Fylgstu með okkur á Twitter Sjáumst á FaceBook Gerast áskrifandi

Nýjasta greinin
Útgáfa 1.0 úreltist fyrir 10.000 árum

Það tók að halla undan fæti þegar við gerðumst bændur í staðinn fyrir veiðimenn og nú á dögum er hönnun okkar aldeilis úrelt miðað við það líf sem við lifum, bæði líkami og sál haltra á eftir þróuninni í viðleitni við að laga sig að nútímalífi.

Áður fyrr söfnuðum við rótum, ávöxtum og hnetum, eltum uppi margs konar bráð og veiddum fisk. Endrum og sinnum stálum við hræi frá stóru rándýrunum. Nú höldum við leiðar okkar vopnaðir kreditkortum í kæliborðum stórmarkaðanna. Fyrir ekki svo löngu síðan fengum við ofgnótt af fersku lofti og hreyfingu. Nú til dags sitja flest okkar kyrr fyrir framan tölvu marga tíma dagsins. Líkamar okkar sem mótuðust á afrísku gresjunum ryðga eins og vélar sem standa ónotaðar. Veiðimanna/ safnara-forfeður fóru yfir mikil svæði og stundum liðu margar vikur áður en þeir rákust á nágranna. Nú á dögum erum við innan um þúsundir ókunnugra og margir þeirra krefjast tíma okkar og nærveru. Líf sem veiðimaður og safnari fól í sér minna álag en lífið sem nú stýrist af dagatalinu. Við stritum mestan hluta dagsins Lesa meira

Greinalisti

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Eineggja tvíburar verða til þegar hið frjóvgaða egg er búið að skipta sér einu sinni og frumurnar tvær skilja sig hvor frá annarri og þróast síðan hvor um sig áfram í fóstur og barn. Í upphafi eru eineggja tvíburar þess vegna erfðafræðilega alveg eins, enda myndaðir úr sömu eggfrumunni. Það er þannig ógerlegt að gera greinarmun á þeim með DNA-rannsókn. Það hefur hins vegar komið í ljós að á fóstur Lesa meira

Verða konur aldrei sköllóttar?

Algengasta orsök hártaps bitnar reyndar á báðum kynjum, en er þó mun algengari hjá körlum. Ástæða hártapsins er arfgeng og mörg gen eiga hér hlut að máli. Allt að helmingur hvítra karlmanna yfir fimmtugt verða fyrir hármissi. Hártapið stafar af því að karlhormónið testósterón umbreytist í efnið dihydrotestósterón, sem bindur sig við viðtaka á hárfrumunum og styttir þannig vaxtartíma h Lesa meira

Heilabú manna stækkaði á ísöld

Heilabú frummanna fór skyndilega stækkandi þegar kólnaði í veðri og það var þá sem forfeður okkar þróuðust og urðu að Homo sapiens, hinum viti borna manni. Fyrir 2,5 milljónum ára voru aðstæður nákvæmlega réttar og leiddu til stækkunar heilans, segja vísindamenn hjá Howard-háskóla í Washington DC og Max Planck-lífefnastofnuninni í Jena. Fram að þessum tíma var loftslag á hnettinum um 2 gráðum h Lesa meira

Hvað ákvarðar hvar fita sest á líkamann?

Staðsetning fitubirgða á líkamanum ræðst af ýmsum þáttum, en mestu skipta hormón, erfðir og líkamsvirkni. Fitusöfnum kvenna og karla er áberandi misjöfn og ástæða þess er kvenhormónið estrógen. Estrógen eykur líkamsfitu og þar eð konur framleiða meira af því en karlar verður fituhlutfall þeirra hærra (25-31% hjá konum en 19-26% hjá körlum). Þetta kynhormón sér jafnframt til þess að fitan sest á Lesa meira

Hvers vegna sofum við?

Það virðist sjálfgefið að við þurfum á góðum nætursvefni að halda eftir annasaman vinnudag en fyrir vísindamönnum er það reyndar ráðgáta hvers vegna við þurfum yfir höfuð að sofa. Enginn vafi leikur á að svefn er algjörlega nauðsynlegur því verði maður vansvefta yfir nokkurn tíma getur maður að lokum hreint ekki haldið sér vakandi og það dregur úr virkni heilans þannig að örðugara verður að einbei Lesa meira

Höfum við óþarfa líkamshluta?

Mannslíkaminn hefur þróast í mörg hundruð þúsund ár og er því mjög vel aðlagaður að þeim aðstæðum og skilyrðum sem hann þarf að búa við. Engu að síður bendir ýmislegt til að þróunin hafi ekki náð að fylgja öllum breytingum á lifnaðarháttum manna. Sumir hlutar líkamans, t.d. líkamshár og endajaxlar hafa komið sér vel fyrir fólk sem þurfti að tyggja mjög grófa fæðu og ekki átti kost á hlýjum híbý Lesa meira

Hvers vegna misstu mennirnir feld sinn?

Tilgáta 1 - Eflir sundgetu okkar Feldurinn gerði okkur erfitt fyrir að lifa í vatni Samkeppninnar vegna neyddust forfeður okkar til að leita niður að ströndum Afríku, þar sem þeir vörðu sífellt lengri tíma í sjónum. Líkaminn missti smám saman feld sinn, því feldurinn hefti sund og veitti enga einangrun í vatni. UPPHAFSMAÐUR Elaine Morgan hefur barist fyrir þessari tilgátu í ríflega 40 ár í b Lesa meira

Sveigð lend heldur konum uppréttum

Læknisfræði Konur sem komnar eru langt á meðgöngu, geta virst afkáralegar, en eru engu að síður eins konar þróunarfræðilegt meistaraverk. Nýjar bandarískar rannsóknir sýna að hryggsúla konunnar er líkust langþróaðri verkfræðihönnun og neðstu hryggjarliðirnir hafa á milljónum ára tekið framförum sem gera það að verkum að konan helst upprétt, þrátt fyrir þungunina. Katherine Whitcombe, sem er ma Lesa meira

Hvers vegna vaxa hárin ekki eins?

Maðurinn er með á að giska fimm milljónir hára á líkamanum, sem skiptast þannig að um 100.000 vaxa í hársverðinum en afganginn er að finna víðs vegar um líkamann, að undanskildum lófum og iljum. Hvert einasta hár myndast í sínum eigin hársekk, sem stjórnast af boðefnum líkamans um að láta hárið vaxa, stöðva vöxtinn og leggjast í dvala ellegar að sleppa taki á hárinu með þeim afleiðingum að þa Lesa meira

Nú vilja fræðimenn frelsa hinn leynda snilling okkar

Fyrir framan píanóið er John sannkallaður snillingur. Eftir einn af konsertum hans í Ontario, BNA, kom grein í tímariti þar sem honum var lýst sem „frábærlega hæfileikaríkum manni“. Þess þó heldur þar sem hann hefur aldrei hlotið leiðsögn í tónlist og spilar einvörðungu með vinstri hendi, enda kemur hægri hönd hans honum ekki að neinum notum. John hefur verið á stofnun frá því hann var fimmtán ára Lesa meira

Þróunin snýr við

Árlega enda um 20.000 höfrungar og grindhvalir á matarborði Japana. Hvalavöður eru reknar upp á grynningar þar sem hvalirnir eru skornir og kjötið fer síðan í kæliborð verslana. Vorið 2006 komst þó einn stakur höfrungur, nánar tiltekið stökkull, hjá þessum örlögum. Það var þó ekki vegna þess að smáhvalnum tækist að stinga af, heldur fyrir þá sök að fiskimennirnir tóku eftir að eitthvað var athugav Lesa meira

Af hverju skiptum við um tennur?

Stærð barnatanna hentar litlum börnum ágætlega en væri alveg ófullnægjandi í fullorðnu fólki. Þessar litlu mjólkurtennur passa einfaldlega ekki inn í stærðarhlutföll höfuðsins og þá sérstaklega munnsins. Mjólkurtennurnar taka að þroskast strax á 7. viku meðgöngu. Flest börn fæðast tannlaus en tennurnar eru í felum undir gómunum og hinar fyrstu birtast yfirleitt þegar barnið er 5 - 8 mánaða að aldr Lesa meira

Auglýsing
ELÍSA GUDRÚN EHF. - Útgáfufélag Lifandi Vísinda
  • Klapparstígur 25
  • 101 Reykjavík
  • Sími: 570-8300
  • Opnunartími: 9 - 12 alla virka daga
  • lifandi@visindi.is
Höfundarréttur: isProject ehf. © 2010. Allur réttur áskilinn.