Fylgstu með okkur á Twitter Sjáumst á FaceBook Gerast áskrifandi

Nýjasta greinin
Umhverfis jörðina á sólarsellum

Sem fyrsta mannaða flaugin flaug Solar Impulse umhverfis jörðu á hreinni sólarorku og ferðalagið var bæði á nóttu sem degi. Til þess að þetta gæti tekist urðu verkfræðingar að finna allra léttustu lausnirnar á fjölmörgum tæknilegum áskorunum.

Þann 3. desember 2009 skráði sólarselluflaugin Solar Impulse nafn sitt í sögubækur. Þá flaug þessi veikburða mannaða flugvél 350 m í nokkurra metra hæð yfir flugbraut í Sviss. Solar Impulse er árangur af meira en 6 ára þrotlausu þróunarstarfi, sem náði hámarki núna í júlí þegar þessi mannaða flaug fór umhverfis jörðu á sólarorkunni einni saman. Forkólfurinn að baki þessu verkefni er einhver helsti ævintýramaður okkar tíma, svissneski geðlæknirinn, loftbelgsfarinn og flugmaðurinn Bertrand Piccard. Draumur hans um að hringa jörðina á sólargeislunum einum saman hófst árið 1999. Þá var hann að verða eldsneytislaus þegar hann ásamt Bretanum Brian Jones voru fyrstir til að fljúga umhverfis hnöttinn viðstöðulaust í loftbelg. Eldsneytisskorturinn kveikti drauminn um að nota viðvarandi orkuupps Lesa meira

Greinalisti

Demparar hlaða rafgeymi í bíl

Með nýjum dempurum á að draga úr orkunotkun bíla um allt að 10%. Þegar demparinn þrýstist saman eða tognar á honum dælir hann vökva gegnum túrbínu sem aftur knýr rafal. Það eru stúdentar hjá MIT í Boston sem hafa þróað þessa dempara og þeir telja að uppfinningin muni einkum koma að góðu haldi í vörubílum. Lesa meira

Smásær skynjari notar sólarorku

Lágorkuskynjari sem er 1.000 sinnum smærri en keppinautarnir hefur nú verið þróaður hjá Michigan-háskóla. Skynjarinn fær orku frá sólinni og má því nota til að vakta byggingar eða brýr í langan tíma. Jafnframt er hann svo lítill að nota má hann við nýjar ígræðslur. Lesa meira

Rafhjól á yfir 150 km hraða

Margir kannast við strákana í „Orange County Choppers“ úr sjónvarpsþáttum þeirra, þar sem þeir byggja stóra og háværa bensínháka. Nú kemur þetta vélhjólaverkstæði á óvart með rafmagnshjóli sem smíðað er í samstarfi við Siemens. Hjólið hefur það óhefðbundna útlit sem er vörumerki fjölskyldunnar, en er hljóðlaust og kemst 90 km á einni hleðslu. Rafmótorinn er 27 hestöfl og hjólið kemst yfir 150 km h Lesa meira

Sjóbíll sem nær 100 km hraða

Nú kemur flottasta strákaleikfang allra tíma frá bandaríska fyrirtækinu WaterCar. Í Python sjóbílnum virðist hafa verið blandað saman Dodge-pallbíl og Corvette-sportbíl með öflugri hraðbátsvél á afturendanum. Corvette-vélin kemur bílnum á 100 km hraða á 4,5 sekúndum og á sjó skilur hann flesta hraðbáta eftir í kjölfari sínu. Ofan á allt saman kostar hann svo „ekki nema“ um 180 þúsund dollara í Ba Lesa meira

Indverjar lyfta hulunni af geimferðaáætluninni

Geimferðir Indverjar hafa nú veitt umheiminum innsýn í áætlanirnar um fyrsta mannaða geimskip sitt – þriggja tonna hylki með rými fyrir þrjá geimfara, ásamt þjónustueiningu með ýmsum rafeindabúnaði, stýriflaugum og hemlunarflaugum. Geimskipið á í fyrstu að fara á braut um jörðu í 400 km hæð, en síðar á að þróa það áfram þannig að einnig verði unnt að tengja það við önnur farartæki í geimnum. Bæ Lesa meira

Hraðlest í gegnum múrvegg

Í gær, þann 22. október kom Granville-París-hraðlestin inn á Gare de L‘Quest-brautarstöðina á 60 km hraða. Hemlar lestarinnar brugðust og eimvagninn braut gat á múrvegginn við enda teinanna og féll niður á götu. Tveggja barna móðir, blaðasölukonan Marie-Augustine Aguilard, lést þegar múrsteinar úr veggnum féllu yfir hana. Til allrar hamingju lifðu allir farþegar lestarinnar, 131 að tölu slysið af, Lesa meira

Andagras verður gott eldsneyti

Vatnadoppa breiðir út blöð sín á kyrrum stöðuvötnum og er víða kölluð andagras. En nú segja vísindamenn hjá ríkisháskólanum í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum að þessi jurt sé alveg kjörin til að koma í staðinn fyrir maís og aðrar kornjurtir til framleiðslu á lífrænu eldsneyti. Í tilraunaskyni var plantan ræktuð í frárennsli frá svínabúi og reyndist þá framleiða fimmfalt meiri línsterkju en annað k Lesa meira

Leikfangabíll fer Le Mans-brautina

Hjá Panasonic hafa menn prófað nýjar rafhlöður með því að láta fjarstýrðan leikfangabíl, sem kallast „Mr. Evolta“ aka um hina frægu Le Mans-braut. Þetta tryggði Guinnes-heimsmet fyrir lengstu för rafhlöðudrifins og fjarstýrðs leikfangabíls. Mr. Evolta fór 5,6 hringi á brautinni, eða um 24 km, á aðeins 2 AA-rafhlöðum. Hraðinn var aftur á móti ekki nema rétt undir 1 km/klst. Lesa meira

Kjarkmikill flugmaður kom Frökkum á óvart

Brasilíumaðurinn Alberto Santos-Dumont (1873-1932) var í hópi helstu frumkvöðla flugsins. Strax á barnsaldri hreifst hann af hvers kyns tækni og dáði bók Jules Verne, Umhverfis jörðina á 80 dögum. Flugdraumurinn heltók Alberto litla þegar hann horfði upp í himininn heima í Brasilíu. „Ég lá í forsælunni á veröndinni og horfði upp í brasilíska himininn þar sem fuglarnir fljúga svo hátt og svífa af Lesa meira

Rafknúið hjól sem fella má saman

Rafhjól sem skilar manni hratt og vistvænt um stórborgina. Þetta er hugsunin bak við YikeBike frá Nýja-Sjálandi. Hjólið er knúið af litlum rafmótor og á 15 sekúndum má fella það saman og setja í tösku. Það vegur aðeins 10 kg og því auðvelt að taka það með sér inn á vinnustaðinn og þá þarf ekki að óttast hjólaþjófa. Lesa meira

Mælaborðið í þrívídd

Vísindamenn við Fraunhofer-stofnunina HHI í Berlín hafa þróað mælaborð sem veitir bílstjóranum upplýsingar í þrívídd. Maður ákveður t.d. hvort maður vill sjá hraðamælinn eða titil lagsins í spilaranum í forgrunni og velji maður vegakortið, sér maður götur og byggingar framundan í þrívídd. Lesa meira

Skellinaðra með vöðvahjálp

Milert heitir þessi snjalla skellinaðra frá japanska fyrirtækinu Prostaff. Hún kom á markað á þessu ári og er tífalt hagkvæmari í rekstri en bensínskellinaðra. Framleiðandinn kallar þetta blendingsskellinöðru, enda er hún knúin rafmagni, en liggi leiðin upp bratta brekku þarf að hjálpa vélinni með því að stíga pedalana. Þessi blanda rafmagns og vöðvaafls gerir skellinöðruna ekki aðeins vistvæna he Lesa meira

Þráðlaust rafmagn feti framar

Hjá örgjörvaframleiðandanum Intel hefur mönnum nú tekist að senda rafstraum frá iPod til hátalara án þess að nota rafleiðslur. Rafsegulmagn er notað til að senda strauminn beint í gegnum loftið – rafsegluspóla sendir frá sér straum upp á 1 watt á 7,6 megariðum og önnur spóla tekur við rafmagninu. Áður hafði þeim Intel-mönnum tekist að fá 60 kerta peru til að lýsa þráðlaust en nú hefur þeim lánast Lesa meira

Til Mars á 39 dögum

Af hverju að eyða hálfu ári í Marsferð ef hægt er að komast þangað á 39 dögum? Í samvinnu NASA og fyrirtækisins Ad Astra Rocket Company á nú að smíða öflugan fareindahreyfil sem gæti gerbreytt geimferðum. Í geimferðum er megninu af eldsneytinu eytt í að koma geimfarinu frá jörðu og út í geiminn. Eftir það þarf að fara sparlega með og hraðinn verður því takmarkaður. Fareindahreyfill virkar þverö Lesa meira

Öldugjálfur skapar rafmagn í landi

Nýjasta hugmyndin um aðferð til að vinna orku úr sjávarbylgjum, líkist helst blendingi af ljósabekk og brauðrist. En fyrstu tilraunirnar undan strönd Orkneyja benda til að Oyster Wave Power-orkuverið eigi bjarta framtíð. Tilraunaverið hefur nefnilega skilað umtalsverðri raforku. Eitt af lykilorðunum við þessa hönnun er einfaldleiki. Til að skapa búnað sem bæði stenst illviðri og getur endurteki Lesa meira

Getur meðvindur fleytt manni yfir hljóðhraða?

Þegar flugvél fær meðvind í öflugum vindstreng getur hún aukið hraða sinn verulga. Hinir hröðu vindstrengir eru eiginlega hátt liggjandi fljót af loftstraumi. Slíka er jafnan að finna í 9000 - 10500 metra hæð yfir jörðu, einmitt í þeirri hæð sem flugumferð er hvað mest. Hraði vindstrengsins getur á vetrum náð allt að 400 km / klst. og þegar því er bætt við um 900 km / klst. sem er venjulegur hraði Lesa meira

Vasaljós hlaðið á 90 sekúndum

Venjuleg vasaljós verða rafmagnslaus. Nýja TacticalLight notast ekki við batterí heldur svokallaða „últrakapacitora“ til að geyma strauminn. Vasaljósið lýsir kröftuglega tímunum saman, drekkur í sig nýja hleðslu á einni og hálfri mínútu og hægt er að endurhlaða það allt að 50.000 sinnum. Lesa meira

Lítil brunasella kemur í stað rafhlöðu

Bandarískir efnafræðingar hafa þróað minnstu brunaselluna hingað til. Hún er aðeins 3x3 mm og 1 mm á þykkt. Ætlunin er að slíkar brunasellur geti komið í stað rafhlaðna í farsímum og fleiri smátækjum, en þær varðveita meiri orku í minna rými. Fram að þessu hefur ekki tekist að smíða nægilega smáar dælur, en þann vanda hefur Saeed Moghaddam hjá Illinois-háskóla nú leyst með því að gera brunasell Lesa meira

Japanir sækja orku út í geim

Árið 2040 hyggjast Japanir skjóta á loft gervihnetti sem fangar sólskin í geimnum og sendir orkuna til jarðar í örbylgjuformi. Gervihnötturinn á að vera á staðbrautinni í 36.000 km hæð yfir miðbaug þar sem hann verður því sem næst stöðugt baðaður í sólskini. Þar eð örbylgjur berast vandræðalaust gegnum ský verður með þessu móti unnt að tryggja orkuvinnslu óháð veðri. Gríðarstórt kerfi loftneta á Lesa meira

Sólknúinn, 512 hestafla sænskur rafmagnssportbíll

Má bjóða þér umhverfisvænan bíl án þess að það bitni á hraða eða vélarafli? Þá gæti sólknúni sportbíllinn Koeningsegg Quant kannski hentað þér. Frumgerð þessa sænska bíls var kynnt fyrr á árinu og samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda er aflið 512 hestöfl, bíllinn nær 100 km hraða á 5,2 sekúndum og mesti hraði er 275 km/klst. Til viðbótar nýtir hann svo sólarorku að hluta. Þetta hljómar næstum of Lesa meira

Vökvakæld pera sparar straum og lýsir með glóð

Dagar glóðarperunnar eru taldir. Sparperur og ýmis konar LED-ljós taka við. En birtan frá þessum vistvænu ljósgjöfum þykir mörgum of kuldaleg. Þess vegna teflir Eternaleds-fyrirtækið nú fram LED-peru sem fyllt er með fljótandi paraffíni. Þessi olía skapar perunni glóð sem bæði gefur eðlilegri birtu og sparar rafmagn. Til að lýsa á við 25 watta glóðarperu þarf þessi aðein 4 wött. Enn einn kosturinn Lesa meira

Ný LED-pera lýsir í 17 ár

Þegar endalok glóðarperunnar eru nú á næsta leyti keppast margir stórir framleiðendur við að finna heppilegasta ljósgjafann til að taka við. Sparperurnar hafa marga kosti, en líka ýmsa galla. T.d. er í þeim mikið af eitruðum efnum. Nú setur General Electric á markað valkost án eiturefna. Þetta er LED-pera sem aðeins þarf 9 wött en lýsir á við 40 watta glóðarperu. Peran endist líka von úr viti, Lesa meira

Saltorka fram á sviðið í Noregi

Hvarvetna þar sem vatn rennur til sjávar á sér stað dularfull atburðarás. Þegar ferskvatnið mætir sjónum leysist úr læðingi efnaorka – orka sem til þessa hefur farið til spillis. En vel má nýta þessa orku. Fyrsta saltorkuveri heims er ætlað að sanna það. Saltorkuverið verður vígt í lok ársins. Það er stofnað í tengslum við pappírsverksmiðju í Hurum suður undan Osló og verksmiðjan mun nýta orkun Lesa meira

Sjálfstýringin tekur völdin

Þegar miklir skógareldar herja á Kaliforníu senda bandarísk yfirvöld ómannaðar vöktunarflugvélar á loft til að fylgjast með og kortleggja útbreiðslu eldanna. Í suðurhluta Bandaríkjanna, við landamærin að Mexíkó, notar landamæralögreglan ómannaðar flugvélar í leit að ólöglegum innflytjendum, eiturlyfjasmyglurum og mögulegum hryðjuverkamönnum. Þegar fellibyljir riðu yfir Louisiana og Texas árið 2008 Lesa meira

Í upphafi var allt fljótandi

Þegar alheimur var einn milljónasta hluta úr sekúndu gamall var hann ekki aðeins óskiljanlega heitur, heldur samanstóð einnig af undarlegri gerð efnis, svonefndu kvarka/límeinda-rafgasi. Margt bendir til að þetta rafgas hafi ekki haft sömu eiginleika og ofurheitt gas, líkt og menn hafa talið til þessa. Nýjar háorkutilraunir sem eru framkvæmdar á rannsóknarstofu í New York benda til að gjörvallur a Lesa meira

Vindorkan geysist fram

Vindurinn er ókeypis og mikið til af honum. Vindmyllur eru nú orðnar svo þróaðar að í verði eru þær orðnar samkeppnisfærar við hefðbundin orkuver þar sem raforkan er framleidd með kolum eða jarðgasi. Af þessum sökum er nú hraðfara útþensla á vindorkusviðinu. Framleiðslan mun tvöfaldast á hverjum þremur árum á næstunni og í Evrópu einni bætast nú við 20 vindmyllur á dag. Alls eru vindmyllur í heimi Lesa meira

Ferðasólfangari snýr sér sjálfur

ChumAlong kallast sólfangari sem snýr sér sjálfvirkt í átt að sólinni og nýtir sér þannig sólarorkuna eins vel og kostur er. Tæknin er þekkt í stórum sólarorkuverum, en birtist hér í fyrsta sinn í meðbæru tæki." Lesa meira

Vistvænni sláttuvél

Ekki þarf lengur að blása reyk eða skapa óþolandi hávaða við að slá grasflatir. Rafsláttuvélin Recharge Mower er öflug sláttuvél með 900 watta rafmótor og fer létt með að sinna sömu verkum og gömlu bensínvélarnar. Það tekur um 10 tíma að hlaða rafhlöðurnar, en að því loknu er líka hægt að slá gras í þrjá klukkutíma og það ætti að duga ágætlega jafnvel í stærstu görðum. Tækið er heldur ekki of s Lesa meira

Draumaskemmtibátur með lyftu

Láti maður sig dreyma um skemmtibát má allt eins eiga sér stóra drauma. Þessi nýi glæsibátur frá Schöpfer Yachts gæti innan tíðar látið mjög stóra drauma rætast. Lögunin er óneitanlega sérstæð og minnir helst á kjálka úr risaeðlu, en þar fyrir utan er þyrlupallur fremst, rými fyrir 16 gesti og stór sundlaug, en úr henni má synda um göng yfir í litla í skutnum. Í matsalnum er þriggja metra lofthæð Lesa meira

Er hægt að fylla á þyrlu á lofti?

Þyrlur geta tekið eldsneyti á flugi á sama hátt og önnur loftför. Bensínið er leitt um slöngu sem látin er síga frá birgðavélinni. Á enda slöngunnar er stór trekt og í henni er tengibúnaður sem læsist við áfyllingarstút þyrlunnar, en sá stútur þarf að vera mun lengri en á venjulegum flugvélum til að þyrluspaðarnir rekist ekki í eldsneytisslönguna. Þar eð þyrlur fara hægar yfir en vængjavélar er Lesa meira

Hvaða máli skiptir oktantala bensíns?

Oktantala bensíns segir til um sjálfkveikihættu bensínsins. Til að bensínvél nýti orkuna sem best þarf að kvikna í bensínblöndunni á nákvæmlega réttum tíma. Þetta er gert með rafneista úr kertinu. Ef kviknar í blöndunni augnabliki of snemma heyrist bank í vélinni og þetta reynir óþarflega mikið á bulluna og sveifarásinn. Bensínið er blandað með lofti og bullan þrýstir blöndunni saman á leið sinni Lesa meira

Bíll flaug á 177 km hraða 1949

Margir bíða með eftirvæntingu þess dags þegar bílar geti flogið, en það var reyndar hægt árið 1949. Aerocar uppfinningamannsins Moultons Taylor flaug á 177 km hraða og náði 97 km hraða á vegi. Taylor náði samningi um fjöldaframleiðslu, að því tilskyldu að hann útvegaði 500 pantanir. Hann náði þó ekki nema helmingnum og flugbíllinn kom því aldrei á markað. Lesa meira

Lík prufukeyrðu bíla

Fram yfir 1930 voru ekki gerðar neinar vísindalegar tilraunir varðandi áhrif þess á mannslíkamann að lenda í árekstri í bíl. Nú var byrjað að rannsaka þetta og við fyrstu tilraunirnar voru notuð lík. Tilraununum var ætlað að afhjúpa hæfni líkamans gagnvart þeim harkalegu kröftum sem losna úr læðingi við harðan árekstur. Þótt tilraunirnar skiluðu ómetanlegum niðurstöðum, var það ýmsum annmörkum há Lesa meira

Myllur taka á loft

Því öflugri stormur, þess meira rafmagn getur vindmylla framleitt. Og stormurinn er einmitt mestur í skotvindinum sem geisar í um 10.000 metra hæð yfir jörðu. Samfelldur vindstyrkur er rétt eins mikilvægur, en skotvindar blása jafnt og stöðugt og eru því afar heppilegir til að knýja vindmyllur. Margir sérfræðingar og einkafyrirtæki vinna nú að því að hanna vindmyllur sem geta starfað hátt yfir Lesa meira

Nú ætlar Evrópa að eignast geimferju

Fjölmargir gervihnettir fyrir rannsóknir, veðurathuganir og fjarskipti bíða í áraraðir þess að komast á loft, þar sem núverandi geimflaugar anna ekki eftirspurninni. Auk þess er afar kostnaðarsamt að senda gervihnött á braut um jörðu. Þúsundir tæknimanna þarf til að sinna núverandi geimferjum. Burðareldflaugar eru ódýrari, en þær er ekki hægt að nýta aftur, þar sem eldflaugaþrep þeirra brenna upp Lesa meira

Vatnaplanta skapar skipum nýtt yfirborð

Tækni Innan tíðar verður hægt að klæða stór skip þannig að núningsmótstaða verði minni og það getur aftur leitt til allt að 10% orkusparnaðar. Það eru vísindamenn m.a. hjá Rheinische Friedrich-Wilhelm-háskólanum í Bonn í Þýskalandi sem nú eygja þessa von eftir að hafa rannsakað vatnaburknann Salvinia molesta, sem hrindir vel frá sér vatni. Vísindamennirnir ætluðu sér að afhjúpa leyndardóminn að Lesa meira

Flugvélar framtíðar ná allt að 15 þúsund km/klst

Nú á dögum getur Airbus A38 knúinn með þotuhreyflum lagt að baki þá 17.100 km frá London í Englandi til Sydney í Ástralíu með einni millilendingu á einungis 21 tíma og 35 mínútum. Fyrir 50 árum tók sama ferðalag tvo og hálfan dag og sjö millilendingar á Lockheat Super Constellation knúna hreyflum. En eftir nokkra áratugi verður flugið kannski beint og á einungis 2 tímum! Lykillinn að þessum undrav Lesa meira

Snúningshólkar drógu skip alla leið yfir Atlantshafið

Árið 1922 fékk þýski verkfræðingurinn Anton Flettner einkaleyfi á nýrri aðferð til að knýja skip. Í stað segla komu snúningshólkar sem nýttu svokölluð Magnus-áhrif sem myndast hornrétt á loftstraum þegar hólkur er látinn snúast. Lítil dísilvél sneri tveimur rafhreyflum sem aftur sneru tveimur sívalningum 120 snúninga á mínútu. Og aðferðin reyndist virka. Skip Flettners fór yfir Atlantshaf 1926 og Lesa meira

Hlaupahjól í staðinn fyrir hesta

Árið 1817 fann Þjóðverjinn Karl Drais upp hlaupahjól sem nota mátti í stað hests til að komast milli staða. Á þessu hjóli voru engir pedalar, heldur var það drifið áfram beint með fótaaflinu. Pedalarnir komu ekki til sögunnar fyrr en 50 árum og mörgum slitnum skósólum síðar." Lesa meira

Hversu heitt getur orðið í örbylgjuofni?

Það er svokölluð magnetróna sem sendir frá sér örbylgjurnar. Þær sveiflast 2,45 milljörðum sinnum á sekúndu. Þessar sveiflur hreyfa svo hastarlega við sameindum í matnum að hann hitnar. Örbylgjurnar hafa einkum áhrif á vatn, en líka fitu- og sykursameindir, og út frá þeim breiðist hitinn út um allan matinn. Þar eð áhrifin eru mest á vatnssameindirnar hitnar maturinn – og þar með ofninn – yfirleitt Lesa meira

Ofursnekkja með tveimur Formúlu 1-mótorum getur skipt yfir í sólarorku

Umhverfisvænn mótorbátur og kraftmikill hraðbátur í senn? Svissnenskt fyrirtæki hefur kynnt til sögunnar nýjan bát sem samþættar umhverfisvæna sólarorku og bensínvél. Ráðgert er að útbúa Code-X með tveimur sólarknúnum rafmótorum og tveimur Formúlu 1-mótorum, hvorn þeirra með 710 hestöflum. Samkvæmt framleiðanda mun báturinn geta siglt með 80 hnúta hraða með bensínmótorunum en nær níu hnútum með Lesa meira

Lest hélt jafnvægi á einum teini

Írsk-ástralski uppfinningamaðurinn Louis Brennan (1852-1932) var sannfærður um það árið 1903 að hann hefði fundið upp járnbraut framtíðarinnar. Hann fékk þá einkaleyfi á tæknilega mjög þróuðu kerfi sem gerði það að verkum að járnbrautarvagnar héldu jafnvægi á einum teini. Uppfinningin sló þó aldrei í gegn, því fólk þorði ekki að treysta á öryggi hennar. Til er módel af slíkri lest og það má sjá á Lesa meira

Rafknúið fellihjól í bílinn

Bílstjórar sem annað slagið vilja finna hárið flaxa fyrir vindinum, geta nú skipt út varadekkinu og sett í staðinn rafknúið reiðhjól sem unnt er að fella saman og tekur þá ekki meira pláss en varadekk. Hér er engin keðja en hjólið hleður sig upp með rafmagni frá bílnum þegar það er á sínum stað í skottinu. Þessi vistvæna hugmynd kemur frá Volkswagen, ekki fylgir sögunni hvað menn eiga að gera þega Lesa meira

Loftskip sem flytja vörur um himinstig

Tækni Á árinu 2012 hyggjast menn hjá Boeing-verksmiðjunum senda á loft tæplega 100 metra langt og 36 metra breitt loftskip. Farartækið er nú í þróun í samvinnu við kanadíska fyrirtækið SkyHook International og er ætlað til flutninga um torfærur, svo sem til og frá Suðurskautslandinu eða um afskekkt svæði í regnskógum Brasilíu – með ódýrum og vistvænum hætti. Sjálft loftskipið verður fyllt með Lesa meira

Sólfangarar í vegum framleiða raforku

Til að leysa orkuþörf framtíðarinnar hugsa menn sér nú að nýta vegi jafnframt sem sólfangara. Bandaríska fyrirtækið „Solar Roadways“ hefur sett fram þessa framtíðarsýn og þar hefur verið þróuð frumgerð alveg nýs yfirborðsefnis sem bæði á að geta komið í staðinn fyrir malbik og steypu. Efst er gegnsætt lag sem er nógu sterkt til að þola þrýstinginn frá jafnvel þungum farartækjum, en hleypir sóla Lesa meira

Vindknúið farartæki slær hraðamet

202,9 km/klst. Það er nýja hraðametið í flokki vindknúinna farartækja á landi. Methafinn heitir „The Greenbird“. Farartækið var hannað í Bretlandi en metið sett á botni hins uppþornaða Ivanpah-vatns í Bandaríkjunum. Eldra metið átti Bandaríkjamaðurinn Bob Schumacher en það var nú bætt um 16,3 km/klst. Maðurinn á bak við The Greenbird heitir Richard Jenkins. Farartækið er nánast einvörðungu gert ú Lesa meira

Ljóstrefjar virka eins og sólfangarar

Tími stórra sólfangara sem lagðir eru á þök eða veggi gæti senn verið á enda. Vísindamenn við Efna- og verkfræðideild Georgia-tækniháskólans hafa nefnilega þróað tækni til að nota ljóstrefjar, eins og þær sem við þekkjum nú í ljósleiðurum, til að fanga sólarljósið og umbreyta í orku. Þar með verður unnt að minnka sólfangara til mikilla muna. Ljóstrefjarnar eru þaktar nanólagi úr zínkoxíði og þar Lesa meira

Hvernig virkar g-krafts búningur orrustuflugmanna?

Orrustuflugmenn verða oft fyrir hröðun sem er 9 sinnum öflugri en þyngdaraflið. Þá er talað um álag sem nemur 9 g, sem getur reynst skaðlegt enda þrýstist blóðið niður í fætur og þannig frá heilanum. Það leiðir í fyrstu til að flugmaðurinn missir litaskyn eða fær rörsýn rétt eins og hann sjái umhverfið sitt í gegnum papparör. Langvarandi álag g-krafts getur leitt til þess að flugmaðurinn blindist Lesa meira

Rúllugangstétt til að auðvelda umferð

Á heimssýningunni í París árið 1900 voru kynntar til sögunnar tvær merkilegar nýjungar á sviði umferðartækni. Önnur var neðanjarðarlestin „Metro“, sem flutti farþega hratt og örugglega milli borgarhluta. Hitt var langt færiband sem flutti sýningargesti um hin stóru sýningarsvæði, alls um 3 km leið og fór á 8 km hraða. Lesa meira

Hvers vegna er reyk úr skipum ekki hleypt út í sjóinn?

Ástæður þess að reyk skipa er hleypt út í andrúmsloftið en ekki í sjóinn eru margar. Í fyrsta lagi eykst þrýstingurinn mjög hratt í vatni, eða um u.þ.b. 10 hundraðshluta af loftþrýstingi fyrir hvern metra undir yfirborði sjávar. Þetta gerir það að verkum að beita þyrfti þrýstingi til að hleypa reyknum út í sjóinn og afkastageta vélarinnar myndi að sama skapi minnka. Í öðru lagi hefur reykurinn að Lesa meira

Grænt gull

Það þarf bæði nákvæmni og þolinmæði þegar fræðimenn hjá Solazyme stilla lífhvatahylkin. Jafnvel minnstu breytingar í þrýstingi eða hitastigi geta skipt sköpum fyrir þá þörungasúpu sem vænst er að geti verið gulls ígildi. Mestu máli skiptir nefnilega að hámarka bestu ræktunaraðstæður þörunganna. Og helst áður en samkeppnisaðilarnir gera það. Þörungar hafa fyrirfram frá náttúrunnar hendi ótrúleg Lesa meira

Stýrt með líkamanum

U3-X heitir nýtt einhjól sem þróað hefur verið hjá Honda. Hjólið sjálft er samsett úr mörgum smærri hjólum og fyrir bragðið verður stjórn hjólsins auðveldari, en hjólinu er einfaldlega stýrt með hreyfingum líkamans. Þetta hátæknihjól vegur tæp 10 kg og fer hægt yfir eða um 6 km/klst. Lesa meira

Flugmóðurskipin fá andlitslyftingu

Hvar eru flugmóðurskipin? Þetta hefur verið eins konar staðalspurning af vörum sitjandi Bandaríkjaforseta, þegar bólað hefur á ófriðarskýjum eða hernaðarvá gegn Bandaríkjunum síðustu 70 árin. Staðsetning flugmóðurskipanna skiptir svona miklu máli vegna þess að þau eru mikilvægasti einstaki þátturinn í hervörnum Bandaríkjanna. Ekki síst gildir þetta um stærstu skipin, sem eru af svonefndri Nimit Lesa meira

Nú má svífa á rafknúnu mótorhjóli

Rafbílar eru komnir eða á leið á markað frá framleiðendum um allan heim og nú er röðin líka komin að mótorhjólunum. Einn af stóru kostunum er sá að bygging slíkra hjóla getur verið tiltölulega einföld og hreyfihlutir fáir. Þetta hafði ástralski hönnuðurinn Dan Anderson í huga þegar hann upphugsaði Volta – rafdrifið mótorhjól fyrir adrenalínfíkla með næmt fegurðarskyn. Rafhlaðan – og þar með þyngd Lesa meira

Kappakstursökumaður bíður bana með methraða

Hinn vinsæli þýski kappakstursökumaður, Bernd Rosemeyer, þekktur sem Silfurrakettan, er allur eftir kappakstur við landa sinn Rudolf Caracciola. Ríkiskanslari Þýskalands, Adolf Hitler, orðaði fyrr um árið ósk um að hraðametið á landi skyldi sett af þýskum manni í þýskum bíl á þýskri hraðbraut. Fremstu kappakstursmenn okkar tíma létu í gær draum Hitlers rætast þegar þeir – til að slá heimsmetið Lesa meira

Litskrúðsfangarar sundurgreina ljós

Senn koma sólfangarar í fleiri litbrigðum en hinum hefðbundna blásvarta lit. Þeir munu nýta þá hluta sólarljóssins sem venjulegir sólfangarar grípa ekki og virka því t.d. líka þegar skýjað er. Kísillinn er líka sparaður og verðið lækkar um leið. Lesa meira

Blendingur á að ná 1.609 km hraða

Tækni Enski hraðbíllinn Bloodhound SSC á að ná meira en 1.600 km hraða. Þar með á að bæta hraðamet farartækja á jörðu niðri um 31%. Núgildandi met var sett með ThrustSSC sem náði 1.228 km hraða árið 1997. Sömu hönnuðir stóðu að baki því verkefni. Tilraunin til að slá metið verður samkvæmt núgildandi áætlun gerð árið 2011. Þetta á að verða gerlegt m.a. á grundvelli sérstakrar hönnunar Bloodhoun Lesa meira

Snúður sér um jafnvægið

Ný uppfinning, kölluð „Gyrowheel“ gæti nú gjörbylt því hvernig börn læra að hjóla. Í stað stuðningshjólanna sem ekki kenna börnunum almennilega að halda jafnvægi, getur þetta nýja hjól kennt þeim það smátt og smátt. Það er svonefndur snúður eða „gýróskóp“ sem heldur jafnvæginu. Þetta er skífa sem snýst á miklum hraða inni í framhjólinu. Hún er knúin rafhlöðu sem endist í 3 tíma á fullum afköstum. Lesa meira

Nýr kafbátur byggður með sama lagi og flugvél

Breski uppfinningamaðurinn Graham Hawkes hefur nú smíðað tveggja manna kafbát, „ Deep Flight Super Falcon Submerside“, sem nær 11 km hraða og kemst á 450 metra dýpi. Skrokkurinn er mjósleginn, gerður úr koltrefjum og út úr honum standa tveir vængir ásamt stéluggum. Útlitið er þannig ekki ósvipað flugvél. Sjálfur segir uppfinningamaðurinn að bátnum sé líka stjórnað meira í líkingu við flugvél en Lesa meira

Framtíðin knúin af rafhlöðum

Farsíminn þinn er með eina sem og fartölvan, og brátt kann bíllinn þinn að vera knúinn af rafhlöðum. Rafhlöður er hvarvetna að finna í daglegu lífi okkar og í rafvæddu samfélagi framtíðar munum við reiða okkur enn meira á geymslu rafmagns. En núverandi rafhlöður duga ekki til. Þær eru ekki nægjanlega öflugar og missa of mikla hleðslu með tímanum – og þær geta jafnvel sprungið. Meðan þróun á handfr Lesa meira

Sprengjuflaug með kjarnakljúf

Meðan á kalda stríðinu stóð óskaði bandaríski flugherinn eftir sprengjuflugvél búinni kjarnakljúf. Orkan úr kjarnakljúfnum átti að geta haldið flauginni mun lengur á lofti að mati hershöfðingjanna. Skjótt kom í ljós að erfitt reyndist að uppfylla óskir þeirra. Milli 1948 og 1951 gerði U.S. Air Force tilraunir með kjarnakljúf sem gat framleitt orku fyrir flugvélamótorana, en hann reyndist óviðu Lesa meira

Tröllvaxið skip byggt úr timburfjölum

Eftir fyrri heimsstyrjöld áttu finnskar og sænskar sögunarmyllur gríðarlegar birgðir af tilsöguðu timbri og samtímis var beinlínis æpt á byggingarefni um alla Evrópu. Mörg stór flutningaskip höfðu endað ævidaga sína í stríðinu og því ekkert áhlaupaverk að koma timbrinu til kaupenda. Sumarið 1918 hófust 80 menn í landamærahéruðum Svíþjóðar og Finnlands handa við að byggja flutningapramma úr niðu Lesa meira

Skipið stendur föstum fótum á sjávarbotni

Tækni Æ víðar má nú sjá vindmylluver rísa úti á sjó, en það getur verið erfitt að koma þessum vindmyllum fyrir enda eru þær allt að 100 metra háar og vinnukraninn er um borð í skipi sem veltur fyrir bylgjum sjávar. Ein mylla á dag hafa fram að þessu þótt góð afköst. En árið 2011 tekur fyrirtækið Gaoh Offshore í notkun nýja gerð skipa sem ætlað er að reisa vindmyllur á tvöföldum þessum hraða. Þ Lesa meira

VW fer 100 km á dísillítranum

Bráðum kemur Volkswagen L1, sem fer 100 km á 1 lítra af dísilolíu. Straumlínulögun og ný efni gera bílinn vistvænni, en hann nær þó 150 km hraða með dísilblendingsvél – og þarf aðeins 14,3 sek. til að ná 100 km hraða. Lesa meira

Nú eiga eldflaugar að sigla til jarðar

Gamlar skotflaugar eru til vandræða í geimnum þar sem þær hringsóla nú um jörðu ásamt öðru geimrusli og valda hættu á árekstrum við t.d. gervihnetti. En nú hafa vísindamenn hjá fyrirtækinu EADS Astrium, sem framleiðir evrópsku eldflaugina Ariane 5, stungið upp á óvæntri lausn: Á eldflaugarnar má einfaldlega setja segl. Hlutar þeirra eldflauga sem notaðar eru til að skjóta upp gervihnöttum, geta Lesa meira

Sólarorkan knýr nýja tvíbytnu umhverfis hnöttinn

Með alveg sérstakri maraþonsiglingu á næsta ári á nú fyrir alvöru að beina sjónum að endurnýjanlegum orkugjöfum. Tvíbytnan PlanetSolar á að hefja ferð sína í Miðjarðarhafinu og fara kringum hnöttinn á sólaorkunni einni saman. Báturinn er 31 m á lengd og tæpir 15 m á breidd. Hæðin er 7,4 metrar. Hámarkshraðinn verður 8 hnútar eða rétt innan við 15 km/klst. og nýþróaðar liþíumrafhlöður knýja bátinn Lesa meira

Nú geta blindir keyrt bíl

Fyrsti blindrabíllinn er strandvagn búinn leysitækjum sem mæla fjarlægðir í umhverfinu. Talgervill segir hinum blinda í hvaða átt hann eigi að stýra. Að auki er bílstjórinn í vesti sem upplýsir hann með titringi um hraða bílsins og ástand vegarins. Lesa meira

50 metra há bauja rannsakar lífið í sjónum

50 metra há rannsóknastofa, í lögun eins og bauja, verður látin reka og rannsaka um leið heimshöfin án afláts allan sólarhringinn. Þetta er hugarfóstur franska flotaarkitektsins Jacques Rougerie og farartækið kallar hann SeaOrbiter. Af alls 50 metra hæð verða 30 metrar alltaf neðansjávar og þannig skapast miklir möguleikar til rannsókna á dýralífinu í sjónum. Auk fjölda útsýnisglugga eru þrýsti Lesa meira

Hversu hátt kemst farþegaþota?

Farþegaþotur halda sig yfirleitt undir 12 km hæð. Einstaka nýrri þotur komast þó allt upp í 13 km hæð. Svo hátt uppi er loftþrýstingur aðeins fjórðungur af þrýstingnum við sjávarmál og af því leiðir að loftið er þynnra, sem sagt lengra milli loftsameindanna. Þetta þýðir að flugvélin þarf að halda meiri hraða til að vængirnir geti borið hana og til þess þarf öflugri hreyfla. Það er Lesa meira

Svissneskir bora heimsins lengstu göng: 57 kílómetrar í gegn

Forðum daga tók það margar vikur fyrir Hannibal að komast með herfíla sína yfir Alpana. Eftir 10 ár, þegar Gotthard Basis-göngin verða opnuð umferð, munu hraðlestir flytja ferðalanga frá Zürich þvert í gegnum fjallgarðinn til Mílanó á einungis 2 klst. og 40 mínútum. Göngin verða þau lengstu í heimi og þetta risavaxna verkefni kostar meira en 300 milljarði kr. Svissneskir láta þó kostnaðinn ekk Lesa meira

Smákafbáturinn heldur í undirdjúpin

Þegar kemur að mönnuðum farartækjum ætlar Kína sér stóran hlut síðar á árinu með COMRA, sem ráðgert er að komist niður á sjöþúsund metra dýpi. Árið 2009 fylgja BNA í kjölfarið með arftaka að hinum þjóðsagnakennda smákafbáti Alvin, sem frá árinu 1964 hefur meira en fjögurþúsund kafanir að baki og verið yfir sextánþúsund klukkustundir í undirdjúpunum. Það má þakka Alvin sem getur kafað niður á 4500 Lesa meira

Ný júmbóþota enn stærri

Tækni Stóra Boeing-þotan sem verið hefur í framleiðslu í meira en 30 ár, Boeing 747, öðlast nú nýtt líf. Nýjar þotur verða ríflega 3,6 m lengri og geta tekið 34 farþega í viðbót. Þar með getur þessi flugrisi borið 450 manns um loftin blá. Léttefni og nýjir hreyflar munu svo einnig lækka rekstrarkostnaðinn og þar með verður Boeing 747 samkeppnisfær við Airbus 380 sem yfirleitt hefur verið spáð að Lesa meira

Kafbátur knúinn með sólarorku

Tækni Vísindamenn við Renselaer Polytechnic-stofnunina í Bandaríkjunum hafa þróað fyrsta kafbátinn sem knúinn er sólarorku. Þessi ómannaði farkostur getur verið lengi til sjós, vegna þess að hann er búinn sólföngurum og getur þannig endurhlaðið rafhlöðurnar þegar hann liggur í yfirborðinu. Þessi nýja uppfinning vegur 170 kg og á m.a. að vakta vistkerfið í fljótum. Kafbáturinn getur hvort heldur Lesa meira

Komast fljúgandi bílar einhvern tíma í gagnið?

Reyndar hafa menn hjá Moller International í Bandaríkjunum í mörg ár verið tilbúnir með farartæki sem má flokka sem fljúgandi bíl. M400 Skycar er knúinn fjórum 300 hestafla vélum sem hver um sig snýr flugskrúfu. Stélvængur, lögun skrokksins og gerð vélarhúsanna sjá bílnum fyrir lyftikrafti. Skycar rúmar fjóra menn og nær 600 km hraða. Verðið er sagt vera ríflega 30 milljónir króna. Það er engu að Lesa meira

Veikustu hliðar tækninnar

Þegar hver orrustuflugvélin á fætur annarri hrapaði á árunum fyrir 1950, voru þessi slys fyrst í stað útskýrð með mistökum flugmannanna. En hinn mikli fjöldi slysa varð engu að síður til þess að hjá bandarískum hernaðaryfirvöldum fóru menn að velta fyrir sér samspili manns og véla. Nánari rannsókn á slysunum leiddi nefnilega í ljós að í flestum tilvikum mátti rekja þau til gallaðrar tæknihönnunar. Lesa meira

Hvers vegna fljúga geimferjur á hvolfi?

Það er rétt að 20 sekúndum eftir flugtak er geimferjunni snúið á hvolf. Til þess eru notaðar 38 litlar stýriflaugar. Þetta er m.a. gert til að létta álagi á nef og stél þegar ferjan sker sig upp í gegnum neðri hluta gufuhvolfsins á miklum hraða, en einnig til að tryggja áhöfninni sýn að sjóndeildarhring, ef til þess kæmi að nauðlenda þyrfti ferjunni. Þegar geimferjan er komin á braut um jörðu e Lesa meira

Auglýsing
ELÍSA GUDRÚN EHF. - Útgáfufélag Lifandi Vísinda
  • Klapparstígur 25
  • 101 Reykjavík
  • Sími: 570-8300
  • Opnunartími: 9 - 12 alla virka daga
  • lifandi@visindi.is
Höfundarréttur: isProject ehf. © 2010. Allur réttur áskilinn.