Fylgstu með okkur á Twitter Sjáumst á FaceBook Gerast áskrifandi

Nýjasta greinin
Líkja eftir vef sæbjúgans

Læknisfræði Bandarískir vísindamenn hafa nú þróað nýtt efni sem ýmist getur verið sveigjanlegt eða stíft og leituðu fyrirmyndar hjá sæbjúgum. Sæbjúgu geta á örfáum sekúndum gert mjúka húð sína stífa og öfugt. Húðin stífnar þegar skepnan þarf að verjast rándýri. Þetta sjávardýr veitti vísindamönnunum innblástur og þeir telja að nýja efnið megi nota til ígræðslu í heila. Hér er t.d. um að ræða rafóður sem settar eru í Parkinsonsjúklinga, eftir heilablóðfall eða mænusköddun. Efnið er gert úr nanótrefjum sem hver um sig er 25 milljónustu úr millimetra í þvermál. Við ígræðslu er efnið hart en mýkist síðan til jafns við taugavefinn og vísindamennirnir gera sér vonir um að þannig megi draga úr örmyndun og lengja líftíma rafóðunnar í líkamanum. Lesa meira

Greinalisti

Dularfullt fóstur 23 ára gamalt

Faðir Babilart var ástríðusafnari. Heimili hans í franska þorpinu Pont-a-Mousson var sneisafullt af furðulegustu fyrirbærum og fólk streymdi þangað um langan veg til að dást að þessum merkilegu gripum. Árið 1678 komu Maria Theresia Frakklandsdrottning og hirðlæknirinn Pierre Dionis í heimsókn. Faðir Babilart vildi ákafur sýna þeim perluna í safni sínu, sprittkrukku með leðurkenndum líkama. Bæði dr Lesa meira

Málmnet í stað hefðbundinna skurðlækninga

Heilablóðfall er ein algengasta dánarorsök á Vesturlöndum. Í mörgum tilvikum er ástæðan kölkun í hálsslagæðinni og læknar hafa nú árum saman rætt ágæti tveggja lækningaaðferða. Nú hafa læknar við Tækniháskólann í München fylgst með 1.214 sjúklingum í tvö ár og komist að þeirri niðurstöðu að líkurnar á öðru áfalli séu undir 1%, hvorri aðferðinni sem beitt er. Önnur aðferðin er hefðbu Lesa meira

Við smitumst af ...

Taktu þér langt og gott frí, eða dragðu úr áfengisneyslunni. Þess háttar ráðgjöf fengu magasárssjúklingar hjá læknum sínum fyrir aðeins fáeinum áratugum. Þá var talið að magasár stafaði af aukinni framleiðslu magasýru í tengslum við streitu, eða þá að áfengisneysla og sterkkryddaður matur hefðu tærandi áhrif á magavegginn. Nú er vitað að magasár stafar oftast af bakteríusýkingu. Annar sjúkdómur Lesa meira

Baktería skiptir um erfðamassa

Læknisfræði Lengra verður vart komist í genagræðslu en að koma lífveru til að breyta sér úr einni tegund í aðra. En þetta hefur nú verið gert og gæti orðið upphafið að eins konar "gervilífverum" sem væru nýsmíðaðar alveg frá grunni. Við hefðbundna genagræðslu er skipt um aðeins eitt eða kannski örfá gen, en að þessu sinni gengu vísindamennirnir mun lengra. Þeir hreinsuðu allt gengamengið úr b Lesa meira

Risaveiran hliðrar til mörkum lífs

Jafnan er álitið að veirur séu agnarsmáir frumstæðir klumpar af genum með prótínhjúp. Það eitt að veirurnar neyðast til að yfirtaka frumur annarra lífvera til að lifa af og fjölga sér er til marks um hve fábrotnar þær eru. Þær teljast varla lifandi. En nokkrir fundir á óvenjulegum veirum síðustu ár benda til að þessi mynd vísindamanna taki nú breytingum. Veira nokkur er fannst árið 2003 var í Lesa meira

Vísindamenn finna G-blettinn í konum

Læknisfræði Ítalskir vísindamenn hafa nú sett fram nýja kenningu, þess eðlis að G-bletturinn frægi, sé alls ekki lítið, afmarkað svæði, heldur hafi sumar konur óvenju þykkan skeiðarvegg og séu þar af leiðandi færar um að fá svonefnda skeiðarfullnægingu. Við rannsókn sína ómskoðuðu vísindamennirnir lítinn hóp kvenna. Tæplega helmingurinn hafði upplifað skeiðarfullnægingu en hinar konurnar fengu ei Lesa meira

Fyrsti hnykkjarinn var kennari, býbóndi og heilari

Þegar Daniel David Palmer opnaði kírópraktorskóla í Davenport í Iowa í Bandaríkjunum 1897 lagði hann grunninn að alveg nýrri grein meðhöndlunar og forvarna í lækningum. Palmer var kennari og býflugnabóndi og fékkst að auki við heilun. Árið 1895 kom til hans maður, Harway Lillard að nafni, sem verið hafði heyrnarlaus í 17 ár og var að auki með lítinn hnúð á baki. Palmer taldi misgengi hryggjarli Lesa meira

Hvað er vöðvabólga

Vöðvabólga og vöðvaverkir geta stafað af margvíslegum orsökum og þar af leiðandi getur verið þörf mismunandi meðferðarúrræða. Algengustu vöðvaverkir eru svokallaðir strengir, eymsli sem t.d. skapast af óvenju hörðum líkamsæfingum eða rangri beitingu vöðva, en hverfa yfirleitt á einum til tveimur dögum. Sársaukinn stafar af því að sumar vöðvatrefjar hafa rifnað, en við það myndast bólga og efnaj Lesa meira

Genameðferð dregur úr mænusköddun

Tafarlaus meðhöndlun kynni í framtíðinni að bjarga hreyfigetu fólks sem hryggbrotnar. Ákveðin genameðferð hefur allavega reynst draga úr mænusköddun í músum og rottum. Bandarískir vísindamenn, m.a. hjá Maryland-læknaháskólanum, hafa komist að því að það getur haft afar jákvæð áhrif að loka fyrir ákveðið gen í þessum dýrum eftir hryggbrot. Það gildir bæði um mýs og menn að við hryggbrot sýnir lí Lesa meira

Læknar fá hreyfimynd af líkamanum

Læknisfræði Hópur kanadískra vísindamanna hefur nú skapað fyrsta fullkomna tölvulíkanið af mannslíkamanum. CAVEman kalla vísindamennirnir þetta sköpunarverk sitt, en þeir starfa við háskólann í Calgary. CAVEman varð til á grundvelli líffræðibóka og ýmsum meginkerfum líkamans breytt í teiknaðar hreyfimyndir af listamönnum áður en þær öðluðust líf fyrir tilverknað tölvunnar. Þótt CAVEman sé í f Lesa meira

Læknir smitaði fólk af gulu í tilraunaskyni

Ef þú veikist, færðu 100 dollara. Ef þú deyrð fá erfingjarnir 200 dollara. Þannig hljóðaði tilboð til sjálfboðaliða á Kúbu árið 1900 þegar bandaríski herlæknirinn Walter Reed gerði tilraunir sínar með gulusóttarsmit. Á þessum tíma vissi enginn hvað olli þessum sjúkdómi sem oft var banvænn. En með flugnastungutilraunum sínum komst Reed að því að það var tegundin Aedes aegypti sem ber smitið. Lesa meira

Frumupokar gegn Alzheimer

Læknisfræði Ný meðferð gegn Alzheimer hefur nú verið reynd á þremur sjúklingum á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi og þykir lofa góðu. Aðferðinni má helst líkja við tepoka sem settur er í heitt vatn og bragðefnin berast þá út í vatnið, án þess að telaufin sjálf fylgi með. Í stað tepokans koma hér genagræddar frumur, umluktar himnu, sem framleiða lyf og græddar eru í heila sjúklingsin Lesa meira

Læknar réttu hjálparhönd

Það urðu tímamót í lækningasögunni þann 23. september 1998 þegar Nýsjálendingurinn Clint Hallam vaknaði upp með ágrædda hönd eftir 13,5 tíma aðgerð. Þetta var sannkölluð tímamótaaðgerð þar sem læknar frá fjórum löndum voru samankomnir í Lyon í Frakklandi og lögðu saman krafta sína og þekkingu við að tengja smásæjar taugar, vöðva, sinar og æðar í eina heild þannig að ágrædda höndin gæti virkað s Lesa meira

Plastefni sem styrkir beinbrot

Nú geta læknar styrkt brotin bein með plasti sem sprautað er í beinið. Kvoðan fyllir í þær sprungur í beininu sem myndast við brotið og hefur því fengið enska heitið „Injectible Bone“. Við stofuhita er efnið í duftformi en við líkamshita rennur það saman og harðnar þannig að mjög minnir á náttúrulegt bein. Öfugt við önnur beinsteypuefni myndar þetta plast ekki hita þegar það harðnar og það er m Lesa meira

Fyrst var hún hötuð en í dag er hún daglegt brauð

Aðvörun: Þetta efni kemur í veg fyrir egglos. Þessa aðvörun var að finna á miðanum á litla, brúna pilluglasinu sem innihélt lyfið Enovid, sem kom á markað í Bandaríkjunum síðsumars árið 1957. Lyfið hafði nýverið hlotið samþykki yfirvalda í meðhöndlun á óreglulegum blæðingum og skyndilega fjölgaði þeim konum mjög verulega. Innan við tveimur árum eftir að Enovid kom á markað voru ríflega tvær mil Lesa meira

Læknar fá blóð fyrir alla blóðfokka

Læknisfræði Fjölþjóðlegur hópur vísindamanna, undir forystu Henriks Clausen prófessors við Frumu- og sameindalæknisfræðistofnunina við Kaupmannahafnarháskóla., hefur þróað aðferð til að breyta gjafablóði í blóðflokkunum A, B og AB í blóðflokk O sem hæfir öllum. Það sem einkennir blóðflokk O er að í blóðið vantar tvö andgen í formi sykurefna sem annars sitja á rauðu blóðkornunum. Í blóðflokki A Lesa meira

Allra fyrsta glasabarnið

Louise Joy Brown kom í heiminn eftir keisaraskurð þann 25. júlí 1978. Barnið reyndist ofurvenjulegt meybarn – en þó kannski ekki alls kostar venjuleg. Þetta var sem sé allra fyrsta glasabarn sögunnar, getið með gervifrjóvgun undir smásjá. Að þessu einu fráteknu var allt samkvæmt venju og hinir hamingjusömu foreldrar, Lesley og John, kölluðu þetta draumabarn sitt „kraftaverk“. Nú til dags er þes Lesa meira

Eftir 25 ára stríð gegn HIV sjá fræðimenn ljós í myrkrinu

Um mörg hundruð þúsund ára skeið smitaði veiran SIV ónæmiskerfi simpansa og mararkatta. Rétt eins og aðrar útbreiddar veirur tryggði hún viðkomu sína með því að auðsýna fórnarlambinu nokkra miskunn. Aparnir fundu einungis væg einkenni og á meðan hafði SIV færi á að dreifast, stökkbreytast og þróa form með nýjum eiginleikum. Á mörgum stöðum í Afríku eru apar jafnan veiddir og etnir og þannig ko Lesa meira

Hversu hættulegar eru óbeinar reykingar í raun og veru?

Óbeinar reykingar eru skilgreindar sem innöndun tóbaksreyks og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að þær eru mjög skaðlegar. Strax upp úr 1980 sýndu vísindalegar rannsóknir að óbeinum reykingum fylgdi stóraukin hætta á ýmsum gerðum krabbameins. Það er líka greinilegt samhengi milli óbeinna reykinga og annarra sjúkdóma, m.a. hjarta- og æðasjúkdóma. Áhrif óbeinna reykinga má rannsaka á marga vegu, t Lesa meira

Ónæmismeðferð veitir ný vopn gegn krabbameini

Þetta var ósköp venjulegur dagur á síðasta áratugi liðinnar aldar. En fyrir doktorsnemann á rannsóknarstofunni hjá krabbameinsvarnastofnun í Kaupmannahöfn var hann undraverður. Mads Hald Andersen sá nokkuð sem alla krabbameinsfræðinga dreymir um: Krabbameinsfrumur voru horfnar eins og dögg fyrir sólu. Þennan dag á rannsóknarstofunni fékk hann fyrstu innsýn í nokkuð sem gæti orðið að krabbameinsból Lesa meira

Taugaboð eru hljóðbylgjur

Samkvæmt tveimur vísindamönnum við Háskólann í Kaupmannahöfn eru taugaboð ekki rafboð heldur hljóðbylgjur sem fara um taugarnar. Kenningin útskýrir í fyrsta sinn hvers vegna svæfing virkar deyfandi. Þetta er afar umdeild kenning, en sífellt leggja fleiri læknar og líffræðingar lag sitt við hana. Í öllum kennslubókum – allt frá grunnskóla til háskóla – segir að taugar eigi samskipti með spennumu Lesa meira

Genagræðsla veitir litblindum öpum eðlilega sjón

Með því að bæta við einu stöku geni hefur vísindamönnum tekist að skapa svonefndum íkornaöpum (Samiri) venjulega litasjón. Karlkyns íkornaapar eru allir fæddir litblindir – geta hvorki greint rautt né grænt, þar eð vissar skynfrumur vantar í augað. Vísindamennirnir sprautuðu í apana Dalton og Sam veiru sem bar í sér það gen sem kóðar fyrir prótínunum sem mynda þessar skynfrumur. Hægt og hægt tó Lesa meira

Læknar taka æxli með fjarstýringu

Læknisfræði Vitvél hefur nú í fyrsta sinn framkvæmt skurðaðgerð í öflugu segulsviði MRI-skanna. Róbottinn „NeuroArm“ laut fjarstýringu læknis við Calgary-háskóla. Læknirinn sat fyrir utan skurðstofuna og horfði á þrívíðar skannamyndir meðan hann skar krabbameinsæxli úr höfði konu sem leið vel eftir aðgerðina. NeuroArm mun á mörgum sviðum auðvelda læknum að framkvæma gallalausa skurðaðgerð. Þes Lesa meira

Er munur á faraldri og heimsfaraldri?

Mörkin eru sennilega óljós í hugum flestra Íslendinga, enda greinarmunurinn sóttur í alþjóðlegar skilgreiningar. Á ensku heitir faraldur „epidemic“ en heimsfaraldur aftur á móti „pandemic“. Í báðum tilvikum er átt við farsótt sem smitast hratt en munurinn liggur í landfræðilegri útbreiðslu og með heimsfaraldri er átt við að farsóttin dreifist mjög víða, jafnvel um allan hnöttinn. Í báðum tilvikum Lesa meira

Ný lækning á astma

Læknisfræði Vísindamenn við Barnasjúkrahúsið í Boston hafa nú náð mikilsverðum áfanga í baráttunni við astma. Á síðasta ári sýndu vísindamennirnir fram á að ákveðin gerð ónæmisfrumna í lungunum gegndu mikilvægu hlutverki þegar astmaköst eru annars vegar. Nú hefur þeim tekist að skapa lyf til að ráðast gegn þessum frumum. Astmi stafar af því að ónæmisfrumurnar framleiða mikið magn af cýtókínum Lesa meira

Læknir uppgötvar lyf við skyrbjúg

Skoska lækninum dr. James Lind hefur tekist að finna lækningu á sjúkdómnum skyrbjúgi, sem talinn hefur verið ólæknandi og leggst á sjómenn í langsiglingum. Enn þekkir enginn orsakir þessa sjúkdóms sem einkennist af bólgum í tannholdi, tannlosi og blæðingum í húð, ásamt því að sár gróa ekki. Dr. Lind hefur lengi velt því fyrir sér að fæðan um borð skipti hér öllu máli og árið 1747 gerir hann til Lesa meira

Vísindamenn skapa nýjar vaxtarræktarmýs

Læknisfræði Árið 1997 tókst bandarískum vísindamönnum að rækta mús sem var tvöfalt vöðvameiri en venjulegar mýs. Nú hafa sömu vísindamennirnir við John Hopkins-háskólann ræktað mús sem er fjórfalt vöðvameiri en venjulegar mýs. Í báðum tilvikum voru mýsnar ræktaðar án þess gens sem kóðar fyrir prótíninu mýóstatín en það dregur úr vöðvavexti. Til viðbótar var svo músin sem ræktuð var 2007 þannig Lesa meira

Hve lengi er hægt að vera kvefaður?

„Ómeðhöndlað varir kvef í sjö daga, en það má hins vegar lækna á viku,“ hefur iðulega verið sagt í gamni, en þessi tímamörk eru í rauninni ekki fjarri sanni. Sýkingin læknast tiltölulega fljótt vegna þess að líkaminn myndar mótefni sem drepa veiruna. Engu að síður segist margt fólk vera kvefað vikum saman. Ástæðan er þá sú að við tekur nefholubólga sem bakteríur valda. Þetta er sem sagt nýr sjúkdó Lesa meira

Banvænt ebóluspjót næst á mynd

Læknisfræði Nú hefur vísindamönnum tekist að fanga á mynd hið spjótlaga prótín sem ebóluveiran notar til að festa sig við frumur og komast inn í þær. Einhvern tíma síðar vonast menn til að vitneskjan geti komið að haldi við gerð lyfja eða bóluefnis. Með háþróaðri röntgenkristalsmyndatækni hafa Erica Saphire og félagar hennar við Scripps-rannsóknastofnunina í Bandaríkjunum skoðað þetta spjót a Lesa meira

Hvað táknar slangan á merkjum apóteka?

Slangan er tákn gríska lækningaguðsins Asklepíosar og hefur verið tákn læknislistarinnar í meira en 2.500 ár. Þessi tiltekna slanga er af tegundinni Coluber longissimus, sem ekki er eitruð. Í augum Grikkja var slangan tákn heilbrigðis og eilífrar æsku og um leið tákn lækningarinnar. Asklepíos er svonefndur hálfguð, þar eð hann er sonur Apollós og jarðneskrar konu, Koronis. Ýmsar sögur eru af honum Lesa meira

Dauðar bakteríur drepa krabbann

Læknisfræði Lyfjameðferð og geislameðferð gegn krabbameini eru tvíeggjuð sverð sem drepa ekki aðeins krabbafrumur, heldur ráðast einnig gegn heilbrigðum vef og hafa þannig alvarlegar aukaverkanir. Ný aðferð felst nú í því að að pakka frumueitrinu inn í dauðar bakteríur. Þessar bakteríur virka líkt og marksæknar sprengjuflaugar því þær berast inn í krabbameinsæxlið og gefa þar frá sér eitrið. Niðu Lesa meira

Ný augnlinsa getur gefið blindum sjón

Áströlskum vísindamönnum hefur tekist að endurvekja sjón í tveimur alblindum augum og einu illa sjáandi með notkun augnlinsa með stofnfrumum. Þessi tímamótatækni er bæði ódýr og sársaukalaus og vekur nýjar vonir varðandi lækningu á hornhimnunni, sem er ysta lag augans. Vísindamennirnir skófu stofnfrumur úr heilbrigða auganu og ræktuðu frumurnar í 10 daga í augnlinsu. Eftir þetta þurfti sjúkling Lesa meira

Heyrnarpróf til varnar vöggudauða

Læknisfræði Vöggudauði er algengasta dánarorsök kornabarna. Ýmsar kenningar hafa verið settar fram um orsakir þessa fyrirbrigðis, en ástæðan er þó enn óþekkt. Nú stinga vísindamenn við Barnaspítalann í Seattle, upp á þeim möguleika að ákveðin heyrnarsköddun valdi vöggudauða. Reynist þetta rétt má finna þau börn sem eru í áhættuhópnum með heyrnarprófi sem nú þegar er gert á ungabörnum. Vísindam Lesa meira

Vísindamenn vígbúast gegn berklum

Ár hvert verða berklar tæplega tveimur milljónum manna að bana. Á síðustu árum hefur rannsóknum á sjúkdómum fjölgað mikið, ekki síst þar sem margir bakteríustofnar hafa þróað með sér mikið ónæmi. Í fyrsta sinn um áratuga skeið er verið að þróa ný lyf og mótefni enda er ógnin mikil. Einn helsti sérfræðingur í berklum, Stefan Kaufmann prófessor og forstjóri Max-Planck Institut Für Infektionbiolo Lesa meira

Míkrónálar gefa lyf án sársauka

Fólk sem óttast sprautunálar getur nú farið að anda léttar. Vísindamenn, m.a. hjá Emory-háskóla, hafa nefnilega þróað eins konar plástur sem t.d. má nota til bólusetningar, nánast án þess að fyrir því finnist, vegna þess að nálarnar innan á plástrinum eru ámóta mjóar og mannshár. Enn eiga vísindamennirnir þó eftir að finna aðferð til að geyma plásturinn við stofuhita án þess að það bitni á styrk l Lesa meira

Tilfinning í gervihönd

Gervihönd sem bæði hefur tilfinningar og sýnir viðbrögð eins og eðlileg hönd. Þessari framtíðardraumsýn hafa vídindamenn hjá háskólasjúkrahúsinu Campus Bio-Medico í Róm og þýsku stofnuninni Fraunhofer-Gesellschaft komist stóru skrefi nær. Höndin gerir notandanum kleift að finna fyrir hlutum og yfirborði sem hann snertir og hefur skilað góðum árangri í prófun hjá 26 ára gömlum Ítala, Pierpaolo Petr Lesa meira

Maðkarnir bestir til að hreinsa sár

Læknisfræði Ígerð í sárum getur skapað mikinn vanda ef penisilínmeðferð virkar ekki. En nú eygja menn hér nýja lausn. Við háskólann í Manchester hafa vísindamenn prófað svonefnda maðkameðferð, sem felst í því að láta maðka éta upp bólguna sem myndast í sárinu. Frumtilraun var gerð á 13 sykursýkissjúklingum með fótasár, sem ekki létu undan penisilínmeðferð, og skilaði afar góðum árangri. Eftir með Lesa meira

Hvernig hefur svæfing áhrif á líkamann?

Svæfing er notuð við skurðaðgerðir til að koma í veg fyrir að sjúklingurinn finni sársauka og bregðist við honum. Öfugt við staðdeyfingu virkar svæfingarlyfið á miðtaugakerfið og þar með á allan líkamann. Svæfingarlyf eru samsett úr tveimur eða fleiri efnum sem saman virka deyfandi, hemja sársauka og slaka á vöðvum. Efni á borð við áfengi og morfín hafa bæði deyfandi og sársaukastillandi áhrif Lesa meira

Prótín veldur psoriasis

Læknisfræði Húðsjúkdómurinn psoriasis, sem lýsir sér með þrálátum bólgum í húðinni, hrjáir um 2% mannkyns. Bólgan veldur rauðum og skellóttum sárum sem aftur valda meiri bólgum. Þannig getur sjúkdómurinn skapað stöðugan vítahring. En nú vakna vonir um að hægt verði að rjúfa þennan vítathring. Ole-Jan Iversen, við háskólann í Þrándheimi í Noregi, hefur einangrað prótín sem virðist gegna hér lyk Lesa meira

Fyrsti sjúklingurinn fær nýtt hjarta

Þann 3. desember 1967 urðu mikil straumhvörf í sögu læknavísindanna þegar suður-afríski læknirinn Christiaan Barnard (1922-2001) græddi í fyrsta sinn gjafahjarta í sjúkling. Vissulega dó sjúklingurinn, Louis Washkansky, úr lungnabólgu eftir 18 daga, en engu að síður markaði aðgerðin upphaf nýrra tíma. Nú var hægt að skera lífstáknið sjálft, hið sláandi hjarta, úr einum brjóstkassa og flytja það yf Lesa meira

Nýtt litarefni gerir krabba sjálflýsandi

Læknisfræði Litarefni í líkamanum, ásamt innrauðri lýsingu, á nú að auðvelda uppskurði á krabbameinssjúklingum. Vísindamenn við Beth Israel Deaconess-stofnunina í Bandaríkjunum hafa þróað tækni sem gerir krabbameinsæxli sjálflýsandi og skurðlæknirinn sér því nákvæmlega hvar hann á að skera. Tæknin nefnist FLARE (Fluorescence-Assisted Resection and Exploration) og byggist á sérhönnuðu litarefni Lesa meira

Gervivöðvi sér um deplun augans

Á hverju ári verða mörg þúsund manns fyrir því að geta ekki lengur deplað öðru auganu, eða jafnvel hvorugu. Ástæðan getur verið blóðtappi, sköddun í slysi, taugasköddun eða lömun eftir hníf skurðlæknis. Afleiðingarnar geta verið alvarlegar, því augun þurfa að geta lokast til að hreinsa sig og viðhalda raka. Nú eru bandarískir vísindamenn hjá Davis-læknisfræðimiðstöðinni við Kaliforníuháskóla að þ Lesa meira

Ný lyf geta vakið heilann

Þau brosa, hjala og gefa til kynna mikinn áhuga á lífinu. Kornabörn eru flest að springa úr orku á meðan þau eru vakandi og sýna mikinn áhuga á að hreyfa sig og reyna á sig. Þess vegna fá flestir foreldrar sting fyrir hjartað þegar draumabörnin þeirra sýna ekki sömu hæfileika til að temja sér nýja hluti og vera á hreyfingu. Börn með litningagalla á borð við Downs-heilkenni þurfa á gífurlegri þjálf Lesa meira

Nýtt fjólublátt batat virkar gegn krabba

Fjólublá sæt kartafla, einnig þekkt sem Batat, er meðhöndluð til að hamla gegn krabba. Það eru vísindamennirnir Ted Carey og Soyoung Lim við Kansas State University sem hafa betrumbætt kartöfluna, sem inniheldur mikið magn af efninu anthocyanín. Það fyrirbyggir krabbamein en virkar einnig gegn hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og offitu. Vísindamennirnir bættu anthocyanín þegar kartaflan v Lesa meira

Sveigð lend heldur konum uppréttum

Læknisfræði Konur sem komnar eru langt á meðgöngu, geta virst afkáralegar, en eru engu að síður eins konar þróunarfræðilegt meistaraverk. Nýjar bandarískar rannsóknir sýna að hryggsúla konunnar er líkust langþróaðri verkfræðihönnun og neðstu hryggjarliðirnir hafa á milljónum ára tekið framförum sem gera það að verkum að konan helst upprétt, þrátt fyrir þungunina. Katherine Whitcombe, sem er ma Lesa meira

Nanóeindir lýsa upp æxli í heila

Sjálflýsandi nanóeindir sem berast inn í heilann með blóðrásinni munu bæði auðvelda læknum að skera burtu heilaæxli og auka líkurnar á að ekkert verði eftir af því. Það eru vísindamenn við Washington-háskóla undir forystu Minqins Zhang prófessors sem hafa þróað hinar sjálflýsandi nanóeindir. Eindirnar líma sig við æxlið og lýsa það upp, þannig að það sést mun greinilegar við heilaskönnun. Skurð Lesa meira

Orka hjartans knýr nýjan gangráð

Læknisfræði Einn stærsti ókosturinn við hjartagangráð er sá, að skipta þarf um rafhlöðu með reglulegu millibili. Til þess þarf skurðaðgerð, sem að vísu krefst aðeins staðdeyfingar, en fylgir þó alltaf viss áhætta. Þetta vandamál kynni nú að vera úr sögunni með nýþróuðum gangráði sem fær rafstraum sinn að hluta til úr orku hjartans sjálfs. Það eru vísindamenn við Southamptonháskóla sem hafa þróað Lesa meira

Svona skönnum við heilann

Rannsóknir á heilanum eru meðal allra erfiðustu verkefnum vísindamanna þegar þeir reyna að öðlast skilning á mannslíkamanum og margvíslegri starfsemi hanns. Öfugt við líffæri á borð við hjarta og lungu er ógerlegt að sjá heilann starfa og þess vegna er örðugt að gera sér grein fyrir hvaða heilastöðvar eru sérhæfðar t.d. varðandi heyrn, sjón, úrlausn vandamála, tilfinningar eða hreyfingar. Allt þa Lesa meira

Kynfærasníkjudýr ættað úr þörmunum

Læknisfræði Nú hafa vísindamenn við Læknaháskóla New York kortlagt erfðamengi snýkjudýrsins Trichomonas vaginalis, sem veldur kynsjúkdómnum trichomoniasis. Þar með vakna vonir um að hægt verði að finna haldgott lyf við þessum sjúkdómi, sem - þótt hann sé ekki algengur á okkar slóðum - er sá kynsjúkdómur í heiminum sem oftast smitast. Erfðamengi sníkjudýrsins reyndist stærra en búist hafði verið v Lesa meira

Þegar allt getur farið úrskeiðis!

Læknirinn Benedikt Sandmeyer stekkur í gegnum stjórnstöðina – 10 metra langt og þröngt herbergi. Þar sitja 10 aðrir læknar þétt saman framan við 20 skjái þar sem rauðar og grænar kúrvur bylgjast í sífellu frá vinstri til hægri. Hér er allt í hers höndum; eftir tvær mínútur hefst æfingin. „EKG-ið er ekki inni,“ segir Sandmeyer pirraður sem skömmu síðar stendur í björgunarþyrlunni sem er að finna í Lesa meira

Augnlinsa kemst á netið

Rafræn augnlinsa gefur nú eiganda sínum færi á að vafra á netinu án tillits til þess hvar hann er staddur. Þetta hljómar reyndar líkast vísindaskáldskap, en þróunarstarf við Washington háskóla er á góðri leið með að gera þetta að blákaldri staðreynd. Linsan virkar eins og venjuleg linsa en er að auki búin næfurþunnri rafrás og rauðum ljósdíóðum. Nú er verið að reyna linsurnar á kanínum. Þær eru bú Lesa meira

Miltað virkjar varnir líkamans

Eigi að lækna veikt hjarta er þörf fyrir milta. Þetta var ein af niðurstöðum athyglisverðrar rannsóknar sem hópur vísindamanna við Massachusetts sjúkrahúsið og læknadeildina í Harvard unnu að. Þegar þeir rannsökuðu græðingarferlið í skemmdum hjartavef í músum fundu vísindamennirnir, sér til mikillar furðu, ógrynnin öll af stórkirningum í hjartavefnum en samanlagt voru þeir fleiri en í öllu blóðrás Lesa meira

Þarmaslanga kemur í veg fyrir offitu

Læknisfræði Nú er brugðist við alvarlegri offitu með skurðagerð og annaðhvort er þá komið fyrir hring neðan við magann, þannig að mikið hægi á streymi úr magasekknum niður í smáþarmana, eða reyrt að hluta af maganum og smáþörmunum. Eftir slíka aðgerð léttist fólk til mikilla muna, en á hinn bóginn er líka örlítil hætta á að sjúklingurinn deyi á skurðarborðinu. Hjá bandarísku fyrirtæki hafa menn n Lesa meira

Hollur fangamatur dregur úr ofbeldi

Enskir vísindamenn kynnu að hafa uppgötvað ódýra en áhrifaríka leið til að draga úr ofbeldi: góðan og hollan mat, ásamt vítamínum og fæðubótarefnum. Sálfræðingurinn Bernard Gesch sýndi þegar árið 2002 fram á að fæðubótarefni, svo sem B-vítamín, omega-3-fitusýrur úr fiski og steinefni, geta dregið úr ofbeldi meðal ungra afbrotamanna um allt að 40%. Nú hefur Gesch hrint úr vör þriggja ára metnaða Lesa meira

Vesti afhjúpar geðsjúkdóm

Læknisfræði Það getur verið erfitt að greina vissa geðræna sjúkdóma. En nú hafa vísindamenn þróað gervigreindarvesti sem á að auðvelda þetta. Íklæddur vestinu er sjúklingurinn láta fara inn í herbergi þar sem hann hefur aldrei komið áður og vöktunarvélar fylgjast með hverri hreyfingu hans. Vestið skráir allar breytingar á blóðþrýstingi, andardrætti, svitaframleiðslu o.s.frv. Að nokkrum tíma li Lesa meira

Núllstilling ónæmiskerfis læknar mænusjúkdóm

Varnir líkamans gegn sjúkdómum, sýklum, aðskotahlutum og öðrum ógnum úr umhverfinu stjórnast af ónæmiskerfinu. En stundum tekur kerfið upp á því að líta á eigin frumur líkamans sem óvini og beinir vopnum sínum gegn þeim. Þetta getur leitt til alvarlegra sjúkdóma eins og sykursýki, gigtar og mænusiggs, sem eru allir ólæknandi með hefðbundnum meðferðum þar sem ónæmiskerfið gleymir ekki því sem það h Lesa meira

Nú slær hið ræktaða hjarta

Læknisfræði Nú hafa vísindamenn við Minnesota-háskóla í Bandaríkjunum ræktað gervihjarta og fengið það til að slá. Þessi tímamótaviðburður byggist á nýrri tækni og vísindamennirnir notuðu dautt hjarta sem eins konar skapalón eða stoðgrind fyrir nýja hjartað. Hingað til hafa vísindamennirnir notað hjörtu úr rottum. Með sérstakri upplausn fjarlægðu þeir fyrst allar frumur úr dauða hjartanu þanga Lesa meira

Er hægt að lækna fjarsýni?

Í nærsýnu auga er of mikil sveigja á hornhimnunni og það er alveg rétt að augnlæknar geta læknað nærsýni með því að brenna ysta lagið í miðri hornhimnunni þannig að hún verði flatari. Fjarsýni er erfiðari viðfangs, því hornhimnan er of flöt og það þarf sem sagt að veita henni meiri sveigju. Augnlæknar grafa þess vegna eins konar „skurð“ í útjaðar hornhimnunnar og ná þannig tilætluðum áhrifum. Lesa meira

Sárabindi virka græðandi og halda líffærum frískum

Læknisfræði Vísindamenn við Texas-háskóla hafa þróað nýja gerð sárabinda úr nanótrefjum sem brotna niður í líkamanum. Sárabindin eru ofin með svonefndum rafspuna, þar sem örsmáar nanótrefjar eru ofnar saman í dúk – í þessu tilviki sem sagt sáraumbúðir. Einn af kostum nýja sárabindisins er sá að það losar köfnunarefnisoxíð þegar raki kemst að því. Köfnunarefnisoxíð heldur æðum opnum og slökum o Lesa meira

Armband les úr tilfinningum einhverfra

Enginn skildi Amöndu Baggs. Þetta fannst henni að minnsta kosti sjálfri fyrstu æviárin. Henni fannst skólasystkinin leggja sig í einelti og kennarar og sálfræðingar hafa fyrirfram ákveðnar skoðanir á því hvað hún væri fær um að gera og dæma sig í samræmi við það. Henni fannst jafnframt læknar og aðrir sérfræðingar álíta sig vera lata og ósamvinnuþýða. „Þeir sögðu mér hvað eftir annað að ég væri Lesa meira

Gerviblóð

Sú gamla flökkusögn að fólk af konungaættum hafi blátt blóð í æðum er að sjálfsögðu ekki sönn. En á hinn bóginn gæti farið svo innan tíðar að blóð sem geymt er á sjúkrahúsum til blóðgjafar í neyð, verði hvítt sem snjór. Um þessar mundir er “rífandi gangur” í þróun gerviblóðs. Sumt af því er unnið úr blóði manna og/eða dýra en sumt er hreinlega samsett frá grunni í rannsóknastofum og ber þess vegna Lesa meira

Apar lifa lengur á kaloríusnauðu fæði

Það hefur verið sannað með tilraunum á gerlum, ormum, músum og nú síðast öpum, að lífverur lifa lengur á kaloríusnauðu fæði. Bandarískir vísindamenn við Wisconsin-Madison-háskólann hafa fylgst með 76 rhesusöpum og mataræði þeirra í 20 ár á fullorðinsaldri, en þessir apar verða um 27 ára undir vernd manna. Helmingur apanna fékk hefðbundna fæðu en hinn helmingurinn 30% minna af kaloríum. Eftir 20 Lesa meira

Rafstraumur bætnir minnið

Læknisfræði Örlítill rafstraumur til heilans meðan við sofum veitir fólki með lélegt minni mikla hjálp. Þýskir vísindamenn telja sig hafa sýnt fram á þetta. Hálftíma raförvun dugði til að bæta minnið um 8% hjá þeim 13 einstaklingum sem tóku þátt í tilrauninni. Þátttakendur áttu að læra allmörg orð utan að um kvöldið og fyrir svefninn voru allmargar rafóður festar á andlit þeirra. Þegar fólkið Lesa meira

Fljótandi smokkur gegn eyðni

Læknisfræði Læknar við Utah-háskóla í Bandaríkjunum hafa þróað fljótandi “sameindasmokk” sem á að vernda konur gegn eyðniveirunni og þar með sjúkdómnum. Þetta er vökvi sem inni í skeiðinni myndar þunna, hlaupkennda himnu. Breytingin orsakast af hitabreytingunni úr stofuhita í líkamshita. Þegar himnan kemst í snertingu við sæði verður hún fljótandi og gefur um leið frá sér efni sem drepur eyðni Lesa meira

Nýr vöðvi grær í sködduðu hjarta

Læknisfræði Eftir blóðtappa í hjarta deyja þeir hlutar hjartavöðvans sem ekki hafa fengið nægt blóðstreymi. Hjartað reynir að bæta skaðann, en þar eð frumur hjartavöðvans eru ekki færar um að skipta sér, á hjartað ekki annarra kosta völ en að mynda örvef sem dregur úr starfsgetu hjartans. Fram að þessu hafa læknar ekki átt þess neinn kost að gera við hjartað, en nú hefur læknum við Barnasjúkrahús Lesa meira

Reykfíknin er innan við eyrun

Læknisfræði Stórreykingamenn sem fengið hafa blóðtappa á ákveðnu svæði í heila, virðast eiga mun auðveldara með að hætta en aðrir. Þetta sýna nú niðurstöður nýrrar rannsóknar læknisins Nasirs H. Naqvi, við Iowa og Suður-Kaliforníuháskóla í Bandaríkjunum. Hugmyndin kviknaði vegna þess að 28 ára gamall sjúklingur, sem hafði verið stórreykingamaður frá 14 ára aldri allt fram til þess dags þegar hann Lesa meira

Þyngdarleysi styrkir hjartað

Læknisfræði Rannsóknir á heilbrigði geimfara kynnu að koma hjartasjúklingum til góða í framtíðinni. Peter Norsk, lektor í geimlæknisfræði, mældi ásamt starfsfélögum sínum við Kaupmannahafnarháskóla m.a. púls og blóðþrýsting geimfara sem fóru út í geiminn með geimferju árið 2003. Samsvarandi mælingar voru gerðar á öðru fólki sem sent var í svonefnt “parabólflug” en slíku flugi er hagað þannig a Lesa meira

Hátíðnihljóð lagar tennur

Tannhirða Vísindamenn við Alberta-háskóla í Kanada hafa þróað tæki sem getur gert við tannskemmdir. Einn þeirra, dr. Tarak El-Bialy, komst að því 2005 að svokölluð lágtifs hátíðnihljóð eða “LIPUS”-hljóð geta grætt tennur. LIPUS-tækið sem hann notaði við tilraunir sínar var þó allt of stórt til að komast fyrir í munni og hann sneri sér því til Jie Chen og Ying Tsui við tæknideild háskólans og bað þ Lesa meira

Hvað eru blettir fyrir augum?

Reyndar eru þessir blettir einmitt einfrumungar. Það sem við sjáum eru nefnilega skuggar af hvítum blóðkornum á leið um æðar í nethimnunni. Hvítu blóðkornin drekka ekki í sig ljós á sama hátt og þau rauðu og verða þess vegna sýnileg sem eins konar göt í streymi rauðu blóðkornanna. Fyrirbrigðið myndast í fíngerðum æðum sem liggja rétt þar hjá sem sjónin er skörpust. Stundum má meira að segja sjá þe Lesa meira

Meðbær segull lagar mígreni

Læknisfræði Tækið veitir heilafrumunum segulörvun inn í gegnum höfuðkúpuna og var reynt á 43 mígrenisjúklingum, sem látnir voru hafa samband um leið og þeir fundu merki þess að kast væri í aðsigi. Helmingurinn fékk raunverulega segulörvun en hinn helmingurinn aðeins áhrifslausa gervimeðferð. Að tveimur tímum liðnum höfðu 70% þeirra sem fengu raunverulega meðferð aðeins lítinn eða jafnvel engan hö Lesa meira

Plástur í nálar stað

Læknisfræði Eftir fáein ár þurfum við ekki lengur að þola nálarstungur við bólusetningu, heldur fáum bara plástur á handlegginn. Um leið og plásturinn hefur verið settur á húðina leitar bóluefnið úr honum inn undir efsta lag húðarinnar þar sem sérstakar frumur skynja það og senda aðvörun til ónæmiskerfisins sem þá tekur til við að mynda mótefni. Plásturinn hefur þann stóra kost að ekki þarf að Lesa meira

Auglýsing
ELÍSA GUDRÚN EHF. - Útgáfufélag Lifandi Vísinda
  • Klapparstígur 25
  • 101 Reykjavík
  • Sími: 570-8300
  • Opnunartími: 9 - 12 alla virka daga
  • lifandi@visindi.is
Höfundarréttur: isProject ehf. © 2010. Allur réttur áskilinn.