Fylgstu með okkur á Twitter Sjáumst á FaceBook Gerast áskrifandi

Nýjasta greinin
Heimsins minnsti HD-skjár á leiðinni

Nýr örskjár er með pixla sem eru 30 sinnum minni en þvermálið á mannshári. Skermurinn hefur 600x480 pixla upplausn sem á að auka í 2048 x2048 fyrir nema í HD-myndavélum. Lesa meira

Greinalisti

Smámús dansar yfir borðið

Margir þreytast í úlnliðnum við vinnu með tölvumús. Aigo Glide-músin er einmitt fyrir þetta fólk. Hún er svo létt að fingurgómarnir flytja hana auðveldlega – án þess að nota þurfi úlnliðinn. Lesa meira

Nýjar niðurstöður rannsókna koma vísindamönnum á spor ofursegla

Þann 27. desember árið 2004 mældu stjörnufræðingar öflugustu orkusprengingu sem hefur nokkru sinni verið skrásett. Á einungis 0,2 sekúndum losnaði meiri orka en sólin sendir á 250 þúsund árum frá stjörnunni SGR 1806-20. Þær greiningar sem fylgdu í kjölfarið sýndu að gammageislarnir gátu einvörðungu verið upprunnir frá segulstjörnu, þ.e.a.s. nifteindastjörnu með ógnar öflugu þyngdarsviði. Þar með v Lesa meira

Breskt herskip varð fyrir eigin tundurskeyti

Í seinni heimsstyrjöld fylgdi breska herskipið Trinidad 20 skipum sem fluttu hergögn til Sovétríkjanna. Í mars 1942 lenti Trinidad í átökum við þýskan tundurspilli í Norður-Íshafinu og skaut að honum allmörgum tundurskeytum. Eitt tundurskeytanna var þó svo alvarlega gallað að það fór í hring og kom til baka. Trinidad skaddaðist alvarlega en komst þó heilu og höldnu til Murmansk. Lesa meira

Hvers vegna sofum við?

Það virðist sjálfgefið að við þurfum á góðum nætursvefni að halda eftir annasaman vinnudag en fyrir vísindamönnum er það reyndar ráðgáta hvers vegna við þurfum yfir höfuð að sofa. Enginn vafi leikur á að svefn er algjörlega nauðsynlegur því verði maður vansvefta yfir nokkurn tíma getur maður að lokum hreint ekki haldið sér vakandi og það dregur úr virkni heilans þannig að örðugara verður að einbei Lesa meira

Fjórhjól með vél og hríðskotabyssu

Í lok 19. aldar var breski herinn enn mjög háður riddaraliðinu. En menn voru að byrja að átta sig á möguleikum vélknúinna farartækja. Á sýningu einni árið 1899 kynnti verkfræðingurinn F.R. Simms til sögunnar fjórhjól með hjálparvél og hríðskotabyssu. Skyttan átti að sitja í skjóli aftan við mikinn járnskjöld. Eldsneytisgeymirinn dugði til 190 km aksturs, en fjórhjólið sló þó aldrei í gegn. Simm Lesa meira

iPhone fær samkeppni

Motorola setur nú Droid á markað. Þetta er sími með snertiskjá og Google-stýrikerfinu Android. Örgjörvinn er öflugur, minnið ríflegt og síminn mikilvæg viðbót við vöruúrval þessa stórfyrirtækis. Lesa meira

Boginn risaskjár víkkar sjónsviðið

Góðar fréttir fyrir fólk sem hefur nóg pláss á skrifborðinu. Innan skamms kemur á markað 42,8 tommu risaskjár frá Ostendo. Áætlað verð er um 5.650 evrur. Upplausnin verður 2.880x900 dílar, sem samsvarar 32:10-formi, og því ekki gert ráð fyrir að tengja Playstation eða Wii-leikjatölvur við skjáinn til að byrja með, enda styður hann ekki þá sérstöku upplausn. Í byrjun er skjárinn ætlaður tölvunot Lesa meira

Ljósrit í þrívídd

Eftir langdregið þróunarstarf kemur nú fyrsta þrívíddarljósritunarvélin á markað. Vélin tekur 72 myndir af þeim hlut sem á að „ljósrita“. Tölvuforrit gerir svo þrívíddarmynd af hlutnum og hana má svo prenta með sérstökum þrívíddarprentara. Verðið er ekki alveg jafn aðlaðandi: 17.000 dollarar." Lesa meira

Vísindamenn hanna nýtt líf á rannsóknarstofum

Bandaríski vísindamaðurinn Craig Venter náði mikilvægum áfanga um mitt ár 2007 til að smíða nýtt lífsform. Hann flutti gjörvallt erfðamengi frá einni bakteríutegund yfir í aðra og sýndi þannig í fyrsta skipti nokkru sinni að genatæknina má nýta til að breyta gjörsamlega lífveru þannig að hún verði að alveg nýrri tegund. Í rannsóknarstofu sinni vinnur hann nú við að skapa tilbúið erfðamengi eftir e Lesa meira

Ný flaga afhjúpar krabba

Ein stök krabbameinsfruma sem hefur losnað úr æxli og borist út í blóðið getur orðið upphaf að nýju æxli, svonefndu meinvarpi, og um leið dregið mjög úr lífslíkum sjúklingsins. Þessar lausu krabbafrumur kallast CTC-frumur og nú kynnu þær þvert á móti að geta gagnast sjúklingnum. Þótt að jafnaði sé aðeins ein CTC-fruma í blóði krabbameinssjúklings á móti milljarði heilbrigðra frumna, hefur bandarís Lesa meira

Konan þín mun elska þig

Rafmagnstækin héldu fyrir alvöru innreið sína á heimilin upp úr miðri 20. öld og þá einkum til að létta húsmæðrum heimilisstörfin. Þess auglýsing er frá því upp úr 1960 og sýnir hversu glöð frúin verður ef eiginmaðurinn bara gefur henni hrærivél af merkinu „Chef“. Svo glöð verður konan yfir gjöf bónda síns að hún hefur á augabragði töfrað fram alls kyns kræsingar og drykki handa honum. Lesa meira

Flugmóðurskipin fá andlitslyftingu

Hvar eru flugmóðurskipin? Þetta hefur verið eins konar staðalspurning af vörum sitjandi Bandaríkjaforseta, þegar bólað hefur á ófriðarskýjum eða hernaðarvá gegn Bandaríkjunum síðustu 70 árin. Staðsetning flugmóðurskipanna skiptir svona miklu máli vegna þess að þau eru mikilvægasti einstaki þátturinn í hervörnum Bandaríkjanna. Ekki síst gildir þetta um stærstu skipin, sem eru af svonefndri Nimit Lesa meira

Hvernig er hægt að fjarstýra armbandsúri?

Útvarpsbylgjustýrt úr virkar í meginatriðum alveg eins og hver önnur kvartsklukka. Kvartsklukkum er stýrt af kvartskristal og þær eru svo nákvæmar að ekki skeikar nema í mesta lagi 10 sekúndum á mánuði. En í samanburði við atómklukkur telst það þó gríðarleg ónákvæmni. Atómklukku skeikar nefnilega ekki nema í allra mesta lagi um eina sekúndu á milljón árum. Tilgangurinn með útvarpsstýringunni er Lesa meira

Erfðavísarnir stjórnast af duldum kröftum

Með hliðsjón af lögmálum hefðbundinna erfðarannsókna og þekkingunni á öllu erfðamengi mannsins ætti að vera auðvelt að segja fyrir um hvernig erfðavísar ganga í erfðir og birtast í börnunum okkar. Vísindin hafa hins vegar sýnt fram á að erfðalykill DNA-keðjunnar ræður ekki öllu um hvaða eiginleika við erfum og frá hverjum við erfum þá. Ef við hugsum okkur eineggja tvíbura með nákvæmlega eins erfða Lesa meira

Geta tourbillon-úrin upphafið þyngdarafl?

Orðið tourbillon er franskt og merkir hvirfilvindur. Þetta er heiti á sérstakri gerð gangvirkis í vélrænum úrum og telst til þess allra besta. Í rauninni er þetta sérstök útgáfa af þeim hluta gangverksins sem nefnist gangráður og stýrir því hve hratt orkan í fjöðrinni er leyst úr læðingi – og hefur þar með úrslitaáhrif á nákvæmni úrsins. Það var franski úrsmíðameistarinn Abraham-Louis Breguet sem Lesa meira

Vistvænni sláttuvél

Ekki þarf lengur að blása reyk eða skapa óþolandi hávaða við að slá grasflatir. Rafsláttuvélin Recharge Mower er öflug sláttuvél með 900 watta rafmótor og fer létt með að sinna sömu verkum og gömlu bensínvélarnar. Það tekur um 10 tíma að hlaða rafhlöðurnar, en að því loknu er líka hægt að slá gras í þrjá klukkutíma og það ætti að duga ágætlega jafnvel í stærstu görðum. Tækið er heldur ekki of s Lesa meira

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Kría vegur ekki öllu meira en 125 grömm, en á engu að síður langflugsmet fuglanna. Svo langt flýgur þessi fugl á ævinni að það samsvarar þremur ferðum til tunglsins og heim aftur. Krían flytur sig milli heimskautasvæðanna í norðri og suðri á vorin og haustin. Á 30 ára meðalævi verða þetta samtals 2,4 milljónir km, segja nú norður-evrópskir vísindamenn, sem settu á 60 kríur örsmáa senda, sem aðe Lesa meira

Málmnet í stað hefðbundinna skurðlækninga

Heilablóðfall er ein algengasta dánarorsök á Vesturlöndum. Í mörgum tilvikum er ástæðan kölkun í hálsslagæðinni og læknar hafa nú árum saman rætt ágæti tveggja lækningaaðferða. Nú hafa læknar við Tækniháskólann í München fylgst með 1.214 sjúklingum í tvö ár og komist að þeirri niðurstöðu að líkurnar á öðru áfalli séu undir 1%, hvorri aðferðinni sem beitt er. Önnur aðferðin er hefðbu Lesa meira

Snúningshólkar drógu skip alla leið yfir Atlantshafið

Árið 1922 fékk þýski verkfræðingurinn Anton Flettner einkaleyfi á nýrri aðferð til að knýja skip. Í stað segla komu snúningshólkar sem nýttu svokölluð Magnus-áhrif sem myndast hornrétt á loftstraum þegar hólkur er látinn snúast. Lítil dísilvél sneri tveimur rafhreyflum sem aftur sneru tveimur sívalningum 120 snúninga á mínútu. Og aðferðin reyndist virka. Skip Flettners fór yfir Atlantshaf 1926 og Lesa meira

Rafknúið hjól sem fella má saman

Rafhjól sem skilar manni hratt og vistvænt um stórborgina. Þetta er hugsunin bak við YikeBike frá Nýja-Sjálandi. Hjólið er knúið af litlum rafmótor og á 15 sekúndum má fella það saman og setja í tösku. Það vegur aðeins 10 kg og því auðvelt að taka það með sér inn á vinnustaðinn og þá þarf ekki að óttast hjólaþjófa. Lesa meira

Hvers vegna er reyk úr skipum ekki hleypt út í sjóinn?

Ástæður þess að reyk skipa er hleypt út í andrúmsloftið en ekki í sjóinn eru margar. Í fyrsta lagi eykst þrýstingurinn mjög hratt í vatni, eða um u.þ.b. 10 hundraðshluta af loftþrýstingi fyrir hvern metra undir yfirborði sjávar. Þetta gerir það að verkum að beita þyrfti þrýstingi til að hleypa reyknum út í sjóinn og afkastageta vélarinnar myndi að sama skapi minnka. Í öðru lagi hefur reykurinn að Lesa meira

Andagras verður gott eldsneyti

Vatnadoppa breiðir út blöð sín á kyrrum stöðuvötnum og er víða kölluð andagras. En nú segja vísindamenn hjá ríkisháskólanum í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum að þessi jurt sé alveg kjörin til að koma í staðinn fyrir maís og aðrar kornjurtir til framleiðslu á lífrænu eldsneyti. Í tilraunaskyni var plantan ræktuð í frárennsli frá svínabúi og reyndist þá framleiða fimmfalt meiri línsterkju en annað k Lesa meira

Austur-þýsk ljós njóta vinsælda

Árið 1969 hannaði Austur-Þjóðverjinn Karl Peglau gangbrautarljósmerki sem kallast „Das Amlelmännchen“ og naut strax vinsælda, einkum meðal barna. Eftir að múrinn féll átti að skipta þessum ljósum út, en það mætti mikilli andstöðu. Fyrir bragðið eru ljósin enn notuð í Austu-Berlín og ein af sárafáum táknmyndum hins gamla Austur-Þýskalands sem enn lifa. Lesa meira

Vatnsþétt lyklaborð þolir uppvask

Rannsóknir sýna að lyklaborð okkar eru skítugri en klósettseta. Seal Shield hefur ráðið bót á þessu með mörgum gerðum af lyklaborðum og músum sem þola uppþvottavél og jafnvel sótthreinsandi efni. Lesa meira

Vindorkan geysist fram

Vindurinn er ókeypis og mikið til af honum. Vindmyllur eru nú orðnar svo þróaðar að í verði eru þær orðnar samkeppnisfærar við hefðbundin orkuver þar sem raforkan er framleidd með kolum eða jarðgasi. Af þessum sökum er nú hraðfara útþensla á vindorkusviðinu. Framleiðslan mun tvöfaldast á hverjum þremur árum á næstunni og í Evrópu einni bætast nú við 20 vindmyllur á dag. Alls eru vindmyllur í heimi Lesa meira

Flugvélar framtíðar ná allt að 15 þúsund km/klst

Nú á dögum getur Airbus A38 knúinn með þotuhreyflum lagt að baki þá 17.100 km frá London í Englandi til Sydney í Ástralíu með einni millilendingu á einungis 21 tíma og 35 mínútum. Fyrir 50 árum tók sama ferðalag tvo og hálfan dag og sjö millilendingar á Lockheat Super Constellation knúna hreyflum. En eftir nokkra áratugi verður flugið kannski beint og á einungis 2 tímum! Lykillinn að þessum undrav Lesa meira

Rúllugangstétt til að auðvelda umferð

Á heimssýningunni í París árið 1900 voru kynntar til sögunnar tvær merkilegar nýjungar á sviði umferðartækni. Önnur var neðanjarðarlestin „Metro“, sem flutti farþega hratt og örugglega milli borgarhluta. Hitt var langt færiband sem flutti sýningargesti um hin stóru sýningarsvæði, alls um 3 km leið og fór á 8 km hraða. Lesa meira

Kjarkmikill flugmaður kom Frökkum á óvart

Brasilíumaðurinn Alberto Santos-Dumont (1873-1932) var í hópi helstu frumkvöðla flugsins. Strax á barnsaldri hreifst hann af hvers kyns tækni og dáði bók Jules Verne, Umhverfis jörðina á 80 dögum. Flugdraumurinn heltók Alberto litla þegar hann horfði upp í himininn heima í Brasilíu. „Ég lá í forsælunni á veröndinni og horfði upp í brasilíska himininn þar sem fuglarnir fljúga svo hátt og svífa af Lesa meira

Vélfiskur fylgist með mengun í höfninni

Á árinu 2010 fá fiskar í höfninni við Gijón á Spáni 5 nýja félaga. Þessir nýju fiskar eru vitvélar sem vísindamenn hjá Essex-háskóla í Englandi hafa þróað og þeir eiga að greina mengun í höfninni með innbyggðum efnaskynjurum. Vélfiskarnir eru um 1,5 metrar að lengd og synda eins og aðrir fiskar gera. Hver og einn kostar um 23.000 evrur í framleiðslu. Fiskarnir eru rafdrifnir og hlaða rafhlöður Lesa meira

Leysiblossi gæti orðið fyrsta lífstáknið

Þann 8. apríl 1960 hóf mannkynið að hlusta eftir ummerkjum um vitsmunaverur annars staðar í geimnum, þegar ungur stjörnufræðingur, Frank Drake, beindi útvarpsbylgjusjónauka sínum að stjörnunni Tau Ceti. Merkin voru prentuð út á pappírsstrimil og Drake sat lengi og fylgdist með hvort skrifnálin tæki skyndilegan kipp. En ekkert gerðist og nokkrum tímum síðar hvarf stjarnan niður fyrir sjóndeildarhri Lesa meira

Gervilirfa á að finna jarðsprengjur

Tækni Hópur vísindamanna við Tufts-háskóla í Bandaríkjunum hefur þróað gervilirfu sem er fær um að skríða og snúa sér rétt eins og raunverulegar lirfur gera. Hugmyndin er sótt í Manduca sexta-lirfuna. Þessi lirfa er liðskipt og í hverjum lið eru 70 vöðvar og sérstök taug sem stýrir hverjum vöðva. Bygging lirfunnar er svo einföld að hún þarf engan heila til að hreyfa sig. Sé höfuðið skorið af h Lesa meira

Sími úr notuðum plastflöskum fær orku sína frá sólinni

Til að svara megadílakapphlaupinu meðal símaframleiðenda hyggjast menn hjá Samsung nú setja á markað umhverfisvænan síma. Hann er gerður úr notuðum plastflöskum. Í símanum er skrefateljari og hann sýnir þér hve mikinn koltvísýring þú hefur sparað með því að ganga. Í sólskini duga sólfangarar á bakhliðinni til að knýja símann og geta jafnvel hlaðið hann upp í topp. Lesa meira

Úr sýnir gang jarðar um sólu

Flestir bera armbandsúr til að fylgjast með tímanum. En er nokkuð að því að úrið gefi meiri upplýsingar? Það gerir úrið Geocentric sem notar tvær snúningsskífur til að sýna tímann. Skífurnar eru á stöðugri hreyfingu, tákna gang jarðar um sólu og sýna bæði klukkustundir og mínútur. Lesa meira

Loftskip sem flytja vörur um himinstig

Tækni Á árinu 2012 hyggjast menn hjá Boeing-verksmiðjunum senda á loft tæplega 100 metra langt og 36 metra breitt loftskip. Farartækið er nú í þróun í samvinnu við kanadíska fyrirtækið SkyHook International og er ætlað til flutninga um torfærur, svo sem til og frá Suðurskautslandinu eða um afskekkt svæði í regnskógum Brasilíu – með ódýrum og vistvænum hætti. Sjálft loftskipið verður fyllt með Lesa meira

Frakki heiðraður fyrir vefnaðarvél

Napóleon keisari er yfir sig hrifinn af nýrri uppfinningu Josephs Marie Jacquard, sjálfþræðandi vefstól. Hans keisaralega tign hefur því ákveðið að uppfinningamanninum verði árlega greidd ákveðin upphæð allt til æviloka. Þessi eftirlaun koma til viðbótar allmörgum heiðursorðum og nafnbótum. Þetta eru viðbrögð keisarans eftir að hann hefur verið viðstaddur sýningu á vélinni í Lyon. Jacquard fann Lesa meira

Hvernig virkar tónkvísl?

Það var tónlistarmaðurinn John Shore sem fann upp tónkvísl árið 1711. Tónkvísl er úr stáli þar sem armarnir tveir mætast í stuttu skafti. Tónninn ræðst af lengd armanna og hver einstök tónkvísl hefur þannig sína sérstöku tíðni. Algengastur er tónninn A, einnig stundum nefndur kammertónninn. Þegar tónkvíslinni er slegið við eitthvað, taka armarnir að titra og titringurinn berst áfram gegnum loft Lesa meira

Mislukkaður stórhjóladreki

Af öllum þeim vopnum sem upp hafa verið fundin í sögunni er rússneski keisarabryndrekinn trúlega eitt hið merkilegasta. Bryndrekinn var smíðaður 1914 og vóg um 40 tonn. Að framan voru tvö risavaxin hjól, 9 metrar í þvermál, en að aftan var eitt hjól, að vísu þrefalt en aðeins 1,5 m í þvermál. Afturhjólið var notað til að stýra. Stærð framhjólanna átti að tryggja að drekinn kæmist yfir allar hin Lesa meira

Hvaða tækni er notuð til að skipta um lit í gleraugum?

Gleraugu sem verða sjálfkrafa að sólgleraugum í sólskini gera það fyrir tilverknað ljósnæmra sameinda sem breyta um lit þegar þær verða fyrir útfjólubláu ljósi. Fyrstu gleraugun af þessu tagi komu á markað upp úr 1960 og þá var svonefndum silfurhalíðum bætt í glerið. Silfurhalíð eru efnasambönd silfurs og bróms eða klórs. Þegar útfjólublátt ljós skín á þessi silfursambönd myndast hreint silfur sem Lesa meira

Hvernig getur vigt mælt fituhlutfall?

Þegar maður stendur berfættur á vigtinni, sendir hún vægan og alveg hættulausan rafstraum upp í gegnum líkamann. Í þessu sambandi kemur það að góðum notum að líkamsfita leiðir nánast ekki rafstraum. Það gera aftur á móti vöðvar og aðrir líkamsvefir. Á leið sinni gegnum líkamann mætir rafstraumurinn mikilli mótstöðu frá fitufrumunum og aðeins lítill hluti hans nær að vinna sig í gegnum þessar frumu Lesa meira

Heyrnartólin skynja líka

Nú eru farsímarnir jafnframt orðnir að tónspilurum og þess vegna setur Sony Ericsson á markað heyrnartól sem skynja hreyfingar. Þegar síminn hringir nægir að taka annað heyrnartólið úr eyranu til að stöðva tónlistina. Þegar þú stingur heyrnartólinu inn aftur heldur músíkin áfram þar sem frá var horfið. Lesa meira

Nýtt og sterkt efni úr vatni

Með því að blanda dálitlum leir og örlitlu af lífrænu bindiefni út í vatn hafa vísindamenn nú skapað alveg nýtt efni sem mögulega gæti komið í staðinn fyrir sumar gerðir plasts. Þótt efnið sé bæði sterkt og stíft, getur það sjálft gert við ákomur sem það verður fyrir og unnt er að framleiða það við stofuhita – og það er að 96% úr hreinu vatni. Þar með er það efnafræðilega hlutlaust og með því að b Lesa meira

Gervisnjókorn hárnákvæm eftirlíking

Tveir bandarískir stærðfræðingar hafa sett upp tölvulíkan sem líkir nákvæmlega eftir myndun snjókorna. Reiknilíkanið er talið geta gagnast veðurfræðingum við að sjá fyrir hvaða áhrif mismunandi bygging snjókorna hefur á magn snjókomu úr ákveðnu skýi. Lesa meira

Pinnar til ákvörðunar

Síðast á miðöldum notuðu sjófarendur gataða tréplötu og 8 pinna til staðarákvörðunar. Á hálftíma fresti var pinni settur í gat í samræmi við stefnuna og annar í samræmi við hraðann. Á fjögurra tíma fresti færði skipstjórinn niðurstöðurnar inn í skipsdagbókina. Lesa meira

Vasaljós hlaðið á 90 sekúndum

Venjuleg vasaljós verða rafmagnslaus. Nýja TacticalLight notast ekki við batterí heldur svokallaða „últrakapacitora“ til að geyma strauminn. Vasaljósið lýsir kröftuglega tímunum saman, drekkur í sig nýja hleðslu á einni og hálfri mínútu og hægt er að endurhlaða það allt að 50.000 sinnum. Lesa meira

Gekkó-vélmenni getur klifrað upp rúður.

Teymi verkfræðinga við Stanford University í BNA hefur hannað fjórfætt vélmenni sem getur gengið lóðrétt upp glerrúðu. Vélmennið er nefnt Stickybot eftir getu þess til að líma sig fast við slétt yfirborð. Vísindamennirnir rannsökuðu fyrst fætur á gekkóeðlum sem hafa einstaka getu til að klifra upp slétt yfirborð. Fæturnir eru alsettir milljónum örsmárra flipa er líkjast hárum. Endar þeirra eru Lesa meira

Þráðlaust rafmagn feti framar

Hjá örgjörvaframleiðandanum Intel hefur mönnum nú tekist að senda rafstraum frá iPod til hátalara án þess að nota rafleiðslur. Rafsegulmagn er notað til að senda strauminn beint í gegnum loftið – rafsegluspóla sendir frá sér straum upp á 1 watt á 7,6 megariðum og önnur spóla tekur við rafmagninu. Áður hafði þeim Intel-mönnum tekist að fá 60 kerta peru til að lýsa þráðlaust en nú hefur þeim lánast Lesa meira

Blómaaskja platar flugur

Árið 1888 smíðaði uppfinningamaðurinn Harold Somers litla, sakleysislega öskju sem var flugum lífshættuleg. Gerviblómin gáfu frá sér sætan ilm en voru í rauninni full af eiturvökva. Þessi askja fékkst í verslunum í meira en 40 ár. Lesa meira

Ofursnekkja með tveimur Formúlu 1-mótorum getur skipt yfir í sólarorku

Umhverfisvænn mótorbátur og kraftmikill hraðbátur í senn? Svissnenskt fyrirtæki hefur kynnt til sögunnar nýjan bát sem samþættar umhverfisvæna sólarorku og bensínvél. Ráðgert er að útbúa Code-X með tveimur sólarknúnum rafmótorum og tveimur Formúlu 1-mótorum, hvorn þeirra með 710 hestöflum. Samkvæmt framleiðanda mun báturinn geta siglt með 80 hnúta hraða með bensínmótorunum en nær níu hnútum með Lesa meira

Ernir fljúga loftbelg

Einhver furðulegasta hugmynd allra tíma hlýtur að vera þessi uppfinning Frakkans Charles Wulffs frá 1887. Ernir, gammar eða kondórar áttu að knýja þennan loftbelg. Sá sem var niðri í körfunni átti að kalla skipanir sínar upp í gegnum rör til stýrimannsins sem aftur sneri hjóli, sem fuglarnir voru festir við með ólum, og beina flugi þeirra þannig í rétta stefnu. Í fljótu bragði er ekki að sjá að ne Lesa meira

Gen útdauðs pokaúlfs endurlífguð í músarfóstri

Líffræði Ástralskt músarfóstur hefur nú markað spor sín á spjöld sögunnar. Í þessu fóstri er nefnilega erfðaefni úr pokaúlfi, eða svonefndum Tasmaníutígri. Tegundin er löngu útdauð og þetta er í fyrsta sinn sem vísindamönnum hefur tekist að fá gen úr útdauðri tegund til að „virka“ í annarri tegund. Erfðaefni var tekið úr þremur 100 ára gömlum Tasmaníutígrum sem geymdir voru í spíra í Viktoríus Lesa meira

Allra fyrsta glasabarnið

Louise Joy Brown kom í heiminn eftir keisaraskurð þann 25. júlí 1978. Barnið reyndist ofurvenjulegt meybarn – en þó kannski ekki alls kostar venjuleg. Þetta var sem sé allra fyrsta glasabarn sögunnar, getið með gervifrjóvgun undir smásjá. Að þessu einu fráteknu var allt samkvæmt venju og hinir hamingjusömu foreldrar, Lesley og John, kölluðu þetta draumabarn sitt „kraftaverk“. Nú til dags er þes Lesa meira

Öldugjálfur skapar rafmagn í landi

Nýjasta hugmyndin um aðferð til að vinna orku úr sjávarbylgjum, líkist helst blendingi af ljósabekk og brauðrist. En fyrstu tilraunirnar undan strönd Orkneyja benda til að Oyster Wave Power-orkuverið eigi bjarta framtíð. Tilraunaverið hefur nefnilega skilað umtalsverðri raforku. Eitt af lykilorðunum við þessa hönnun er einfaldleiki. Til að skapa búnað sem bæði stenst illviðri og getur endurteki Lesa meira

Plastefni sem styrkir beinbrot

Nú geta læknar styrkt brotin bein með plasti sem sprautað er í beinið. Kvoðan fyllir í þær sprungur í beininu sem myndast við brotið og hefur því fengið enska heitið „Injectible Bone“. Við stofuhita er efnið í duftformi en við líkamshita rennur það saman og harðnar þannig að mjög minnir á náttúrulegt bein. Öfugt við önnur beinsteypuefni myndar þetta plast ekki hita þegar það harðnar og það er m Lesa meira

Umhverfis jörðina á sólarsellum

Þann 3. desember 2009 skráði sólarselluflaugin Solar Impulse nafn sitt í sögubækur. Þá flaug þessi veikburða mannaða flugvél 350 m í nokkurra metra hæð yfir flugbraut í Sviss. Solar Impulse er árangur af meira en 6 ára þrotlausu þróunarstarfi, sem náði hámarki núna í júlí þegar þessi mannaða flaug fór umhverfis jörðu á sólarorkunni einni saman. Forkólfurinn að baki þessu verkefni er einhver he Lesa meira

Gerviblóð

Sú gamla flökkusögn að fólk af konungaættum hafi blátt blóð í æðum er að sjálfsögðu ekki sönn. En á hinn bóginn gæti farið svo innan tíðar að blóð sem geymt er á sjúkrahúsum til blóðgjafar í neyð, verði hvítt sem snjór. Um þessar mundir er “rífandi gangur” í þróun gerviblóðs. Sumt af því er unnið úr blóði manna og/eða dýra en sumt er hreinlega samsett frá grunni í rannsóknastofum og ber þess vegna Lesa meira

Rafhjól á yfir 150 km hraða

Margir kannast við strákana í „Orange County Choppers“ úr sjónvarpsþáttum þeirra, þar sem þeir byggja stóra og háværa bensínháka. Nú kemur þetta vélhjólaverkstæði á óvart með rafmagnshjóli sem smíðað er í samstarfi við Siemens. Hjólið hefur það óhefðbundna útlit sem er vörumerki fjölskyldunnar, en er hljóðlaust og kemst 90 km á einni hleðslu. Rafmótorinn er 27 hestöfl og hjólið kemst yfir 150 km h Lesa meira

Örmyndavél sýnir myndir í þrívídd

Þrívíddartæknin fer sigurför um kvikmyndahúsin um þessar mundir. Og nú er röðin komin að venjulegum myndavélum. Frá Fuji kemur nú þrívíddarmyndavél sem bæði tekur ljósmyndir og myndskeið og hvort tveggja má skoða á skjá vélarinnar án þess að nota þrívíddargleraugu. Lesa meira

Míkrónálar gefa lyf án sársauka

Fólk sem óttast sprautunálar getur nú farið að anda léttar. Vísindamenn, m.a. hjá Emory-háskóla, hafa nefnilega þróað eins konar plástur sem t.d. má nota til bólusetningar, nánast án þess að fyrir því finnist, vegna þess að nálarnar innan á plástrinum eru ámóta mjóar og mannshár. Enn eiga vísindamennirnir þó eftir að finna aðferð til að geyma plásturinn við stofuhita án þess að það bitni á styrk l Lesa meira

Hraustur eins og svín

Þegar barnadauði var enn algengur, taldist það hraustleikamerki ef börn voru vel haldin, sem sagt helst akfeit. Lyfsalinn Edwin Grove nýtti sér þessa hugmynd þegar hann setti lyf sitt gegn malaríu á markað árið 1878: Grove‘s Chill Tonic. Auk kíníns voru sætuefni og sítrónusafi í drykknum og viðskiptavinir urðu strax yfir sig hrifnir. Drykkurinn bragðaðist betur en kínín, sem annars hafði verið hel Lesa meira

Vatnaplanta skapar skipum nýtt yfirborð

Tækni Innan tíðar verður hægt að klæða stór skip þannig að núningsmótstaða verði minni og það getur aftur leitt til allt að 10% orkusparnaðar. Það eru vísindamenn m.a. hjá Rheinische Friedrich-Wilhelm-háskólanum í Bonn í Þýskalandi sem nú eygja þessa von eftir að hafa rannsakað vatnaburknann Salvinia molesta, sem hrindir vel frá sér vatni. Vísindamennirnir ætluðu sér að afhjúpa leyndardóminn að Lesa meira

Hefur norður alltaf snúið upp á kortum?

Norður tók að snúa upp á landakortum á 15. öld. Eitt af fyrstu kortunum þar sem norður sneri upp kallast Imago Mundi (Heimsmynd) og er að finna í bók frá 1483. Á þeim tíma var annars til siðs að láta austur snúa upp. Mörg af fyrstu landakortunum geta ekki talist landabréf í hefðbundinni merkingu, heldur sýna þau táknrænan heim, byggðan á biblíunni. Jerúsalem og Paradís eru í austri og þessir st Lesa meira

Blár litur fyrir tilviljun

Efnafræðingar við Ríkisháskólann í Oregon hafa nú fyrir tilviljun skapað nýtt, blátt litarefni. Þetta getur komið að góðu haldi, því góð, ódýr og eitrunarlaus blá litarefni eru fáséð. Í tilraun þar sem manganoxíði, sem er svart að lit, var blandað við önnur efni og blandan svo hituð, tók ein blandan á sig fagurbláan lit vegna myndunar sérstakra kristalla. Lesa meira

Saltorka fram á sviðið í Noregi

Hvarvetna þar sem vatn rennur til sjávar á sér stað dularfull atburðarás. Þegar ferskvatnið mætir sjónum leysist úr læðingi efnaorka – orka sem til þessa hefur farið til spillis. En vel má nýta þessa orku. Fyrsta saltorkuveri heims er ætlað að sanna það. Saltorkuverið verður vígt í lok ársins. Það er stofnað í tengslum við pappírsverksmiðju í Hurum suður undan Osló og verksmiðjan mun nýta orkun Lesa meira

USB-lykill tekur heil 256 GB

Ekki eru mörg ár síðan harðir diskar rúmuðu 1 GB og þótti gott, en nú getur Kingston-fyrirtækið boðið upp á USB-lykil sem tekur 256 GB – alveg ótrúlegt magn og að sjálfsögðu met. Rými fyrir 140 milljón síðna Word-skjal ætti að duga nokkurn veginn öllum. Lesa meira

Sólarorkan knýr nýja tvíbytnu umhverfis hnöttinn

Með alveg sérstakri maraþonsiglingu á næsta ári á nú fyrir alvöru að beina sjónum að endurnýjanlegum orkugjöfum. Tvíbytnan PlanetSolar á að hefja ferð sína í Miðjarðarhafinu og fara kringum hnöttinn á sólaorkunni einni saman. Báturinn er 31 m á lengd og tæpir 15 m á breidd. Hæðin er 7,4 metrar. Hámarkshraðinn verður 8 hnútar eða rétt innan við 15 km/klst. og nýþróaðar liþíumrafhlöður knýja bátinn Lesa meira

Hvaðan kemur vatnspípan?

Vatnspípan er að líkindum upprunnin á Indlandi og hefur borist þaðan til Mið-Austurlanda. Fyrstu vatnspípurnar hafa líkast til verið gerðar úr kókoshnetum með löngu röri. Óvíst er hvenær pípan kom fram en sumir telja það geta hafa verið á 14. öld. Vatnspípan er samsett úr allmörgum hlutum en það er vatnsgeymirinn sem er mest áberandi. Hann er oft skreyttur og getur verið gerður úr málmi, gleri Lesa meira

Rafmagnslífstykkið styrkir

Í lok 19. aldar er allt sem tengist rafmagni örugg söluvara. Glóðarpera Edisons fer nú sigurför um heiminn og fram koma óteljandi rafmagnstæki sem sögð eru gera kraftaverk, m.a. rafhlöðudrifið lífstykki sem samkvæmt auglýsingu frá 1891 styrkir innri líffæri og læknar gigt, taugasársauka og harðlífi. Að auki gerir lífstykkið „jafnvel klunnalegasta líkamsvöxt yndisfagran og glæsilegan“ og „hjálpar b Lesa meira

Sjálfstýringin tekur völdin

Þegar miklir skógareldar herja á Kaliforníu senda bandarísk yfirvöld ómannaðar vöktunarflugvélar á loft til að fylgjast með og kortleggja útbreiðslu eldanna. Í suðurhluta Bandaríkjanna, við landamærin að Mexíkó, notar landamæralögreglan ómannaðar flugvélar í leit að ólöglegum innflytjendum, eiturlyfjasmyglurum og mögulegum hryðjuverkamönnum. Þegar fellibyljir riðu yfir Louisiana og Texas árið 2008 Lesa meira

Koltrefjar gera ryksugur betri

Koltrefjar eru undravert efni og notað í orrustuflaugar, mótorhjól og ofurbíla og nú er röðin komin að heimilistækjum. Fyrirtækið Dyson vinnur að gerð ryksugu sem er að hluta til útbúin úr fágætum efnum. En Dyson nýtir ekki koltrefjarnar til að gera ryksuguna léttari. Koltrefjarnar eru nýttar vegna eiginleika þeirra gagnvart stöðurafmagni. Þær er að finna í burstanum þannig að ryksugan dragi b Lesa meira

Gömul og góð þraut í rafrænni útgáfu

Rúbiksteningurinn er nú fáanlegur í rafrænni útgáfu. Í 26 smáteninga sem snerust á öxlum er nýja gerðin, „Rubik‘s TouchCube“ með sex LED-snertiskjái. Sérstakur skynjari fylgist með því hvað snýr upp og niður en sjö örflögur sjá um litina og snúningana. Nú er líka hægt að „hætta við“ fá ábendingu um næsta snúning og svo getur teningurinn leyst þrautina sjálfur meðan maður horfir bara á. Lesa meira

Uppfinningamaðurinn Edison tekur fíl af lífi með riðstraumi

Fílskýrin Topsy var í gær tekin af lífi með rafstraumi fyrir framan 1.500 áhorfendur. Eftir að Edison gaf merki, var 6.600 volta riðstraumi hleypt í gegnum Topsy og hún féll samstundis til jarðar með miklum skelli. Kvikmyndarar Edisons festu atburðinn á filmu. Topsy hefur á síðustu árum banað þremur gæslumönnum, þar af einum sem ölvaður reyndi að gefa henni logandi sígarettu. Vegna þessara dauð Lesa meira

Þegar allt getur farið úrskeiðis!

Læknirinn Benedikt Sandmeyer stekkur í gegnum stjórnstöðina – 10 metra langt og þröngt herbergi. Þar sitja 10 aðrir læknar þétt saman framan við 20 skjái þar sem rauðar og grænar kúrvur bylgjast í sífellu frá vinstri til hægri. Hér er allt í hers höndum; eftir tvær mínútur hefst æfingin. „EKG-ið er ekki inni,“ segir Sandmeyer pirraður sem skömmu síðar stendur í björgunarþyrlunni sem er að finna í Lesa meira

Vínbóndi beindi fallbyssum til himins

Árið 1896 fann austurríski vínframleiðandinn Albert Steiger upp fallbyssu sem átti að leysa upp yfirvofandi haglél. Þannig hugðist hann koma í veg fyrir að haglélin eyðulegðu uppskeruna. Fallbyssan var keilulaga trekt og 4,5 metrar á hæð. Hún var hlaðin með 2 kílóum af púðri. Þegar hleypt var af myndaðist ógnarlegur hávaði og reykhringur, meira en metri í þvermál, þaut til himins á 30 metra hraða Lesa meira

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Eineggja tvíburar verða til þegar hið frjóvgaða egg er búið að skipta sér einu sinni og frumurnar tvær skilja sig hvor frá annarri og þróast síðan hvor um sig áfram í fóstur og barn. Í upphafi eru eineggja tvíburar þess vegna erfðafræðilega alveg eins, enda myndaðir úr sömu eggfrumunni. Það er þannig ógerlegt að gera greinarmun á þeim með DNA-rannsókn. Það hefur hins vegar komið í ljós að á fóstur Lesa meira

Japanskt vélmenni léttir undir á sjúkrahúsum

Vélmennið RIBA (Robot for Interactive Body Assistance) á innan 5 ára að geta gengið í þau störf hjúkrunarfólks á japönskum sjúkrahúsum að lyfta þungum hlutum. Vélmennið hefur í byrjun afl til að lyfta sjúklingum sem eru allt að 61 kg og til að valda sjúklingunum ekki ótta er þessi vitvél pökkkuð í mjúkt gúmmíhulstur og útlitið minnir á vinalega bangsa. Vélmennið er þróað hjá „Center for Human-Inte Lesa meira

Gervikjöt bragðast eins og besti kjúklingur

Matvörur með sojabaunum eru hollar fyrir hjartað en erfitt er að aðlaga þær vestrænum matarvenjum. Í framtíðinni gætum við þó fengið sojabaunir þegar við fáum okkur kjúkling. Fu-Hung Hsieh, prófessor við Missouriháskóla í Bandaríkjunum, hefur nefnilega þróað gervikjúklingakjöt sem unnið er úr sojabaunum. Til að fá eitthvað til að bragðast og líta út eins og kjúklingur þarf aðeins réttu bragð- o Lesa meira

Einkalíf útgáfa 2.0

Blaðamenn á New York Times fundu Thelmu Arnold með aðstoð leitarorða sem hún hafði tilgreint á netinu. Viðskiptavinur númer 4417749 var tíður gestur á internetinu. Hún leitaði oft á netinu og sló inn jafn ólík leitarorð og „hundar sem pissa á allt“, „einhleypir karlar 60“ og „garðyrkjumenn í Lilburn, Georgia“. Viðskiptavinur númer 4417749 hélt að leitarorðin sem hún sló inn í tölvuna sína væru Lesa meira

Njósnavél seldist grimmt

Árið 1886 keypti C.P. Stirn frá Berlín framleiðsluréttinn að njósnamyndavél, sem Bandaríkjamaðurinn Robert D. Gray hafði fundið upp og tryggði sér um leið ótrúlegar sölutekjur. Á aðeins 2 árum seldi hann 15.000 eintök af myndavélinni sem hann kallaði „Consealed Vest Camera“. Linsan var dulbúin sem hnappur og var stungið út um hnappagat. Á vélina var hægt að taka 6 ljósmyndir á kringlótta glerplötu Lesa meira

Læknar fá hreyfimynd af líkamanum

Læknisfræði Hópur kanadískra vísindamanna hefur nú skapað fyrsta fullkomna tölvulíkanið af mannslíkamanum. CAVEman kalla vísindamennirnir þetta sköpunarverk sitt, en þeir starfa við háskólann í Calgary. CAVEman varð til á grundvelli líffræðibóka og ýmsum meginkerfum líkamans breytt í teiknaðar hreyfimyndir af listamönnum áður en þær öðluðust líf fyrir tilverknað tölvunnar. Þótt CAVEman sé í f Lesa meira

Fljótandi vitvél hreinsar laugina

Þeir sem eru svo lánsamir að hafa sundlaug í garðinum, hafa hingað til þurft að bretta upp ermarnar þegar kemur að því að hreinsa laugina. En nýi laugarhreinsarinn, Solar Breeze, fjarlægir laufblöð úr vatninu og finnur sér sjálfur sólríkan stað til hleðslu þegar rafhlaðan er að verða tóm. Lesa meira

Blátönnin annar tveimur símum

Jabra Halo kallast þráðlaus heyrnartól sem bæði taka við tónlist sem berst þráðlaust um A2DP og annar tveimur farsímum samtímis. Málglatt fólk þarf því ekki lengur að ganga með tvo eyrnatappa. Lesa meira

Grænt gull

Það þarf bæði nákvæmni og þolinmæði þegar fræðimenn hjá Solazyme stilla lífhvatahylkin. Jafnvel minnstu breytingar í þrýstingi eða hitastigi geta skipt sköpum fyrir þá þörungasúpu sem vænst er að geti verið gulls ígildi. Mestu máli skiptir nefnilega að hámarka bestu ræktunaraðstæður þörunganna. Og helst áður en samkeppnisaðilarnir gera það. Þörungar hafa fyrirfram frá náttúrunnar hendi ótrúleg Lesa meira

Ertur afhjúpuðu erfðirnar

Um 9 ára skeið ræktaði austurríski munkurinn Georg Mendel (1822-1884) ýmsar ertubaunaplöntur og kynblandaði. Með þessu tókst honum að finna grundvallarlögmál erfðafræðinnar og þær reglur sem stýra erfðaeiginleikum í plöntum og dýrum. Það liðu þó 15 ár frá dauða Mendels þar til niðurstöður hans öðluðust viðurkenningu. Lesa meira

Genameðferð dregur úr mænusköddun

Tafarlaus meðhöndlun kynni í framtíðinni að bjarga hreyfigetu fólks sem hryggbrotnar. Ákveðin genameðferð hefur allavega reynst draga úr mænusköddun í músum og rottum. Bandarískir vísindamenn, m.a. hjá Maryland-læknaháskólanum, hafa komist að því að það getur haft afar jákvæð áhrif að loka fyrir ákveðið gen í þessum dýrum eftir hryggbrot. Það gildir bæði um mýs og menn að við hryggbrot sýnir lí Lesa meira

Hvernig stýra menn mystrinu í flugeldum?

Með því að nota það sem kalla mætti sniðsprengjur, getur góður flugeldasmiður skapað pálma, hringi, blóm, broskarla eða hjörtu á himni. Galdurinn felst í því að pakka sniðsprengjunni rétt áður en flugeldinum er skotið á loft. Innst í sniðsprengjunni er sprengihleðsla en umhverfis hana er svart púður og í því liggja stjörnurnar sem raðað er í það mynstur sem ætlunin er að sýna á himni. Þegar spr Lesa meira

Vatnsvitvél hönnuð eins og fiskur

Skrúfan er viðkvæmasti hluti vitvéla sem starfa í vatni. Hún getur auðveldlega skemmst eða setið föst í þangi. Vísindamenn við Bathháskóla í Englandi hafa nú leyst þennan vanda og sækja fyrirmynd sína til svokallaðra hníffiska á Amasónsvæðinu. Þessir fiskar nota bylgjuhreyfingar í afar löngum kviðugga til að synda. Neðansjávarvitél vísindamannanna í Bath, sem fengið hefur nafnið Gymnobot, nýti Lesa meira

Rautt ljós sýnir ekta demanta

Tækni Hinir sjaldgæfu, bláu demantar hafa þann sérstaka eiginleika að lýsa í myrkri og eftir rannsóknir á 67 náttúrulegum, bláum demöntum hafa bandarískir vísindamenn nú komist að því að ljósmynstri þeirra má líkja við fingraför. Bláu demantarnir – þeirra á meðal hinn frægi Hope-demantur – gefa allir frá sér rautt ljós þegar að þeim er beint kröftugu ljósi. Ástæðan er fólgin í örlitlum óhreini Lesa meira

Getan skiptir meiru en stærðin.

Þetta gildir svo sannarlega um nýja smátölvu frá Fujitsu. Tölvan er smærri en Mac mini, en stútfull af öflugum búnaði. Hér er Blueray-drif og öflugur Intel Core 2 Duo-örgjörvi sem á ekki í vandræðum með fullkomin HD-gæði. Vinnsluminnið er 4 GB og harði diskurinn rúmar 320 GB. Tækið tekur lítinn straum og er afar lágvært. Það er því upplagt í stofuna. Hér er HDMI-útgangur sem tengist beint í fla Lesa meira

Þráðlaus vog fylgist með heilsunni

Hafi sumarið einkennst um of af grilluðum pylsum og einum köldum með, áttu nú völ á nýrri hátækni til að hjálpa þér að koma línunum í lag. Þráðlaus vog frá fyrirtækinu Withings fer sjálf á netið og er fullkomlega samhæfð við Google Health, en það er forrit sem nota má til að fylgjast með heilsunni. Vogin gefur forritinu stöðugt upplýsingar um þyngd þína og það leynir sér því ekkert hvort þér ge Lesa meira

Hvernig virka þessar vinsælu ljósdíóður?

Kjarninn í ljósdíóðu er lítill hálfleiðari, sem aðeins hleypir rafmagni í aðra áttina. Þegar straumur fer um hálfleiðarann losar hann mikið af ljóseindum og það eru þær sem við sjáum sem ljós. Plastkápa sér um að beina ljósinu, sem reyndar var rautt í fyrstu díóðunum. Síðar hefur tekist að þróa díóður úr efnum sem senda frá sér ljós á styttri bylgjulengdum. Nú er því unnt að fá díóður sem lýsa í ý Lesa meira

Sólfangarar í vegum framleiða raforku

Til að leysa orkuþörf framtíðarinnar hugsa menn sér nú að nýta vegi jafnframt sem sólfangara. Bandaríska fyrirtækið „Solar Roadways“ hefur sett fram þessa framtíðarsýn og þar hefur verið þróuð frumgerð alveg nýs yfirborðsefnis sem bæði á að geta komið í staðinn fyrir malbik og steypu. Efst er gegnsætt lag sem er nógu sterkt til að þola þrýstinginn frá jafnvel þungum farartækjum, en hleypir sóla Lesa meira

Heitalofts-djúpsteikingarpottur sparar mikla fitu

Það virðist næstum of gott til að vera satt. Djúpteikingarpottur sem notar 80% minni fitu með jafn góðum árangri. Þetta er það sem Philipps segir hina nýju Airfrier áorka – bæði með franskar kartöflur, fisk og hvaðeina sem menn vilja djúpsteikja. Ef sú er raunin getur tæknin orðið til þess að draga úr þeirri offituplágu sem breiðist um heim allan. Airfrier virkar með aðstoð sérstaks einkaleyfi Lesa meira

Sólknúinn, 512 hestafla sænskur rafmagnssportbíll

Má bjóða þér umhverfisvænan bíl án þess að það bitni á hraða eða vélarafli? Þá gæti sólknúni sportbíllinn Koeningsegg Quant kannski hentað þér. Frumgerð þessa sænska bíls var kynnt fyrr á árinu og samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda er aflið 512 hestöfl, bíllinn nær 100 km hraða á 5,2 sekúndum og mesti hraði er 275 km/klst. Til viðbótar nýtir hann svo sólarorku að hluta. Þetta hljómar næstum of Lesa meira

Bílarnir hegði sér eins og fiskitorfa

Vísindamenn hjá bílaframleiðandanum Nissan hafa þróað nýja tækni til að koma í veg fyrir árekstra í umferð og hugmyndin er sótt í hreyfingamynstur í fiskitorfu. Í tilraunum sínum nota vísindamennirnir hóp þríhjóla vitvéla, sem þeir kalla Eporo. Hvert tæki notar innbyggðan leysi til að greina fjarlægð og komast hjá árekstri. Vitvélarnar hegða sér svipað og fiskitorfa og útlínur alls hópsins taka á Lesa meira

Hvernig virkar g-krafts búningur orrustuflugmanna?

Orrustuflugmenn verða oft fyrir hröðun sem er 9 sinnum öflugri en þyngdaraflið. Þá er talað um álag sem nemur 9 g, sem getur reynst skaðlegt enda þrýstist blóðið niður í fætur og þannig frá heilanum. Það leiðir í fyrstu til að flugmaðurinn missir litaskyn eða fær rörsýn rétt eins og hann sjái umhverfið sitt í gegnum papparör. Langvarandi álag g-krafts getur leitt til þess að flugmaðurinn blindist Lesa meira

Ryksugan spýtti úr sér

Fyrstu ryksugurnar komu á markað upp úr 1850 og voru handsnúnar. Aflið rétt dugði til að ná ryki upp af gólfinu. Loftdæla skapaði tómarúm sem sogaði til sín lauslegt efni af gólfinu, en iðulega spýttu ryksugurnar því úr sér aftur eftir fáeinar sekúndur. Ryksugur náðu engu að síður vinsældum og fyrstu rafknúnu ryksugurnar komu á markað 1899. Lesa meira

Húsin vaxa í gegnum skýin

Bandaríkjamaðurinn Frank Lloyd Wright (1867-1959) er trúlega sá arkítekt sögunnar sem notið hefur almennastrar viðurkenningar. Árið 1959 sá hann fyrir sér skýjakljúf sem væri heil míla á hæð, sem sagt um 1.600 metrar. Hann taldi gerlegt að reisa slíka byggingu þá þegar, en „The Illinois“ eins og þessi hugarsmíð var kölluð, var á hinn bóginn fjarri því að geta nokkru sinni staðið undir kostnaði. Nú Lesa meira

Genagræðsla veitir litblindum öpum eðlilega sjón

Með því að bæta við einu stöku geni hefur vísindamönnum tekist að skapa svonefndum íkornaöpum (Samiri) venjulega litasjón. Karlkyns íkornaapar eru allir fæddir litblindir – geta hvorki greint rautt né grænt, þar eð vissar skynfrumur vantar í augað. Vísindamennirnir sprautuðu í apana Dalton og Sam veiru sem bar í sér það gen sem kóðar fyrir prótínunum sem mynda þessar skynfrumur. Hægt og hægt tó Lesa meira

Næsta tölvan þín er bara lyklaborð

Eftir árs seinkun kemur nú Eee-tölvan frá Asus loksins á markað. Þessi sérkennilega, litla tölva kann að vekja upp gamlar minningar um Commodore 64. En hér er Atom-örgjörvi, 1GB í vinnsluminni og 32GB flash-diskur. Til hægri við lyklaborðið er snertiskjár sem stjórna má með fingri eða penna. En höfuðsnilldin er þó sú að tölvan sendir þráðlaus boð í stóra flatskjáinn í stofunni. Lesa meira

Ónæmismeðferð veitir ný vopn gegn krabbameini

Þetta var ósköp venjulegur dagur á síðasta áratugi liðinnar aldar. En fyrir doktorsnemann á rannsóknarstofunni hjá krabbameinsvarnastofnun í Kaupmannahöfn var hann undraverður. Mads Hald Andersen sá nokkuð sem alla krabbameinsfræðinga dreymir um: Krabbameinsfrumur voru horfnar eins og dögg fyrir sólu. Þennan dag á rannsóknarstofunni fékk hann fyrstu innsýn í nokkuð sem gæti orðið að krabbameinsból Lesa meira

Úrsmiður byggði tevél

Árið 1902 fann breski úrsmiðurinn Albert E. Richardson upp fyrstu tevélina. Vekjaraklukka hringir á ákveðnum tíma og strýkur eldspýtu neðan í ketilinn. Þegar vatnið síður veldur gufan því að ketillinn snýst og hellir vatninu ofan í tekönnu. Þegar teið er tilbúið hringir klukkan aftur og nú hitnar fjöður sem ýtir loki yfir eldsneytisgeyminn – sem sagt ef allt virkar eins og til var ætlast. Lesa meira

Svarta ekkjan á að spinna gull

Líffræði Silkiþræðir köngulóa eru meðal sterkustu efna í veröldinni. Nú hefur vísindamönnum við Kaliforníuháskóla í Riverside að einangra gen sem kóða fyrir tveimur próteinum í þræði svörtu ekkjunnar. Þessi tvö prótein hafa afgerandi þýðingu varðandi styrk þráðarins og til lengri tíma litið má nýta þessa uppgötvun til að framleiða slíkan þráð í formi gerviefnis. Þessa fjöldaframleiddu þræði má Lesa meira

Leikfangabíll fer Le Mans-brautina

Hjá Panasonic hafa menn prófað nýjar rafhlöður með því að láta fjarstýrðan leikfangabíl, sem kallast „Mr. Evolta“ aka um hina frægu Le Mans-braut. Þetta tryggði Guinnes-heimsmet fyrir lengstu för rafhlöðudrifins og fjarstýrðs leikfangabíls. Mr. Evolta fór 5,6 hringi á brautinni, eða um 24 km, á aðeins 2 AA-rafhlöðum. Hraðinn var aftur á móti ekki nema rétt undir 1 km/klst. Lesa meira

Nú má svífa á rafknúnu mótorhjóli

Rafbílar eru komnir eða á leið á markað frá framleiðendum um allan heim og nú er röðin líka komin að mótorhjólunum. Einn af stóru kostunum er sá að bygging slíkra hjóla getur verið tiltölulega einföld og hreyfihlutir fáir. Þetta hafði ástralski hönnuðurinn Dan Anderson í huga þegar hann upphugsaði Volta – rafdrifið mótorhjól fyrir adrenalínfíkla með næmt fegurðarskyn. Rafhlaðan – og þar með þyngd Lesa meira

Vísindamenn þróa flatt loftnet

Tækni Dagar hinna löngu loftneta, sem við þekkjum t.d. á bílum, eru senn taldir. Hópur vísindamanna í Suður-Kóreu hefur nefnilega þróað flatt loftnet sem unnt er að byggja inn í yfirborðið. Þannig er loftnetið betur varið auk þess sem dregur úr loftmótstöðu. Á flugvélum draga loftnet líka úr styrk skrokksins þar sem þeim er komið fyrir. Nýja loftnetið er gert úr hörðu, en þó sveigjanlegu efni, Lesa meira

Tröllvaxið skip byggt úr timburfjölum

Eftir fyrri heimsstyrjöld áttu finnskar og sænskar sögunarmyllur gríðarlegar birgðir af tilsöguðu timbri og samtímis var beinlínis æpt á byggingarefni um alla Evrópu. Mörg stór flutningaskip höfðu endað ævidaga sína í stríðinu og því ekkert áhlaupaverk að koma timbrinu til kaupenda. Sumarið 1918 hófust 80 menn í landamærahéruðum Svíþjóðar og Finnlands handa við að byggja flutningapramma úr niðu Lesa meira

Músin fellur að höndinni eins og hanski

Eftir að hafa lengi þjáðst af verkjum vegna of mikils álags við notkun tölvumúsarinnar, ákvað Kanadamaðurinn Mark Bajramovic að hanna hina fullkomnu tölvumús. Afraksturinn kallast AirMouse og tækið þróaði hann í samvinnu við námsfélaga sinn, Oren Tessler. Músinni er smeygt upp á höndina svipað og hanska og leysigeisli sér um sambandið við tölvuna. AirMouse er að sögn bæði nákvæmari en hefðbu Lesa meira

Hvar bíða SMS-boðin meðan slökkt er á símanum?

SMS-boð eru ekki send beint til viðtakanda. Úr síma sendandans fara þau á netþjón hjá símafélaginu þar sem þau eru vistuð, oftast bara um skamma hríð, meðan verið er að leita uppi síma viðtakandans. Síðan eru boðin send af netþjóninum til viðtakandans. Í langflestum tilvikum komast boðin áfram í fyrstu tilraun, en sé slökkt á viðtökusímanum gerir tölvukerfið aðra tilraun eftir nokkrar mínútur. Lesa meira

Nýr skanni tekur þrívíddarmyndir af tönnum

Ný þrívíddartækni mun á næstunni gera bæði auðveldara og fljótlegra að smíða gervitennur sem passa nákvæmlega rétt, segja vísindamenn við þýsku Fraunhaufer-stofnunina í Jena. Nú er smíði gervitanna mikil þolinmæðisvinna. Til þess þarf að gera bitþrykk af kjálkunum og síðan bæði gifs- og vaxafsteypu af tönnunum sem svo þarf að prófa í munni sjúklingsins. Með nýju þrívíddartækninni verður vinnan Lesa meira

Læknar læra af tölvuspilum

Þegar fyrstu stríðsmennirnir brutust þann 13. september 2005 inn á torsótta svæðið Zul´Gurub mættu þeir risastórri veru er líktist dreka. Þetta var hinn skelfilegi fjandi Hakkar, sem auk ógnarlegra krafta bar smitsjúkdóm sem dró hratt allan lífskraft úr stríðsmönnunum. Einungis hinir sterkustu gátu lifað af smitið af sjúkdómnum „spillt blóð“, en áður en þeir náðu sér að fullu báru þeir enn með sér Lesa meira

Nú ætlar Evrópa að eignast geimferju

Fjölmargir gervihnettir fyrir rannsóknir, veðurathuganir og fjarskipti bíða í áraraðir þess að komast á loft, þar sem núverandi geimflaugar anna ekki eftirspurninni. Auk þess er afar kostnaðarsamt að senda gervihnött á braut um jörðu. Þúsundir tæknimanna þarf til að sinna núverandi geimferjum. Burðareldflaugar eru ódýrari, en þær er ekki hægt að nýta aftur, þar sem eldflaugaþrep þeirra brenna upp Lesa meira

Handskanni varðveitir bækur

Það tekur ekki nema fáeinar sekúndur fyrir þennan handskanna frá VuPoint Solutions að skanna eina A4-síðu. Enn handhægara er þó að nota hann til að skanna síður í bók, en til þess henta hefðbundnir skannar afar illa. Upplausnin er heldur ekkert til að gera grín að. Hún er allt að 600 x 600 dílar. Minnið ákvarðar maður sjálfur því skanninn tekur við minniskortum allt upp í 32 GB. En stærsti kost Lesa meira

Indverjar lyfta hulunni af geimferðaáætluninni

Geimferðir Indverjar hafa nú veitt umheiminum innsýn í áætlanirnar um fyrsta mannaða geimskip sitt – þriggja tonna hylki með rými fyrir þrjá geimfara, ásamt þjónustueiningu með ýmsum rafeindabúnaði, stýriflaugum og hemlunarflaugum. Geimskipið á í fyrstu að fara á braut um jörðu í 400 km hæð, en síðar á að þróa það áfram þannig að einnig verði unnt að tengja það við önnur farartæki í geimnum. Bæ Lesa meira

Stýrt með líkamanum

U3-X heitir nýtt einhjól sem þróað hefur verið hjá Honda. Hjólið sjálft er samsett úr mörgum smærri hjólum og fyrir bragðið verður stjórn hjólsins auðveldari, en hjólinu er einfaldlega stýrt með hreyfingum líkamans. Þetta hátæknihjól vegur tæp 10 kg og fer hægt yfir eða um 6 km/klst. Lesa meira

Borðtölvan þekkir þig

Sony keppir nú við borðtölvuna Surface frá Microsoft. Sony AtracTable getur einnig borið kennsl á hluti eins og t.d. farsímann þinn eða tómt bjórglasið en aukreitis getur þessi nýja borðtölva einnig numið hreyfingar – og innan tíðar greint milli kynja, aldurs og jafnvel hvernig notandinn er stemmdur. Þetta gæti komið að góðum notum ef tölvan er t.d. notuð á bar þannig að þjónninn vissi strax hvað Lesa meira

Ferðasólfangari snýr sér sjálfur

ChumAlong kallast sólfangari sem snýr sér sjálfvirkt í átt að sólinni og nýtir sér þannig sólarorkuna eins vel og kostur er. Tæknin er þekkt í stórum sólarorkuverum, en birtist hér í fyrsta sinn í meðbæru tæki." Lesa meira

Japanir sækja orku út í geim

Árið 2040 hyggjast Japanir skjóta á loft gervihnetti sem fangar sólskin í geimnum og sendir orkuna til jarðar í örbylgjuformi. Gervihnötturinn á að vera á staðbrautinni í 36.000 km hæð yfir miðbaug þar sem hann verður því sem næst stöðugt baðaður í sólskini. Þar eð örbylgjur berast vandræðalaust gegnum ský verður með þessu móti unnt að tryggja orkuvinnslu óháð veðri. Gríðarstórt kerfi loftneta á Lesa meira

Svona fer erfðatækni fram

Genin bera í sér uppskriftina á öllu lífi og gen sérhverrar lífveru skipta sköpum um tilveru hennar. En genin hafa ekki sjálf neina sérstaka virkni við að viðhalda lífi – fyrst þarf að umbreyta þeim í prótín. Verði gen fyrir breytingum, t.d. vegna stökkbreytingar, breytist samsvarandi prótín einnig. Kannski er það virkni þess sem breytist eða það framleiðist ekki í sama magni né á sama stað og Lesa meira

Kapteinn gengur á vatninu

Charles W. Oldrieve getur gengið á vatni. Það sannaði hann í gær þegar hann kom á land við endann á Canal Street í New Orleans í 130 sm löngum og 13 sm breiðum kanólaga vatnaskóm eftir að hafa gengið alls 2.600 km á vatni. Þar með hefur hann líka unnið veðmál sitt við auðmanninn Edward Williams í Boston. Til að sigra þurfti Oldrieve að ganga á vatnaskónum sínum eftir fljótaleiðinni frá Cincinnati Lesa meira

Ný tækni afhúpar dulin fingraför

Tækni Ný aðferð til að greina fingraför sem þurrkuð hafa verið af málmfleti, gera afbrot nú enn erfiðari atvinnugrein. Það eru vísindamenn við Leicester-háskóla sem standa að þessari nýju tækni en hún byggist á þeirri staðreynd að þegar sviti á fingri kemst í snertingu við málmflöt verður alltaf örlítil tæring. Tæringin situr eftir hvort sem yfirborðið er þurrkað vandlega eða verður t.d. fyrir Lesa meira

Fljótandi kristallar valda glóð á bjöllu

Málmgrænn litur bjöllunnar Chrysina gloriosa, af ættinni Scarabaeiadae, stafar af einstæðum frumum í ytri stoðgrind dýrsins. Vísindamenn hjá Tæknistofnun Georgíu í Bandaríkjunum hafa komist að því að frumurnar eru fljótandi og minna mjög á manngerða, fljótandi kristalla. Þessar kristalsfrumur eru fimm- sex- eða sjöhyrndar og fjöldinn í ákveðnum punkti ræðst af sveigju skjaldar bjöllunnar á hver Lesa meira

Ný LED-pera lýsir í 17 ár

Þegar endalok glóðarperunnar eru nú á næsta leyti keppast margir stórir framleiðendur við að finna heppilegasta ljósgjafann til að taka við. Sparperurnar hafa marga kosti, en líka ýmsa galla. T.d. er í þeim mikið af eitruðum efnum. Nú setur General Electric á markað valkost án eiturefna. Þetta er LED-pera sem aðeins þarf 9 wött en lýsir á við 40 watta glóðarperu. Peran endist líka von úr viti, Lesa meira

Hlaupahjól í staðinn fyrir hesta

Árið 1817 fann Þjóðverjinn Karl Drais upp hlaupahjól sem nota mátti í stað hests til að komast milli staða. Á þessu hjóli voru engir pedalar, heldur var það drifið áfram beint með fótaaflinu. Pedalarnir komu ekki til sögunnar fyrr en 50 árum og mörgum slitnum skósólum síðar." Lesa meira

Skákmenn geta nú notað ritsímann

Í gær safnaðist múgur og margmenni á Vauxhall-brautarstöðinni í London. Allt þetta fólk var saman komið til að verða vitni að stórfenglegum tímamótum og horfa á skák teflda um ritsíma. Fólk hópaðist saman við taflborð framan við ritsímastöðina, en frá henni sendu bestu skákmeistarar landsins leikina á Morse-kóða til Gosport í 130 km fjarlægð. Margir þekktir Bretar voru í skákliðinu í London en ská Lesa meira

Getur meðvindur fleytt manni yfir hljóðhraða?

Þegar flugvél fær meðvind í öflugum vindstreng getur hún aukið hraða sinn verulga. Hinir hröðu vindstrengir eru eiginlega hátt liggjandi fljót af loftstraumi. Slíka er jafnan að finna í 9000 - 10500 metra hæð yfir jörðu, einmitt í þeirri hæð sem flugumferð er hvað mest. Hraði vindstrengsins getur á vetrum náð allt að 400 km / klst. og þegar því er bætt við um 900 km / klst. sem er venjulegur hraði Lesa meira

Hvernig virkar venjulegur reykskynjari?

Flestir reykskynjarar eru af svonefndri jónandi gerð. Þeir innihalda agnarsmáa geislavirka orkulind, jafnan 0,2 míkrógrömm af frumefninu americium, sem er númer 95 í lotukerfinu. Þetta geislavirka efni sendir sífellt frá sér straum af alpha-öreindum sem losa rafeindir frá súrefni og köfnunarefni í lofti milli tveggja málmplatna. Það veitir loftinu milli platnanna rafhleðslu. Rafhlaðan í reyksk Lesa meira

Framtíðin knúin af rafhlöðum

Farsíminn þinn er með eina sem og fartölvan, og brátt kann bíllinn þinn að vera knúinn af rafhlöðum. Rafhlöður er hvarvetna að finna í daglegu lífi okkar og í rafvæddu samfélagi framtíðar munum við reiða okkur enn meira á geymslu rafmagns. En núverandi rafhlöður duga ekki til. Þær eru ekki nægjanlega öflugar og missa of mikla hleðslu með tímanum – og þær geta jafnvel sprungið. Meðan þróun á handfr Lesa meira

Blendingur á að ná 1.609 km hraða

Tækni Enski hraðbíllinn Bloodhound SSC á að ná meira en 1.600 km hraða. Þar með á að bæta hraðamet farartækja á jörðu niðri um 31%. Núgildandi met var sett með ThrustSSC sem náði 1.228 km hraða árið 1997. Sömu hönnuðir stóðu að baki því verkefni. Tilraunin til að slá metið verður samkvæmt núgildandi áætlun gerð árið 2011. Þetta á að verða gerlegt m.a. á grundvelli sérstakrar hönnunar Bloodhoun Lesa meira

Ný steypa gerir við sig sjálf

Þegar við rispum okkur gerir húðin sjálf smám saman við skaðann. Alveg á sama hátt er nú ný gerð af sveigjanlegri steinsteypu fær um að gera við sig sjálf ef sprungur myndast. Þessi sjálflæknandi steypa er afrakstur 15 ára þróunarvinnu við Michigan-háskóla í Bandaríkjunum. Hefðbundin steinsteypa brotnar ef álagið verður of mikið, t.d. í jarðskjálfta, en sú nýja er sveigjanleg. Verði álagið of m Lesa meira

Tölvuskjár með tvö andlit

Hvort á maður að velja lestölvu sem ekki þarf að hlaða nema örsjaldan, eða skjá sem nota má til að horfa á bíómynd en tæmir rafhlöðuna á tveimur tímum. Þessi valkvíði hverfur innan skamms á vit fortíðarinnar. Ný lófatölva, Notion Ink Adam á nú að veita iPad frá Apple harða samkeppni. Skjárinn verður búinn þeim sérstæða eiginleika að geta ýmist nýst sem HD-skjár fyrir bíómyndir eða sparneytin lestö Lesa meira

Nýr kafbátur byggður með sama lagi og flugvél

Breski uppfinningamaðurinn Graham Hawkes hefur nú smíðað tveggja manna kafbát, „ Deep Flight Super Falcon Submerside“, sem nær 11 km hraða og kemst á 450 metra dýpi. Skrokkurinn er mjósleginn, gerður úr koltrefjum og út úr honum standa tveir vængir ásamt stéluggum. Útlitið er þannig ekki ósvipað flugvél. Sjálfur segir uppfinningamaðurinn að bátnum sé líka stjórnað meira í líkingu við flugvél en Lesa meira

Útdraganleg innstunga

Þegar allt í einu þarf að stinga nýju rafmagnstæki í samband, þarf iðulega að byrja á því að finna sér fjöltengi. En þetta kynni þó bráðum að heyra sögunni til. Hönnuðurinn Art Lebedev hefur skapað þessa innstungu fyrir Yanko Design og hún er eins og sjá má fjöltengi um leið. Þegar ýtt er á hnapp rennur innstungan út úr veggnum og um leið er unnt að tengja við hana fjögur raftæki til viðbótar. Lesa meira

Augnlinsa kemst á netið

Rafræn augnlinsa gefur nú eiganda sínum færi á að vafra á netinu án tillits til þess hvar hann er staddur. Þetta hljómar reyndar líkast vísindaskáldskap, en þróunarstarf við Washington háskóla er á góðri leið með að gera þetta að blákaldri staðreynd. Linsan virkar eins og venjuleg linsa en er að auki búin næfurþunnri rafrás og rauðum ljósdíóðum. Nú er verið að reyna linsurnar á kanínum. Þær eru bú Lesa meira

4 – 3 – 2 – 1 sprenging!

Fundinn! Á skjá sínum hefur leiðangursmaður komið auga á aflangan grunsamlegan hlut á hafsbotni, 70 m undir skipinu. Hann stækkar upp myndina og plottar stöðuna inn á rafrænt sjókort með sentimetra nákvæmni. Síðar um daginn mun fjarstýrður smákafbátur verða sendur niður til að taka nærmyndir af þeim grunsamlegu hlutum sem fundust. Reynist þetta vera tundurdufl heldur kafbáturinn aftur niður í Lesa meira

Notaðu jakkann sem svefnpoka og dýnu

Fyrir alla þá sem eiga til að verða skyndilega mjög þreyttir, koma nú góðar fréttir. Hönnuðurinn Lin Tsui-Wei vann hin virtu þýsku Red Dot-verðlaun fyrir frakka sem hefur alveg sérstaka eiginleika. Honum má breyta í uppblásinn svefnpoka og neðri hlutann má taka af og nota sem dýnu. Að auki er þetta svo frambærilegasta vetrarúlpa með mörgum, djúpum vösum þar sem m.a. má koma fyrir litlum gasprímus. Lesa meira

Mælaborðið í þrívídd

Vísindamenn við Fraunhofer-stofnunina HHI í Berlín hafa þróað mælaborð sem veitir bílstjóranum upplýsingar í þrívídd. Maður ákveður t.d. hvort maður vill sjá hraðamælinn eða titil lagsins í spilaranum í forgrunni og velji maður vegakortið, sér maður götur og byggingar framundan í þrívídd. Lesa meira

Nanóeindir lýsa upp æxli í heila

Sjálflýsandi nanóeindir sem berast inn í heilann með blóðrásinni munu bæði auðvelda læknum að skera burtu heilaæxli og auka líkurnar á að ekkert verði eftir af því. Það eru vísindamenn við Washington-háskóla undir forystu Minqins Zhang prófessors sem hafa þróað hinar sjálflýsandi nanóeindir. Eindirnar líma sig við æxlið og lýsa það upp, þannig að það sést mun greinilegar við heilaskönnun. Skurð Lesa meira

Klukka sýnir rafmagnsnotkunina

Finnist manni sem rafmagnsreikningarnir hækki stöðugt eru hér góð tíðindi á ferð. Tendril Vision-klukkan fylgist með tíma og rafmagnsnotkun. Jafnframt gerir hún grein fyrir hvenær sólarhringsins rafmagnið er ódýrast svo setja megi þvottavélina í gang. Lesa meira

Þráðlaus varðvél gengur í heilt ár

Eftirspurn eftir vöktunarvélum fyrir heimili vex stöðugt. Frá Vue-fyrirtækinu kemur nú þráðlaus vöktunarvél með liþíumjóna-rafhlöðu sem getur sent 10 mínútna upptökur á dag í heilt ár án nýrrar hleðslu." Lesa meira

Tilfinning í gervihönd

Gervihönd sem bæði hefur tilfinningar og sýnir viðbrögð eins og eðlileg hönd. Þessari framtíðardraumsýn hafa vídindamenn hjá háskólasjúkrahúsinu Campus Bio-Medico í Róm og þýsku stofnuninni Fraunhofer-Gesellschaft komist stóru skrefi nær. Höndin gerir notandanum kleift að finna fyrir hlutum og yfirborði sem hann snertir og hefur skilað góðum árangri í prófun hjá 26 ára gömlum Ítala, Pierpaolo Petr Lesa meira

Kappakstursökumaður bíður bana með methraða

Hinn vinsæli þýski kappakstursökumaður, Bernd Rosemeyer, þekktur sem Silfurrakettan, er allur eftir kappakstur við landa sinn Rudolf Caracciola. Ríkiskanslari Þýskalands, Adolf Hitler, orðaði fyrr um árið ósk um að hraðametið á landi skyldi sett af þýskum manni í þýskum bíl á þýskri hraðbraut. Fremstu kappakstursmenn okkar tíma létu í gær draum Hitlers rætast þegar þeir – til að slá heimsmetið Lesa meira

Lík prufukeyrðu bíla

Fram yfir 1930 voru ekki gerðar neinar vísindalegar tilraunir varðandi áhrif þess á mannslíkamann að lenda í árekstri í bíl. Nú var byrjað að rannsaka þetta og við fyrstu tilraunirnar voru notuð lík. Tilraununum var ætlað að afhjúpa hæfni líkamans gagnvart þeim harkalegu kröftum sem losna úr læðingi við harðan árekstur. Þótt tilraunirnar skiluðu ómetanlegum niðurstöðum, var það ýmsum annmörkum há Lesa meira

Þvottavél sem þarf aðeins bolla af vatni

Tækni Ekki er víst að öllu lengur þurfi mikið af vatni og rafmagni til að þvo þvott. Vísindamenn við Leeds-háskóla hafa nefnilega smíðað þvottvélina Xerox sem ekki notar nema einn bolla af vatni ásamt þvottaefni í hvern þvott. Leyndardómurinn er fólginn í 20 kg af plastflögum sem settar eru í vélina áður en hún er sett í gang. Plastefnið er sérstakt og drekkur í sig þau óhreinindi sem blanda v Lesa meira

Lítill gervifiskur vaktar heimshöfin

Bandarískir vísindamenn hafa þróað vélfisk sem nota má til neðansjávarrannsókna og vöktunar. Hann kemur að góðum notum þegar eiturefni fara í sjóinn, við rannsóknir á skipsflökum eða til að fylgjast með neðansjávarköplum og leiðslum. Vitvélin er 30 sm að lengd, samsett úr aðeins 10 hlutum og einni drifvél og að sögn vísindamannanna hjá MIT bæði heppilegri til skoðunar á illa aðgengilegum stöðum ne Lesa meira

Nanóhátalara má fela í skjánum

Nýjar rannsóknaniðurstöður, birtar í Journal of Applied Physics, sýna að kolefnisnanórör má nota í hátalara. Þetta skapar nýja og spennandi möguleika til að þróa gagnsæja hátalara sem t.d. mætti fela í sjónvarpsskjánum sjálfum. Annar möguleikinn væri að koma þeim fyrir í veggfóðri. Lesa meira

Sýndi ljóslifandi hreyfingar

Árið 1878 var í fyrsta sinn unnt að sjá hreyfingar á myndarúllu. Þá hafði uppfinningamaðurinn Eadeward Muybridge nefnilega fundið upp eins konar fyrirrennara kvikmyndasýningarvélar. Tækið nefndi hann „Zoopraxiskóp“. Muybridge byrjaði á að þróa tækni sem gerði honum kleift að ná skýrum ljósmyndum með lokahraða sem ekki var nema um þúsundasti hluti úr sekúndu. Þannig tókst honum fyrstum manna að Lesa meira

Talnagrind sigraði reiknivél

Árið 1946 var í Tokyo háð keppni milli rafknúinnar reiknivélar sem óbreyttur bandarískur hermaður stjórnaði og „soroban“ eða talnagrindar sem var í höndum starfsmanns japönsku póstþjónustunnar. Bandaríkjamönnunum til mikillar furðu reyndist talnagrindin bæði fljótvirkari og nákvæmari. Lesa meira

Vigt sem vegur lifandi frumur

Tækni Með örsmáum vogstöngum má nú vigta stakar sameindir. Þegar sameindin bindur sig við stöngina, breytist titringur hennar í samræmi við þyngd sameindarinnar. Fram að þessu hafa nanóvogir þó ekki getað vigtað sameindir í vökva þar eð vökvinn hefur truflandi áhrif á stöngina. En þetta vandamál hafa vísindamenn við MIT í Boston nú leyst. Í vog þeirra eru hárfínar rásir sem vökvinn flýtur inn í o Lesa meira

Ævintýramaður átti þátt í að leysa ráðgátu DNA-sameindarinnar

Kanadamaðurinn Félix d’Herelle (1873 – 1949) gaf sig mörgum sinnum út fyrir að vera læknir þrátt fyrir að hafa ekki tilskylda menntun. Hann lagði stund á örverufræði og uppgötvaði veirur sem ráðast á bakteríur og éta þær. Þær eru fyrirtaks „tilraunadýr“ í genarannsóknum og nýtast ennþá við rannsóknir á DNA-sameindum. Lesa meira

Svona skönnum við heilann

Rannsóknir á heilanum eru meðal allra erfiðustu verkefnum vísindamanna þegar þeir reyna að öðlast skilning á mannslíkamanum og margvíslegri starfsemi hanns. Öfugt við líffæri á borð við hjarta og lungu er ógerlegt að sjá heilann starfa og þess vegna er örðugt að gera sér grein fyrir hvaða heilastöðvar eru sérhæfðar t.d. varðandi heyrn, sjón, úrlausn vandamála, tilfinningar eða hreyfingar. Allt þa Lesa meira

Minismásjá án linsu

Tækni Lítið og ódýrt. Þannig má best lýsa stafrænni minismásjá sem vísindamenn við Tæknistofnun Kaliforníu hafa nú þróað. Smásjáin er jafn lítil og raun ber vitni vegna þess að örflaga kemur í staðinn fyrir hefðbundnar linsur. Örflagan er þakin þunnu málmlagi þar sem hundruð örsmárra gata hleypa ljósi inn. Sýnið sem rannsaka á, er haft í vatni og þegar vatnið flýtur yfir örflöguna er tekin myn Lesa meira

Bakteríur fletja sig út til að komast áfram

Bakteríur hafa hina undraverðustu hæfileika og nú hafa vísindamenn við tækniháskólann í Delft í Hollandi uppgötvað hæfni sem kom þeim á óvart. Sívalar bakteríur, svo sem E. coli og B. subtilis geta flatt sig út þegar þær þurfa að komast um þrengsli. Bakteríurnar eru yfirleitt um 1 míkrómetri í þvermál en í rannsóknastofunni gátu þær komist í gegnum rifu sem aðeins var hálfur míkrómetri. Væri rifan Lesa meira

Rafknúið fellihjól í bílinn

Bílstjórar sem annað slagið vilja finna hárið flaxa fyrir vindinum, geta nú skipt út varadekkinu og sett í staðinn rafknúið reiðhjól sem unnt er að fella saman og tekur þá ekki meira pláss en varadekk. Hér er engin keðja en hjólið hleður sig upp með rafmagni frá bílnum þegar það er á sínum stað í skottinu. Þessi vistvæna hugmynd kemur frá Volkswagen, ekki fylgir sögunni hvað menn eiga að gera þega Lesa meira

Flaga breytir glerauga í tölvuskjá

Líttu á annað glerið í gleraugunum þínum og hringdu í númerið sem þú sérð, eða fáðu nýjustu tölur úr spennandi fótboltaleik. Vísindamenn hjá Fraunhofer IPMS í Þýskalandi hafa nú sett á gleraugnagler gagnsæja örflögu sem tengist tölvu sem aðeins er á stærð við sígarettupakka. Svonefndar OLED-díóður sjá fyrir myndgæðum sem í skerpu komast mjög nálægt sjónvarpsskjá." Lesa meira

Skellinaðra með vöðvahjálp

Milert heitir þessi snjalla skellinaðra frá japanska fyrirtækinu Prostaff. Hún kom á markað á þessu ári og er tífalt hagkvæmari í rekstri en bensínskellinaðra. Framleiðandinn kallar þetta blendingsskellinöðru, enda er hún knúin rafmagni, en liggi leiðin upp bratta brekku þarf að hjálpa vélinni með því að stíga pedalana. Þessi blanda rafmagns og vöðvaafls gerir skellinöðruna ekki aðeins vistvæna he Lesa meira

Gerviauga með myndavél

Þegar Rob Spence var 13 ára eyðilagðist annað auga hans í byssuslysi. Núna, 32 árum síðar, vinnur hann að því að finna auganu verðugan arftaka og virðist raunar hafa tekist það. Þessi Kanadamaður starfar við kvikmyndagerð og það varð honum hvatning til að taka afgerandi ákvörðun. Ásamt fjölda sérfræðinga og myndavélaframleiðandanum OmniVision er hann nú að þróa gerviauga með innbyggðri myndavél, Lesa meira

Erfðafræðilega byltingin

Hver er ég? Og hvernig mun mér vegna í framtíðinni? Verð ég snemma á sóttarsæng eða mun ég eiga langa og heilbrigða ævi? Erfðafræðin er nú fyrir alvöru að verða persónuleg. Um þessar mundir bjóðast mörg fyrirtæki til að opinbera innsta eðli okkar – dna erfðamassans – og leggja það fram. Nú er hægt að panta á netinu innstu leyndarmál frumna okkar sem jafnan eru tryggilega geymd inni í frumukjar Lesa meira

Hvernig virkar „Bluetooth“?

Blátannarbúnaður, sem margir kalla reyndar „Bluetooth“ er heiti á þráðlausum samskiptastaðli. Tæknin náði skjótt útbreiðslu m.a. vegna þess að með henni má flytja mikið gagnamagn með afar lítilli orku. Með Blátönn má líka tengja allt að 8 rafeindatæki að því einu tilskildu að þau séu nálægt hvert öðru, því yfirleitt er drægnin ekki nema um 10 metrar. Samskiptin gerast með útvarpsbylgjum á tíðni Lesa meira

Smásær skynjari notar sólarorku

Lágorkuskynjari sem er 1.000 sinnum smærri en keppinautarnir hefur nú verið þróaður hjá Michigan-háskóla. Skynjarinn fær orku frá sólinni og má því nota til að vakta byggingar eða brýr í langan tíma. Jafnframt er hann svo lítill að nota má hann við nýjar ígræðslur. Lesa meira

Lítil brunasella kemur í stað rafhlöðu

Bandarískir efnafræðingar hafa þróað minnstu brunaselluna hingað til. Hún er aðeins 3x3 mm og 1 mm á þykkt. Ætlunin er að slíkar brunasellur geti komið í stað rafhlaðna í farsímum og fleiri smátækjum, en þær varðveita meiri orku í minna rými. Fram að þessu hefur ekki tekist að smíða nægilega smáar dælur, en þann vanda hefur Saeed Moghaddam hjá Illinois-háskóla nú leyst með því að gera brunasell Lesa meira

Hljóðlát og spaðalaus vifta

Fyrirtækið Dyson, hið sama og sendi frá sér pokalausu ryksuguna, kemur nú aftur með uppfinningu sem má teljast ættuð af landamærum veruleika og vísindaskáldskapar. „Air multiplier“ kallast áhaldið og markar ákveðin tímamót í loftræstingu. Loftið er sogað inn um raufar í standinum og því blásið út við barm hringsins. Loftþrýstingurinn sem skapast er alveg sambærilegur við stórar viftur. Kosturin Lesa meira

Ný myndavél tekur allt sem þú gerir upp í HD

Það þykir orðið eðlilegt að mynda hvaðeina sem maður tekur sér fyrir hendur og hlaða því niður á Youtube. Þess vegna hefur Oregon Scientific útbúið myndavél sem getur tekið upp 1080 p í HD, tekið myndir í 5 megapixlum og má festa hana við nánast hvað sem er. Lesa meira

Vitrænir sandalar kortleggja hreyfingar fótarins

Nýþróaðir sandalar munu héðan í frá auðvelda mönnum sem t.d. þurfa að læra að ganga aftur eftir sjúkdóm eða áföll. Forceshoe, eins og þeir nefnast, hafa innbyggða nema sem mæla þrýsting. Þannig veita þeir gagngera mynd af hvernig notandinn ber sig að við gang. Lesa meira

Dósamatur hefur verið til í 200 ár

Tímafrekir birgðaflutningar urðu til að Napóleón hershöfðingi hét 12.000 frönkum fyrir nýjan máta við að varðveita mat árið 1795. 14 árum síðar fann matvinnslumaðurinn Nicholas Appert upp á að innsigla mat í glerkrukku og hita hann upp. Tindósin fylgdi í kjölfarið 1810, en það var fyrst árið 1855 sem dósaopnari kom til sögunnar. Lesa meira

Hversu heitt getur orðið í örbylgjuofni?

Það er svokölluð magnetróna sem sendir frá sér örbylgjurnar. Þær sveiflast 2,45 milljörðum sinnum á sekúndu. Þessar sveiflur hreyfa svo hastarlega við sameindum í matnum að hann hitnar. Örbylgjurnar hafa einkum áhrif á vatn, en líka fitu- og sykursameindir, og út frá þeim breiðist hitinn út um allan matinn. Þar eð áhrifin eru mest á vatnssameindirnar hitnar maturinn – og þar með ofninn – yfirleitt Lesa meira

Þörungar eiga að hreinsa koltvísýring úr lofti

Tækni Þörunga má nota til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, segja menn hjá norsku umhverfissamtökunum Bellona. Aðferðin felst í því að fylla stór, gagnsæ rör með þörungum. Þegar vatnsblönduðum brunaútblæstri er veitt í gegnum rörin draga þörungarnir í sig hluta koltvísýringsins við ljóstillífun sína. Tilraunir við MIT í Bandaríkjunum sýna að þörungarnir geta drukkið í sig allt að 85% af Lesa meira

Líkja eftir berum tám

Afar sérkennilegir hlaupaskór frá Vibram eru lagaðir nákvæmlega að fætinum og sæta nú stöðugum endurbótum. Margar rannsóknir hafa sýnt að venjulegir hlaupaskór eiga þátt í sköddun fótanna. Mannskepnan er sem sé einfaldlega gerð til að hlaupa berfætt. Hjá fyrirtækinu eru menn því þeirrar skoðunar að hlaupaskór eigi að falla svo nákvæmlega að fætinum öllum eins og framast er gerlegt. Og það er ætlun Lesa meira

Vitvélar segja gestum til vegar

Í aðalstöðvum stórbankans Santander Group í Madrid eru nýir og sérkennilegir leiðsögumenn komnir til starfa. Litlar, rauðar vitvélar taka á móti gestum og fylgja þeim á réttan stað. Þú þarft bara að slá inn ákvörðunarstaðinn á snertiskjá. Lesa meira

Dúfur stýrðu sprengjum með því að gogga í skjá

Ein af merkilegustu hernaðarhugmyndum sögunnar fólst í því að láta dúfur stýra skotflaugum. Bandaríski sálfræðingurinn B.F. Skinner hafði fulla trú á dúfunum sínum og 1942 úthugsaði hann aðferð sem bandaríski herinn veitti 25.000 dollara til að þróa. Í hverri flaug áttu þrjár dúfur að vera spenntar fastar og fyrir framan þær þrír skjáir með myndum af skotmarkinu. Dúfurnar voru sérþjálfaðar til Lesa meira

Hattur lætur hárið vaxa

Settu á þig loftþétta hattinn í nokkrar mínútur á degi hverjum og innan skamms fer hárið að vaxa á skallanum á ný. Og þú borgar ekkert nema hatturinn virki! Þannig auglýsti bandarískt fyrirtæki í byrjun 20. aldar. Hatturinn kallaðist „Modern Vacuum Cap“ og líktist helst hermannahjálmi með áfastri slöngu. Þegar loft var sogað úr hattinum átti undirþrýstingurinn að soga blóðið upp í hársekkina og ör Lesa meira

Ný efni létta okkur lífið

Nanótækni er í rauninni samheiti yfir fjöldamargt sem ekki á endilega neitt annað sameiginlegt en að vera alveg ótrúlega smágert. Og vísindamennirnir láta sig dreyma um að geta einn góðan veðurdag búið til svo fullkomin efni að eiginleika þeirra megi ákvarða með nákvæmni sem ekki skeikar svo miklu sem einni frumeind. Svo langt erum við að vísu ekki komin en nanótæknin hefur engu að síður þegar fær Lesa meira

Vísindamenn skapa nýjar vaxtarræktarmýs

Læknisfræði Árið 1997 tókst bandarískum vísindamönnum að rækta mús sem var tvöfalt vöðvameiri en venjulegar mýs. Nú hafa sömu vísindamennirnir við John Hopkins-háskólann ræktað mús sem er fjórfalt vöðvameiri en venjulegar mýs. Í báðum tilvikum voru mýsnar ræktaðar án þess gens sem kóðar fyrir prótíninu mýóstatín en það dregur úr vöðvavexti. Til viðbótar var svo músin sem ræktuð var 2007 þannig Lesa meira

Hús framtíðar

Plast er það efni sem hús framtíðarinnar verða byggð úr. Það telja verkfræðingar við Massachussetts Institute of Technology sem hafa nú sýnt tillögu sína á fjölskylduheimili árið 1986 í sýningu í Disneylandi í Kaliforníu, BNA. Hvern dag sækja um 10.000 manns „House of the Future“ heim sem endurspeglar væntingar til komandi tíma; húsgögn, stólar, borð, matarstell; allt er formsteypt í plasti. Þ Lesa meira

Baðið gleður

Börn þarf að þvo hvort sem þau vilja eður ei! Rétt fyrir aldamótin 1900 auglýsti sápuframleiðandinn Pears’ Soap fyrstu gegnsæju sápu í heimi, sem varð fljótt mjög vinsæl meðal ríka fólksins. Áður en hér var komið sögu hafði fólk þurft að þvo sér með sterkum efnum, en sápur innihéldu áður fyrr bæði arseník og blý. Andrew Pears notaði á hinn bóginn einungis náttúruleg efni í afurðum sínum og þess má Lesa meira

Orka hjartans knýr nýjan gangráð

Læknisfræði Einn stærsti ókosturinn við hjartagangráð er sá, að skipta þarf um rafhlöðu með reglulegu millibili. Til þess þarf skurðaðgerð, sem að vísu krefst aðeins staðdeyfingar, en fylgir þó alltaf viss áhætta. Þetta vandamál kynni nú að vera úr sögunni með nýþróuðum gangráði sem fær rafstraum sinn að hluta til úr orku hjartans sjálfs. Það eru vísindamenn við Southamptonháskóla sem hafa þróað Lesa meira

Viðbót við heilann

Gefum okkur að þú villist í framandi stórborg. Þú stendur innan um þvögu flautandi leigubíla og blikkandi auglýsingaskilta og reynir að koma auga á götuskilti eða byggingu sem þú kannast við. Þá tekur þú upp símann, kveikir á myndavélinni og heldur símanum fyrir framan þig, þannig að þú horfir á borgina „gegnum“ símann. Þú kemur nú ekki eingöngu auga á umferðina og byggingarnar, heldur blasa nú ei Lesa meira

50 metra há bauja rannsakar lífið í sjónum

50 metra há rannsóknastofa, í lögun eins og bauja, verður látin reka og rannsaka um leið heimshöfin án afláts allan sólarhringinn. Þetta er hugarfóstur franska flotaarkitektsins Jacques Rougerie og farartækið kallar hann SeaOrbiter. Af alls 50 metra hæð verða 30 metrar alltaf neðansjávar og þannig skapast miklir möguleikar til rannsókna á dýralífinu í sjónum. Auk fjölda útsýnisglugga eru þrýsti Lesa meira

Glitrandi úr með forneðlubeinum

Hvað í ósköpunum á milljarðamæringur að gera til að slá út gullúr vina sinna? Svarið kemur kannski með úrinu Jurassic Tourbillion-úrinu frá Louis Moinet. Auk þess að vera úr 18 karata platínu og með 56 demanta, sem samtals eru 3,46 karöt, eru hér líka steingerðar flísar úr forneðlubeinum. Bara spurningin hvort úrið mæli kannski jarðsögulegan tíma. Lesa meira

Nú eiga eldflaugar að sigla til jarðar

Gamlar skotflaugar eru til vandræða í geimnum þar sem þær hringsóla nú um jörðu ásamt öðru geimrusli og valda hættu á árekstrum við t.d. gervihnetti. En nú hafa vísindamenn hjá fyrirtækinu EADS Astrium, sem framleiðir evrópsku eldflaugina Ariane 5, stungið upp á óvæntri lausn: Á eldflaugarnar má einfaldlega setja segl. Hlutar þeirra eldflauga sem notaðar eru til að skjóta upp gervihnöttum, geta Lesa meira

USB-tengi heldur kaffinu mátulegu

Allir þekkja þetta vandamál. Maður var að enda við að sækja sér kaffi og nú er það allt í einu orðið kalt. En vandamálið er úr sögunni með USB-bollanum frá Brando. Kaffibollinn er tengdur í tölvuna og heldur kaffinu við það hitastig sem hverjum finnst best. Lesa meira

Hnöttóttasti bolti heims

Boltinn sem notaður var á HM í Suður-Afríku var sá hnöttóttasti sem nokkru sinni hefur verið framleiddur. Þetta fullyrða menn hjá Adidas sem framleiðir opinbera HM-boltann, en hann kallast Jabulani, sem á máli Zúlú-manna merkir „að fagna“. Boltinn er gerður úr ræmum sem saman mynda fullkomna hnattlögun og þannig hefur tekist að skapa enn hnöttóttari bolta en áður. Í yfirborðinu eru rákir, hannaðar Lesa meira

Límband sýgur sig fast eins og könguló

Tækni Hópur þýskra og bandarískra vísindamanna við Max-Planck-stofnunina í Stuttgart hefur þróað límlaust „límband“ sem festir sig við undirlagið með sama hætti og köngulær og skordýr, sem sé með smásæjum hárum. Eftir rannsóknir á fótum 600 liðdýra völdu vísindamennirnir aðferð köngulóa og skordýra sem nota smásæ hár á fótunum til að hlaupa um lóðrétta veggi. Hárin sjúga sig föst við undirlagi Lesa meira

Risaveiran hliðrar til mörkum lífs

Jafnan er álitið að veirur séu agnarsmáir frumstæðir klumpar af genum með prótínhjúp. Það eitt að veirurnar neyðast til að yfirtaka frumur annarra lífvera til að lifa af og fjölga sér er til marks um hve fábrotnar þær eru. Þær teljast varla lifandi. En nokkrir fundir á óvenjulegum veirum síðustu ár benda til að þessi mynd vísindamanna taki nú breytingum. Veira nokkur er fannst árið 2003 var í Lesa meira

Dell stríðir Apple með fistölvu

Tölvuframleiðendur keppast nú við að framleiða svo þunnar og léttar fartölvur að vindhviða gæti feykt þeim í burtu. Adanmo XPS frá Dell markar tímamót. Tölvan er nánast óskiljanlega þunn, aðeins 1 sm, en nógu öflug fyrir flesta. Hönnunin sér líka fyrir góðri kælingu. Lesa meira

Nú koma hjólastólar fyrir fötluð smábörn

Ný vitvél getur nú hjálpað jafnvel mjög ungum börnum að stýra litlum hjólastól. Yfirleitt þurfa fötluð börn að vera orðin 5-6 ára áður en þau fá hjólastól og það er allt of seint, segja Bandaríkjamennirnir tveir sem smíðuðu þetta tæki, sjúkraþjálfarinn Cole Galloway og verkfræðingurinn Sunil Agrawal við Delaware-háskóla. Heili ungra barna örvast og þroskast í samhengi við hreyfingar þeirra, svo se Lesa meira

Snúður sér um jafnvægið

Ný uppfinning, kölluð „Gyrowheel“ gæti nú gjörbylt því hvernig börn læra að hjóla. Í stað stuðningshjólanna sem ekki kenna börnunum almennilega að halda jafnvægi, getur þetta nýja hjól kennt þeim það smátt og smátt. Það er svonefndur snúður eða „gýróskóp“ sem heldur jafnvæginu. Þetta er skífa sem snýst á miklum hraða inni í framhjólinu. Hún er knúin rafhlöðu sem endist í 3 tíma á fullum afköstum. Lesa meira

Öfgafyllstu rannsóknarstöðvarnar

Mesti þrýstingur Loftslagsbreytingar rannsakaðar á hafsbotni Aquarius Reef Base við Key Largo í Flórída er eina rannsóknarstöðin neðansjávar í heiminum. Hún er á 18 m dýpi sem svarar til 2,5 földum loftþrýstingi. Vísindamenn eru þar 1 – 2 vikur og fara á milli í kafarabúningi. Sjálfur aðgangurinn að rannsóknarstöðinni er í gegnum loftloku. Aquarius stendur nærri kóralrifi sem vísindamenn hafa fy Lesa meira

Myllur taka á loft

Því öflugri stormur, þess meira rafmagn getur vindmylla framleitt. Og stormurinn er einmitt mestur í skotvindinum sem geisar í um 10.000 metra hæð yfir jörðu. Samfelldur vindstyrkur er rétt eins mikilvægur, en skotvindar blása jafnt og stöðugt og eru því afar heppilegir til að knýja vindmyllur. Margir sérfræðingar og einkafyrirtæki vinna nú að því að hanna vindmyllur sem geta starfað hátt yfir Lesa meira

Sprengjuflaug með kjarnakljúf

Meðan á kalda stríðinu stóð óskaði bandaríski flugherinn eftir sprengjuflugvél búinni kjarnakljúf. Orkan úr kjarnakljúfnum átti að geta haldið flauginni mun lengur á lofti að mati hershöfðingjanna. Skjótt kom í ljós að erfitt reyndist að uppfylla óskir þeirra. Milli 1948 og 1951 gerði U.S. Air Force tilraunir með kjarnakljúf sem gat framleitt orku fyrir flugvélamótorana, en hann reyndist óviðu Lesa meira

Gervivöðvi sér um deplun augans

Á hverju ári verða mörg þúsund manns fyrir því að geta ekki lengur deplað öðru auganu, eða jafnvel hvorugu. Ástæðan getur verið blóðtappi, sköddun í slysi, taugasköddun eða lömun eftir hníf skurðlæknis. Afleiðingarnar geta verið alvarlegar, því augun þurfa að geta lokast til að hreinsa sig og viðhalda raka. Nú eru bandarískir vísindamenn hjá Davis-læknisfræðimiðstöðinni við Kaliforníuháskóla að þ Lesa meira

Nanósvampur sýgur upp olíu

Tækni Pappírsþunn motta úr nanótrefjum mun í framtíðinni sjúga í sig olíumengun úr sjó. Þetta er hugsjón hóps vísindamanna við MIT-stofnunina bandarísku. Trefjarnar hrinda frá sér vatni en drekka hins vegar í sig olíu. Mottan er fær um að drekka í sig 20-faldan eigin þunga af olíu og 10-faldan eigin þunga af bensíni. Þessi olíugleypandi motta er gerð svipað og pappír. Í stað sellulósa nota vís Lesa meira

Örhátalarar eins og „veisla í farangrinum“

Hátalarar sem innbyggðir eru í fartölvur eru ekki þekktir fyrir nein afburða hljómgæði. Þeir eiga til að suða og það sem margir vilja kalla „almennilega bassatóna“ vantar alveg. Þetta á nú að breytast með ofursmáum USB-tengdum hátalara frá Altec Lansing. Hátalarinn kallast „Orbit“, hljómgæðin koma mjög á óvart og smæðin er ótrúleg. Straumurinn kemur úr fartölvunni og hljóðið er sent út í 360 gr Lesa meira

Draumaskemmtibátur með lyftu

Láti maður sig dreyma um skemmtibát má allt eins eiga sér stóra drauma. Þessi nýi glæsibátur frá Schöpfer Yachts gæti innan tíðar látið mjög stóra drauma rætast. Lögunin er óneitanlega sérstæð og minnir helst á kjálka úr risaeðlu, en þar fyrir utan er þyrlupallur fremst, rými fyrir 16 gesti og stór sundlaug, en úr henni má synda um göng yfir í litla í skutnum. Í matsalnum er þriggja metra lofthæð Lesa meira

Hvernig er tími tekinn í 100 metra hlaupi?

Sú var tíðin að dómari með skeiðklukku í hendi varð að ákvarða hver hefði borið sigur úr býtum. Nú er oft afar mjótt á mununum milli bestu hlauparanna og mikla nákvæmni getur þurft til að úrskurða um sigurinn. T.d. í 100 metra hlaupi getur munurinn farið niður í þúsundustu hluta úr sekúndu. Tímataka í hlaupinu hefst um leið og startskotinu er hleypt af. Hljóðnemi greinir skotið og tímatakan fer þá Lesa meira

Hraðlest í gegnum múrvegg

Í gær, þann 22. október kom Granville-París-hraðlestin inn á Gare de L‘Quest-brautarstöðina á 60 km hraða. Hemlar lestarinnar brugðust og eimvagninn braut gat á múrvegginn við enda teinanna og féll niður á götu. Tveggja barna móðir, blaðasölukonan Marie-Augustine Aguilard, lést þegar múrsteinar úr veggnum féllu yfir hana. Til allrar hamingju lifðu allir farþegar lestarinnar, 131 að tölu slysið af, Lesa meira

Göng tengja Istanbúl saman

Tækni Istanbúl í Tyrklandi er tvískipt borg. Bosporussund skiptir henni þannig að annar borgarhlutinn er í Evrópu en hinn í Asíu. Nú eiga á hinn bóginn ný járnbrautargöng að skapa fljótvirka tengingu milli borgarhlutanna. Alls verða jarðgöngin 11,2 km og gerð með þrennu móti. Boruð göng verða 9,8 km, botngöng undir sundinu sjálfu verða 1,4 km og við þetta bætist svo að á nokkrum stöðum þarf að gr Lesa meira

Vindmyllurafmagn geymt djúpt í jörðu

Tækni Ný tilraun til að varðveita rafmagn neðanjarðar, sem nú stendur yfir í Iowa í Bandaríkjunum, gæti rutt brautina fyrir stöðuga raforku frá vindmyllum. Nú er þessi framleiðsla afar óstöðug þar eð vindmyllur framleiða rafmagn þegar vindurinn blæs en þess á milli dettur framleiðslan niður. Á flatlendinu í Iowa eru fjölmargar vindmyllur og þegar þær framleiða meiri raforku en þörf er fyrir, er u Lesa meira

Til Mars á 39 dögum

Af hverju að eyða hálfu ári í Marsferð ef hægt er að komast þangað á 39 dögum? Í samvinnu NASA og fyrirtækisins Ad Astra Rocket Company á nú að smíða öflugan fareindahreyfil sem gæti gerbreytt geimferðum. Í geimferðum er megninu af eldsneytinu eytt í að koma geimfarinu frá jörðu og út í geiminn. Eftir það þarf að fara sparlega með og hraðinn verður því takmarkaður. Fareindahreyfill virkar þverö Lesa meira

Höfuðpúða ætlað að bjarga mannslífum

Uppfinningamaðurinn Samuel Young hafði þægindi og öryggi að leiðarljósi þegar hann hannaði sérstakan höfuðpúða fyrir flugfarþega árið 1970, því púðanum var unnt að breyta í öryggishjálm ef nauðsynlegt yrði að nauðlenda. Púðinn var brotinn saman líkt og poki og farþeginn átti að stinga höfðinu inn í pokann og binda hann fastan með tveimur böndum undir hökunni ef vélin þyrfti að nauðlenda. Þetta átt Lesa meira

Skipið stendur föstum fótum á sjávarbotni

Tækni Æ víðar má nú sjá vindmylluver rísa úti á sjó, en það getur verið erfitt að koma þessum vindmyllum fyrir enda eru þær allt að 100 metra háar og vinnukraninn er um borð í skipi sem veltur fyrir bylgjum sjávar. Ein mylla á dag hafa fram að þessu þótt góð afköst. En árið 2011 tekur fyrirtækið Gaoh Offshore í notkun nýja gerð skipa sem ætlað er að reisa vindmyllur á tvöföldum þessum hraða. Þ Lesa meira

Hvaða máli skiptir oktantala bensíns?

Oktantala bensíns segir til um sjálfkveikihættu bensínsins. Til að bensínvél nýti orkuna sem best þarf að kvikna í bensínblöndunni á nákvæmlega réttum tíma. Þetta er gert með rafneista úr kertinu. Ef kviknar í blöndunni augnabliki of snemma heyrist bank í vélinni og þetta reynir óþarflega mikið á bulluna og sveifarásinn. Bensínið er blandað með lofti og bullan þrýstir blöndunni saman á leið sinni Lesa meira

Myndavél með skjávarpa

Hjá Nikon eru menn ekki aðeins þekktir fyrir góðar myndavélar, heldur einnig að fikra sig áfram á landamærum tækninnar. Nú sendir fyrirtækið frá sér vasamyndavélina S1000pi, sem í er innbyggður skjávarpi. Þetta er venjuleg smámyndavél sem tekur myndir allt upp í 12 megadíla upplausn, en skjávarpinn getur sýnt ljósmyndir og kvikmyndir í fullum gæðum á allt að 40 tommu tjaldi. Skjávarpinn tekur þó t Lesa meira

Krúsin varar við köldu kaffi

Hitanæm kaffikrús getur komið sér vel fyrir þá sem bregður illa við þegar síðasti kaffisopinn er orðinn kaldur. Í könnunni er rafhlaða sem breytir um lit þegar drykkurinn sem hellt er í ílátið er meira en 36 stiga heitur. Krúsin gefur þó enga aðvörun ef kaffið er of heitt, þannig að enn er hægt að brenna sig. Lesa meira

Fellstóll varð innkaupakerra

Árið 1936 setti kjörbúðareigandinn Sylvan Goldman hjól undir umbyggðan fellistól með tveimur körfum. En svo brá við að viðskiptvinirnir tóku á sig krók framhjá nýju vögnunum. Konurnar sögðust hafa fengið nóg af að ýta barnavögnum á undan sér og karlmenn óttuðust að sýnast ekki nógu sterkir. Það var ekki fyrr en Goldman réð þykjustuviðskiptavini til að nota vagnana sem þeir náðu vinsældum. Lesa meira

Fartölva með músarskjá

Á flestum fartölvum er skjábendlinum stjórnað með snertifleti í stað músar. En hjá Sharp stíga menn nú eitt skref í viðbót með nýju Mebius-tölvunni. Hér er snertiskjár þar sem músarflöturinn er á öðrum fartölvum. Þetta skapar alveg nýja möguleika t.d. í leikjum eða forritum þar sem þörf er fyrir tvo skjái. Í ákveðnum forritum getur litli snertiskjárinn t.d. sýnt píanónótur, trommur, eða keilur ein Lesa meira

Borðtennisvélmenni er ætlað að sigra menn

Borðtennis reynist mannfólki nokkuð erfið íþrótt – en engu að síður er víetnamska vélmenninu Topio ætlað að sigra mannlega andstæðinga sína innan tíðar. Þriðja kynslóð vélmennisins hefur tvær háhraðamyndavélar og afar lipran líkama. Þetta á að gera vélmenninu kleift að hitta jafnvel hröðustu snúningsbolta rétt. Kannski er ólympíugullið innan seilingar. Lesa meira

Er hægt að fylla á þyrlu á lofti?

Þyrlur geta tekið eldsneyti á flugi á sama hátt og önnur loftför. Bensínið er leitt um slöngu sem látin er síga frá birgðavélinni. Á enda slöngunnar er stór trekt og í henni er tengibúnaður sem læsist við áfyllingarstút þyrlunnar, en sá stútur þarf að vera mun lengri en á venjulegum flugvélum til að þyrluspaðarnir rekist ekki í eldsneytisslönguna. Þar eð þyrlur fara hægar yfir en vængjavélar er Lesa meira

Lest hélt jafnvægi á einum teini

Írsk-ástralski uppfinningamaðurinn Louis Brennan (1852-1932) var sannfærður um það árið 1903 að hann hefði fundið upp járnbraut framtíðarinnar. Hann fékk þá einkaleyfi á tæknilega mjög þróuðu kerfi sem gerði það að verkum að járnbrautarvagnar héldu jafnvægi á einum teini. Uppfinningin sló þó aldrei í gegn, því fólk þorði ekki að treysta á öryggi hennar. Til er módel af slíkri lest og það má sjá á Lesa meira

Úr geimnum til jarðar

Hvað eiga lending geimfars á Títan og poki af kartöfluflögum sameiginlegt? Ekki neitt er auðvitað fyrsta svarið sem manni dettur í hug. Staðreyndin er þó sú að þýsku geimiðnaðarfyrirtæki tókst að tengja þetta tvennt saman. Hjá Hyperschall Technologie Göttingen starfa menn við það dagsdaglega að þróa stærðfræðilíkön um hegðun geimskipa við lendingu t.d. á Títan, stærsta tungli Satúrnusar og nota m. Lesa meira

Í upphafi var allt fljótandi

Þegar alheimur var einn milljónasta hluta úr sekúndu gamall var hann ekki aðeins óskiljanlega heitur, heldur samanstóð einnig af undarlegri gerð efnis, svonefndu kvarka/límeinda-rafgasi. Margt bendir til að þetta rafgas hafi ekki haft sömu eiginleika og ofurheitt gas, líkt og menn hafa talið til þessa. Nýjar háorkutilraunir sem eru framkvæmdar á rannsóknarstofu í New York benda til að gjörvallur a Lesa meira

VW fer 100 km á dísillítranum

Bráðum kemur Volkswagen L1, sem fer 100 km á 1 lítra af dísilolíu. Straumlínulögun og ný efni gera bílinn vistvænni, en hann nær þó 150 km hraða með dísilblendingsvél – og þarf aðeins 14,3 sek. til að ná 100 km hraða. Lesa meira

Fyrst var hún hötuð en í dag er hún daglegt brauð

Aðvörun: Þetta efni kemur í veg fyrir egglos. Þessa aðvörun var að finna á miðanum á litla, brúna pilluglasinu sem innihélt lyfið Enovid, sem kom á markað í Bandaríkjunum síðsumars árið 1957. Lyfið hafði nýverið hlotið samþykki yfirvalda í meðhöndlun á óreglulegum blæðingum og skyndilega fjölgaði þeim konum mjög verulega. Innan við tveimur árum eftir að Enovid kom á markað voru ríflega tvær mil Lesa meira

Koddahjal

Náin fjarskiptakynni. Þannig er best að lýsa fyrirbærinu Mutsugoto sem þýðir „koddahjal“ á japönsku. Fyrirbærið gerir t.d. kleift að knúsa kærastann yfir Netið. Þessu er hægt að koma í kring með tölvu, myndavél og sérstökum hring á fingri. Myndavélin hangir í loftinu og fylgir hreyfingum hringsins hjá sendandanum. Tölvan umbreytir boðunum þannig að móttakarinn geti séð á eigin líkama lýsandi s Lesa meira

Nú geta blindir keyrt bíl

Fyrsti blindrabíllinn er strandvagn búinn leysitækjum sem mæla fjarlægðir í umhverfinu. Talgervill segir hinum blinda í hvaða átt hann eigi að stýra. Að auki er bílstjórinn í vesti sem upplýsir hann með titringi um hraða bílsins og ástand vegarins. Lesa meira

Vitvél flýgur eins og kólibrífugl

Kólibrífuglar hafa sérstæða flughæfni sem nú hefur verið yfirfærð á vitvél. Kólibrívitvélina þróaði japanski prófessorinn Hiroshi Liu við Chiba-háskóla í Tokyo og hún lætur afar vel að stjórn. Vængirnir eru 4 og tækið nær 30 vængjaslögum á sekúndu, eins og kólibrífugl. Tækið vegur aðeins 2,6 grömm og er stýrt með innrauðum geisla. Liu telur að sá áfangi náist 2011 að tækið geti haldið sér alveg ky Lesa meira

Rottuheilafrumur stýra vitvél

Tækni Vísindamenn við Reading-háskóla hafa þróað vitvél sem stjórnað er af lifandi heilafrumum úr rottufóstri. Taugafrumunum er haldið lifandi í næringarupplausn við eðlilegan líkamshita rottu. Hér ná frumurnar að starfa og boð frá þeim berast alls 60 skynjurum sem stjórna hreyfingum vélarinnar. Þessi lífræni „heili“ kemur vélinni til að hreyfast áfram á smágerðum hjólum. Þegar vélin nálgast f Lesa meira

Myndavél með innbyggðum síma

Myndavélar eru innbyggðar í flesta farsíma, en nú hefur Samsung endaskipti á hlutunum. Þaðan kemur nú 13 megadíla myndavél með aðdráttarlinsu, GPS og Wi-Fi, sem samhliða er farsími með snertiskjá. Til að byrja með verður vélin þó aðeins seld í Asíu. Lesa meira

Við smitumst af ...

Taktu þér langt og gott frí, eða dragðu úr áfengisneyslunni. Þess háttar ráðgjöf fengu magasárssjúklingar hjá læknum sínum fyrir aðeins fáeinum áratugum. Þá var talið að magasár stafaði af aukinni framleiðslu magasýru í tengslum við streitu, eða þá að áfengisneysla og sterkkryddaður matur hefðu tærandi áhrif á magavegginn. Nú er vitað að magasár stafar oftast af bakteríusýkingu. Annar sjúkdómur Lesa meira

Vindknúið farartæki slær hraðamet

202,9 km/klst. Það er nýja hraðametið í flokki vindknúinna farartækja á landi. Methafinn heitir „The Greenbird“. Farartækið var hannað í Bretlandi en metið sett á botni hins uppþornaða Ivanpah-vatns í Bandaríkjunum. Eldra metið átti Bandaríkjamaðurinn Bob Schumacher en það var nú bætt um 16,3 km/klst. Maðurinn á bak við The Greenbird heitir Richard Jenkins. Farartækið er nánast einvörðungu gert ú Lesa meira

Vélbyssan sem skaut fyrir horn

Í síðari heimsstyrjöld voru í fyrsta sinn notaðar byssur sem hægt var að skjóta úr fyrir horn. Þjóðverjar voru fetinu framar við að þróa vélbyssur með sveigðu hlaupi, m.a. svonefnt Krummlauf-hlaup sem skrúfað var framan á Sturmgewehr 44 og þá var hægt að skjóta í allt að 90 gráðu horn. Vopnið átti að nota í návígi og án þess að hermaðurinn þyrfti sjálfur að lenda í skotlínunni. Þetta sveigða hl Lesa meira

Kínverjar fjarstýra dúfum

Í Shandong-háskóla í Kína hafa vísindamennirnir nú svipt dúfur sjálfstæðum vilja. Eftir að hafa komið fáeinum aðskotahlutum fyrir í heilanum geta vísindamennirnir nú með hjálp tölvu haft fullkomna stjórn á flugi fuglsins. Með því að örva ákveðnar heilastöðvar er hægt að láta dúfuna fljúga upp eða niður á við og og sveigja til hægri eða vinstri eftir atvikum. Þessa fjarstýrðu fugla má nota í hernað Lesa meira

Hugarstýrð tölva hjálpar heilasködduðum

Tækni Japanskir vísindamenn við Keio-háskólá hafa þróað kerfi sem gerir kleift að stjórna tölvu með því einu að hugsa það sem framkvæma skal. Notandinn þarf að hafa á höfðinu hettu með litlum rafóðum sem lesa heilabylgjurnar. Tilhugsun um einhverja framkvæmd, vekur ein og sér upp nokkra virkni í þeim heilastöðvum sem sjá um þessa tilteknu framkvæmd. Í heilasködduðu fólki getur virknin þó orðið Lesa meira

Tölvur ráða gamalt skrifletur

Indus-menningin blómstraði um 2600-1900 f.Kr. við Indusfljót þar sem nú er Pakistan og Norðvestur-Indland. Lengi hefur leikið vafi á því hvort raunverulegt skrifletur væri á innsiglum sem varðveist hafa, eða hvort þetta væru trúartákn. Nú hafa vísindamenn hjá Washington-háskóla fundið málfræðilegt kerfi í táknunum. Um 400 tákn hafa varðveist en ekki er auðvelt að ráða í merkingu þeirra, þar eð set Lesa meira

Er hægt að poppa poppkorn með farsíma?

Á myndböndum lítur þessi tilraun mjög sannfærandi út, þetta er engu að síður fölsun, því orkan frá frá farsímunum er allt of lítil – sem betur fer. Jafnvel í sterku geislasviði í örbylgjuofni líður nokkur tími áður en svo mikil orka hefur náð inn í maískornin að þau taka að springa. Styrkurinn í ofninum er 700 wött eða meiri og örbylgjunum er beint í mjög ákveðna stefnu. Til samanburðar er geislu Lesa meira

Þrívíddarskjár stjórnast af hreyfingum handanna

Með nýrri tækni er nú unnt að láta líta svo út sem hlutir svífi fyrir framan skjáinn og notandinn getur stýrt þeim með því að hreyfa lófa og fingur. Kerfið kallast iPoint 3D og notar tvær tökuvélar að greina hreyfingar notandans. Tæknin er þróuð hjá Fraunhofer-stofnuninni og er m.a. ætluð fyrir tölvuleiki og til notkunar á sjúkrahúsum. Lesa meira

Franskur læknir er hetja hermanna

Þeir eru niðurdregnir, hermenn Napóleons sem þegar þetta er skrifað, eru á leið heim eftir misheppnaða innrás í Rússland. En á stund ósigursins leggja hermennirnir allir sem einn traust sitt á yfirlækninn Dominique Jean Larrey. Læknirinn hefur bryddað upp á fjölmörgum nýjungum og er stundum nefndur „forsjón hermannanna“. Hann hefur verið óþreytandi við að skipuleggja sjúkraskýli og umönnun særðra. Lesa meira

Sjóbíll sem nær 100 km hraða

Nú kemur flottasta strákaleikfang allra tíma frá bandaríska fyrirtækinu WaterCar. Í Python sjóbílnum virðist hafa verið blandað saman Dodge-pallbíl og Corvette-sportbíl með öflugri hraðbátsvél á afturendanum. Corvette-vélin kemur bílnum á 100 km hraða á 4,5 sekúndum og á sjó skilur hann flesta hraðbáta eftir í kjölfari sínu. Ofan á allt saman kostar hann svo „ekki nema“ um 180 þúsund dollara í Ba Lesa meira

Skólastofa framtíðarinnar

Myndir af vélmennum að kenna börnum í Suður-Kóreu fóru eins og eldur um sinu um allan heim fyrir skemmstu. Enn sem komið er eru vélkennararnir aðeins færir um að leggja fyrir einfaldar æfingar, og eru í raun enn á tilraunastigi, en þeir eru engu að síður til marks um þær tækninýjungar sem búast má við að eigi eftir að einkenna skólastofur víðs vegar um heim á komandi árum. Sérfræðingar á sviði Lesa meira

Demparar hlaða rafgeymi í bíl

Með nýjum dempurum á að draga úr orkunotkun bíla um allt að 10%. Þegar demparinn þrýstist saman eða tognar á honum dælir hann vökva gegnum túrbínu sem aftur knýr rafal. Það eru stúdentar hjá MIT í Boston sem hafa þróað þessa dempara og þeir telja að uppfinningin muni einkum koma að góðu haldi í vörubílum. Lesa meira

Erfðabreyttar mýs ná skjótar í mark

Vísindamenn hafa á síðustu árum borið kennsl á 30 gen sem í stökkbreyttri mynd gera mýs hæfari til að muna, læra og leysa þrautir. Þessi stökkbreyttu gen veita heilanum betri möguleika á að aðlagast svo hann geti hámarkað straum boðefna er þarf til að muna tiltekin atvik eða leysa þrautir. Verkun þessara stökkbreytinga má í sumum tilvikum einnig ná með kemískum efnum á eðlileg gen og þar sem mýs e Lesa meira

Wii-keilukúla veitir réttan snúning

Flestir kannast við nýju fjarstýringuna Wii frá Nintendo sem er stjórnað með hreyfingum. Nú er hægt að setja puttana í Wii-keilukúlu sem veitir keiluspili alveg nýja vídd. Maður opnar einfaldlega kúluna sem er með plasthvolf, leggur Wii-fjarstýringuna innan í og leikurinn hefst. Þó er rétt að muna að festa öryggisreimina um úlnliðinn svo maður rústi ekki flatskjánum í fyrsta skoti. " Lesa meira

Hólógrafskjár sýnir þrívídd án gleraugna

Japanska stórfyrirtækið Sony kynnti nýlega þrívíddarskjá sem ekki krefst sérstakra þrívíddargleraugna. Skjárinn er hólklaga og 27 sm hár. Enn sem komið er, telst upplausnin þó ekki til að hrópa húrra fyrir. Lesa meira

Bjöllur fyrirmynd að framtíðartölvum

Tækni Það kemur fyrir að hlutir sem vísindamennirnir hafa árum saman reynt að þróa í rannsóknastofum sínum, reynist þegar vera til fullskapaðir úti í náttúrunni. Þetta gildir t.d. um bjölluna Lamprocyphus augustus, en vísindamenn við Utah-háskóla hafa nú rannsakað skel þessarar bjöllu og komist að þeirri niðurstöðu að á henni megi sem best byggja undirstöðu ofurhraðvirkra ljóstölva framtíðarinnar Lesa meira

Duftkaffið fékk ekki undirtektir

Það var svo snemma sem 1771 sem Englendingi einum tókst að framleiða kaffiduft sem leystist upp í vatninu án þess að skilja eftir sig neinn korg. Enginn reyndist þó kæra sig um slíkt skyndikaffi og það fékk japanski efnafræðingurinn Sartori Kato líka að reyna þegar hann fékk einkaleyfi á duftkaffi í Bandaríkjunum árið 1903. Það var ekki fyrr en hraði samfélagsins tók að vaxa upp úr 1950 sem skyndi Lesa meira

Armband les úr tilfinningum einhverfra

Enginn skildi Amöndu Baggs. Þetta fannst henni að minnsta kosti sjálfri fyrstu æviárin. Henni fannst skólasystkinin leggja sig í einelti og kennarar og sálfræðingar hafa fyrirfram ákveðnar skoðanir á því hvað hún væri fær um að gera og dæma sig í samræmi við það. Henni fannst jafnframt læknar og aðrir sérfræðingar álíta sig vera lata og ósamvinnuþýða. „Þeir sögðu mér hvað eftir annað að ég væri Lesa meira

Bíll flaug á 177 km hraða 1949

Margir bíða með eftirvæntingu þess dags þegar bílar geti flogið, en það var reyndar hægt árið 1949. Aerocar uppfinningamannsins Moultons Taylor flaug á 177 km hraða og náði 97 km hraða á vegi. Taylor náði samningi um fjöldaframleiðslu, að því tilskyldu að hann útvegaði 500 pantanir. Hann náði þó ekki nema helmingnum og flugbíllinn kom því aldrei á markað. Lesa meira

Xerox þróar rafprent áfram

Alllengi hefur verið hægt að koma rafrásum fyrir í t.d. fötum. Hjá Xerox hafa menn þróað frumgerð sem prentar með silfurbleki og þar með má framkalla rafræna áletrun á nánast hverju sem er, allt frá nærbuxum til umbúða. Lesa meira

Leysir myndar á leifturhraða

Sum fyrirbrigði á sviði eðlisfræði, efnafræði og líffræði gerast svo hratt að háhraðamyndavélar ná ekki að fanga þau á mynd. Þetta gildir t.d. um smásæja strauma vökva í lifandi frumum og virkni taugafrumna. Nú hafa verkfræðingar hjá Kaliforníuháskóla smíðað háhraðamyndavél sem nær um 6,1 milljón mynda á sekúndu. Í myndavélinni er notuð leysitækni, en ekki svonefnd CCD-eining, sem fangar myndir í Lesa meira

Ljóstrefjar virka eins og sólfangarar

Tími stórra sólfangara sem lagðir eru á þök eða veggi gæti senn verið á enda. Vísindamenn við Efna- og verkfræðideild Georgia-tækniháskólans hafa nefnilega þróað tækni til að nota ljóstrefjar, eins og þær sem við þekkjum nú í ljósleiðurum, til að fanga sólarljósið og umbreyta í orku. Þar með verður unnt að minnka sólfangara til mikilla muna. Ljóstrefjarnar eru þaktar nanólagi úr zínkoxíði og þar Lesa meira

Af hverju lítur lyklaborðið svona út?

Lyklaborðið sem við notum nú við tölvuna var upphaflega þróað fyrir ritvélar. Þegar fyrstu ritvélarnar voru framleiddar í Bandaríkjunum upp úr 1860 var stöfunum einmitt raðað í stafrófsröð. En af þessu leiddi að armarnir sem slógu stafina á pappírinn flæktust oft saman og festust, þegar hratt var slegið á lyklaborðið. Þessir tíðu árekstrar armanna urðu til þess að bandaríski ritstjórinn Christophe Lesa meira

Litskrúðsfangarar sundurgreina ljós

Senn koma sólfangarar í fleiri litbrigðum en hinum hefðbundna blásvarta lit. Þeir munu nýta þá hluta sólarljóssins sem venjulegir sólfangarar grípa ekki og virka því t.d. líka þegar skýjað er. Kísillinn er líka sparaður og verðið lækkar um leið. Lesa meira

Þannig vigtar maður atóm

Allur heimurinn er samsettur úr frumefnum. Þetta hafa eðlisfræðingar vitað um aldir. Þeim hefur líka lengi verið ljóst að frumefnin eru gerð úr atómum, eða frumeindum. Erfiðara hefur reynst að ákvarða þyngd frumeindanna, enda eru þær svo smáar að ógerlegt er að nota hefðbundnar mælingaaðferðir. Þennan vanda leysti enski eðlisfræðingurinn J.J. Thomson árið 1912, þegar hann fann upp afar nákvæma Lesa meira

Plöntur eru lyfjaverksmiðjur framtíðar

Bandarískir vísindamenn hafa um þessar mundir náð merkum áfanga í að gera plöntur að hátæknivæddum lyfjaverksmiðjum. Með erfðafræðilega endurforrituðum plöntum hefur nefnilega tekist að framleiða marksækin persónubundin lyf gegn alvarlegum eitilfrumukrabba sem nefnist non-Hodgkin´s-lymphoma. Þó þversagnakennt megi teljast þá er lyfið framleitt í tóbaksplöntu. Rannsókn þessi er ein margra þar s Lesa meira

Hvernig varð þverflautan til?

Elstu þverflauturnar eru frá 9. öld f.Kr. en þá voru flautur algengar í Kína og Japan. Fyrstu þverflauturnar voru úr tré og afar frumstæðar. Þær voru því lakari hljóðfæri en blokkflautur og sennilega mest notaðar til merkjasendinga. Í Evrópu voru þverflautur allt fram á 17. öld einkum notaðar í her og þá svokallaðar svissneskar flautur, háværar og gjallandi þverflautur. Á 17. og 18. öld urðu Lesa meira

Ný lyf geta vakið heilann

Þau brosa, hjala og gefa til kynna mikinn áhuga á lífinu. Kornabörn eru flest að springa úr orku á meðan þau eru vakandi og sýna mikinn áhuga á að hreyfa sig og reyna á sig. Þess vegna fá flestir foreldrar sting fyrir hjartað þegar draumabörnin þeirra sýna ekki sömu hæfileika til að temja sér nýja hluti og vera á hreyfingu. Börn með litningagalla á borð við Downs-heilkenni þurfa á gífurlegri þjálf Lesa meira

Háhýsi á snúningi

Tækni Er útsýnið orðið þreytandi? Ýttu þá á hnapp og íbúðin tekur að snúast. Þessi óvenjulegi möguleiki á nú að bjóðast íbúum í 68 hæða og 313 metra háum skýjakljúfi, „Rotating Tower“, sem verður fullbyggður 2009. Þar eð hver hæð getur snúist sjálfstætt, breytist útlit skýjakljúfsins í sífellu. Hönnuðirnir hjá fyrirtækinu Dynamc Architecture sjá þessa snúningsbyggingu fyrir sér sem upphafið að Lesa meira

Vökvakæld pera sparar straum og lýsir með glóð

Dagar glóðarperunnar eru taldir. Sparperur og ýmis konar LED-ljós taka við. En birtan frá þessum vistvænu ljósgjöfum þykir mörgum of kuldaleg. Þess vegna teflir Eternaleds-fyrirtækið nú fram LED-peru sem fyllt er með fljótandi paraffíni. Þessi olía skapar perunni glóð sem bæði gefur eðlilegri birtu og sparar rafmagn. Til að lýsa á við 25 watta glóðarperu þarf þessi aðein 4 wött. Enn einn kosturinn Lesa meira

Farsímaloftnet saumað í jakka

Loftnet þurfa oft að skaga út í loftið til að fanga og senda boð, en finnska fyrirtækið Patria Oyi hefur nú í samstarfi við Ouluháskóla í Finnlandi þróað alveg nýja loftnetstegund, sem er ofin og þar með alveg flöt. Loftnetið má t.d. sauma á föt, lítur út eins og traustlega ofinn klæðisbútur en er þó þakið þunnu, gagnsæju hlífðarefni. Sveigjanleiki var eitt af lykilhugtökunum við þróun loftnets Lesa meira

Hversu hátt kemst farþegaþota?

Farþegaþotur halda sig yfirleitt undir 12 km hæð. Einstaka nýrri þotur komast þó allt upp í 13 km hæð. Svo hátt uppi er loftþrýstingur aðeins fjórðungur af þrýstingnum við sjávarmál og af því leiðir að loftið er þynnra, sem sagt lengra milli loftsameindanna. Þetta þýðir að flugvélin þarf að halda meiri hraða til að vængirnir geti borið hana og til þess þarf öflugri hreyfla. Það er Lesa meira

Gaddavír breytti sögunni

Árið 1874 gerði bóndinn Joseph F. Glidden sér gaddavír með því að vefja stuttum vírbútum um vírstreng. Þar sem skortur var á timbri sló gaddavírinn strax í gegn. Nú var hægt að girða örugglega af stór svæði og þar með halda milljónum nautgripa um kyrrt. Gaddavírinn hafði svo mikil áhrif í sögu Bandaríkjanna að margir vilja líka uppfinningunni við transistorinn eða kísilflöguna. Lesa meira

Hátíðnihljóð í uppvaskið

Ný, frönsk hönnun gæti orðið valkostur við þá vatnssvelgi sem uppþvottavélarnar okkar eru. Tæknin hefur reyndar lengi verið notuð í gullsmíði en gæti nú haldið innreið sína í eldhús almennings. Þessi uppþvottavél notar hátíðnihljóð til að mynda smásæjar bólur sem fjarlægja hverja örðu af matarleifum af diskunum. Fræðiheitið á fyrirbrigðinu er „cavitation“ eða „holrúmamyndun“ og diskar og önnur Lesa meira

D-Vítamín er lykillinn að varnarkerfi líkamans

Sólin getur framleitt vítamínið og ofgnótt er að finna í feitum fiski en engu að síður fáum við alltof lítið af því. Fæstir íbúar á norðurhveli jarðar fá nógsamlega mikið af D-vítamíni. Ríflega helmingur Breta og Bandaríkjamanna fær of lítið magn af D-vítamíni og rúmlega tíu af hverjum hundrað líða beinlínis D-vítamínskort. Á Íslandi eru hlutföllin mjög svipuð??. Þessar staðreyndir eru mjög óheppi Lesa meira

Ný augnlinsa getur gefið blindum sjón

Áströlskum vísindamönnum hefur tekist að endurvekja sjón í tveimur alblindum augum og einu illa sjáandi með notkun augnlinsa með stofnfrumum. Þessi tímamótatækni er bæði ódýr og sársaukalaus og vekur nýjar vonir varðandi lækningu á hornhimnunni, sem er ysta lag augans. Vísindamennirnir skófu stofnfrumur úr heilbrigða auganu og ræktuðu frumurnar í 10 daga í augnlinsu. Eftir þetta þurfti sjúkling Lesa meira

Sjónvarpstæki framtíðarinnar – gjörið svo vel!

Okkar eigin heimur í þrívídd Milljónir af þrívíddarsjónvarpstækjum eru á leið heim í stofur fólks Við kippumst við þegar lífshættuleg risaeðlan stekkur inn í stofu til okkar. Með því að ýta á takka er þó hægt að stöðva risaeðluna í miðju stökki og fara fram og sækja meira kaffi. Óhætt er að fara að koma sér vel fyrir í hægindastólnum, því þrívíddarsjónvörpin eru innan seilingar og fara að láta á Lesa meira

Röntgen afhjúpar ósýnilegt fornaldarletur

Tækni Nú hafa bandarískir vísindamenn við Cornell-háskóla þróað tækni sem fær þessa horfnu bókstafi til að skína. Smásæjar járnleifar úr meitli leturhöggvarans og blýi í litnum sem notaður var til að mála letrið, sitja enn á steininum. Þegar svonefndu röntgenflúorljósi er beint að þeim, taka þær að skína. Steinninn sjálfur lýsir líka í þessu ljósi en áhrifin á hann eru þó ekki hin sömu og því má Lesa meira

Hátíðnihljóð lagar tennur

Tannhirða Vísindamenn við Alberta-háskóla í Kanada hafa þróað tæki sem getur gert við tannskemmdir. Einn þeirra, dr. Tarak El-Bialy, komst að því 2005 að svokölluð lágtifs hátíðnihljóð eða “LIPUS”-hljóð geta grætt tennur. LIPUS-tækið sem hann notaði við tilraunir sínar var þó allt of stórt til að komast fyrir í munni og hann sneri sér því til Jie Chen og Ying Tsui við tæknideild háskólans og bað þ Lesa meira

Hljóð hreinsar mengaða jörð

Tækni Hátíðnihljóð kallast þau hljóð sem eru á hærri tíðni en svo að mannseyrað greini þau - sem sagt yfir 20.000 rið. Þegar öflug höggbylgja hátíðnihljóða er send gegnum mengaðan jarðveg sem blandaður hefur verið með vatni myndast örsmáar, lofttæmdar bólur. Þegar bólurnar falla saman hækkar bæði þrýstingur og hitastig um örskamma stund. Þrýstingurinn fer upp í 1.000 loftþyngdir og hitastigið upp Lesa meira

Ný júmbóþota enn stærri

Tækni Stóra Boeing-þotan sem verið hefur í framleiðslu í meira en 30 ár, Boeing 747, öðlast nú nýtt líf. Nýjar þotur verða ríflega 3,6 m lengri og geta tekið 34 farþega í viðbót. Þar með getur þessi flugrisi borið 450 manns um loftin blá. Léttefni og nýjir hreyflar munu svo einnig lækka rekstrarkostnaðinn og þar með verður Boeing 747 samkeppnisfær við Airbus 380 sem yfirleitt hefur verið spáð að Lesa meira

Útöndunarloft bjargar lífum

Þann 18. júlí klukkan 15:47 árið 2005 var ákveðið að lýsa eftir lystisnekkju við strendur Danmerkur. Maður hafði fallið fyrir borð í Vesturhafi tuttugu tímum áður. Sjórinn var 17 stiga heitur og samkvæmt tölfræði um lífslíkur í slíkum sjávarhita var engin ástæða til að leita frekar. Þremur tímum síðar bjargaðist sæfarinn eftir að ferðamenn höfðu séð hann fljótandi í öldurótinu. Eftir tæpan sóla Lesa meira

Kafbátur knúinn með sólarorku

Tækni Vísindamenn við Renselaer Polytechnic-stofnunina í Bandaríkjunum hafa þróað fyrsta kafbátinn sem knúinn er sólarorku. Þessi ómannaði farkostur getur verið lengi til sjós, vegna þess að hann er búinn sólföngurum og getur þannig endurhlaðið rafhlöðurnar þegar hann liggur í yfirborðinu. Þessi nýja uppfinning vegur 170 kg og á m.a. að vakta vistkerfið í fljótum. Kafbáturinn getur hvort heldur Lesa meira

Plástur í nálar stað

Læknisfræði Eftir fáein ár þurfum við ekki lengur að þola nálarstungur við bólusetningu, heldur fáum bara plástur á handlegginn. Um leið og plásturinn hefur verið settur á húðina leitar bóluefnið úr honum inn undir efsta lag húðarinnar þar sem sérstakar frumur skynja það og senda aðvörun til ónæmiskerfisins sem þá tekur til við að mynda mótefni. Plásturinn hefur þann stóra kost að ekki þarf að Lesa meira

Komast fljúgandi bílar einhvern tíma í gagnið?

Reyndar hafa menn hjá Moller International í Bandaríkjunum í mörg ár verið tilbúnir með farartæki sem má flokka sem fljúgandi bíl. M400 Skycar er knúinn fjórum 300 hestafla vélum sem hver um sig snýr flugskrúfu. Stélvængur, lögun skrokksins og gerð vélarhúsanna sjá bílnum fyrir lyftikrafti. Skycar rúmar fjóra menn og nær 600 km hraða. Verðið er sagt vera ríflega 30 milljónir króna. Það er engu að Lesa meira

Nýr skanni klæðir farþegana úr öllu

Tækni Nú verða settir upp sérstakir röntgenskannar í bandarískum flughöfnum. Með þeim má sjá í gegnum föt farþeganna af áður óþekktri nákvæmni og t.d. greina leynd vopn eða sprengiefni sem fólk kynni að bera innanklæða. Skanninn hefur þann stóra kost að hann greinir líka hluti sem ekki eru úr málmi og sér því margt fleira en málmleitartæki. Við myndatökuna er þó gætt fyllsta velsæmis með því að g Lesa meira

Veikustu hliðar tækninnar

Þegar hver orrustuflugvélin á fætur annarri hrapaði á árunum fyrir 1950, voru þessi slys fyrst í stað útskýrð með mistökum flugmannanna. En hinn mikli fjöldi slysa varð engu að síður til þess að hjá bandarískum hernaðaryfirvöldum fóru menn að velta fyrir sér samspili manns og véla. Nánari rannsókn á slysunum leiddi nefnilega í ljós að í flestum tilvikum mátti rekja þau til gallaðrar tæknihönnunar. Lesa meira

Fljótandi smokkur gegn eyðni

Læknisfræði Læknar við Utah-háskóla í Bandaríkjunum hafa þróað fljótandi “sameindasmokk” sem á að vernda konur gegn eyðniveirunni og þar með sjúkdómnum. Þetta er vökvi sem inni í skeiðinni myndar þunna, hlaupkennda himnu. Breytingin orsakast af hitabreytingunni úr stofuhita í líkamshita. Þegar himnan kemst í snertingu við sæði verður hún fljótandi og gefur um leið frá sér efni sem drepur eyðni Lesa meira

Hvers vegna fljúga geimferjur á hvolfi?

Það er rétt að 20 sekúndum eftir flugtak er geimferjunni snúið á hvolf. Til þess eru notaðar 38 litlar stýriflaugar. Þetta er m.a. gert til að létta álagi á nef og stél þegar ferjan sker sig upp í gegnum neðri hluta gufuhvolfsins á miklum hraða, en einnig til að tryggja áhöfninni sýn að sjóndeildarhring, ef til þess kæmi að nauðlenda þyrfti ferjunni. Þegar geimferjan er komin á braut um jörðu e Lesa meira

Svissneskir bora heimsins lengstu göng: 57 kílómetrar í gegn

Forðum daga tók það margar vikur fyrir Hannibal að komast með herfíla sína yfir Alpana. Eftir 10 ár, þegar Gotthard Basis-göngin verða opnuð umferð, munu hraðlestir flytja ferðalanga frá Zürich þvert í gegnum fjallgarðinn til Mílanó á einungis 2 klst. og 40 mínútum. Göngin verða þau lengstu í heimi og þetta risavaxna verkefni kostar meira en 300 milljarði kr. Svissneskir láta þó kostnaðinn ekk Lesa meira

Smákafbáturinn heldur í undirdjúpin

Þegar kemur að mönnuðum farartækjum ætlar Kína sér stóran hlut síðar á árinu með COMRA, sem ráðgert er að komist niður á sjöþúsund metra dýpi. Árið 2009 fylgja BNA í kjölfarið með arftaka að hinum þjóðsagnakennda smákafbáti Alvin, sem frá árinu 1964 hefur meira en fjögurþúsund kafanir að baki og verið yfir sextánþúsund klukkustundir í undirdjúpunum. Það má þakka Alvin sem getur kafað niður á 4500 Lesa meira

Skýjakljúfar með mylluvængjum

Mestan hluta ársins ríkir steikjandi hiti í litla olíuríkinu Bahrain við Persaflóa. Það vill íbúunum þó til happs að vindur er líka talsverður. Blásturinn auðveldar fólki að þola hitann og innan tíðar á vindurinn líka að gera gagn í hinu nýja kennitákni olíuríkisins “Bahrain World Trade Center”. Þessir tvíburaturnar verða fyrstu skýjakljúfar í víðri veröld sem byggðir verða vængjaðir. Þrjár stórar Lesa meira

Auglýsing
ELÍSA GUDRÚN EHF. - Útgáfufélag Lifandi Vísinda
  • Klapparstígur 25
  • 101 Reykjavík
  • Sími: 570-8300
  • Opnunartími: 9 - 12 alla virka daga
  • lifandi@visindi.is
Höfundarréttur: isProject ehf. © 2010. Allur réttur áskilinn.