateina var svæði nokkurt á norðurströnd Sikileyjar rannsakað árið 2008 af fornleifafræðingum frá Palermo. Að sögn forstöðumannsins dr. Stefano Vassallo voru menn ekki í vafa um að þarna væri einhverjar grafir að finna. Rústirnar af hinum forna gríska bæ Himera voru enda skammt undan. En umfang grafreitsins kom á óvart. Fyrstu útreikningar benda til að þ Lesa meira

Sofandi kona verður fyrir loftstein

Sum slys eru fáránleg. Önnur alls ólíkleg og einmitt slíkt slys átti sér stað þriðjudaginn 30. nóvember 1954 og gerði bandaríska konu svo víðfræga að blaðamenn sátu um hús hennar í marga daga. Þetta furðulega óhapp átti sér stað um hádegisbilið þegar Ann Hodges hugðist leggja sig í smástund. Hún vaknaði við mikinn hávaða og fann fyrir verkjum í mjöðminni áður en hún uppgötvaði að steinn á stær Lesa meira

Stærstu steinaxir heims

Fjórar axir, hver um sig meira en 30 sm að lengd, eru stærstu steinverkfæri sem fundist hafa. Axirnar fundust á síðasta áratug 20. aldar í uppþurrkuðu stöðuvatni í núverand Kalahari-eyðimörk, en hafa ekki verið rannsakaðar fyrr en nú, þegar vísindamenn við Oxford-háskóla komust á snoðir um tilvist þeirra. Aldursgreiningar hafa ekki verið gerðar, en axirnar gætu verið allt frá 10 til 150 þúsund ára Lesa meira

Við erum sköpuð til að trúa

Þeir sitja í kyrrð og ró og biðja í daufri lýsingunni í kirkjunni. Ef við virðum fyrir okkur umhverfið er engu líkara en að háar steinsúlurnar, litríkar mósaíkmyndirnar og gylltir róðukrossarnir gefi til kynna guðdómlega nærveru. Annars staðar í heiminum eru það gullin hof og moskur sem ramma tilbeiðsluna inn á stórbrotinn hátt og engin þörf er fyrir að ferðast til Rómar né Mekka til að vera umvaf Lesa meira

Bak við arfsögnina - Ræningi verður góðmenni

Hver kannast ekki við Hróa hött? Þessa glæsilegu og virtu alþýðuhetju sem leyndist í Skírisskógi utan við Nottingham í Englandi og stal frá hinum ríku en gaf fátækum. Þjóðsagan um Hróa, eða Robin Hood, hefur vakið aðdáun í hátt í 800 ár. En var þessi frægi útlagi til í raun og veru? Öldum saman hafa fræðimenn án árangurs leitað sannana sem í eitt skipti fyrir öll geti staðfest eða afsannað tilvis Lesa meira

Flugmaður opnaði fyrsta flugbíóið

Sem fyrrverandi flugmaður í bandaríska flotanum var Ed Brown yngri sannfærður um að flugvélar ættu eftir að verða algeng einkafarartæki. Þann 3. júní 1948 opnaði hann því stórt flugvélabíó skammt frá Wall Township í New Jersey. Gestir áttu að koma fljúgandi, lenda á mjórri flugbraut við hliðina á bíóinu og leggja síðan flugvélunum framan við stórt sýningartjald. Alls var rými fyrir 25 flugvélar Lesa meira

Hvers vegna teiknuðu Egyptar alltaf fólk frá hlið?

Á tímum faraóanna fylgdi egypsk list föstum reglum og líkaminn var alltaf sýndur þannig að allir útlimir sæjust eins greinilega og hægt var. Egyptar teiknuðu andlit, handleggi og fætur í prófíl, meðan bolurinn og augu voru jafnan teiknuð framan frá. Með þessum hætti gat teiknarinn sýnt mest af allri fyrirmyndinni. Þetta var í reynd hugmyndin að baki teikningum og lágmyndum, sem er einkum að fin Lesa meira

Maðurinn notaði eldinn fyrr en talið hefur verið

Það eru a.m.k. 72.000 ár síðan menn sem bjuggu á suðurodda Afríku tóku að nota eld til áhaldagerðar. Þessir ævafornu nútímamenn þróuðu sérstaka aðferð til að gera breytingar á steinum með því að brenna þá og tókst þannig að skapa sér verkfæri sem auðvelduðu þeim lífsbaráttuna. Kyle Brown, hjá Höfðaborgarháskóla, segir þetta merkja að forfeður okkar hafi verið greindari en menn hafa fram að þessu g Lesa meira

Dauður páfi grafinn upp og réttað yfir honum

Í janúar 897 lét Stefán VI. páfi grafa upp lík fyrirrennara síns, Formosusar páfa, og stilla því í sæti sakbornings í einhverjum fáránlegustu réttarhöldum sögunnar. Líkið sat í hásæti meðan Stefán VI. las yfir því ákærur sínar. Einn af þjónum kirkjunnar annaðist málsvörn hins látna, sem að lokum var dæmdur sekur um að hafa rænt páfatitlinum af fyrirrennara sínum. Þegar dómur hafði verið kveðinn up Lesa meira

Ítali teiknaði kort fyrir keisarann í Kína

Meðal fyrstu Vesturlandabúa sem settust að í Kína var ítalski jesúítinn Matteo Ricci, sem þangað kom í lok 16. aldar. Hann kynnti bæði vísindi og trúarbrögð Vesturlanda við keisarahirðina. Að tillögu Wanlis keisara teiknaði Ricci árið 1602 landakort, hið fyrsta í Kína sem sýndi bæði austrið og vestrið. Á meira en 5 fermetra blað úr viðkvæmum ríspappír teiknaði Ricci öll heimsins lönd. Hann bæði te Lesa meira

Djöfulsins tíska vakti upp reiði kaþólsku kirkjunnar

Klofbótin þótti hátíska meðal herramanna á miðöldum. Þetta var klæðispungur, sem huldi kynfæri karla. Klofbætur voru af margvíslegum gerðum. Sumar voru sívalar, en aðrar sem belgir, oft útsaumaðar og festar við buxurnar með snæri, slaufum eða hnöppum. Það má helst líkja þeim við pungbindi íþróttamanna nú á dögum. Klofbótin var lausn á vanda nokkrum sem varð þegar tískan breyttist á 15. öld. Lesa meira

Hvaðan fengu Inkarnir allt gullið?

Öldum saman eftir að Spánverjar herjuðu á menningarsvæði í Suður-Ameríku, fluttu skip þeirra gull í tonnatali heim til Spánar. Í fjöllum Mið- og Suður-Ameríku var og er mikið gull. Gullið hefur lent hér eftir klassískan árekstur meginlands- og úthafsfleka í jarðskorpunni. Það er einmitt í sams konar fjöllum sem margar af stærstu gullnámum heims er að finna. Nokkuð af gulli er að finna í öllu fjall Lesa meira

Þýskar steinaldarmannætur

Fleiri þúsund brotin mannabein og höfuðkúpur, sem fundist hafa við þorpið Herxheim í Suður-Þýskalandi, segja grimmúðlega sögu. Fyrir um 7.000 árum var a.m.k. 500 manns slátrað hér, líkin hlutuð sundur og étin. Þetta segir franski mannfræðingurinn Bruno Boulestin, sem álítur að ástæðan hafi verið mikil félagsleg og pólitísk kreppa sem þá hafi ríkt í Evrópu." Lesa meira

Fyrsta Everest-gangan kannski 1924

Samkvæmt kennslubókunum voru það Nýsjálendingurinn Edmund Hillary og Nepalinn Tenzing Norgay sem fyrstir manna náðu alla leið á tind Everestfjalls árið 1953. Hugsanlegt er hins vegar að tveir Englendingar hafi komist á tindinn heilum 29 árum fyrr, þeir George Mallory og Andrew Irwine. Þann 8. júní lögðu þeir af stað á tindinn en sáust aldrei framar á lífi. Menn hafa fundið bæði ísöxi Irwines og Lesa meira

Hvar eru bein Hitlers?

Síðustu dagar Þriðja ríkisins einkenndust af blóðbaði og eyðileggingu. Miklir bardagar geisuðu í Berlín og í rammgerðu loftvarnarbyrgi undir Þinghúsinu í Berlín frömdu Adolf Hitler og Eva Braun sjálfsmorð þann 30. apríl 1945. Þegar aðstoðarforingi Hitlers, Heinz Linge, hafði gengið úr skugga um að bæði væru látin voru líkin borin upp í sundursprengdan garð að baki byggingunum þar sem bensíni var h Lesa meira

Hvenær komu menn til Ameríku?

Kenning 1 - Clovis-Fólkið kom fyrst Menn komu til Ameríku úr norðurátt fyrir 13.500 árum Fyrir tæpum 80 árum var sú kenning sett fram að asískir veiðimenn hafi orðið fyrstir til að taka hin amerísku landsvæði í notkun. Bráðnandi jöklar sköpuðu þá tækifæri til að komast til Ameríku að norðan. Til vitnis um þetta voru mörg þúsund spjótsoddar sem fundust við bæinn Clovis. SAGA KENNINGARINNARÁ Lesa meira

Hvaðan þekkja menn norræna goðafræði?

Þekking manna á norrænni goðafræði kemur fyrst og fremst úr Eddunum tveimur, Eddukvæðum og Snorra-Eddu, þar sem Snorri Sturluson skrifaði m.a. sagnir af goðunum. Höfundar kvæðanna í eldri Eddunni eru óþekktir, en í þessari bók er bæði að finna goðakvæði og hetjukvæði. Þekktust goðakvæðanna eru Hávamál og Völuspá þar sem segir af sköpun heimsins, endalokum hans og endurreisn. Óðinn, sem er æðstu Lesa meira

Af hverju létu stórveldin Arabíuskagann eiga sig?

Löndin norðan sjálfs Arabíuskagans, svo sem Sýrland, Ísrael, Jórdanía og Líbanon hafa gegnt ákveðnu hlutverki á sögulegum tímum. En þar sem nú er Sádi-Arabía var ekki að finna sambærilegar auðlindir og nú. Það var ekki fyrr en eftir 1930 sem menn fundu þær gríðarlegu olíulindir sem síðan hafa skapað Sádi-Arabíu stórt hlutverk gagnvart hinum iðnvæddu ríkjum í vestri. Þá sem nú var ekki nægilegt va Lesa meira

Skyggn kona dæmd sem norn 1944

Sagan hefst 1941 þegar þýskur kafbátur skaut þremur tundurskeytum að enska herskipinu Barham. Skipið sökk og 861 sjómaður drukknaði. Þjóðverjarnir voru ekki vissir um að þeir hefðu hitt og breska flotastjórnin ákvað að halda atburðinum leyndum. Um svipað leyti hélt skoska konan Helen Duncan miðilsfund og sagði þar frá því að Barham hefði sokkið. Einn hinna látnu sjómanna hafði fært henni tíðindin. Lesa meira

Þekking gegn trú

Hjá Forngrikkjum var ekki að finna neinn almáttugan guð, sem með eigin höndum knúði heiminn áfram. Guðir þeirra stóðu álengdar og skemmtu sér dátt yfir háttalagi manna. Með almáttugan Guð að baki er engin ástæða til að undrast umheiminn – honum stýrir jú guðinn á sinn órannsakanlega máta. En þar sem Grikkir höfðu engan slíkan, þurftu þeir að hugsa sjálfstætt. Þeir leiddu inn eina helstu grundvalla Lesa meira

Leysiblossi gæti orðið fyrsta lífstáknið

Þann 8. apríl 1960 hóf mannkynið að hlusta eftir ummerkjum um vitsmunaverur annars staðar í geimnum, þegar ungur stjörnufræðingur, Frank Drake, beindi útvarpsbylgjusjónauka sínum að stjörnunni Tau Ceti. Merkin voru prentuð út á pappírsstrimil og Drake sat lengi og fylgdist með hvort skrifnálin tæki skyndilegan kipp. En ekkert gerðist og nokkrum tímum síðar hvarf stjarnan niður fyrir sjóndeildarhri Lesa meira

Fleygðu Mayar líkum í drykkjarvatn?

Vísindamenn vita ekki hvort Mayar drukku vatn úr fórnarbrunnum sínum. En hvorki hafa fundist neinar arfsagnir né fornleifar sem beri því vitni að fólk hafi sýkst af vatni úr þessum brunnum. Yfirleitt gera vísindamennirnir ráð fyrir að vatn hafi ekki verið sótt í fórnarbrunnana, t.d. Cenote Sagrada (hinum heilaga brunni) í borginni Chichén Itzá, heldur hafi allt aðrir brunnar verið notaðir sem dryk Lesa meira

Af hverju eru hellaristur svo einfaldar?

Hellaristur í Skandinavíu voru einkum gerðar af bronsaldarmönnum á árabilinu 2000-500 f.Kr. Heilabú þeirra var nákvæmlega jafn þroskað og hjá núlifandi mönnum. Ástæða þess að myndirnar skuli ekki vera vandaðri og eðlilegri er sem sagt ekki skortur á hæfileikum, heldur fremur sú að heimsmynd þessa fólks hafi verið önnur en okkar. Miklu eldri hellamálverk t.d. Lascaux í Frakklandi eru mun nær verule Lesa meira

Innrás Coca-Cola

The Coca-Cola Company er órjúfanlegur hluti bandarískrar menningar, og fyrirtækið sem var stofnað árið 1892 býr yfir einu stærsta framleiðslu- og dreifingarkerfi heims. Þessari auglýsingu frá árinu 1910 var beint að veitingahúsum og hótelum. Fyrirtækið hvetur viðkomandi til að komast í biðröðina og að geta þannig verið þátttakendur í innrásinni, og ekki síst öðlast „big profits“. Engan hefði þó gr Lesa meira

Kvenlegt útlit faraós vegna sjúkdóms

Fornleifafræði Lengi hafa vísindamenn undrast afar sérkennilegt andlitsfall og líkamsbyggingu egypska faraósins Akenatons (eða Ikn-Atons), en nú telur bandaríski húðsjúkdómalæknirinn Irwin Braverman sig hafa fundið skýringuna. Hann telur Akenaton, sem ríkti 1379 - 1362 f.Kr., hafa þjáðst bæði af offramleiðslu ensímsins aromatase og beinasjúkdómnum kraniosynostose, sem olli því að höfuðbeinin grer Lesa meira

Sögu Mayanna þarf nú að endurskrifa

William Saturno var bæði orðinn örþreyttur og aðframkominn af þorsta þar sem hann hjó sér leið gegnum þéttan skógargróðurinn með sveðju vorið 2001. Þessi bandaríski fornleifafræðingur bar alls 20 kg af myndavélabúnaði á bakinu og í fylgd með honum voru 5 leiðsögumenn, sem ætluðu að fylgja honum til San Bartolo – staðar langt inni í frumskóginum í Petén-héraði í Gvatemala, þar sem grafarræningjar v Lesa meira

Jafnvel börn geta notað Gillette

Árið 1903 byrjar Gillette að framleiða rakvél með skiptanlegu blaði. Í október það ár birtast fyrstu auglýsingarnar í blöðum og tímaritum. Í auglýsingunum er lögð áhersla á öryggi, ásamt því að eftir raksturinn sé húðin jafn mjúk og á kornabarni. Já, jafnvel kornabarn getur notað Gillette án þess að skera sig. Lesa meira

Tölvur ráða gamalt skrifletur

Indus-menningin blómstraði um 2600-1900 f.Kr. við Indusfljót þar sem nú er Pakistan og Norðvestur-Indland. Lengi hefur leikið vafi á því hvort raunverulegt skrifletur væri á innsiglum sem varðveist hafa, eða hvort þetta væru trúartákn. Nú hafa vísindamenn hjá Washington-háskóla fundið málfræðilegt kerfi í táknunum. Um 400 tákn hafa varðveist en ekki er auðvelt að ráða í merkingu þeirra, þar eð set Lesa meira

Hvers vegna er janúar fyrsti mánuður ársins?

Áramótum hefur verið fagnað síðan í fornöld, en janúar hefur ekki alltaf verið fyrsti mánuður ársins. Babýloníumenn hófu nýtt ár á vorin í upphafi nýs landbúnaðarárs. Rómverjar héldu upp á áramót nálægt jafndægri á vori í mars fram til 153 f.Kr. Þessi mánuður var helgaður stríðsguðinum Mars og á þessum tíma tóku nýir konsúlar við völdum í öldungadeildinni. Menn héldu upp á áramótin með því að gefa Lesa meira

Frumbyggjar fóru langt út í heim

Þúsund ára gamlar hellamyndir í Norður-Ástralíu sýna að frumbyggjar álfunnar voru í sambandi við umheiminn löngu áður en landkönnuðurinn James cook kom til Ástralíu árið 1770. Þetta segir Paul Tacon, prófessor við Griffith-háskóla í Queensland. Sönnunin er að sögn Tacons fólgin í myndum sem sýna hús á eyjunni sulawesi í indónesíu, seglbáta frá sama svæði og teikning af apa í tré. Þet Lesa meira

Líkum bætt í fjölnota gröf

Í Þýskalandi er nú verið leggja nýja járnbraut milli Erfurt-Halle og Leipzig – þýskum fornleifafræðingum til mikillar ánægju. Þeir fá nefnilega að rannsaka landið áður en vinnuvélunum er hleypt að. Afraksturinn er þegar kominn upp í 55.000 muni sem fundist hafa á alls 75 hekturum. Fornleifafræðingarnir hafa fundið 8 grafir frá tímum svonefndrar Aunjetitz-menningar (um 2200-1600 f.Kr.), sem fræg e Lesa meira

Elstu fótsporin fundin í Kenya

Steingervingafræði Skammt frá þorpinu Illeret við Turkana-vatn í Norður-Kenya hefur lítill hópur forsögulegra frummanna á göngu skilið eftir sig meira en 30 fótspor í steinrunnum leir. Sporin eru frá mikilsverðu tímabili í þróunarsögunni – þegar ætt manna, Homo, var að þróast og leggja undir sig landið á tveimur fótum. Hvaða tegund frummanna hefur verið hér á ferð er ógerlegt að segja með neinn Lesa meira

Er sorg alltaf fylgifiskur dauðsfalls?

Balí er hluti Indónesíu og í rannsókn sem gerð var allmörgum árum reyndist Indónesía eina landið af þeim 75 sem rannsóknin náði til, þar sem fólk grét ekki í tengslum við andlát. Á Balí má þvert á móti sjá fólk ganga um brosandi eða jafnvel hlæjandi og segja frá andláti ástvinar. Hafi t.d. ung kona misst eiginmann sinn er haft í flimtingum að heimurinn sé fullur af karlmönnum og hún muni fljótlega Lesa meira

Hvernig myndast klappir með steini ofan á?

Sums staðar í heiminum má sjá þessi furðulegu fyrirbæri: stórar klapparsúlur þar sem engu er líkara en einhver hafi vandað sig við að koma fyrir stórum steini uppi á toppnum. Einkanlega í Bandaríkjunum er að finna klettalandslag þar sem slíkar súlur standa, t.d. í Bryce-gili í Utah. Klapparsúlur af þessu tagi hafa myndast við veðrun. Vatn hefur náð að grafa sig niður í yfirborðsklöpp og áfram n Lesa meira

Ósnortin gröf opnuð eftir 2.600 ár

Í Egyptalandi hafa nú 30 ósnortnar múmíur fundist í grafhýsi á 10 metra dýpi undir eyðimerkursandinum við dauðaborgina Saqqra sem var grafstæði Memphisborgar þar skammt frá. Það heyrir til undantekninga að finna grafir sem grafarræningjar hafa ekki komist í á svo löngum tíma sem liðinn er frá því að þetta fólk var lagt hér til hinstu hvílu á dögum 26. konungsættarinnar, eða fyrir um 2.600 árum. Lesa meira

Flakleitarmenn finna sokkið sjúkraskip

Eftir meira en 60 ár á hafsbotni er ástralska sjúkraskipið Centaur nú komið í leitirnar á rúmlega 2 km dýpi. Japanskur kafbátur sökkti skipinu með tundurskeyti þann 14. maí 1943 út af Brisbane í Ástralíu og af 332 um borð lifðu aðeins 64 af, meðal þeirra ein af 12 hjúkrunarkonum. Síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk hafa ýmsar tilraunir verið gerðar til að finna flakið, en það varð á endanum hin Lesa meira

Þeir fundu stærsta gullklump heims

John Deason og Richard Oates héldu í fyrstu þetta vera stóran stein þegar þeir í febrúar 1869 duttu í lukkupottinn í Moliagul í Ástralíu. Þeir vissu þó skjótt að hann var heillar formúu virði, en reyndar ekki að hann væri stærstur í heimi. Hann hlaut nafnið Welcome Stranger og vóg heil 72,02 kg af hreinu gulli. Það met stendur enn. Gullið færði þeim 9.583 pund sem þóttu heil auðæfi á þeim tíma. Lesa meira

Inkarnir voru heilaskurðlæknar

Fornleifafræði Fyrir heilum þúsund árum boruðu Suður-Ameríkumenn göt á höfuðkúpuna til að létta þrýstingi af heilanum, t.d. vegna blóðsöfnunar. Fornleifafræðingar við Suður-Connecticut-háskóla og Tulane-háskóla í New Orleans hafa rannsakað 411 höfuðkúpur sem fundust í grafreitum nálægt Guzco í Perú og í furðu mörgum fundust göt. Höfuðkúpurnar sem rannsakaðar voru hafa verið opnaðar á árabilinu Lesa meira

Tröllið tamið

Sú vera sem kemur skjögrandi niður fjallið í morgunskímunni þann 26. maí 1953 líkist helst snjómanninum hræðilega. Fáum metrum aftan við hann kemur önnur manneskja í ljós. Báðar eru klakabrynjaðar og hreyfa sig með stífum skrykkjóttum skrefum. Með fyrirferðarmikla bakpoka, súrefnisgrímu fyrir andlitið og hár sem stendur frosið í allar áttir skjögra mennirnir hljóðir í átt að Edmund Hillary og Geor Lesa meira

Kafbátur sökk eftir klósettferð

Á lokadögum seinni heimsstyrjaldar þurfti skipstjóri þýska kafbátsins U-1206 á klósettið. Kafbáturinn var á siglingu á um 60 metra dýpi meðfram norðurströnd Skotlands. Því miður kunni skipstjórinn, Karl Adolf Schlitt, ekki í smáatriðum á þetta nýja klósett sem nýbúið var að setja upp. Hann kallaði tæknimenn sína á vettvang og þeir opnuðu – því miður rangan loka. Sjór flæddi inn og niður á rafhl Lesa meira

Nýr skanni afhjúpar líf múmíunnar

„Þegar ég var í þann veginn að yfirgefa Luxor, sendi Mohammed gamli Mohasseb mér boð um að hann vildi sýna mér eitthvað. Eftir talsvert þras og leynimakk sýndi hann mér á endanum undursamlega litskreytta múmíukistu.“ Þetta skrifaði bandaríski fornleifafræðingurinn James Henry Breasted í bréfi til konu sinnar þann 25. janúar 1920. Honum tókst að prútta verðið niður í 320 pund og tók kistuna með sé Lesa meira

Fílskýrin Mary var hengd

Sirkusfíllinn Mighty Mary tróð einn gæslumanna sinna til bana úti á miðri götu í Tennessee árið 1916. Óttasleginn múgurinn krafðist hefnda og ekki var um annað að ræða en að taka Mary af lífi. Sirkusstjórinn setti keðju um háls skepnunnar og hífði hana upp í krana. Keðjan gaf sig en aftakan heppnaðist í annarri tilraun. Lesa meira

Sögufrægt herskip kannski fullt af gulli

Bandaríska fjársjóðsleitarfyrirtækið Odyssey Marine Exploration fann, á árinu 2008, skipsflak sem nú hefur komið í ljós að er HMs Victory sem fórst fyrir meira en 250 árum á Ermarsundi. Skipið var á leið heim frá Portúgal árð 1744 undir stjórn hins reynda flotaforingja, Johns Balchin, en aðfaranótt 5. október hvarf það úr skipalestinni. Hin skipin náðu heil til hafnar en HMs Victory ekk Lesa meira

Ár dauðans

Dauðinn situr um hvern þann sem hyggst klífa hæsta tind heims. Að meðaltali leggja um 300 fjallgöngumenn á Everest árlega og það eru ekki allir sem snúa lifandi frá þeirri glímu. Fjallið hefur til þessa kostað um 220 manns lífið, þar af 15 á „Ári dauðans“ árið 1996. Tölfræðin sýnir að einn af hverjum 100 lætur því lífið annaðhvort á leiðinni upp eða niður fjallið. Þetta sýnir rannsókn sem var ge Lesa meira

Enn fleiri myndir af gullaldarfaraó

Egypskir og evrópskir vísindamenn hafa nú fundið tvær styttur af Amenhotep III. nálægt grafhýsi hans rétt hjá Luxor. Önnur styttan sýnir Amenhotep III. sitjandi, höggvinn í svart granít, en hin er úr kvartsi og sýnir þennan fræga faraó sem sfinx. Amenhotep III. skildi eftir sig meira en 250 styttur eftir langa konungsævi á tíma 18. konungsættarinnar. Hann ríkti á mikilli gullöld í sögu Egypta. Lesa meira

Inkar fituðu börnin fyrir fórnarathöfn

Fornleifafræði Rétt eins og nornin í ævintýrinu fitaði Hans og Grétu, sáu Inkarnir til þess að börn – allt niður í sex ára gömul – væru í góðum holdum þegar þau voru færð guðunum að fórn. Fornleifafræðingar við Bradfordháskóla í Bretlandi hafa nú sýnt fram á þetta með nýrri rannsókn. Það voru hárleifar fjögurra barnalíka, sem fundust í Andesfjöllum, sem vísindamennirnir settu í greiningu. Börn Lesa meira

Fjallið sigrar

Klukkan 12.50 léttir til svo að grillir í tind Everest. Skyndilega er efsti fjallakamburinn sýnilegur og frá bergsyllu í tæpra 8 km hæð skimar Noel Odell upp eftir pýramídlaga tindinum í von um að eygja félaga sína. Langt í burtu kemur hann auga á tvo agnarsmáa svarta díla sem eru greinilegir þar sem þá ber við glitrandi hvítan snjó um 250 m frá toppnum. Annar depillinn nálgast brattan klettavegg Lesa meira

Stór gullsjóður fannst í ensku akurlendi

Fyrir 2.000 árum var krukka með 825 afar verðmætum gullpeningum grafin í jörðu í suðausturhluta Suffolk á Englandi. Þar hefur fjársjóðurinn legið allt þar til hann fannst nýlega með málmleitartæki. Icenar bjuggu þá á þessum slóðum, en hvort ætlunin var að fela fjársjóðinn fyrir aðsteðjandi óvinum eða hann var hugsaður sem fórnargjöf er nú ómögulegt að segja til um. Lesa meira

Sjö jarðbikshraun finnast á hafsbotni

Aðeins 16 km út frá strönd Kaliforníu eru sjö stórar gosstöðvar neðansjávar. Hér eru ekki á ferð neinar venjulegar eldstöðvar, sem spúa hrauni í gosum, heldur svonefndar „jarðbikseldstöðvar“ sem senda frá sér eins konar malbik í stað hrauns, þegar þær gjósa. Stærsta gosstöðin er á 220 metra dýpi, á hæð við sex hæða hús og á við tvo fótboltavelli að flatarmáli. Þessar gosstöðvar uppgötvuðust árið 2 Lesa meira

Fyrir 60.000 árum ristu menn skilaboð í strútsegg

Í Suður-Afríku hafa fornleifafræðingar fundið 270 brot úr strútseggjaskurn sem rist hefur verið í. Brotin eru 60.000 ára gömul. Uppgötvunin bendir til að listamaðurinn hafi bæði verið fær um óhlutbundna hugsun og tjáskipti. Skeljarnar voru notaðar undir vatn og hugsanlega hafa skreytingarnar sýnt hver var eigandi tiltekins vatnsíláts. Lesa meira

Hver lagði eld að Róm?

Þann 18. júlí árið 64 var steikjandi hiti í hinni tilkomumiklu höfuðborg Rómarríkis. Því miður var nokkur strekkingur þennan dag sem reyndist óheppilegt þegar eldur varð laus síðla kvölds í kraðaki af sölubúðum, sem lágu þétt saman umhverfis Circus Maximus í miðborg Rómar. Þrátt fyrir að margar hallir og opinberar byggingar væru úr steini og marmara, bjó mestur hluti íbúanna í tréhúsum, þannig Lesa meira

Hver er sannleikurinn um kristalshöfuðkúpurnar?

Í Spielberg-myndinni Indiana Jones og konungsríki kristalshöfuðkúpanna koma fyrir 13 kristalshöfuðkúpur í skáldaðri frásögn. Í raunveruleikanum eru þekktar 12 kristalshöfuðkúpur. Af þeim eru 9 í einkaeign en hinar er að finna á British Museum í London, Smithsoninan-safninu í Washington og Quai Branly-safninu í París. Arfsagnir herma að höfuðkúpurnar séu komnar frá Inkum, Olmekum eða Aztekum og Lesa meira

Dularfullur dauðdagi Napóleons skýrður

Franski herforinginn og keisarinn Napóleon Bonaparte lést árið 1821. Hann var þá fangi Breta á eyjunni St. Helenu. Ástæðan var magakrabbi en ekki eitrun. Þetta sýna tvær mismunandi rannsóknir gerðar á síðustu árum. Bresku læknarnir sem krufðu lík Napóleons eftir andlát hans, höfðu sem sagt rétt fyrir sér. Í nærri 200 ár hafa fjölmargir haft Bretana grunaða um að hafa eitrað fyrir þessum 51 árs Lesa meira

Má ekki hita upp mat með spínati?

Engin hætta fylgir því að borða upphitaðan mat með spínati eða steinselju, svo fremi að þetta grænmeti hafi verið skolað vel fyrir matreiðsluna og matarleifarnar kældar eins og vera ber. Það gamla húsráð að óráðlegt sé að hita upp aftur mat með spínati, steinselju eða öðru smáblöðóttu grænmeti, jafnvel þótt hann hafi verið frystur, á rætur að rekja til þess að á þessum fíngerðu blöðum geta auðv Lesa meira

Hver notaði orðið „robot“ fyrstur?

Árið 1920 skrifaði tékkneski rithöfundurinn Karel Capek leikritið „R.U.R.“. Heitið var skammstöfun fyrir „Rossum‘s Universal Robots“. Það var bróðir hans, Josef sem stakk upp á „robot“ fyrir „robota“ sem þýðir „vinna“ á tékknesku, rússnesku og fleiri slavneskum málum. Leikritið fjallar um verksmiðju sem framleiðir gervimenn, sem svo á endanum ógna tilvist mannkyns. Lesa meira

Tveir flugmenn hurfu sporlaust í Atlantshafið

Aðeins 14 dögum áður en bandaríski flugmaðurinn Charles Lindbergh varð fyrstur til að fljúga yfir Atlantshaf 1927 og þar með beint inn í sögubækurnar, reyndu tveir Frakkar að gera hið sama. En þeir hurfu sporlaust á leiðinni. Francois Coli var 45 ára og Charles Nungesser 10 árum yngri. Þeir voru báðir stríðshetjur úr fyrri heimsstyrjöld og höfðu margra ára flugreynslu. Þeir hófu ferðina frá París Lesa meira

Leitin að hinu fullkomna andliti

Fegurð fer ekki aðeins eftir smekk eða menningu. Nýjar rannsóknir benda til að skynjun okkar á fallegu andliti sé að stórum hluta meðfædd. Vísindamenn geta meira að segja mælt sérstök heilaviðbrögð gagnvart fegurð. Það er vissulega óréttlátt, en fjölmargar rannsóknir hafa þó staðfest þetta á síðari árum: Útlitið hefur áhrif á líf okkar allt frá vöggu til grafar. Starfsfólk á fæðingard Lesa meira

John Hanson var fyrsti forseti Bandaríkjanna

George Washington var ekki fyrsti forseti Bandaríkjanna og í raun réttri höfðu margir forsetar verið við völd í Bandaríkjunum áður en hann kom til sögunnar. Árið 1781 var John Hanson frá Maryland kjörinn forseti þegar hið svonefnda meginlandsþing lýsti Bandaríkin sem fullvalda þjóðríki. Á þjóðþinginu áttu sæti fulltrúar 13 ríkja og þegar þeir samþykktu fyrstu stjórnarskrá landsins, Sambandsskrána, Lesa meira

Marbendlar finnast í ensku skipsflaki

Í dularfullu skipsflaki frá 17. öld hafa breskir fornleifafræðingar við Bornemouth-háskóla gert merkilega uppgötvun. Þeir fundu tvær fagurlega útskornar styttur af marbendlum sem þeir álíta að hafi prýtt skut skipsins. Þessar yfirnáttúrulegu mannverur voru álitnar vara við óveðri. En þegar við bætist 8,4 metra stýri, vandlega útskorið, verður ljóst að skipið var ekki smíðað fyrir alþýðuna. Að líki Lesa meira

9.000 ára gamlir grafreitir sýna hverjir voru sterkir og hverjir ekki

Í árþúsundir lifði flokkur safnara og veiðimanna á bökkum Bajkalvatns í Síberíu sem grófu látna ástvini sina á tilteknum stöðum við vatnsbakkann. Skyndilega voru íbúarnir hins vegar horfnir og svæðið var ekki byggt mönnum aftur fyrr en 800 árum síðar. Vísindamenn á sviði ýmissa vísindagreina leggjast nú á eitt til að reyna að kortleggja líf og atferli þessara tveggja hópa, með hliðsjón af beinagri Lesa meira

Dularfullt fóstur 23 ára gamalt

Faðir Babilart var ástríðusafnari. Heimili hans í franska þorpinu Pont-a-Mousson var sneisafullt af furðulegustu fyrirbærum og fólk streymdi þangað um langan veg til að dást að þessum merkilegu gripum. Árið 1678 komu Maria Theresia Frakklandsdrottning og hirðlæknirinn Pierre Dionis í heimsókn. Faðir Babilart vildi ákafur sýna þeim perluna í safni sínu, sprittkrukku með leðurkenndum líkama. Bæði dr Lesa meira

Einkalíf útgáfa 2.0

Blaðamenn á New York Times fundu Thelmu Arnold með aðstoð leitarorða sem hún hafði tilgreint á netinu. Viðskiptavinur númer 4417749 var tíður gestur á internetinu. Hún leitaði oft á netinu og sló inn jafn ólík leitarorð og „hundar sem pissa á allt“, „einhleypir karlar 60“ og „garðyrkjumenn í Lilburn, Georgia“. Viðskiptavinur númer 4417749 hélt að leitarorðin sem hún sló inn í tölvuna sína væru Lesa meira

Hvernig varð lögun hjartans til?

Enginn veit fyrir víst hvaðan hjartalögunin, sem notuð er í tengslum við ást og rómantík, er fengin. Stílfærða og táknræna hjartað líkist líffærinu hjarta aðeins að mjög óverulegu leyti. Bogana tvo, sem eru svo mjög einkennandi efst á rómantísku hjörtunum, er sem dæmi ekki að finna í hjartanu sem slær í líkömum vorum en hins vegar minna þeir allmikið á kvenlegan vöxt. Hjartalögunin er að sama skap Lesa meira

Egypskt musteri vígt kattagyðju

Egypskir fornleifafræðingar hafa grafið upp rústir musteris sem reist var til heiðurs Bereníku 2. sem var drottning 246-222 f.Kr. Musterið er í hafnarborginni Alexandríu og þar hafa vísindamennirnir fundið 600 styttur og lágmyndir. Margar myndanna sýna kattagyðjuna Bastet og það bendir til að musterið hafi verið helgað dýrkun hennar. Þetta er í fyrsta sinn sem í Alexandríu finnst musteri þar sem B Lesa meira

Egypskt virki á Sinai átti að hrífa gesti

Við gamla herleið milli Egyptalands og Palestínu hafa fornleifafræðingar frá egypska menningarráðuneytinu fundið virki sem byggt hefur verið í tengslum við fjögur musteri. Eitt musteranna er hið stærsta, gert úr leirmúrsteinum, sem fundist hefur í Sinai-eyðimörkinni. Þetta musteri er 70x80 metrar að grunnfleti og veggirnir 3 metra þykkir. Tilgangur þessa stóra musteris og virkisins kynni að haf Lesa meira

Er musterisriddari og frímúrari það sama?

Musterisriddararnir voru trúarleg riddararegla sem var stofnuð í Jerúsalem árið 1118 af riddurum sem þá börðust við að halda yfirráðum yfir Jerúsalem sem krossferðariddarar höfðu náð á sitt vald 20 árum fyrr. Nafnið helgaðist af því að þessir riddarar tóku að sér að verja musteri Salómons í Jerúsalem fyrir ránsmönnum og innrásum frá arabalöndunum í kring. Reglan varð þó ekki opinber fyrr en 112 Lesa meira

Bretar beittu kynþáttahatri í baráttunni við Japana

Seinni heimsstyrjöldin var grimmileg og miskunnarlaus. Engin stríðsþjóðanna skirrðist við að beita kynþáttahatri í áróðri sínum. Þegar Bretar vildu sýna Áströlum samstöðu í baráttunni við Japani, var óvinurinn sýndur sem lágvaxið og ljótt kvikindi, ekki ósvipað apa. Boðskapurinn var sá að Bretar hefðu ekki gleymt Áströlum, en það höfðu margir Ástralir á tilfinningunni eftir að Japanar gerðu loftár Lesa meira

Clovis-þjóðin át kameldýr og birni

Kameldýr, hestar, kindur og birnir. Öll þessi dýr voru á matseðli Clovis-þjóðarinnar sem uppi var í Norður-Ameríku fyrir 13.000 – 13.500 árum. Þessi nýja þekking á matarvenjum hinnar fornu þjóðar fékkst með greiningum á 83 steináhöldum sem fundust fyrir tilviljun á býli skammt frá Boulder í Colorado. Á tæplega hálfs metra dýpi kom venjuleg skófla niður á merkilegustu leifar sem fundist hafa frá C Lesa meira

Hversu mörg börn fæðast á dag?

Árlega fæðast um 130 milljón börn í heiminn, sem sagt um 356.000 á degi hverjum, 14.800 á hverri klukkustund, 247 á mínútu og um 4 börn á hverri sekúndu. Lesa meira

Var sjálfur ólæs en fann upp ritmál fyrir indíána

Cherokee-indíáninn Sequoya kunni hvorki að lesa né skrifa, en þegar hann sá hvernig hvítu mennirnir gátu tjáð sig með táknum á pappír, varð það honum mikil opinberun og hann ákvað að finna upp Cherokee-stafróf. Árið 1812 var hann í bandaríska hernum sem þá átti í stríði við Englendinga og horfði öfundsjúkur á hina hvítu félaga sína skrifa bréf heim. Eftir heimkomuna úr stríðinu lagði hann alla Lesa meira

Nornin var bæði vinur og óvinur

Breski fornleifafræðingurinn Jacqui Wood kærir sig ekki um að túlka óútskýranlega hluti sem hún finnur með því að þeir eigi rætur að rekja til trúarathafna. Þegar hún svo rakst á margar grafnar holur með dularfullu innihaldi í 8.500 ára gamalli byggð í Cornwall varð hún hins vegar að játa að dulræn öfl lægju að baki. Fyrst í stað var álitið að holurnar, sem voru u.þ.b. 25 sm x 35 sm a Lesa meira

Baðið gleður

Börn þarf að þvo hvort sem þau vilja eður ei! Rétt fyrir aldamótin 1900 auglýsti sápuframleiðandinn Pears’ Soap fyrstu gegnsæju sápu í heimi, sem varð fljótt mjög vinsæl meðal ríka fólksins. Áður en hér var komið sögu hafði fólk þurft að þvo sér með sterkum efnum, en sápur innihéldu áður fyrr bæði arseník og blý. Andrew Pears notaði á hinn bóginn einungis náttúruleg efni í afurðum sínum og þess má Lesa meira

Af hverju er ekki hættulegt að búa í Hírósíma?

Geislunin frá sprengjunum yfir Hírósíma og Nagasakí 1945 varð mörgum að bana en tiltölulega lítil geislavirkni varð þó eftir. Ástæðan er sú að mest var af gammageislun sem hverfur fremur hratt. Um 10% var nifteindageislun sem getur valdið geislavirkni í efnum og um leið skilið geislavirkni eftir á svæðinu. En 80% af þeirri geislun hvarf þó strax á fyrsta sólarhringnum vegna þess að geislavirku efn Lesa meira

Tyggjóið er a.m.k. 5.000 ára gamalt

Fornleifafræði Nánast hvar sem gengið er um stéttir og stræti á maður á hættu að stíga ofan á einhverja tyggjóklessuna. Fæstir hafa þó trúlega ímyndað sér að rekast á notað tyggigúmí frá steinöld. En nú hefur breskur fornleifafræðistúdent grafið upp 5.000 ára tyggjó með greinilegum tannaförum. Tyggigúmíið var unnið úr tjöru úr berki birkitrjáa og fannst á búsetustað manna frá nýsteinöld á vest Lesa meira

Eldspýtur gáfu eld djöfulsins

Árið 1827 varð efnafræðingurinn John Walker fyrstur til að selja hinar hefðbundnu strokeldspýtur. Það reyndist þó erfiðleikum bundið að fá logann stöðugan og á sumum eldspýtum kviknaði með talsverðri sprengingu. Lyktin minnti auk þess á brunnar rakettur og eldspýturnar voru seldar undir nafninu „Lucifers“. Lesa meira

Æfðu þig í 10.000 tíma!

Á sínum yngri árum kom Indverjinn Rajan Mahadevan vinum sínum oft á óvart því hann átti einstaklega auðvelt með að muna tölur. Þegar hann romsaði upp úr sér fyrstu 31.811 tölunum í tölunni pí tryggði hann sér umfjöllun í Heimsmetabók Guinness. Þegar Rajan síðar meir var spurður að því hvers vegna hann hefði ekki munað meira sagði hann: „Talan númer 31.812 í röðinni? Ég veit það ekki. Ég lendi allt Lesa meira

1.300 ára gamalt sverð finnst í Þýskalandi

Þýskir fornleifafræðingar hafa grafið upp vel varðveitt vígasverð nærri Koplenz. Hér er á ferðinni um 1.300 ára gamalt höggsverð – stutt og eineggjað sverð sem var algengt á þeim tímum. Yfirleitt rotnar allt lífrænt efni eftir skamma stund í jörðinni, en svörðurinn sem sverðið lá í hefur verið svo súrefnissnauður að tréhjöltu sverðsins hafa varðveist. Hið sama á við um hluta af skreyttu leðurslíð Lesa meira

Svört kona flaug yfir allar hindranir

Frá þeirri stundu þegar Bessie Coleman sá flugsýningu í fyrsta sinn, var hún gagntekin. Hún ætlaði að verða flugmaður. Að vísu var hún hið tíunda af þrettán börnum fátækra foreldra í Texas og 23 ára þurfti hún að flytja til Chicago til að vinna fyrir daglegu viðurværi. Það var árið 1915. En draumurinn lifði áfram innra með henni. Einn eldri bræðra hennar hvatti hana með frásögnum af frönskum konum Lesa meira

Flaska með nöglum og þvagi hélt nornum frá

Taktu lófafylli af smánöglum, hjartalaga leðurpjötlu, hárlokk, 8 beygða látúnsnagla, dálítið af naflaló og tíu afklipptar neglur og settu þetta allt saman í flösku. Bættu þvagi við, innsiglaðu flöskuna og grafðu hana fyrir framan aðaldyrnar. Þetta var uppskriftin að því að hræða nornir burtu í Englandi á 17. öld. Galdrafárið var þá í hámarki og óttinn við svarta galdra gegnsýrði allt samfélagið. M Lesa meira

Var heilagur Nikulás til í raun og veru?

Heilagur Nikulás var biskup í Myra í Býsans, þar sem nú er Tyrkland. Ekki er nákvæmlega vitað hvenær hann fæddist en dánardægur hans er haldið hátíðlegt þann 6. desember. Nikulás þessi dó árið 343 og varð síðar verndardýrlingur barna, kaupmanna og sæfarenda. Hann er nú í dýrlingatölu og dýrkaður bæði í löndum rétttrúnaðarkirkjunnar og hinnar kaþólsku, m.a. í Grikklandi, Ítalíu og norður í Mið-Evró Lesa meira

Tungumálið sem engir vísindamenn skilja

Bandaríski málfræðingurinn Daniel Everett frá Illinois háskóla hefur varið alls sjö árum í regnskóginum í Amasónhéraði í Brasilíu. Þar hefur hann lagt stund á rannsóknir á indíánatungumálinu pirahã, sem aðeins u.þ.b. 300 veiðimenn og safnarar tala í litlum þorpum meðfram þverám við Amasónfljót. Hann varð sífellt meira undrandi eftir því sem hann lærði tungumálið betur og komst að raun um hve sérst Lesa meira

Ódysseifur var tilbúningur skálda

Gríska hetjan Ódysseifur var þekkt fyrir hugkvæmni sína. Það var þessi konungur frá eyjunni Íþöku sem fékk hugmyndina að Trjójuhestinum, sem réð svo úrslitum Trójustríðsins. Á heimleiðinni þurfti hann að yfirbuga 10 ára margvíslega erfiðleika áður en hann fékk aftur að sjá það ríki sem hann unni svo mjög. Þetta þekkjum við úr skáldskap Hómers, Illionskviðu og Ódysseifskviðu. Þær voru færðar í letu Lesa meira

Fyrsti Evrópumaðurinn endurvakinn í leir

Nú getum við tekið okkur stöðu andspænis fyrsta Evrópumanninum. Breskur réttarmeinafræðingur og sérfræðingur í endurgerð andlita, Richard Neave, hefur endurgert þetta andlit út frá höfuðkúpubrotum og kjálkabeini sem fannst í helli í Rúmeníu fyrir fáeinum árum. Samkvæmt aldursgreiningu eru beinaleifarnar 34-36 þúsund ára. Nútímamaðurinn kom til Evrópu frá Afríku og fyrstu Evrópumennirnir eru því ta Lesa meira

Hvernig var höllin byggð?

Hin dularfulla höll, Coral Castle, í Suður-Flórída er meðal sérkennilegustu ferðamannastaða í þessu sólskinsfylki Bandaríkjanna. Á tiltölulega litlu svæði, samtals aðeins nokkur þúsund fermetrum, geta gestir gengið um milli þykkra múra, gegnum hlið sem vega mörg tonn og skoðað turna sem gerðir eru úr risavöxnum steinblokkum. Allt er þetta byggt af einum manni, lettneska innflytjandanum Edward L Lesa meira

Landbúnaður á 30 hæðum

Gúrkur 14. hæð, tómatar 15. hæð og salat 16. hæð. Þannig getur skiltið við lyftuna komið til með að líta út ef bandarískur prófessor nær að raungera þær áætlanir sem hann og nemendur hans hafa þróað. Hugmynd þeirra felst nefnilega í að rækta nytjajurtir í 30 hæða háhýsum. "Vertical Farming", eða lóðréttur landbúnaður eins og þeir nefna aðferðina, felur í sér möguleika á að umbylta framleiðs Lesa meira

Sölumenn tóku höfnun ekki gilda

Enskir sölumenn, sem gengu í hús, gátu þurft að grípa til þess ráðs að hrópa hátt og hringja með bjöllum ef þeir vildu losna við varning sinn. Samkeppnin var hörð, því götusölum fjölgaði gífurlega í hinum vestræna heimi. Allar götur frá því kringum 1800 þyrptust farandsölumenn út á götur og stræti til að losna við fjöldaframleiddan varning iðnríkisins og verksmiðjurnar gerðu út heilu herskarana af Lesa meira

Þekktu Súmerar sólkerfið?

Súmerar, sem fyrstir þjóða sköpuðu borgamenningu fyrir um 5.000 árum, þekktu aðeins þær 5 reikistjörnur sem sjást með berum augum; Merkúr, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Tvær ystu pláneturnar, Úranus og Neptúnus uppgötvuðust ekki fyrr en sjónaukar komu til sögunnar. Súmerar gerðu sér heldur ekki grein fyrir því að sólin væri miðpunktur sólkerfisins og reikistjörnurnar snerust um hana. Grikkinn Lesa meira

Gátu víkingar siglt eftir sólarsteini?

Það er raunar ekki allt of mikið vitað um hvernig menn fóru að því á víkingaöld að halda áttum á opnu hafi. Vafalaust hafa þeir fylgst með sólargangi, stjörnum, skýjafari og flugi fugla. Ríkjandi vindáttir, straumar, litur sjávar og hitastig geta líka hafa komið að haldi. Ekki er vitað með fullri vissu hvort menn hafa notað svokallaðan sólarstein til að greina stöðu sólar þegar alskýjað var. Sólar Lesa meira

Flugfreyja lifði af 10 kílómetra hrap

Flugfreyjan Vesna Vulovic átti eiginlega ekki að vera í vinnu þann 26. janúar 1972. Þessi 22 ára serbneska kona var kölluð út í misgripum í stað nöfnu sinnar og var þess vegna ein af 28 manns um borð í DC-9-flugvél á leið frá Kaupmannahöfn til Belgrad, þegar sprenging varð í vélinni í 10 km hæð yfir Tékkóslóvakíu. Í snævi þöktu skóglendi í fjallshlíðinni þar sem flakhlutarnir komu niður blasti Lesa meira

Japani lifði af báðar kjarnasprengjunar

Þann 6. ágúst 1945 var verkfræðingurinn Tsutomu Yamaguchi staddur í Hírósíma þegar Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á borgina. Það má kalla kraftaverki líkast að hann skyldi sleppa með brunasár og sprengda hljóðhimnu. Hann reis upp umkringdur líkum og skildi ekkert í dómsdagsafli þessarar sprengju. Daginn eftir hraðaði hann för sinni til heimaborgar sinnar – Nagasakí. Þar mætti hann sam Lesa meira

40 lög af málningu skópu bros Monu Lisu

Löngu er vitað að Leonardo Da Vinci var framúrskarandi málari. En hann kemur ennþá vísindamönnum á óvart. Þegar franskir fræðimenn rannsökuðu nýlega frægasta málverk hans, Monu Lisu, með þróaðri röntgentækni kom í ljós nánast óskiljanlega fáguð málaratækni með svonefndu röntgen-flúrljómunar-rófi sem sérfræðingar við m.a. evrópsku geislunarstofnunina nærri borginni Grenoble framkvæmdu. Við rannsókn Lesa meira

Konan þín mun elska þig

Rafmagnstækin héldu fyrir alvöru innreið sína á heimilin upp úr miðri 20. öld og þá einkum til að létta húsmæðrum heimilisstörfin. Þess auglýsing er frá því upp úr 1960 og sýnir hversu glöð frúin verður ef eiginmaðurinn bara gefur henni hrærivél af merkinu „Chef“. Svo glöð verður konan yfir gjöf bónda síns að hún hefur á augabragði töfrað fram alls kyns kræsingar og drykki handa honum. Lesa meira

Af hverju er amfóran oddlaga að neðanverðu?

Amfórur – þ.e.a.s. ílát með hálsi og tveimur hönkum – voru notaðar af Forngrikkjum og Rómverjum við flutninga og varðveislu á einkum olíu, víni og fiskisósu. Með tilliti til stöflunar í skipslest voru amfórurnar oddlaga að neðanverðu. Með slíkri lögun mátti nefnilega stafla þeim í lögum hverri ofan á annarri, þar sem eitt lag virkaði sem undirlag fyrir hið næsta. Þessi oddlögun var auk þess ga Lesa meira

Er “afturábakboðskapur” notaður?

Bítlarnir, Led Zeppelin, The Eagles og fleiri hljómsveitir hafa verið sakaðar um að dylja svokallaðan “afturábakboðskap” í textum sínum. Hljómsveitin Judas Priest sætti ákæru árið 1985 fyrir að hafa orðið völd að sjálfsvígum tveggja pilta með djöflatrúarboðskap. Hljómsveitin var þó sýknuð, m.a. vegna þess að verjandanum tókst að sýna fram á að heyra mætti ámóta boðskap í trúarlegri tónlist ef menn Lesa meira

Snjöll tækni á steinöld

Erfiðisstunur mannanna rjúfa þögnina, meðan fléttuð reipin skerast harkalega í lófa þeirra. Voldug stólpagrindin rís hægt til lofts og enn eitt bjargið hnikast á sinn stað yfir grafhýsinu. Á þessum töfrum þrungna stað sem æðstipresturinn hefur valið, munu hinir dauðu dag einn fá hvíld. Enn þann dag í dag setja jötnastofur mark sitt á skandinavískt landslag. Þær eru einnig nefndar stórsteinsgraf Lesa meira

Hvenær byrjuðu menn að reykja?

Uppruni reykinga liggur einhvers staðar langt að baki í sögunni. Þannig telja vísindamennirnir að menn hafi á forsögulegum tíma andað að sér reyk til að komast í einhvers konar ofskynjunarvímu t.d. í sambandi við trúarathafnir. Það er óvíst hvenær menn tóku að reykja tóbak, en hitt er þó ljóst að indíánar urðu fyrstir til þess, því áður en Kólumbus kom til Ameríku óx tóbaksplantan hvergi nema þar. Lesa meira

Kóperníkus fannst undir kirkjugólfi

Fornleifafræði Skammt frá altari dómkirkjunnar, þar sem Kóperníkus starfaði árum saman sem kirkjulegur ráðgjafi og læknir, grófu fornleifafræðingarnir upp höfuðkúpu og bein sem samkvæmt niðurstöðum réttarlækna eru af karlmanni um sjötugt, en þegar Kóperníkus lést árið 1543 var hann einmitt 70 ára. Árum saman hafa menn leitað beina Kóperníkusar í kirkjunni án þess að hafa heppnina með sér. Í 50 Lesa meira

Kvikasilfurmálning var notuð í Pompei

Fornleifafræði Fyrir 2.000 árum var rauður litur mjög í tísku þegar skreyta átti húsveggi í Pompei. Af einhverjum ástæðum entist rauði liturinn þó aldrei nema ákveðinn tíma og varð á endanum svartur. Íbúar í borginni áttuðu sig ekki á ástæðunni og það gerðu vísindamenn nútímans ekki heldur fyrr en alveg nýlega. Nú hafa vísindamenn við stofnunina “European Synchrotron Radiation Facility” í Frak Lesa meira

100 ára stríðið - Hinn endanlegi ósigur riddaranna

Þannig lýsir franski riddarinn Jehan de Wawrin orrustunni við Azincourt þann 25. október 1425. Hér náði hámarki sú þróun í hernaði sem að lokum gekk af riddaramennskunni dauðri og sendi um leið öll heiðurstákn riddaratímans á vit gleymskunnar. Englendingum og Frökkum hafði lostið saman þegar árið 1337 og þetta stríð varð hið lengsta sem enn hefur orðið í sögunni. Í 116 ár ríkti stríðsástand milli Lesa meira

Eru til mismunandi gerðir af biblíunni?

Já, það eru til mismunandi útgáfur. Biblía kristinna manna er samsett úr tveimur hlutum, annars vegar 27 kristnum ritum sem safnað var saman í hið svokallaða nýja testamenti á 3. og 4. öld. Þessi rit voru skrifuð á grísku og sett aftan við gríska útgáfu af biblíu gyðinga, sem nefnd var gamla testamentið. Í þessari snemmbornu biblíu voru tekin með nokkur rit af vafsömum uppruna (svonefnd apókrýf Lesa meira

Hvaðan kemur páskahérinn?

Páskahérans varð fyrst vart í Heidelberg í Þýskalandi í lok 17. aldar, en hérar og kanínur voru á hinn bóginn vel þekkt tákn frjósemi og spírandi lífs á vorhátíðum í fornum trúarbrögðum. Þýskir vesturfarar tóku siðinn með sér til Bandaríkjanna þar sem hann náði miklum vinsældum upp úr miðri 19. öld. Smám saman fór páskahérinn að færa börnum sætindi og meira að segja að verpa eggjum, sem óneitanleg Lesa meira

Hofið í frumskóginum

Eitt af þessum hofum, sem jafna má við musteri Salómons og byggt af jafningja Michaelangelo, á skilið heiðurssess meðal fallegustu bygginga mannsandans. Stórfenglegra en allt sem Grikkir eða Rómverjar skildu eftir sig. Það var með þessum orðum sem hinn franski náttúrufræðingur kynnti forviða vestrænum heimi fyrir risavaxinni hofbyggingu, sem hann hafði heimsótt djúpt inni í frumskóginum, þar se Lesa meira

Er hægt að skýra undarlegar tilviljanir?

Flestir kannast vafalaust við að verða skyndilega hugsað til einhvers eða einhverrar sem maður hefur ekki hitt eða heyrt frá í mörg ár og rekast svo á viðkomandi á næsta götuhorni.Séð frá almennu vísindalegu sjónarhorni er ekkert sérstaklega merkilegt við þetta. Svo margir og margvíslegir atburðir gerast í lífi okkar allra á hverjum degi að einhverjir þeirra hljóta beinlínis að virðast undarlegri Lesa meira

Af hverju notuðu Egyptar ekki hvelfingaformið?

Í Egyptalandi er að finna mikinn fjölda fornra musterisbygginga úr stórum steinblokkum, en aðeins eru fáein dæmi um hvelfingar. Þær eru þó til, en ekki nærri eins þróaðar og hvelfingarnar sem þekkjast frá tímum Rómverja og í Evrópu á miðöldum. Bogahvelfingar sem mynda hálfhring um láréttan öxul voru þannig þekktar í Egyptalandi svo snemma sem um 2600 f.Kr. Þær tíðkuðust í húsum, geymslum og neðanj Lesa meira

Eru sherpar bestu burðarmennirnir?

Nýlega hefur lífeðlisfræðingurinn Guillaume J. Bastien við kaþólska háskólann í Leuven í Belgíu lokið við rannsókn sem sýnir að sherpar eru að líkindum hæfustu burðarmenn í veröldinni - og allavega hæfari en konur í vissum afrískum ættbálkum, sem fram að þessu hafa borið þennan titil. Við rannsókn sína lét Bastien sherpana ganga sjö sinnum eftir 51 metra langri braut með misþunga byrði á bakinu. O Lesa meira

Heimamenn reistu Stonehenge

Fornleifafræði Í von um að geta upplýst leyndardóma Stonehenge hafa fornleifafræðingar árum saman leitað að rústum steinaldarbyggðar á þessu svæði - fram að þessu án árangurs. Það vakti því óneitanlega athygli þegar breskir fornleifafræðingar uppgötvuðu nýlega leifar lítils þorps frá nýrri steinöld í aðeins örfárra km fjarlægð frá Stonhenge. Þorpið hefur staðið í um 3,2 km fjarlægð frá Stonehengi Lesa meira

Hinn þekkti dýravinur Steve Irwin er látinn

Hinn þekkti Ástralski Krókódílaveiðimaður og dýravinur Steve Irwin er látin. Hann lést eftir að Sting-Ray ránfiskur sem er Skötutegund stakk hann í gegnum bringuna þar sem hann var að kvikmynda neðansjávarlíf við smáeyjarnar við Port Douglas í Ástralíu. Steve Irwin er þekktastur sem Krókodílaveiðmaðurinn og hefur þáttur hans "Crikey" um villt dýr og dýralíf verið gríðarlega vinsæll um allann he Lesa meira

Hafa englar alltaf verið með vængi?

Þeir vængir sem við tengjum við englana í frásögnum biblíunnar, virðast hafa orðið til í heilabúi myndlistarmanna. Menn þurftu skýringu á því hvernig englarnir komust frá himni til jarðar. Biblían nefnir ekki vængi í tengslum við engla. Og englar biblíunnar öðluðust heldur ekki vængi fyrr um um 400. Suma af elstu vængjunum má sjá á mósaíkmyndum í Santa Maria Maggiore-kirkjunni í Róm. Enn eldri Lesa meira

Stærstu teikningar veraldar

Vinnuhlé geta verið til margra hluta nytsamleg - jafnvel nýst til meiri háttar uppgötvana. Þetta sannaðist á tveimur aðstoðarmönnum við fornleifauppgröft við Cantallo skammt frá Nazca-sléttunni dag einn í september 1926. Þeir nýttu sér vinnuhléið til að klifra upp á hæð í nágrenninu og njóta útsýnisins yfir eyðisléttuna. Sjálfum sér - og yfirmanninum Julio Tello - til mestu undrunar uppgötvuðu þei Lesa meira

Þjónn fékk viðhafnarútför

Fornleifafræði Í Saqqara-grafreitnum við Memphis, hina fornu höfuðborg Egyptalands, hafa fornleifafræðingar fundið gröf sem legið hefur dulin undir sandinum í meira en 3.000 ár. Í gröfinni hvíla ritari og konunglegur bryti. Annar var lagður hér til hvílu fyrir um 4.000 árum en fyrir um 3.350 árum - skammt frá tröppupýramída Djosers faraós, en þessi pýramídi er elsti pýramídinn í Egyptalandi - af Lesa meira

Röntgen afhjúpar ósýnilegt fornaldarletur

Tækni Nú hafa bandarískir vísindamenn við Cornell-háskóla þróað tækni sem fær þessa horfnu bókstafi til að skína. Smásæjar járnleifar úr meitli leturhöggvarans og blýi í litnum sem notaður var til að mála letrið, sitja enn á steininum. Þegar svonefndu röntgenflúorljósi er beint að þeim, taka þær að skína. Steinninn sjálfur lýsir líka í þessu ljósi en áhrifin á hann eru þó ekki hin sömu og því má Lesa meira

Aðgerðasinnar vilja risastíflur burt

Eins og massífur 95 metra hár múr stendur O’Shaughnessy-stíflan þvert yfir dalinn og stíflar fljótið. Að baki henni er 12 km langt uppistöðulón, sem í meira en 80 ár hefur geymt eina af náttúruperlun Kaliforníu, Hetch Hetchy-dalinn. Frá því að stíflan var reist árið 1923 hefur dalurinn legið á kafi undir vatninu, en á þessu kann að verða breyting: Opinber skýrsla getur rutt veginn að því að stífla Lesa meira

Auglýsing
ELÍSA GUDRÚN EHF. - Útgáfufélag Lifandi Vísinda
  • Klapparstígur 25
  • 101 Reykjavík
  • Sími: 570-8300
  • Opnunartími: 9 - 12 alla virka daga
  • lifandi@visindi.is
Höfundarréttur: isProject ehf. © 2010. Allur réttur áskilinn.