Fylgstu með okkur á Twitter Sjáumst á FaceBook Gerast áskrifandi

Nýjasta greinin
Koltrefjar gera ryksugur betri

Koltrefjar eru undravert efni og notað í orrustuflaugar, mótorhjól og ofurbíla og nú er röðin komin að heimilistækjum. Fyrirtækið Dyson vinnur að gerð ryksugu sem er að hluta til útbúin úr fágætum efnum. En Dyson nýtir ekki koltrefjarnar til að gera ryksuguna léttari. Koltrefjarnar eru nýttar vegna eiginleika þeirra gagnvart stöðurafmagni. Þær er að finna í burstanum þannig að ryksugan dragi betur í sig rykið. Lesa meira

Greinalisti

4 – 3 – 2 – 1 sprenging!

Fundinn! Á skjá sínum hefur leiðangursmaður komið auga á aflangan grunsamlegan hlut á hafsbotni, 70 m undir skipinu. Hann stækkar upp myndina og plottar stöðuna inn á rafrænt sjókort með sentimetra nákvæmni. Síðar um daginn mun fjarstýrður smákafbátur verða sendur niður til að taka nærmyndir af þeim grunsamlegu hlutum sem fundust. Reynist þetta vera tundurdufl heldur kafbáturinn aftur niður í Lesa meira

Útdraganleg innstunga

Þegar allt í einu þarf að stinga nýju rafmagnstæki í samband, þarf iðulega að byrja á því að finna sér fjöltengi. En þetta kynni þó bráðum að heyra sögunni til. Hönnuðurinn Art Lebedev hefur skapað þessa innstungu fyrir Yanko Design og hún er eins og sjá má fjöltengi um leið. Þegar ýtt er á hnapp rennur innstungan út úr veggnum og um leið er unnt að tengja við hana fjögur raftæki til viðbótar. Lesa meira

Minismásjá án linsu

Tækni Lítið og ódýrt. Þannig má best lýsa stafrænni minismásjá sem vísindamenn við Tæknistofnun Kaliforníu hafa nú þróað. Smásjáin er jafn lítil og raun ber vitni vegna þess að örflaga kemur í staðinn fyrir hefðbundnar linsur. Örflagan er þakin þunnu málmlagi þar sem hundruð örsmárra gata hleypa ljósi inn. Sýnið sem rannsaka á, er haft í vatni og þegar vatnið flýtur yfir örflöguna er tekin myn Lesa meira

Handskanni varðveitir bækur

Það tekur ekki nema fáeinar sekúndur fyrir þennan handskanna frá VuPoint Solutions að skanna eina A4-síðu. Enn handhægara er þó að nota hann til að skanna síður í bók, en til þess henta hefðbundnir skannar afar illa. Upplausnin er heldur ekkert til að gera grín að. Hún er allt að 600 x 600 dílar. Minnið ákvarðar maður sjálfur því skanninn tekur við minniskortum allt upp í 32 GB. En stærsti kost Lesa meira

Gömul og góð þraut í rafrænni útgáfu

Rúbiksteningurinn er nú fáanlegur í rafrænni útgáfu. Í 26 smáteninga sem snerust á öxlum er nýja gerðin, „Rubik‘s TouchCube“ með sex LED-snertiskjái. Sérstakur skynjari fylgist með því hvað snýr upp og niður en sjö örflögur sjá um litina og snúningana. Nú er líka hægt að „hætta við“ fá ábendingu um næsta snúning og svo getur teningurinn leyst þrautina sjálfur meðan maður horfir bara á. Lesa meira

Heitalofts-djúpsteikingarpottur sparar mikla fitu

Það virðist næstum of gott til að vera satt. Djúpteikingarpottur sem notar 80% minni fitu með jafn góðum árangri. Þetta er það sem Philipps segir hina nýju Airfrier áorka – bæði með franskar kartöflur, fisk og hvaðeina sem menn vilja djúpsteikja. Ef sú er raunin getur tæknin orðið til þess að draga úr þeirri offituplágu sem breiðist um heim allan. Airfrier virkar með aðstoð sérstaks einkaleyfi Lesa meira

Kínverjar fjarstýra dúfum

Í Shandong-háskóla í Kína hafa vísindamennirnir nú svipt dúfur sjálfstæðum vilja. Eftir að hafa komið fáeinum aðskotahlutum fyrir í heilanum geta vísindamennirnir nú með hjálp tölvu haft fullkomna stjórn á flugi fuglsins. Með því að örva ákveðnar heilastöðvar er hægt að láta dúfuna fljúga upp eða niður á við og og sveigja til hægri eða vinstri eftir atvikum. Þessa fjarstýrðu fugla má nota í hernað Lesa meira

Hvernig virkar „Bluetooth“?

Blátannarbúnaður, sem margir kalla reyndar „Bluetooth“ er heiti á þráðlausum samskiptastaðli. Tæknin náði skjótt útbreiðslu m.a. vegna þess að með henni má flytja mikið gagnamagn með afar lítilli orku. Með Blátönn má líka tengja allt að 8 rafeindatæki að því einu tilskildu að þau séu nálægt hvert öðru, því yfirleitt er drægnin ekki nema um 10 metrar. Samskiptin gerast með útvarpsbylgjum á tíðni Lesa meira

USB-tengi heldur kaffinu mátulegu

Allir þekkja þetta vandamál. Maður var að enda við að sækja sér kaffi og nú er það allt í einu orðið kalt. En vandamálið er úr sögunni með USB-bollanum frá Brando. Kaffibollinn er tengdur í tölvuna og heldur kaffinu við það hitastig sem hverjum finnst best. Lesa meira

Orka hjartans knýr nýjan gangráð

Læknisfræði Einn stærsti ókosturinn við hjartagangráð er sá, að skipta þarf um rafhlöðu með reglulegu millibili. Til þess þarf skurðaðgerð, sem að vísu krefst aðeins staðdeyfingar, en fylgir þó alltaf viss áhætta. Þetta vandamál kynni nú að vera úr sögunni með nýþróuðum gangráði sem fær rafstraum sinn að hluta til úr orku hjartans sjálfs. Það eru vísindamenn við Southamptonháskóla sem hafa þróað Lesa meira

Smásær skynjari notar sólarorku

Lágorkuskynjari sem er 1.000 sinnum smærri en keppinautarnir hefur nú verið þróaður hjá Michigan-háskóla. Skynjarinn fær orku frá sólinni og má því nota til að vakta byggingar eða brýr í langan tíma. Jafnframt er hann svo lítill að nota má hann við nýjar ígræðslur. Lesa meira

Vitrænir sandalar kortleggja hreyfingar fótarins

Nýþróaðir sandalar munu héðan í frá auðvelda mönnum sem t.d. þurfa að læra að ganga aftur eftir sjúkdóm eða áföll. Forceshoe, eins og þeir nefnast, hafa innbyggða nema sem mæla þrýsting. Þannig veita þeir gagngera mynd af hvernig notandinn ber sig að við gang. Lesa meira

Klukka sýnir rafmagnsnotkunina

Finnist manni sem rafmagnsreikningarnir hækki stöðugt eru hér góð tíðindi á ferð. Tendril Vision-klukkan fylgist með tíma og rafmagnsnotkun. Jafnframt gerir hún grein fyrir hvenær sólarhringsins rafmagnið er ódýrast svo setja megi þvottavélina í gang. Lesa meira

Læknar fá hreyfimynd af líkamanum

Læknisfræði Hópur kanadískra vísindamanna hefur nú skapað fyrsta fullkomna tölvulíkanið af mannslíkamanum. CAVEman kalla vísindamennirnir þetta sköpunarverk sitt, en þeir starfa við háskólann í Calgary. CAVEman varð til á grundvelli líffræðibóka og ýmsum meginkerfum líkamans breytt í teiknaðar hreyfimyndir af listamönnum áður en þær öðluðust líf fyrir tilverknað tölvunnar. Þótt CAVEman sé í f Lesa meira

Fljótandi kristallar valda glóð á bjöllu

Málmgrænn litur bjöllunnar Chrysina gloriosa, af ættinni Scarabaeiadae, stafar af einstæðum frumum í ytri stoðgrind dýrsins. Vísindamenn hjá Tæknistofnun Georgíu í Bandaríkjunum hafa komist að því að frumurnar eru fljótandi og minna mjög á manngerða, fljótandi kristalla. Þessar kristalsfrumur eru fimm- sex- eða sjöhyrndar og fjöldinn í ákveðnum punkti ræðst af sveigju skjaldar bjöllunnar á hver Lesa meira

Fartölva með músarskjá

Á flestum fartölvum er skjábendlinum stjórnað með snertifleti í stað músar. En hjá Sharp stíga menn nú eitt skref í viðbót með nýju Mebius-tölvunni. Hér er snertiskjár þar sem músarflöturinn er á öðrum fartölvum. Þetta skapar alveg nýja möguleika t.d. í leikjum eða forritum þar sem þörf er fyrir tvo skjái. Í ákveðnum forritum getur litli snertiskjárinn t.d. sýnt píanónótur, trommur, eða keilur ein Lesa meira

Skipið stendur föstum fótum á sjávarbotni

Tækni Æ víðar má nú sjá vindmylluver rísa úti á sjó, en það getur verið erfitt að koma þessum vindmyllum fyrir enda eru þær allt að 100 metra háar og vinnukraninn er um borð í skipi sem veltur fyrir bylgjum sjávar. Ein mylla á dag hafa fram að þessu þótt góð afköst. En árið 2011 tekur fyrirtækið Gaoh Offshore í notkun nýja gerð skipa sem ætlað er að reisa vindmyllur á tvöföldum þessum hraða. Þ Lesa meira

Dell stríðir Apple með fistölvu

Tölvuframleiðendur keppast nú við að framleiða svo þunnar og léttar fartölvur að vindhviða gæti feykt þeim í burtu. Adanmo XPS frá Dell markar tímamót. Tölvan er nánast óskiljanlega þunn, aðeins 1 sm, en nógu öflug fyrir flesta. Hönnunin sér líka fyrir góðri kælingu. Lesa meira

Boginn risaskjár víkkar sjónsviðið

Góðar fréttir fyrir fólk sem hefur nóg pláss á skrifborðinu. Innan skamms kemur á markað 42,8 tommu risaskjár frá Ostendo. Áætlað verð er um 5.650 evrur. Upplausnin verður 2.880x900 dílar, sem samsvarar 32:10-formi, og því ekki gert ráð fyrir að tengja Playstation eða Wii-leikjatölvur við skjáinn til að byrja með, enda styður hann ekki þá sérstöku upplausn. Í byrjun er skjárinn ætlaður tölvunot Lesa meira

Vigt sem vegur lifandi frumur

Tækni Með örsmáum vogstöngum má nú vigta stakar sameindir. Þegar sameindin bindur sig við stöngina, breytist titringur hennar í samræmi við þyngd sameindarinnar. Fram að þessu hafa nanóvogir þó ekki getað vigtað sameindir í vökva þar eð vökvinn hefur truflandi áhrif á stöngina. En þetta vandamál hafa vísindamenn við MIT í Boston nú leyst. Í vog þeirra eru hárfínar rásir sem vökvinn flýtur inn í o Lesa meira

Örhátalarar eins og „veisla í farangrinum“

Hátalarar sem innbyggðir eru í fartölvur eru ekki þekktir fyrir nein afburða hljómgæði. Þeir eiga til að suða og það sem margir vilja kalla „almennilega bassatóna“ vantar alveg. Þetta á nú að breytast með ofursmáum USB-tengdum hátalara frá Altec Lansing. Hátalarinn kallast „Orbit“, hljómgæðin koma mjög á óvart og smæðin er ótrúleg. Straumurinn kemur úr fartölvunni og hljóðið er sent út í 360 gr Lesa meira

Sjónvarpstæki framtíðarinnar – gjörið svo vel!

Okkar eigin heimur í þrívídd Milljónir af þrívíddarsjónvarpstækjum eru á leið heim í stofur fólks Við kippumst við þegar lífshættuleg risaeðlan stekkur inn í stofu til okkar. Með því að ýta á takka er þó hægt að stöðva risaeðluna í miðju stökki og fara fram og sækja meira kaffi. Óhætt er að fara að koma sér vel fyrir í hægindastólnum, því þrívíddarsjónvörpin eru innan seilingar og fara að láta á Lesa meira

Þrívíddarskjár stjórnast af hreyfingum handanna

Með nýrri tækni er nú unnt að láta líta svo út sem hlutir svífi fyrir framan skjáinn og notandinn getur stýrt þeim með því að hreyfa lófa og fingur. Kerfið kallast iPoint 3D og notar tvær tökuvélar að greina hreyfingar notandans. Tæknin er þróuð hjá Fraunhofer-stofnuninni og er m.a. ætluð fyrir tölvuleiki og til notkunar á sjúkrahúsum. Lesa meira

Næsta tölvan þín er bara lyklaborð

Eftir árs seinkun kemur nú Eee-tölvan frá Asus loksins á markað. Þessi sérkennilega, litla tölva kann að vekja upp gamlar minningar um Commodore 64. En hér er Atom-örgjörvi, 1GB í vinnsluminni og 32GB flash-diskur. Til hægri við lyklaborðið er snertiskjár sem stjórna má með fingri eða penna. En höfuðsnilldin er þó sú að tölvan sendir þráðlaus boð í stóra flatskjáinn í stofunni. Lesa meira

Sími úr notuðum plastflöskum fær orku sína frá sólinni

Til að svara megadílakapphlaupinu meðal símaframleiðenda hyggjast menn hjá Samsung nú setja á markað umhverfisvænan síma. Hann er gerður úr notuðum plastflöskum. Í símanum er skrefateljari og hann sýnir þér hve mikinn koltvísýring þú hefur sparað með því að ganga. Í sólskini duga sólfangarar á bakhliðinni til að knýja símann og geta jafnvel hlaðið hann upp í topp. Lesa meira

Myndavél með innbyggðum síma

Myndavélar eru innbyggðar í flesta farsíma, en nú hefur Samsung endaskipti á hlutunum. Þaðan kemur nú 13 megadíla myndavél með aðdráttarlinsu, GPS og Wi-Fi, sem samhliða er farsími með snertiskjá. Til að byrja með verður vélin þó aðeins seld í Asíu. Lesa meira

Hugarstýrð tölva hjálpar heilasködduðum

Tækni Japanskir vísindamenn við Keio-háskólá hafa þróað kerfi sem gerir kleift að stjórna tölvu með því einu að hugsa það sem framkvæma skal. Notandinn þarf að hafa á höfðinu hettu með litlum rafóðum sem lesa heilabylgjurnar. Tilhugsun um einhverja framkvæmd, vekur ein og sér upp nokkra virkni í þeim heilastöðvum sem sjá um þessa tilteknu framkvæmd. Í heilasködduðu fólki getur virknin þó orðið Lesa meira

Austur-þýsk ljós njóta vinsælda

Árið 1969 hannaði Austur-Þjóðverjinn Karl Peglau gangbrautarljósmerki sem kallast „Das Amlelmännchen“ og naut strax vinsælda, einkum meðal barna. Eftir að múrinn féll átti að skipta þessum ljósum út, en það mætti mikilli andstöðu. Fyrir bragðið eru ljósin enn notuð í Austu-Berlín og ein af sárafáum táknmyndum hins gamla Austur-Þýskalands sem enn lifa. Lesa meira

Hvaðan kemur vatnspípan?

Vatnspípan er að líkindum upprunnin á Indlandi og hefur borist þaðan til Mið-Austurlanda. Fyrstu vatnspípurnar hafa líkast til verið gerðar úr kókoshnetum með löngu röri. Óvíst er hvenær pípan kom fram en sumir telja það geta hafa verið á 14. öld. Vatnspípan er samsett úr allmörgum hlutum en það er vatnsgeymirinn sem er mest áberandi. Hann er oft skreyttur og getur verið gerður úr málmi, gleri Lesa meira

Nanóhátalara má fela í skjánum

Nýjar rannsóknaniðurstöður, birtar í Journal of Applied Physics, sýna að kolefnisnanórör má nota í hátalara. Þetta skapar nýja og spennandi möguleika til að þróa gagnsæja hátalara sem t.d. mætti fela í sjónvarpsskjánum sjálfum. Annar möguleikinn væri að koma þeim fyrir í veggfóðri. Lesa meira

Fljótandi vitvél hreinsar laugina

Þeir sem eru svo lánsamir að hafa sundlaug í garðinum, hafa hingað til þurft að bretta upp ermarnar þegar kemur að því að hreinsa laugina. En nýi laugarhreinsarinn, Solar Breeze, fjarlægir laufblöð úr vatninu og finnur sér sjálfur sólríkan stað til hleðslu þegar rafhlaðan er að verða tóm. Lesa meira

Myndavél með skjávarpa

Hjá Nikon eru menn ekki aðeins þekktir fyrir góðar myndavélar, heldur einnig að fikra sig áfram á landamærum tækninnar. Nú sendir fyrirtækið frá sér vasamyndavélina S1000pi, sem í er innbyggður skjávarpi. Þetta er venjuleg smámyndavél sem tekur myndir allt upp í 12 megadíla upplausn, en skjávarpinn getur sýnt ljósmyndir og kvikmyndir í fullum gæðum á allt að 40 tommu tjaldi. Skjávarpinn tekur þó t Lesa meira

Geta tourbillon-úrin upphafið þyngdarafl?

Orðið tourbillon er franskt og merkir hvirfilvindur. Þetta er heiti á sérstakri gerð gangvirkis í vélrænum úrum og telst til þess allra besta. Í rauninni er þetta sérstök útgáfa af þeim hluta gangverksins sem nefnist gangráður og stýrir því hve hratt orkan í fjöðrinni er leyst úr læðingi – og hefur þar með úrslitaáhrif á nákvæmni úrsins. Það var franski úrsmíðameistarinn Abraham-Louis Breguet sem Lesa meira

Gerviauga með myndavél

Þegar Rob Spence var 13 ára eyðilagðist annað auga hans í byssuslysi. Núna, 32 árum síðar, vinnur hann að því að finna auganu verðugan arftaka og virðist raunar hafa tekist það. Þessi Kanadamaður starfar við kvikmyndagerð og það varð honum hvatning til að taka afgerandi ákvörðun. Ásamt fjölda sérfræðinga og myndavélaframleiðandanum OmniVision er hann nú að þróa gerviauga með innbyggðri myndavél, Lesa meira

Mælaborðið í þrívídd

Vísindamenn við Fraunhofer-stofnunina HHI í Berlín hafa þróað mælaborð sem veitir bílstjóranum upplýsingar í þrívídd. Maður ákveður t.d. hvort maður vill sjá hraðamælinn eða titil lagsins í spilaranum í forgrunni og velji maður vegakortið, sér maður götur og byggingar framundan í þrívídd. Lesa meira

Vitvélar segja gestum til vegar

Í aðalstöðvum stórbankans Santander Group í Madrid eru nýir og sérkennilegir leiðsögumenn komnir til starfa. Litlar, rauðar vitvélar taka á móti gestum og fylgja þeim á réttan stað. Þú þarft bara að slá inn ákvörðunarstaðinn á snertiskjá. Lesa meira

Hvernig virkar venjulegur reykskynjari?

Flestir reykskynjarar eru af svonefndri jónandi gerð. Þeir innihalda agnarsmáa geislavirka orkulind, jafnan 0,2 míkrógrömm af frumefninu americium, sem er númer 95 í lotukerfinu. Þetta geislavirka efni sendir sífellt frá sér straum af alpha-öreindum sem losa rafeindir frá súrefni og köfnunarefni í lofti milli tveggja málmplatna. Það veitir loftinu milli platnanna rafhleðslu. Rafhlaðan í reyksk Lesa meira

Hátíðnihljóð í uppvaskið

Ný, frönsk hönnun gæti orðið valkostur við þá vatnssvelgi sem uppþvottavélarnar okkar eru. Tæknin hefur reyndar lengi verið notuð í gullsmíði en gæti nú haldið innreið sína í eldhús almennings. Þessi uppþvottavél notar hátíðnihljóð til að mynda smásæjar bólur sem fjarlægja hverja örðu af matarleifum af diskunum. Fræðiheitið á fyrirbrigðinu er „cavitation“ eða „holrúmamyndun“ og diskar og önnur Lesa meira

Hvernig getur vigt mælt fituhlutfall?

Þegar maður stendur berfættur á vigtinni, sendir hún vægan og alveg hættulausan rafstraum upp í gegnum líkamann. Í þessu sambandi kemur það að góðum notum að líkamsfita leiðir nánast ekki rafstraum. Það gera aftur á móti vöðvar og aðrir líkamsvefir. Á leið sinni gegnum líkamann mætir rafstraumurinn mikilli mótstöðu frá fitufrumunum og aðeins lítill hluti hans nær að vinna sig í gegnum þessar frumu Lesa meira

Smámús dansar yfir borðið

Margir þreytast í úlnliðnum við vinnu með tölvumús. Aigo Glide-músin er einmitt fyrir þetta fólk. Hún er svo létt að fingurgómarnir flytja hana auðveldlega – án þess að nota þurfi úlnliðinn. Lesa meira

Lítil brunasella kemur í stað rafhlöðu

Bandarískir efnafræðingar hafa þróað minnstu brunaselluna hingað til. Hún er aðeins 3x3 mm og 1 mm á þykkt. Ætlunin er að slíkar brunasellur geti komið í stað rafhlaðna í farsímum og fleiri smátækjum, en þær varðveita meiri orku í minna rými. Fram að þessu hefur ekki tekist að smíða nægilega smáar dælur, en þann vanda hefur Saeed Moghaddam hjá Illinois-háskóla nú leyst með því að gera brunasell Lesa meira

Konan þín mun elska þig

Rafmagnstækin héldu fyrir alvöru innreið sína á heimilin upp úr miðri 20. öld og þá einkum til að létta húsmæðrum heimilisstörfin. Þess auglýsing er frá því upp úr 1960 og sýnir hversu glöð frúin verður ef eiginmaðurinn bara gefur henni hrærivél af merkinu „Chef“. Svo glöð verður konan yfir gjöf bónda síns að hún hefur á augabragði töfrað fram alls kyns kræsingar og drykki handa honum. Lesa meira

Vistvænni sláttuvél

Ekki þarf lengur að blása reyk eða skapa óþolandi hávaða við að slá grasflatir. Rafsláttuvélin Recharge Mower er öflug sláttuvél með 900 watta rafmótor og fer létt með að sinna sömu verkum og gömlu bensínvélarnar. Það tekur um 10 tíma að hlaða rafhlöðurnar, en að því loknu er líka hægt að slá gras í þrjá klukkutíma og það ætti að duga ágætlega jafnvel í stærstu görðum. Tækið er heldur ekki of s Lesa meira

Viðbót við heilann

Gefum okkur að þú villist í framandi stórborg. Þú stendur innan um þvögu flautandi leigubíla og blikkandi auglýsingaskilta og reynir að koma auga á götuskilti eða byggingu sem þú kannast við. Þá tekur þú upp símann, kveikir á myndavélinni og heldur símanum fyrir framan þig, þannig að þú horfir á borgina „gegnum“ símann. Þú kemur nú ekki eingöngu auga á umferðina og byggingarnar, heldur blasa nú ei Lesa meira

Rautt ljós sýnir ekta demanta

Tækni Hinir sjaldgæfu, bláu demantar hafa þann sérstaka eiginleika að lýsa í myrkri og eftir rannsóknir á 67 náttúrulegum, bláum demöntum hafa bandarískir vísindamenn nú komist að því að ljósmynstri þeirra má líkja við fingraför. Bláu demantarnir – þeirra á meðal hinn frægi Hope-demantur – gefa allir frá sér rautt ljós þegar að þeim er beint kröftugu ljósi. Ástæðan er fólgin í örlitlum óhreini Lesa meira

Ljósrit í þrívídd

Eftir langdregið þróunarstarf kemur nú fyrsta þrívíddarljósritunarvélin á markað. Vélin tekur 72 myndir af þeim hlut sem á að „ljósrita“. Tölvuforrit gerir svo þrívíddarmynd af hlutnum og hana má svo prenta með sérstökum þrívíddarprentara. Verðið er ekki alveg jafn aðlaðandi: 17.000 dollarar." Lesa meira

Nú koma hjólastólar fyrir fötluð smábörn

Ný vitvél getur nú hjálpað jafnvel mjög ungum börnum að stýra litlum hjólastól. Yfirleitt þurfa fötluð börn að vera orðin 5-6 ára áður en þau fá hjólastól og það er allt of seint, segja Bandaríkjamennirnir tveir sem smíðuðu þetta tæki, sjúkraþjálfarinn Cole Galloway og verkfræðingurinn Sunil Agrawal við Delaware-háskóla. Heili ungra barna örvast og þroskast í samhengi við hreyfingar þeirra, svo se Lesa meira

Músin fellur að höndinni eins og hanski

Eftir að hafa lengi þjáðst af verkjum vegna of mikils álags við notkun tölvumúsarinnar, ákvað Kanadamaðurinn Mark Bajramovic að hanna hina fullkomnu tölvumús. Afraksturinn kallast AirMouse og tækið þróaði hann í samvinnu við námsfélaga sinn, Oren Tessler. Músinni er smeygt upp á höndina svipað og hanska og leysigeisli sér um sambandið við tölvuna. AirMouse er að sögn bæði nákvæmari en hefðbu Lesa meira

Heyrnartólin skynja líka

Nú eru farsímarnir jafnframt orðnir að tónspilurum og þess vegna setur Sony Ericsson á markað heyrnartól sem skynja hreyfingar. Þegar síminn hringir nægir að taka annað heyrnartólið úr eyranu til að stöðva tónlistina. Þegar þú stingur heyrnartólinu inn aftur heldur músíkin áfram þar sem frá var horfið. Lesa meira

Hljóðlát og spaðalaus vifta

Fyrirtækið Dyson, hið sama og sendi frá sér pokalausu ryksuguna, kemur nú aftur með uppfinningu sem má teljast ættuð af landamærum veruleika og vísindaskáldskapar. „Air multiplier“ kallast áhaldið og markar ákveðin tímamót í loftræstingu. Loftið er sogað inn um raufar í standinum og því blásið út við barm hringsins. Loftþrýstingurinn sem skapast er alveg sambærilegur við stórar viftur. Kosturin Lesa meira

Bjöllur fyrirmynd að framtíðartölvum

Tækni Það kemur fyrir að hlutir sem vísindamennirnir hafa árum saman reynt að þróa í rannsóknastofum sínum, reynist þegar vera til fullskapaðir úti í náttúrunni. Þetta gildir t.d. um bjölluna Lamprocyphus augustus, en vísindamenn við Utah-háskóla hafa nú rannsakað skel þessarar bjöllu og komist að þeirri niðurstöðu að á henni megi sem best byggja undirstöðu ofurhraðvirkra ljóstölva framtíðarinnar Lesa meira

Örmyndavél sýnir myndir í þrívídd

Þrívíddartæknin fer sigurför um kvikmyndahúsin um þessar mundir. Og nú er röðin komin að venjulegum myndavélum. Frá Fuji kemur nú þrívíddarmyndavél sem bæði tekur ljósmyndir og myndskeið og hvort tveggja má skoða á skjá vélarinnar án þess að nota þrívíddargleraugu. Lesa meira

Hvernig er tími tekinn í 100 metra hlaupi?

Sú var tíðin að dómari með skeiðklukku í hendi varð að ákvarða hver hefði borið sigur úr býtum. Nú er oft afar mjótt á mununum milli bestu hlauparanna og mikla nákvæmni getur þurft til að úrskurða um sigurinn. T.d. í 100 metra hlaupi getur munurinn farið niður í þúsundustu hluta úr sekúndu. Tímataka í hlaupinu hefst um leið og startskotinu er hleypt af. Hljóðnemi greinir skotið og tímatakan fer þá Lesa meira

Tölvuskjár með tvö andlit

Hvort á maður að velja lestölvu sem ekki þarf að hlaða nema örsjaldan, eða skjá sem nota má til að horfa á bíómynd en tæmir rafhlöðuna á tveimur tímum. Þessi valkvíði hverfur innan skamms á vit fortíðarinnar. Ný lófatölva, Notion Ink Adam á nú að veita iPad frá Apple harða samkeppni. Skjárinn verður búinn þeim sérstæða eiginleika að geta ýmist nýst sem HD-skjár fyrir bíómyndir eða sparneytin lestö Lesa meira

USB-lykill tekur heil 256 GB

Ekki eru mörg ár síðan harðir diskar rúmuðu 1 GB og þótti gott, en nú getur Kingston-fyrirtækið boðið upp á USB-lykil sem tekur 256 GB – alveg ótrúlegt magn og að sjálfsögðu met. Rými fyrir 140 milljón síðna Word-skjal ætti að duga nokkurn veginn öllum. Lesa meira

iPhone fær samkeppni

Motorola setur nú Droid á markað. Þetta er sími með snertiskjá og Google-stýrikerfinu Android. Örgjörvinn er öflugur, minnið ríflegt og síminn mikilvæg viðbót við vöruúrval þessa stórfyrirtækis. Lesa meira

Þvottavél sem þarf aðeins bolla af vatni

Tækni Ekki er víst að öllu lengur þurfi mikið af vatni og rafmagni til að þvo þvott. Vísindamenn við Leeds-háskóla hafa nefnilega smíðað þvottvélina Xerox sem ekki notar nema einn bolla af vatni ásamt þvottaefni í hvern þvott. Leyndardómurinn er fólginn í 20 kg af plastflögum sem settar eru í vélina áður en hún er sett í gang. Plastefnið er sérstakt og drekkur í sig þau óhreinindi sem blanda v Lesa meira

Blátönnin annar tveimur símum

Jabra Halo kallast þráðlaus heyrnartól sem bæði taka við tónlist sem berst þráðlaust um A2DP og annar tveimur farsímum samtímis. Málglatt fólk þarf því ekki lengur að ganga með tvo eyrnatappa. Lesa meira

Vindknúið farartæki slær hraðamet

202,9 km/klst. Það er nýja hraðametið í flokki vindknúinna farartækja á landi. Methafinn heitir „The Greenbird“. Farartækið var hannað í Bretlandi en metið sett á botni hins uppþornaða Ivanpah-vatns í Bandaríkjunum. Eldra metið átti Bandaríkjamaðurinn Bob Schumacher en það var nú bætt um 16,3 km/klst. Maðurinn á bak við The Greenbird heitir Richard Jenkins. Farartækið er nánast einvörðungu gert ú Lesa meira

Glitrandi úr með forneðlubeinum

Hvað í ósköpunum á milljarðamæringur að gera til að slá út gullúr vina sinna? Svarið kemur kannski með úrinu Jurassic Tourbillion-úrinu frá Louis Moinet. Auk þess að vera úr 18 karata platínu og með 56 demanta, sem samtals eru 3,46 karöt, eru hér líka steingerðar flísar úr forneðlubeinum. Bara spurningin hvort úrið mæli kannski jarðsögulegan tíma. Lesa meira

Getan skiptir meiru en stærðin.

Þetta gildir svo sannarlega um nýja smátölvu frá Fujitsu. Tölvan er smærri en Mac mini, en stútfull af öflugum búnaði. Hér er Blueray-drif og öflugur Intel Core 2 Duo-örgjörvi sem á ekki í vandræðum með fullkomin HD-gæði. Vinnsluminnið er 4 GB og harði diskurinn rúmar 320 GB. Tækið tekur lítinn straum og er afar lágvært. Það er því upplagt í stofuna. Hér er HDMI-útgangur sem tengist beint í fla Lesa meira

Talnagrind sigraði reiknivél

Árið 1946 var í Tokyo háð keppni milli rafknúinnar reiknivélar sem óbreyttur bandarískur hermaður stjórnaði og „soroban“ eða talnagrindar sem var í höndum starfsmanns japönsku póstþjónustunnar. Bandaríkjamönnunum til mikillar furðu reyndist talnagrindin bæði fljótvirkari og nákvæmari. Lesa meira

Vísindamenn þróa flatt loftnet

Tækni Dagar hinna löngu loftneta, sem við þekkjum t.d. á bílum, eru senn taldir. Hópur vísindamanna í Suður-Kóreu hefur nefnilega þróað flatt loftnet sem unnt er að byggja inn í yfirborðið. Þannig er loftnetið betur varið auk þess sem dregur úr loftmótstöðu. Á flugvélum draga loftnet líka úr styrk skrokksins þar sem þeim er komið fyrir. Nýja loftnetið er gert úr hörðu, en þó sveigjanlegu efni, Lesa meira

Er hægt að poppa poppkorn með farsíma?

Á myndböndum lítur þessi tilraun mjög sannfærandi út, þetta er engu að síður fölsun, því orkan frá frá farsímunum er allt of lítil – sem betur fer. Jafnvel í sterku geislasviði í örbylgjuofni líður nokkur tími áður en svo mikil orka hefur náð inn í maískornin að þau taka að springa. Styrkurinn í ofninum er 700 wött eða meiri og örbylgjunum er beint í mjög ákveðna stefnu. Til samanburðar er geislu Lesa meira

Hvar bíða SMS-boðin meðan slökkt er á símanum?

SMS-boð eru ekki send beint til viðtakanda. Úr síma sendandans fara þau á netþjón hjá símafélaginu þar sem þau eru vistuð, oftast bara um skamma hríð, meðan verið er að leita uppi síma viðtakandans. Síðan eru boðin send af netþjóninum til viðtakandans. Í langflestum tilvikum komast boðin áfram í fyrstu tilraun, en sé slökkt á viðtökusímanum gerir tölvukerfið aðra tilraun eftir nokkrar mínútur. Lesa meira

Nýr skanni klæðir farþegana úr öllu

Tækni Nú verða settir upp sérstakir röntgenskannar í bandarískum flughöfnum. Með þeim má sjá í gegnum föt farþeganna af áður óþekktri nákvæmni og t.d. greina leynd vopn eða sprengiefni sem fólk kynni að bera innanklæða. Skanninn hefur þann stóra kost að hann greinir líka hluti sem ekki eru úr málmi og sér því margt fleira en málmleitartæki. Við myndatökuna er þó gætt fyllsta velsæmis með því að g Lesa meira

Komast fljúgandi bílar einhvern tíma í gagnið?

Reyndar hafa menn hjá Moller International í Bandaríkjunum í mörg ár verið tilbúnir með farartæki sem má flokka sem fljúgandi bíl. M400 Skycar er knúinn fjórum 300 hestafla vélum sem hver um sig snýr flugskrúfu. Stélvængur, lögun skrokksins og gerð vélarhúsanna sjá bílnum fyrir lyftikrafti. Skycar rúmar fjóra menn og nær 600 km hraða. Verðið er sagt vera ríflega 30 milljónir króna. Það er engu að Lesa meira

Smákafbáturinn heldur í undirdjúpin

Þegar kemur að mönnuðum farartækjum ætlar Kína sér stóran hlut síðar á árinu með COMRA, sem ráðgert er að komist niður á sjöþúsund metra dýpi. Árið 2009 fylgja BNA í kjölfarið með arftaka að hinum þjóðsagnakennda smákafbáti Alvin, sem frá árinu 1964 hefur meira en fjögurþúsund kafanir að baki og verið yfir sextánþúsund klukkustundir í undirdjúpunum. Það má þakka Alvin sem getur kafað niður á 4500 Lesa meira

Röntgen afhjúpar ósýnilegt fornaldarletur

Tækni Nú hafa bandarískir vísindamenn við Cornell-háskóla þróað tækni sem fær þessa horfnu bókstafi til að skína. Smásæjar járnleifar úr meitli leturhöggvarans og blýi í litnum sem notaður var til að mála letrið, sitja enn á steininum. Þegar svonefndu röntgenflúorljósi er beint að þeim, taka þær að skína. Steinninn sjálfur lýsir líka í þessu ljósi en áhrifin á hann eru þó ekki hin sömu og því má Lesa meira

Hljóð hreinsar mengaða jörð

Tækni Hátíðnihljóð kallast þau hljóð sem eru á hærri tíðni en svo að mannseyrað greini þau - sem sagt yfir 20.000 rið. Þegar öflug höggbylgja hátíðnihljóða er send gegnum mengaðan jarðveg sem blandaður hefur verið með vatni myndast örsmáar, lofttæmdar bólur. Þegar bólurnar falla saman hækkar bæði þrýstingur og hitastig um örskamma stund. Þrýstingurinn fer upp í 1.000 loftþyngdir og hitastigið upp Lesa meira

Auglýsing
ELÍSA GUDRÚN EHF. - Útgáfufélag Lifandi Vísinda
  • Klapparstígur 25
  • 101 Reykjavík
  • Sími: 570-8300
  • Opnunartími: 9 - 12 alla virka daga
  • lifandi@visindi.is
Höfundarréttur: isProject ehf. © 2010. Allur réttur áskilinn.